Morgunblaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1989 Helgi Hálfdanarson; Hversu skílja ber í Morgunblaðinu 9. þ.m. sendir Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur mér athugasemd um skilning minn á orðinu ódrengilegur. En í grein minni í sama blaði 22. f.m. kvartaði ég undan misnotkun þess orðs í deilu Félags leikstjóra á Islandi við Helga Skúlason leik- ara. Þó að ég meti Þorgeir mikils og virði málflutning hans vel, verð ég að játa, að ég hefði heldur kosið, að mál þetta lægi kyrrt úr því sem komið er, því ekki verður betur séð en að þær öldur, sem hátt risu um skeið, hafi lægt, góðu heilli. Nú er það fyrir mestu að menn átti sig á því í næði, hvað þar hefur ofsagt verið og misráðið á báða bóga, svo að tak- ast megi þær sættir, sem íslenzkri leikmennt koma betur en eijur. En nú kemst ég ekki hjá því að svara Þorgeiri nokkrum orðum. Þorgeir heldur því fram með talsvert ábúðarmiklum tilburðum að ég geri orðin ódrengskapur og baknag að samheitum; og hann telur það varla á færi annarra en H.H. að vinna slíkt „málfræðiaf- rek“. Þetta er því miður útúrsnúning- ur, svo ég noti hans eigið orð- bragð. Auðvitað getur fleira verið ódrengskapur en baknag. Til dæmis þótti það löngum ódrengi- legt að vega að sofandi manni. Ég benti á það sem dæmigerðan ódrengskap að níða saklausan mann á bak, svíkjast aftan að honum með niðrandi ósannindum, svo að sá sem fyrir róginum yrði, ætti þess ekki kost að bera hönd fyrir höfuð sér. Og varla mun það á færi óslyngari manna en Þ.Þ. að komast að þeirri niðurstöðu, að allt sem sagt er og ekki verður dæmt ódrengilegt, hljóti að vera „drengskapurinn uppmálaður“, ef það er sagt í útvarp. Að minnsta kosti var ofrausn að eigna mér þau klókindi. Á það benti ég, að þau um- mæli Helga Skúlasonar sem um er deilt, hefðu verið fjarri því dæmi sem ég tiltók og fjarri því sem átt væri við með orðinu ódrengur samkvæmt orðabók Menningarsjóðs. Helgi sagði með stórum orðum það eitt sem hann sjálfur taldi réttmætt en hlaut einungis að vera huglægt mat hans á málavöxtum, svo sem lá í hlutarins eðli; og ummælin voru ekki við höfð á bak við neinn sem þar átti hlut að máli, heldur upp í eyru alþjóðar, svo að hver sem vildi gat svarað þeim, hrakið þau eða vítt eftir atvikum. Enda stóð ekki á þeim viðbrögðum. Fyrir slíkar sakir taldi ég óheimilt að brennimerkja Helga sem ódreng samkvæmt viðurkenndri merk- ingu þess orðs. Þorgeir leggur út af skilningi sínum á orðinu drengur og vísar þar til þess, að Snorri Sturluson segi: „Drengir heita góðir menn og batnandi." Þau orð Snorra tel- ur hann að ráðið hafí merking- unni í drengur æ síðan. Þetta væri kannski gott og blessað, éf Snorri hefði sagt svo og látið það fylgja með, hvaða merkingu hann legði í orðið góð- ur. Hins vegar misminnir Þorgeir um orð Snorra, því hann sagði ekki „góðir menn“ heldur „vaskir menn“. Um það ber tveimur af fjórum merkustu handritum Snorra-Eddu saman; en í hinum tveimur er drengur ekki einu sinni nefndur, því þar stendur: „Þeir heita vaskir menn, er batnandi eru.“ Fyrir orðunum „góðir menn“ í þessu sambandi er engin heimild til. Og sé tekið mark á Fritzner, hefur vaskur merkt: röskur og geiglaus (rask og uforfærdet, flink). Og í bók sem kölluð er Njála segir: „Það er mælt, að hver sé vaskur, er sig ver, við hvem sem hann á.