Morgunblaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1989 Svipmyndir úr Borginni/ Ormsson Eftirlegukindur á skattstofunni $ 1 | ■ u Wm - / -T * V ™ -J Þrátt fyrir óblíða veðráttu allt frá áramótum, snjókomu, skaf- renning eða blindbyl og kulda, í bæjum, þorpum og sveitum, nán- ast um land allt, þá er svo sem engin ástæða til að örvænta og því síður að halda því fram að ekki komi betri tíð. Við búum í harðbýlu landi þar sem forfeður okkar fengu ýmsu að kynnast þeg- ar veðrið er annars vegar og við nútímamenn höfum ekki fengið að kynnast slíku nema sem sýnis- homi. Hér áður fyrr komu harðind- isár og eitt árið frostaveturinn mikli sem svo er nefndur og gekk nærri mannfólki og þá ekki síður búfénaði. Það er ólíku saman að jafna, kjörum nútímamanna og þeirra sem drógu björg í bú á átjándu og nítjándu öldinni. Forfeður okkar voru svo lánsamir að vera lausir við lánskjaravísitöluna og verð- tryggð lán og þurftu ekki að hafa daglegar áhyggjur af afborgun af lánum frá Húsnæðismálastjórn eða bönkum og sparisjóðum enda húsakynni ólíkt lélegri en gerist og gengur nú á dögum, torfkofar og kannski í einstaka tilfelli snjó- hús. Þó hafa þeir líklega búið yfir þeim innri friði og gleði sem nútímamaðurinn í allsnægtum virðist fara svo mikið á mis við í lífsgæðakapphlaupi ár eftir ár. Og hér verður nokkra vikna snjór og skafrenningur af og til nútíma- manninum tilefni til að finnast næstum allt ómögulegt. Eg þekki t.d. kaupmann með kvöldsöluleyfí á góðum stað í borg- inni sem ekur daglega á voldugri fólksbifreið sem má líklega komast á upp á hæstu fjallstinda. Það er ekki fýrr farið er að snjóa að hann telur Sest að vera ekkert í lúguop- inu það kvöldið og eins gott að sitja bara heima og horfa á Stöð 2 fram á nætur, því þar er alltaf sólskin og fólk sem kann að brosa, þó varla sé tilefni til annars en að skæla yfír volaðri veröld. Svo eru aftur þeir sem endilega vilja fá stöku sinnum vetrarríki með tilheyrandi blindbyl, skafrenn- ingi og snjókomu og kunna illa við sig í stöðugum stillum og aðgerð- arlausu veðri vikum saman. Um daginn þurfti ég að taka leigubíl í erindum upp í Breiðholt. Að heim- ili mínu kom leigubíll sem líktist eiginlega helst þotu frekar en bif- reið, svo til nýkominn á götuna, búinn öllum nýjustu uppfinningum og við stýrið sat ungur maður á að giska um þrítugt, í svartri leð- urblússu, dökkhærður og vingjam- legur og ég ekki fyrr kominn inn í bílinn að hann spurði: — Hvert á að aka greifanum? Þessi spuming kom mér sannar- lega á óvart, þannig hafði ég aldr- ei áður verið ávarpaður. Ég varð um stund orðlaus. — Upp í Breiðholt, takk, sagði ég svo. — Það snjóar, sagði bílstjórinn, greinilega í góðu skapi þegar hann ók inn Rauðarárstíginn. — Já, og það bara verulega. — Ekkert sem orð er hafandi á. „Drekinn" klífur snjóskaflana eins og ekkert sé. Nú reynir á hann, nú er veðrið. Ég kann bara vel við svona veður, sagði leigubíl- stjórinn. „Drekinn“ klauf snjóskaflana sem urðu á vegi okkar fimlega og allt í einu var hann kominn upp í Breiðholt að húsi sem ég átti er- indi í. — Hér býr konsúllinn, sagði leigubílstjórinn. Þá sá ekki út úr augum, blindbylur og það lá svona ljómandi vel á leigubílstjóranum. Bíllinn hafði staðist prófið. Og það eru ekki bara bílar á ferð í snjó og skafrenningi. Einn daginn kom ég auga á Harald Jó- hannsson, hagfræðing, á ferð í frakka, berhöfðaðan og frakkann tel ég að hann hafi átt og notað af hagkvæmisástæðum í áraraðir og tilsýndar úr strætisvagni sá ég hvar Guðmundur J. Hallvarðsson, tónlistarkennari, kom