Morgunblaðið - 15.03.1989, Page 35

Morgunblaðið - 15.03.1989, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1989 35 Afinæliskveðja: Stefán Jónsson, Hafiiarfirði Einn þekktasti borgari Hafnar- fjarðar, Stefán Jónsson, forstjóri og fyrrverandi bæjarfulltrúi, er átt- ræður í dag. Hann er einn þeirra sem ber aldur sinn afar vel og því finnst mörgum sem hann hefur samskipti við staðreyndin ótrúleg. Stefán Jónsson er fæddur að Kalstaðaholti á Hvalfjarðarströnd 15. mars 1909, sonur hjónanna Soffíu Pétursdóttur og Jóns Sig- urðssonar hreppstjóra. Ungur fluttist Stefán með for- eldrum sínum til Reykjavíkur og þar hóf hann nám í Verslunarskóla Islands og lauk burtfararprófi það- an 1928, þá 19 ára gamall. Árið 1931 lá leið Stefáns Jóns- sonar til Hafnarfjarðar og þar hefur heimili hans og starfsvettvangur verið æ síðan. Störf hóf hann hjá Vélsmiðju Hafnarfjarðar, sem þá var rekin af Vílsr. iðiunni Héðni í Reykjavík. Geroi Stefán síðar einr. af eigend- um fyrirtækisins og forstjóri þess og nú síðustu áratugina hefur hann verið aðal eigandi þess ásamt fjöl- skyldu sinni. Vélsmiðja Hafnar- fjarðar hf. hefur ætíð verið vel rek- ið fyrirtæki sem þjónað hefur út- gerð og fiskvinnslu sem lengi hefur verið burðarás í hafnfirsku atvinnu- lífí. Auk þess hefur Stefán komið víðar við í atvinnusögu Hafnfírð- inga. Ungur gerðist Stefán Jónsson baráttumaður sjálfstæðisstefnunn- ar og er til Hafnarfjarðar kom gerð- ist hann félagi í samtökum Sjálf- stæðismanna. Hann var valinn til forustu í FUS Stefni, síðar í lands- málafélaginu Fram og fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfírði. Af hálfu sjálfstæðismanna var Stef- án Jónsson kjörinn 1938 til setu í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Átti hann sæti f bæjarstjóm samfellt í 44 ár, og munu þeir fáir sem gegnt hafa svo lengi starfí í sveitarstjóm. Af hálfu bæjarstjómar vom Stef- áni falin ýmis störf, m.a. átti hann sæti í bæjarráði, útgerðarráði og fræðsluráði auk fjölmargra nefnda á vegum bæjarstjórnar. Þegar sjálfstæðismenn komu til forystu í bæjarstjóm 1962 var Stef- án Jónsson kjörinn forseti bæjar- stjómar. Gegndi hann störfum for- seta í samtals 14 ár, en hann lét af störfum sem bæjarfulltrúi 1982. Stefán hefur ekki aðeins látið stjómarmálin til sín taka, heldur hefur hann tekið mikinn þátt í störf- um fjölmargra framfara- og menn- ingarfélaga bæjarins. Má þar nefna Málfundarfélagið Magna, Rotary- félagsskapinn að ógleymdum Karlakórnum Þröstum, en þar hefur Stefán verið ein aðal driffjöðurin um mörg ár, enda mikill unnandi tón- og sönglistar eins og kunnugt er. Ein er sú stofnun þar sem Stefán hefur starfað lengur en nokkur annar en það er í stjóm Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Hann var fyrst kjör- inn í stjórn Sparisjóðsins 1942 og hefur setið í stjóminni óslitið síðan. Formaður stjómar var hann 1983—1986 og í dag gegnir hann störfum varaformanns. Af miklum áhuga og umhyggju fyrir velferð Sparisjóðsins hefur Stefán starfað alla tíð og til hans hefur fjöldi manna leitað og notið stuðnings. Stefán er kvæntur Huldu Þórðar- dóttur stýrimanns í Reykjavík Sig- urðssonar og konu hans, Guðrúnar Ólafsdóttur. Þau Hulda og Stefán eignuðust 6 böm sem öll eru upp- komin og auk þess hafa þau alið upp sonardóttur þeirra sem þeim hefur verið mjög annt um. Auk þess að stýra stóm heimili hefur frú Hulda staðið við hlið eigin- manns síns með miklum sóma í blíðu og stríðu eins og oft vill verða hjá forystumönnum t félagsmálum þar sem vindar leika um. Þegar Stefán Jónsson nú fyllir áttunda áratuginn síungur og hress flyt ég honum og konu hans bestu kveðjur í tilefni dagsins. Ég veit að Hafnfírðingar taka undir þær kveðjur og þakka Stefáni fjölþætt störf hans um margra áratuga skeið með góðum óskum til þeirra hjóna. Þau em að heiman í dag. Matthías Á. Mathiesen TÚLVUSKEYTING MEÐ CROSFIELD MYNDAMÓT HF STIL ULLARNÆRFÖTIN Á ALLA FJÖLSKYLDUNA NORSKAR LOPAPEYSUR KAPP- KLÆÐNAÐUR* BORNUNUM LÍÐUR VEL í KAPP KLÆÐNAÐI ODYRAR SKYRTUR OG GALLABUXUR Dæml um verð: herrabuxur Dæmi um vérð: buxur Dæmi um verð í stærð 6-8: buxur ISLENSKAR ULLARHOSUR HLYIR OG STERKIR SNJÓSLEÐAGALLAR VATTERAÐUR KULDAGALLI Á GÓÐU VERÐI DOKKBLAAR FROTTE HOSUR vinnuskyrtur Dæmi um verð: stærð 8-9 'h Dæmi um verð: stærð 10-11 gallabuxur kr. 1.593,- kr. 1.938,- kr. 1.265,- Dömubuxur jakki jakki kr. 1.318,- kr. 2.633,- Kr. 1.376,- Hjá okkur færðu fleira en góðar gallabuxur á 1.180,- krónur Verslun athafnamannsins. SENDUM UM ALLT LAND. Grandagarði 2, sími 28855, Rvík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.