Morgunblaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1989
Kosningar í
Háskólanum
KOSNINGAR eru f Háskóla
íslands í dag. Tveir listar eru
í boði, listi Vöku, félags lýð-
ræðissinnaðra stúdenta, og
listi Röskvu, samtaka félags-
hyggjufólks.
Kosið er um fimmtán af
þijátíu fulltrúum Stúdentaráðs,
þar af tvo í Háskólaráð. Fylking-
amar hafa haft jafnmarga full-
trúa í Stúdentaráði í vetur en
Vaka farið með stjóm ráðsins
og Röskva haft fuUtrúa náms-
manna í stjóm LÍN.
Kjörfundur hefst klukkan 9
og stendur yfir til klukkan 18.
Kosið er í 15 kjördeildum í hinum
ýmsu byggingum Háskólans. Á
kjörskrá eru tæplega 4500
manns.
Sjá nánar Af innlendum
vettvangi á midopnu.
Nýr dómsfor-
maður skipaður
SVERRIR Einarsson saka-
dómari hefur verið skipaður
dómsformaður í Hafskips- og
Útvegsbankamálum i stað
Péturs Guðgeirssonar, sem
Hæstiréttur heimilaði að viki
sséti í málinu.
Ásamt Sverri munu saka-
dómaramir Amgrímur ísberg
og Ingibjörg Benediktsdóttir
skipa dóminn.
Agreiningur
í yfirnefiid
Á FUNDI ríkissáttasemjara
með fiilltrúum bænda og neyt-
enda í sexmannanefiid i gær
var ákveðið að vísa til yfir-
nefndar ágreiningi um launa-
lið verðlagsgrundvallar sauð-
Qár- og kúabúa við verðlagn-
ingu landbúnaðarvara um
síðustu mánaðamót.
Guðlaugur Þorvaldsson ríkis-
sáttasemjari sagði að enginn
grundvöllur fyrir samkomulagi
hefði komið fram, og báðir deilu-
aðilar verið því samþykkir að
ágreiningnum yrði vísað til yfir-
nefndar.
Engin ákvörðun
um Amarflug
ENGIN ákvðrðun var tekin
um framtið Amarflugs á
fundi ríkisstjómarinnar í
gærmorgun, samkvæmt upp-
lýsingum Halldórs Ásgríms-
sonar, sjávarútvegsráðherra.
Umferðarslys
á Suðurnesjum
FJÓRIR slösuðust í tveimur
umferðarslysum í mikilli
hálku á Suðuraesjum með
fimm mínútna millibili á átt-
unda timanum í gærkvöldi.
Vanfær kona var flutt á
sjúkrahús til skoðunar eftir
að bfll sem hún ók Ienti í
árekstri við annan á Sand-
gerðisvegamótum.
Þá voru þrír fluttir á sjúkra-
hús eftir árekstur á mótum
Reykjanesbrautar og Grindavík-
urvegar. Meiðsli þeirra voru ekki
talin alvarleg.
Kennarar:
Arangnrs-
laus fiindur
Fundur var með samn-
inganefndum beggja kenn-
arafélaganna og samninga-
nefind ríkisins í gær.
Honum lauk án árangurs og
án þess að til nýs fundar væri
boðað en þó er gert ráð fyrir
að af öðrum fundi geti orðið á
föstudaginn kemur. Samninga-
nefnd ríkisins fundar með
BHMR f dag.
-f
Morgunblaðið/Emilía
I 203 ára sögu Reykjavíkur hafa firndir í borgarráði verið haldnir
4.000 sinnum og var sá sögulegi fimdur haldinn í gær. Hann sátu
talið frá vinstri: Jón G. Tómasson borgarritari, Hjörleifur B. Kvaran
framkvæmdastjóri lögfræði- og stjórasýsludeildar, Stefán Her-
mannsson aðstoðarborgarverkfræðingur, Þorvaldur S. Þorvaldsson
forstöðumaður borgarskipulags, borgarfuUtrúarair Elín G. Ólafs-
dóttir, Vilhjálmur Þ. Viihjálmsson og Katrin Fjeldsted, Magnús L.
