Morgunblaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR: 15. MARZ 1989 [ki Asgeir Norðdahl, Ekru - Minning Fæddur 2. júní 1905 Dáinn 7. mars 1989 I dag verður jarðsunginn frá Lágafellskirlq'u í Mosfellsbæ heim- ilisvinur okkar hjóna um langt árabil, Ásgeir Norðdahl. Ási, eins og hann var jafnan kallaður í kunningjahópi, fæddist í EUiðakoti í Mosfellsbæ 2. júní 1905, sonur hjónanna Sigríðar Eiríksdóttur, sem ættuð var af Héraði, og Elliða Guðmundssonar Norðdahl búfræðings, sem fyrstur manna ferðaðist á milli bæja og plaegði fyrir bændur. Asi var elstur 5 systkina, 4 al- systkini og hálfbróður. 7 ára gam- all missti hann föður sinn. Þetta áfall varð íjölskyldunni ofviða þannig að heimilið leystist upp. Ása var þá komið fyrir í Miðdal hjá þeim hjónum Þóru Guðmunds- dóttur og Gísla Bjömssyni, þar sem hann dvaldi í nokkur ár, en síðan fór hann til Helga og Ing- unnar í Reykjahvoli og þaðan var hann fermdur. Ási hafði oft orð á því, hve vel honum hefði liðið hjá þeim Reykjahvolshjónum, um- hyggja og ástúð Ingunnar var honum jafnan ofarlega í huga. Meðfædd fötlun Ása háði hon- um bæði í námi og starfsvali. Hann var mjög sjónskertur, en þrátt fyrir það tókst honum að ljúka skólanámi og alla tíð las hann mikið og þar sem hann hafði stálminni, varð hann fljótt vel heima í bókmenntum og þeir, sem við hann ræddu um þau efni, komu ekki að tómum kofunum. Sjón- depran hafði að sjálfsögðu áhrif á starfsval hans. Þrátt fyrir þessa örðugleika hans tókst honum jafn- an að útvega sér þá vinnu, sem hann hafði vald á, og það jafnvel þótt vinnumarkaður væri þröngur. Á kreppuárunum fréttist um uppgrip í síld á Siglufirði. Þá tók Ási fram reiðhjólið sitt, hjólaði úr Mosfellssveitinni til Sigiufjarðar, vann þar sumarlangt, og hjólaði svo til baka, þegar haustaði að. Þetta gerði hann ár eftir ár eða svo lengi sem sildin óð yfir Norður- land. Á stríðsárunum vann Ási í vega- vinnu hjá Jónasi í Stardal, en var þá að vetrarlagi til heimilis í Brú- arlandi hjá skólastjórahjónunum Kristínu Magnúsdóttur og Lárusi Halldórssyni. Hann tjaldaði gjarn- an skammt frá húsinu, svaf í tjald- inu fram á haust og eitt sinn svaf hann í tjaldinu allan veturinn. Þama dvaldi hann í öryggi á með- al vina og undi vel hag sínum. I Brúarlandi bar fundum okkar Ása saman. Ég flutti með fjöl- skyldu mína í kjallara Brúarlands- skóla vorið 1945 og dvaldi þar sumarlangt á meðan læknisbú- staður Reykjalundar var í bygg- ingu. Börnin fundu fljótt hlýju og nærgætni Ása og hændust að hon- um. Hann var sérlega hjálpfús og greiðvikinn og við þær aðstæður, sem þama vom á þessum tíma, þá var slíkt ómetanlegt. Ási var um þetta leyti óvinnufær vegna gigtar og bakveiki. Hann fylgdi því með okkur, þegar við fluttum upp í Reykjalund um haustið, og þar eð lítið var um húsnæði þar efra þá stundina, þá bjó hann um tíma hjá okkur, uns hann fékk bústað í Reykjalundi. Þegar Ási varð vinnufær á ný, var hann ráðinn verkamaður á Reykjalundi, þar vann hann hin fjölbreytilegustu störf í meira en 40 ár eða nærri öll árin, sem upp- bygging Reykjalundar