Morgunblaðið - 15.03.1989, Side 9

Morgunblaðið - 15.03.1989, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1989 9 Átt þú spariskírteini ríkissjóðs sem eru innleysanleg núna? Kauptu ný skírteini með 6,8% til 7,0% ársvöxtum í stað eldri skírteina. Sala og innlausn fer fram í Seðlabanka Islands. \SS^ ! ! 'aiPfsf FALKON (faiihion.jat.men. Dönsku moking- fötin komin Verðaðeins kr. 10.950,- H GEíslB I GElSiP I Tveggja flokka feeðinff 1916 í íslandssögu Einars Laxnes [Alfræði Menn- ingarsjóðs] stendur: „Helztu frumkvöðlar að stofiiun Alþýðuflokks- ins 1916 vóru Jón Bald- vinsson, Ottó N. Þorláks- son og Ólafur Friðriks- son og Jónas Jónsson frá Hriflu, en Jónas gekk þó ekki í Alþýðuflokkinn." Jónas Jónsson frá Hriflu stóð jafiiframt að stofiiun Framsóknar- flokksins þetta sama ár. Það mun hafa verið ætl- un þessa „ljósfóður" Al- þýðuflokks og Fram- sóknarflokks, að fyrri flokkurinn leitaði stuðn- ings í þéttbýli, sem þá var að myndast í landinu, en sá siðari í sveitum. Þetta tvisldpa úthald á atkvæðamið hefði síðan samflot til valda i þjóð- félaginu. Fyrsta ríkis- stjóm Framsóknar- flokksins, sem mynduð var 1927, varð siðan til með stuðningi Alþýðu- flokksins, rétt eins og ríkisstjóm Steingrims Hermannssonar rúmum sextiu árum siðar. Hræðslu- /. bandalagið 1956 Árið 1956 efiidi Al- þýðuflokkur og Fram- sóknarflokkur tii kosn- ingasamstarfe um allt land. Alþýðuflokkurinn bauð ekki fram i þeim kjördæmum þar sem Framsóknarflokkurinn hafði meiri sigurlíkur en kratar. Framsóknar- flokkurinn bauð ekki fram þar sem kratar stóðu betur að vígi. Þannig var í raun um sameiginlegt framboð þessara flokka að ræða um land allt. Tvfstirnið: Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur Forystugrein Alþýðublaðsins í gær ber yfirskriftina: Vandi Sjálfstæðisflokksins. Svo sem nafngift stendur til er greinin hnútuk- ast í Sjálfstæðisflokkinn. Öxull hennar er engu að síður vörn fyrir veru Alþýðuflokks- ins í „framsóknarfjósinu“, í miðstýringar- og haftastjórn. Staksteinar tylla af þessu tilefni tám á ýmis „sagnfræðileg" tengsl Alþýðuflokks og Framsóknarflokks. Tilgangur „hræðslu- bandalags" Alþýðuflokks og Framsóknarflokks 1956 var að ná þingmeiri- hluta til stjómarmyndun- ar með sameiginlegu framboði, jafiivel með minnihluta atkvæða. Harðar deilur stóðu um það hvort þetta bandalag samræmdist lýðræðishefðum og leik- reglum samfélagsins. Ekki hafði það erindi sem erfiði, fékk minna fylgi hiutfidlsiega og fierri þingmenn 1956 en þá flokkamir buðu fram sitt í hvori lagi 1953. Engu að síður myndaði þáverandi formaður Framsóknarflokksins, Hermann Jónasson, vinstri stjóm (1956). Al- þýðubandalagið gekk í dansinn með hræðslu- bandalaginu. Þetta var stjómin sem „féll“ á ASÍ-þingi 1958, sem frægt var á sinni tíð. Alþýðuflokkurinn hef- ur því lengi mokað fram- sóknarfjósið, ef út í þau efiii er farið. „Hin marg- nota hækja“ í leiðara Alþýðublaðs- ins í gær segir orðrétt: „Hinn gamli draumur forystumanna Sjálfetæð- isflokksins um Alþýðu-' flokkinn sem hina marg- nota hækju er nú að breytast í martröð . . .“ Að tama er skondinn texti í Ijósi sögunnar les- inn. Síðan koma lokaorð og meginniðurstaða leiðara- höfundar: „Sjálfetæðisflokkurinn hefiir því margt að læra af Aiþýðuflokknum." Árið 1978 hlaut Al- þýðuflokkurinn 22% kjörfylgi. Samkvæmt skoðanakönnun Skáiss, sem Stöð 2 birti i fyrra- kvöid, hefur flokkurinn, staddur í miðjuni §ó- smokstri annó 1989, 12,8% stuðning. Það kann að vera mikill lær- dómur fólginn í slikum hrakforum, ef átt er við hið fomkveðna: vítin em til þess að varast þau. En hvert stefhir sá póiitiski horkragi sem Alþýðuflokkurinn sýnist orðinn? Má lesa eitthvað út úr visdómsorðum for- ystugreinar Alþýðublaðs- ins í gær: „Einkum hefúr ríkis- stjómarsamstarf Fram- sóknarflokksins og Al- þýðuflokksins farið fyrir bijóstið á Sjálfetæðis- mönnum, en einnig hafa sameiginlegar fundar- herferðir formanna A- flokkanna og óformlegar viðræður um samvinnu eða sameiningu Alþýðu- flokks og Alþýðubanda- lags lagst illa í liðsmenn Sjál&tæðisflokksins"! Mikil er trú þin kona, stendur þar. Orð og at- hafhir Fáir íslenzkir stjóm- málamenn hafa farið harðari orðum um Fram- sóknarflokkinn en form- aður Alþýðuflokksins. En það sem helzt hann var- ast vann, varð þó að koma yfir hann! Fáir samtíma sljóm- málamenn hafa mælt af jafii miklum „sannfær- ingarkrafti" með við- reisn og þessi sami flokksformaður. „Við- reisn“ sína fiinn hann sem ráðherra í ríkis- stjóm formanns Fram- sóknarflokksins og á landsreisu sem fylgdar- sveinn formanns Álþýðu- bandalagsins. Alþýðublaðið skrifar siðan leiðara um „Al- þýðuflokkimi sem hina margnota hækju", eins og leiðarahöfúndur kemst sjálfur að orði, og kallar samantektina: „Vanda Sjálfetæðis- flokksins". Já, það er skrítin tik, pólitikin. .//l I 0 É i HITACHI VM-600 Videomyndavél athafnamannsins HITACHIVM-600 er fyrir venjulegar VHS videospólur og taska fylgir. HITACHI video- myndavélin er einstaklega hentug fyrir töku á hröðu myndefni t.d. íþróttum vegna hraða á lokara (1/2000 á sek). Vélin er með sjálfvirkan skerpustilli (Auto Focus), Macro stillingu, mynddeifingu, skyndiskoðun á upptöku, dagsetn. á mynd og tengi við sjónvarp. Ýmsir fylgi- og aukahlutir. Verö kr. 104.900, 99.655, //•RÖNNING •//f// heimilistæki staðgreitt. KRINGLUNNI OG NJALSGOTU 49 SIMI 685868/10259 Jf 0HITACHI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.