Sveinsson forseti borgarstjórnar, Davið Oddsson borgarstjóri, Gunn-
ar Eydal skrifstofustjóri borgarstjórnar, borgarfulltrúarnir Siguijón
Pétursson og Sigrún Magnúsdóttir, Ágúst Jónsson skrifstofustjóri
borgarverkfræðings og Þórður Þ. Þorbjarnarson borgarverkfræð-
ingur.
Aðalfimdur Flugleiða:
Tillaga um 150 milljóna
kr. hlutafl áraukningu
43 milljóna króna rekstrartap
HAGNAÐUR Flugleiða á síðasta
ári varð liðlega 806 mil^jónir og
er hann að miklu leyti til kominn
vegna sölu félagsins á fimm þotum
á síðasta ári, en markaðsverð
þeirra reyndist töluvert yfir
skráðu verðmæti þeirra í bókum
félagsins. Hins vegar varð um 43
miUjóna króna tap á sjálfiun
rekstrinum, sem er þó verulegur
bati frá árinu á undan þegar
rekstrartapið varð tæplega 229
milljónir umreiknað á verðlag
síðasta árs. Þegar við bætist að
vaxtagjöld umfram vaxtatekjur
námu um 100 miUjónum, er þann-
ig tap af regiulegri starfsemi
Flugleiða 143 miiyónir. Stjóra
Eimskipafélagið:
Asakanir um óeðli-
lega viðskiptahætti
Hlýtur að byggjast á misskilningi,
segir Þórður Sverrisson
EIMSKIP hf. hefiir verið kært tíl verðlagsráðs fyrir að rifta samningi
um flutningsgjöld vegna þrýstings firá þriðja aðila. HeUdsaU sem flyt-
ur inn páskaegg frá Frakklandi teiur sig hafa samið um að greiða 100
þúsund krónur í flutningsgjald fyrir hvern 40 feta gám, aUs 4 tíl 6
gáma. Hálftíma síðar var honum tilkynnt að Eimskip gæti ekki staðið
við samkomulagið og hann yrði að greiða 300 þúsund krónur fyrir
flutning hvers gáms samkvæmt bréfi hans til verðlagsráðs. Hann seg-
ir því hafa verið borið við að félagið hefði orðið fyrir miklum þrýst-
ingi frá innlendum sælgætisframieiðendum og frá Félagi islenskra
iðnrekenda. Georg Ólafsson verðlagsstjóri kvaðst aðspurður geta stað-
fest að þetta erindi hefði borist og að það hafi verið kynnt f verðlags-
ráði. Þórður Sverrisson framkvæmdastjóri hjá Eimskip kannaðist ekki
við þetta mál í gær og formaður FÍI þvertók fyrir afskipti félagsins
af þvi.
Verðlagsstofnun hefur sent Eim-
skip bréf vegna þessa máls og óskað
skýringa „Þetta er mjög alvarlegt
mál,“ sagði Georg Ólafsson. „Ef
þetta er rétt, þá er Eimskip farið að
taka að sér hlutverk stjómvalda og
setja vemdartolla."
Þórður Sverrisson framkvæmda-
stjóri hjá Eimskip segist ekki kann-
ast við þessa sögu. „Ég veit ekki
annað en að það flutningsgjald sem
við bjóðum fyrir þetta sælgæti sé
það sama og fyrír annað sælgæti á
markaðnum. Þessar tölurgeta heldur
ekki verið réttar, ég kannast ekki
við þessa 300 þúsund króna tölu úr
okkar töxtum." Hann sagðist ekki
vita til að um þennan tiltekna inn-
flutning hafi verið flallað sérstaklega
hjá fyrirtækinu, það hlyti að byggj-
ast á misskilningi.
Víglundur Þorsteinsson formaður
FÍI kvaðst ekki kannast við þetta
mál. „Það er örugglega misskilning-
ur að Félag íslenskra iðnrekenda eigi
aðild að svona rnáli," sagði hann.