út úr Hljóð- færahúsi Reykjavíkur við Lauga- veg, uppáklæddur með nótna- bunka undir hendi, kannski verð- andi tónskáld, rétt rúmlega fertug- ur, fyrmm liðsforingi í byltingar- her róttækrar æsku á sjöunda ára- tugnum, nú fjölskylðumaður, með íbúð og bíl. Og einn daginn þegar kom þýða með rigningarskúmm, þriðjudags- morgunn, og síðustu forvöð að endumýja í Háskólahappdrættinu, hitti ég Einar Má Guðmundsson, rithöfund, á Laugaveginum fyrir framan Vinnufatabúðina. Hann var í svartri leðurblússu og bláum gallabuxum og þegar ég sá hann nálgast og varla orðið bjart af degi hélt ég að þama væri á ferð táningur úr einhverri popphljóm- sveitinni sem er um það bil að öðlast hina langþráðu heimsfrægð. Nei, þá var það metsöluhöfundur- inn og húmoristinn sjálfur, lítillát- ur eins og fyrri daginn, svona rétt að hann kannaðist við það að vera sá höfundur sem verið er að þýða á fjölda tungumála. Alltaf jafna- lúðlegur og vingjarnlegur og mér sem datt svona í hug eftir á þegar ég gekk áleiðis að Kjörgarði, að endurnýja í happdrættinu, að ókunnugur hefði getað haldið að Einar væri bara ósköp venjulegur starfsmaður rafmagnsveitunnar sem hefði verið að lesa af mælum, þarna í verslunum við Laugaveg- inn. Ég var í seinna lagi með skatt- skýrsluna í ár. Þriðjudaginn 14. febrúar skilaði ég henni inn í aðal- stöðvar Skattstofunnar við Tryggvagötu og hafði nánast á tilfinningunni að ég hefði framið einhvem glæp, að vera þremur dögum síðar á ferðinni en gert er ráð fyrir. Guðmundur Steingríms- son, starfsmaður, sá góðkunni jaz- zisti og trommari, taldi að málið væri ekki litið alvarlegum augum^, og engin ástæða til að hafa af því neinar áhyggjur. Það voru þarna fleiri eftirlegukindur að koma í leitimar og ég ekki einn um að vera í seinna lagi. Hitti þar á göngum í aðalstöðvum Skattstof- unnar kunningja sem hefur verið í margs konar vinnu og var um tima með sjálfstæðan atvinnu- rekstur á síðasta ári. Hann er mið- aldra maður og þrátt fyrir að hann hefði tæplega ástæðu til að brosa og gera að gamni sínu þá gerði hannj)að samt. — Ég er nánast gjaldþrota, sagði hann þegar við hittumst. — Hvað segirðu? — Já, ég fór út í atvinnurekstur sem einfaldlega gekk ekki upp. Er stórskuldugur með íbúðina á nauðungaruppboði og nánast aleiguna. — Og útlitið slæmt? — Já. Enginn friður fyrir lög- fræðingum, það er heill hópur á eftir mér. Ég er ekki borgunarmað- ur fyrir því sem farið er fram á. Auma ástandið. Ég bauðst til að láta setja mig í hlekki ef það mætti verða til þess að létta á skuldabyrðinni. — Setja þig í hlekki? Nei, hvað segirðu? — Já, í hlekki á Skólavörðustíg- inn eða Síðumúlann, ef það má verða til þess að losa mig úr skuld- unum. Ekki vonlaust að það verði til þess að þeir hætti að ónáða mig, lögfræðingamir. — Eru einhver dæmi til þess að menn hafi látið loka sig inni í fangaklefa hlekkjaðir á höndum og fótum, í þeim tilgangi að losa um skuldir? spurði ég. — Það hef ég ekki hugmynd um. Ég er aftur þeirrar skoðunar að þetta sé eina leiðin, sagði kunningi minn. Og enn brosti hann og hafði þó tæplega ástæðu til þess. HAGGLUNDS DENISON HAÞRYSTI-VÓKVABÚNAÐUR TIL SJÓS OC LANDS vængjadælur Vökvadælur, einfaldar, tvöfaldar, þrefaldar. Stæröir I2cm3-2l8cm3. Þrýstingur allt aö 275 bar. Öxul-flans staöali sásami ogá öörum vængjadælum. Vökvamótorar Afl sem tekur lítiö pláss. Tengist beint á víndur eða iönaöarvélar. Þola vel verstu skilyröi. Snúningsátak allt aö 150 000 iMm. v Vv JL- ■ • A • X SJ Stimpildælur og -mótorar stærðir: I4cm3-638cm3. Þrýstingur