“ Það er alkunna, að orðið dreng- skapur hefur nú miklu víðari merkingu en sem næmi þessum skýringum á orðinu drengur. Hvers vegna skyldi réttvísin krefj- ast þess, þegar mest er í húfi, að vitni leggi við drengskap sinn? Skyldi þar vera einungis átt við dugnað og óttaleysi í bardaga? Og ætti samkvæmt því að teljast meinlítið að lýsa einhvem ódreng? Ætti það kannski helst að þýða friðsemdarmaður eða gunga? Talið er að drengur sé skylt orðinu drangur, og mun upphafleg merking þess vera samkvæmt því: sá sem er traustur og fastur fyrir. Það hlaut að bjóða heim merkingunni: óttalaus í orustu. Og í samræmi við það var ódrengi- legt að vega aftan að óvini sínum eða drepa sofandi mann af ótta við að mæta honum. Svo jafnvel samkvæmt þeirri merkingu sem Þorgeir vísar til hjá Snorra, væri orðið ódrengilegur með öllu ótækt um útvarpsviðtal Helga Skúlason- ar, því til þess að það ætti við, hefði hann einmitt þurft að rægja leikstjórann á bak af ótta við að standa við orð sín opinberlega. Ekki nenni ég að deila lengi um það, hversu óvarlegt sé að vitna til orðabóka. Menn komast ekki hjá að gera ráð fyrir því, að sá sem vita vill með vissu, hvað við sé átt með orði, sem hann heyrir eða les, muni grípa viður- kennda orðabók eins og orðabók Menningarsjóðs. Og sé þangað leitað, sést að orðið ódrengur er sagt merkja: „hrakmenni, svikull maður og óvandur að meðulum." En hvað merkir þá hrakmenni! Það orð hefur samkvæmt sömu bók merkinguna: „illmenni, fant- ur.“ Og hvað merkir illmenni? Það merkir: „illa innrættur maður, níðingur, varmenni, fantur, ódám- ur, óþokki.“ Enginn sem að því vill hyggja hefur tök á að finna þessum orð- um annan traustari skilning. Og auðvitað trúi ég því ekki, að Þor- geir Þorgeirsson vilji festa öll þessi heiðursmerki á bijóstið á Helga Skúlasyni fyrir að láta uppi opinberlega með stórum orðum og afdráttarlausum það einka-álit sitt, að tiltekinn leikstjóri hafí ekki ráðið við tiltekið verkefni. Þorgeir brýnir það með skraut- legu orðafari, að ég hafí stutt málstað annars deiluaðiljans, en sýnt hinum eitthvað, sem hann að vísu telur að ekki verði kallað ódrengskapur samkvæmt mínum skilningi, þar sern það birtist í víðlesnu dagblaði. Ég verð að játa að ég hef ekki geð á að sinna bröndurum af þessu tagi. Auðvit- að hlaut Þorgeir að skilja, að það sem mér gekk til að leggja orð í belg, var ekki nein tilefnislaus andúð í garð þess leikstjóra sem átti í hlut. Sú andúð er ekki til í mínum huga, enda veit ég ekki hvað henni gæti valdið. Hins vegar hef ég, eins og svo margur annar, dijúgar áhyggjur af gálausri meðferð orða, ekki sízt á opinberum vettvangi, þar sem hefðbundnar merkingar eru í sívaxandi hættu. Ætli það sé ekki ógaman fyrir vandvirkan rit- höfund eins og Þorgeir Þorgeirs- son að þurfa að vænta þess, að orð sem hann velur af kostgæfni samkvæmt mikilvægri merkingu, verði fyrr en varir skilin á annan veg en til var ætlazt. Mér kemur mjög á óvart, ef við erum ekki sammála um það, hversu mikil- vægt sé, að orð eins og dreng- skapur og önnur sem eru í ætt við það, fái að halda merkingu sinni óspilltri. En henni er stefnt í voða, ef farið er að nota þessi orð þannig í viðurhlutamiklum deilum, að hefðbundin merking þeirra á ekki við. Þá eru jafnvel traustar orðabækur komnar í tvísýna vamarstöðu, eins og mörg dæmi sanna. Og af þeirri þróun stafar þjóðtungunni ekki minnst hætta. Allt það í grein minni, sem vék að ummælum Helga Skúlasonar, var til þess sagt að sýna fram á að þau verðskulduðu ekki, þó stór- yrt væru, að hann væri ataður þeim hrakyrðum sem móðurmálið á skelfílegust. Og það sem ég var þar að veija, var íslenzkt mál. Ályktun leikstjórafélagsins virtist mér gerð í óskaplegu fljót- ræði og þeim tilfínningahita sem skekkir öll viðhorf. En listamenn eru oft sagðir skapheitir að eðlis- fari, og út á þann vitnisburð mun þeim fyrirgefast eitt og annað. Og sú er von mín, að ekki spretti af máli þessu einþykk og háskaleg úlfúð, heldur fari gagnkvæmt umburðarlyndi í Iq'ölfar þeirrar hispurslausu bersögli, sem fátt lét ósagt af því, sem ella gat grafíð um sig í bijóstholinu vinstra meg- in. Þess hygg ég að allir hljóti að óska, sem vilja hag íslenzkrar leikmenntar sem beztan. Ábyrgð eða ekki ábyrgð Royal BMberar oskast Símar 35408 og 83033 GAMLI BÆRINN Hverfisgata 4-62 BLAÐINU hefur borist eftirfar- andi frá íjórum sjúkraliðum: Er það rétt að einn hlekkur í hjúkrunarkeðjunni beri ekki