„Félagið á ekki viðræður við einstök
þjónustufyrirtæki um kjör á þjónustu
þeirra. Við höfum rætt við þjónustu-
fyrirtæki, þar á meðal Eimskip, á
liðnum ámm um almenn kjör og
stefnumörkun, en ég kannast ekki
við þetta mál.“
Umræddur páskaeggj ainnflytj-
andi leitaði til Skipadeildar Sam-
bandsins og tókst að fá flutning þar
fyrir um 130 þúsund krónur gáminn,
að því er fram kemur í bréfi hans
til verðlagsráðs.
Flugleiða samþykkti á fiindi
sínum í gær, þar sem reikningar
félagsins voru lagðir fram, útgáfu
jöfiiunarhlutabréfa að Qárhæð
um 472,5 milljónir króna eða tvö-
foldun hlutaljár i samtals 945
milljónir króna. Að auki sam-
þykkti stjórain að leggja til við
aðalfund félagsins nk. þriðjudag
að boðið verði út nýtt hlutafé að
fjárhæð alls um 150 milljónir
króna, þannig að heildarhlutafé i
Flugleiðum verður með sölu þess
alls 1.095 milljónir.
Eigið fé Flugleiða í árslok var rétt
innan við 2,2 milljarða og jókst um
rúman milljarð á árinu, fyrst og
fremst vegna hagnaðar af sölu eigna.
Því fé, rúmlega 940 milljónum, hefur
þegar verið varið til innborgunar á
nýjar þotur félagsins, sem afhentar
verða á næstu 14 mánuðum.
Rekstrartelcjur Flugleiða á síðasta
ári námu alls liðlega 8.934 milljónum
króna sem er 16% aukning milli ára,
en rekstrargjöld námu 8.977 milljón-
um og hækkuðu um 13% frá fyrra
ári. Rekstrartapið, um 43 milljónir,
jafngildir um 0,5% af veltu. í frétt
frá Flugleiðum kemur fram að áríð-
andi sé að fylgja eftir batnandi
rekstrarafkomu, snúa rekstrartapi
endanlega í hagnað og tryggja þann-
ig eiginíjárstöðu félagsins enn frek-
ar. Fram kemur að auk endumýjun-
ar millilandaflugflotans íhugi fyrir-
tækið að ráðast í byggingu flugskýl-
is á Keflavíkurflugvelli, endumýjun
hótela og endumýjun innanlands-
flugflotans.
Hlutafjáraukningin upp á 150
milljónir er nokkru lægri en reiknað
hafði verið með, en samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins má iíta á þetta
sem fyrsta áfanga í frekari aukningu
á hlutafé félagsins og að ekki hafi
þótt ráðlegt að setja meira fjármagn
á markað í einu vegna hættu á að
offramboð gæti orðið á Flugleiða-
bréfum og gengi þeirra lækkað um-
fram þá lækkun sem óhjákvæmilega
verður eftir útgáfu jöfnunarhluta-
bréfa. Miðað við að ný hlutabréf selj-
ist nálægt tvöföldu nafnverði gæti
þetta hlutafjárútboð því skilað félag-
inu upp undir 300 milljónum króna.
Skráð gengi hlutabréfa í Flugleiðum
nú er sem næst þrefalt nafnverð en
svonefiit innra virði hlutaijár Flug-
leiða hefur hækkað úr 3,8 1987 I
4,6 á síðasta ári.
Eyjólfur Jónason
Laxárdals-
hreppur:
Heiðurs-
borgari
100 ára
Búðardal.
EYJÓLFUR Jónasson í Sól-
heimum, Laxárda.I, er 100
ára í dag, miðvikudaginn 15.
mars. Eyjólfur er heiðurs-
borgari Laxárdalshrepps og
verður gestamóttaka í Dala-
búð honum til heiðurs.
Eyjólfur er fæddur að S61-
heimum 1889 og voru foreldr-
ar hans Jónas Guðbrandsson
og Ingigerður Sigtryggsdóttir.
Eyjólfur bjó mestallan sinn
búskap i Sólheimum og var
landpóstur í áraraðir milli
Búðardals og Hrútaflarðar.
Eyjólfur í Sólheimum er
landsþekktur hagyrðingur og
hestamaður. Á afmælisdaginn
munu félagar úr hestamanna-
félaginu Glað fagna hinum
aldna höfðingja með hópreið
að Dalabúð.
— Kristjana