allt að 450 bar. öxul-flans sá sami ogáöörum stimpildælum og mótorum. ventlar Stjórnventlar, skiptiventlar, brýstiventlar. Rafstýröir 12V, 24V, 220V. Þrýstistýrðir. mM Hönnum og setjum upp vökvakerfl. Vlögeröar- og varahlutapjónusta. Sig. Svembjörnsson hf. umboðs og heildverslun. Skeiöarási - 210 Caröatíæ - Sími 91-52850 Reykjavíkursveitírnar keppa um Islandsmeistaratitilinn Morgunblaðið/Arnór Keppnin um tvö efstu sætin í C-riðli var spennandi. f síðustu um- ferðinni spiluðu saman sveitir Stefáns Pálssonar og Braga Hauksson- ar en þær voru þá í efstu sætunum. Þær skiptu 30 stigunum milli sín með þeim hætti að báðar komust í úrslitakeppnina. ___________Brids______________ Arnór Ragnarsson Engin landsbyggðarsveitin kornst í úrslit í íslandsmótinu í sveitakeppni sem fram fer um bænadagana og páska. Undan- keppnin var spiluð um helgina á Hótel Loftleiðum og Holiday Inn og komust eftirtaldar sveitir í úrslit: Sveit Flugleiða, Modern Iceland, sveit Delta, sveit Pólar- is, sveit Sigfusar Arnar Árnason- ar, sveit Samvinnuferða/Land- sýnar, sveit Braga Haukssonar og sveit Stefáns Pálssonar. Undanúrslitin voru að venju spil- uð í Ijórum riðlum og spiluðu átta sveitir í hveijum riðli. Var keppnin að þessu sinni óvenju litlaus en undankeppnin hefir oft verið spenn- andi með óvæntum úrslitum. í A- riðli var sveit Flugleiða í sérflokki og vann alla sína leiki. Modern Ice- land fylgdi þeim í úrslitin en mjótt var á mununum. Efstu 4 sveitir í A-riðli: Flugleiðir 153 Modern Iceland 118 Ragnar Jónsson Rnes 116 Júlíus Snorrason Rvík 115 í B-riðli sigldu sveitir Pólaris og Delta á lygnum sjó. Sveit Sigurðar Vilhjálmssonar átti þó möguleika en tap þeirra gegn Pólaris, 2-25, gerði þó útslagið. Pjórar efstu sveitir í B-riðli: Pólaris 133 Delta 131 Sigurður Vilhjálmsson Rvík 117 Jón Ingi Ingvarsson Skagastr. 102 í C-riðli kom sveit Kristjáns Guð- jónssonar frá Akureyri mjög á óvart. Sveitin byijaði á að tapa fyrsta leiknum 1-25 og átti það eftir að verða þeim dýrkeypt. Þeir unnu sex leiki eftir það með miklum yfirburðum og gerðu eitt jafntefli en vantaði 3-4 vinningsstig til að komast í úrslitin. Fjórar efstu sveitir í C-riðli: Stefán Pálsson 140 Bragi Hauksson 139 Kristján Guðjónss. Akureyri 136 Jón Steinar Gunnlaugss. Rvík 106 I D-riðli vann sveit Samvinnu- ferða/Landsýnar alla sína leiki á meðan aðrar sveitir í riðlinum voru að vinna hver aðra. Fyrir síðustu umferðina hafði sveit Sigfúsar Arn- ar næstbestu skorina sem hún hélt og spilar því í úrslitum: Fjórar efstu sveitir í D-riðli: Samvinnuferðir/Landsýn 144 Sigfús Öm Árnason 124 Jörundur Þórðarson 113 Sjóvá-Almennar 102 Sveitirnar sem urðu í 3.-4. sæti í riðlunum spila í B-úrslitum sem spiluð eru jafnhliða úrslitunum. Þó hefir sú breyting verið gerð á að sigursveitin í B-úrslitunum spilar í A-úrslitum að ári. Þá munu og 3 efstu sveitirnar í úrslitakeppninni spila þar á næsta ári án þess að keppa til þess. Siglfirzku bræðurnir komust ekki í úrslit að þessu sinni. Þeir hafa oft sett strik í rcikninginn í úrslitun- um en háð þeim að vera fjórir I sveit. Úr þessu hafa þeir nú bætt og styrkt sveit sína með tveimur ungum mönnum, Ólafi og Steinari Jónssonum sem eru synir Jóns Sig- urbjörnssonar. Þá má og geta þess að sveit Grettis Frímannssonar vantaði eitt stig til að komast í B-úrslitin, en ef ég man rétt þá spiluðu þeir í A-úrslitunum í fyrra. Eins og áður sagði fór mótið fram á tveimur hótelum í bænum. Keppn- isstjóri var sem fyrr Agnar Jörgens- son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.