ábyrgð á störfum sinum? í dag liggur fyrir á Alþingi frum- varp um breytingu á lögum um starfssvið sjúkraliða. Þar leggja sjúkraliðar áhersla á að 5. gr. laga nr. 58/1984 um sjúkraliða. „Sjúkraliðar skulu aðeins starfa undir stjórn og ábyrgð hjúkrun- arfræðings" verði breytt. Breytingin felst í því að starfs- svið sjúkraliða víkkar, þannig að sjúkraliði geti ekki aðeins unnið undir stjórn hjúkrunarfræðings heldur einnig sérfræðings sem fer með yfírstjórn viðkomandi stofnun- ar, deildar eða sviðs. Um þessa breytingartillögu hafði náðst sam- staða milli stjórnar Sjúkraliðafélags íslands og Heilbrigðisráðuneytisins og eftir því er við best vitum hafði hún verið samþykkt. En svo gerist það að orðalagsbreyting verður á breytingartillögunni í meðförum Heilbrigðisráðuneytisins. Okkur er því spum, er slíkt leyfi- legt og hver ber ábyrgð á slíkum vinnubrögðum? við skorum á þá sem hlut eiga að máli að svara. Það hefur verið sjúkraliðum mik- ið kappsmál að fá þessar breytingar þar sem við teljum okkur inna af hendi ábyrgðarmikil störf inni á sjúkrastofnunum landsins. Störf í blaði yðar þann 10. þ.m. er grein eftir Jóhann Tómasson, lækni, undir yfirskriftinni „Vegna fangels- isdóms". Vegna þess að læknirinn nafn- gi-einir okkur undirritaða í greininni sem „ábyrgðarfullir gæslumenn al- menningshagsmuna taka höndum saman um nauðsyn þess að koma böndum á heilsugæslulækna" vilj- um við undirritaðir taka fram eftir- farandi: Læknirinn fjallar á ónákvæman hátt um dóm sem nýlega var kveð- inn upp yfír heilsugæslulækni. Gerir Jóhann læknir því skóna að heilsugæslulæknirinn hafi hlotið dóminn fyrir að svíkja 16 þúsund krónur út úr sjúkrasamlagi. Það rétta er hins vegar, að mál það er höfðað var á hendur heilsu- gæslulækninum var refsimál fyrir skjalafals, fjársvik og brot í opin- beru starfí og krafíst var refsingar í samræmi við brot og til greiðslu sem eru fólgin í umönnun sjúkra þ.e. andlegri og líkamlegri aðhlynn- ingu og því að fylgjast með breyt- ingum á andlegu og líkamlegu ástandi sjúklings. Hingað til hafa hjúkrunarfræð- ingar borið ábyrgð á störfum okk- ar, það hlýtur því að vera mikill léttir fyrir þá að við skulum nú vilja axla þá ábyrgð sjálfir. Við trúum því og treystum að hjúkrunarfræð- ingar styrki okkur í þessu máli. Jónbjörg Siguijónsdóttir Kristín Halldórsdóttir Konný Breiðfjörð Leifsdóttir Fjóla Jónsdóttir starfandi sjúkraliðar Borgarspítala og Landakoti skaðabóta, ef krafíst verður. ' í þessu máli voru ekki hafðar uppi kröfur um endurgreiðslur, það bíður seinni tíma. — Sú fjárhæð, kr. 15.703,48, sem fram kemur í ákæru og forsendum dóms er sú tala sem kemur út úr þeim reikning- um, sem skoðaðir voru af Rann- sóknarlögreglu ríkisins, og voru frá ákveðnu tímabili, þ.e. október 1986 til febrúar 1987, og segir því ekk- ert um þá heildarkröfu, sem sjúkra- tryggingar ríkisins munu gera á hendur lækninum. Við teljum að Jóhann læknir hefði átt að kynna sér mál það, sem hér um ræðir, ákæru, dóm og dóms- forsendur, áður en hann fór að vekja frekari athygli á ógæfu starfsbróður síns. Halldór V. Sigurðsson, ríkisendurskoðandi. Björn Önundarson, tryggingayfirlæknir. Barna- og unglingavika 12.-18. mars 1989 Miðuikudagur 15. mars Geróuberg kl. 20.00 Samvera fjölskyldunnar. Fimmtudagur 16. mars Vitinn - Hafnarfirði kl. 20.00 Dagvistarheimili - Menntastofnunl Sóknarsalurkl. 20.00 Tómstundir barna og unglinga. Gerðuberg kl. 20.00 Ahrif fjölmiðla. Laugardagur 18. mars Háskólabíó kl. 14.00 Fjölskylduhátíó. Bandalaa starfsmanna ríkis og bæja, Alþvðusamband íslands, Kennarasamband íslands, rélag bókagerðarmanna, Bandaíag háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna, bókagerðarmanna, Bandalag nask6lamennta< Startsmonnafélaa ríkisstofnana, Fósturfélaa I Hið íslenska kennarafélag, léja íslands, Sókn, Ónákvæmni umdóm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.