stóð. Asi vann jafnan útistörf, enda var af nógu að taka í þeim efnum. Hann vann að skurðgreftri, tiltekt og hvers konar þrifum, enda ekki vanþörf á, þar sem tugir verka- manna vom að störfum við hús- byggingar. Ási vann mikið við lagnir, pípu- og kapallagnir. Það hefur verið haft orð á því að ef vafí var á því, hver lagnir lægju, þá var gjaman leitað til Ása, allt fram á síðustu ár, hann er sagður hafa reynst nákvæmari en teikn- ingarnar um staðsetningu í mörg- um tilfellum, slíkt var minni hans. Þegar Ási hafði unnið á annan tug ára í Reykjalundi og honum óx fískur um hrygg, þá keypti hann einbýlishúsið Ekm, sem hann flutti í 1961 og bjó í á með- an heilsa leyfði. Það þykir nú ekki lítið átak í dag að byggja yfir sig einbýlishús, en þetta gerði nú fatl- aði einhleypingurinn, Ásgeir Norðdahl, á 6. áratugnum. Þar kom fram dugnaður hans og út- sjónarsemi, ennfremur vinsældir hans, sem urðu þess valdandi, að margir réttu honum hjálparhönd. Nú þegar Ási er allur, þá viljum við hjónin og börn okkar þakka • hin löngu og ljúfu kynni, hjálpsemi hans og umhyggju. Ættingjum hans sendum við innilegar samúðarkveðjur. Oddur Ólafsson og Qölskylda Útför Ásgeirs Norðdahl verður gerð frá Lágafellskirkju kl. 10.30 í dag, miðvikudag. t Hjartans þakkir til allra þelrra er sýndu samúð við útför eigin- manns míns, föður okkar , tengdaföður, afa og langafa, HALLDÓRS GUÐMUNDSSONAR skipstjóra frá Sigurðsstöðum, Kirkjubraut 51, Akranesi. Guðríður Halldórsdóttir, Kristín Guðmunda Halldórsd., Magnús Ingólfsson, Guðrfður Halldóra Haildórsd., Þorgelr Haraldsson, Halldór Haukur Halldórsson, Hrafnhildur Hannibalsdóttir, barnabörn og langafabörn. CHER0KEELARED01989 TIL AFGREIÐSLU STRAX Bílar þessir eru hlaðnir aukahlutum og með lúxus innréttingu 4ra dyra 4,0L6cyl. 177 hp.vél Sjalfskiptur Vökvastýri Veltistýri Rafdr. rúður Rafdr. læsingar Fjarst. útispeglar Hiti í afturrúðu Þurrka á afturrúðu Off-Road Toppgrind 225x15 Wranglerdekk Þokuljós Álfelgur Dráttarbeisli Gasdemparar EGILL VILHJALMSSON HF. Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 77202 , VILTU FORÐAST GREIÐSLU- ERFIÐLEIKA Hafðu þá í huga að það hefur reynst mörgum allt annað en auðvelt. Eftirfarandi ráð gætu þó komið sér vel. BYRJAÐU Á RÉTTUM ENDA Hafir þú sótt um lán hjá Húsnæðisstofnun til byggingar eöa kaupa á íbúö, þá skaltu engar ákvarðanir taka fyrr en þú hefur fengiö senda tilkynningu um afgreiðslutíma láns frá stofnuninni. TAKTU MIÐ AF GREIÐSLUGETU ÞINNI Þú skalt byggja eöa kaupa íbúð sem er í samræmi við greiðslugetu þína. Greiðslugetan ræðst í stuttu máli af tekjum þínum, framfærslukostnaði og lánamöguleikum. LEITAÐU AÐST0ÐAR KUNNÁTTUMANNA Þegar þú gerir áætlun um kaup eða byggingu, skaltu fá aðstoð fagmanna við aö meta greiðslubyrði fyrirhugaðra framkvæmda og bera hana síðan saman við greiðslugetu þína. Sé greiðslugeta þín ekki nægjanleg, máttu alveg treysta því að dæmið gengur ekki upp. FOLK HEFUR MISST ALEIGU SINA VEGNA RANGRA ÁKVARÐANA. HAFÐU ÞITT A HREINU RÁÐGIAFASTOÐ HÚSNÆÐISSTOFNUNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.