Morgunblaðið - 15.03.1989, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 15.03.1989, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1989 Mokað til Reylgavík- ur þrisvar í viku Aukin þjónusta á Norðurlandi FRAMYEGIS verður mokað á milli Akureyrar og Reykjavíkur þrisvar i viku í stað tvisvar, eins og- verið hefur til þessa. Auk þess verður mokstursdögum á milli þéttbýliskjarna á Norðurlandi fjölgað til muna. Frá Akureyri til Reykjavíkur verð- ur mokað á mánudögum, miðviku- dögum og föstudögum. Áður mokaði Vegagerð ríkisins þá leið á þriðjudög- um og fímmtudögum. Bjöm Brynj- ólfsson, vegaeftirlitsmaður hjá Vega- gerð ríkisins á Akureyri, sagði að auka ætti mokstursþjónustu í ná- grenni Akureyrar verulega. Þannig yrði mokstursdögum frá Akureyri til Dalvíkur Qölgað úr tveimur í fimm og sömuleiðis til Svalbarðseyrar. Mokstursdögum til Ólafsfjarðar yrði fjölgað úr tveimur í þrjá. Þangað verður mokað á mánudögum, fímmtudögum og föstudögum. Þjónustusvæði Vegagerðarinnar á Akureyri nær út að Kinnarvegamót- um. Þar tekur Vegagerðin á Húsavík við. Mokstursdagar til Húsavíkur verða óbreyttir. Þangað er mokað á mánudögum og föstudögum. Austan Húsavíkur til Vopnafjarðar verður áfram mokað á mánudögum og fímmtudögum. Verkefiialeysi hefur hijáð Slippstöðina á Akureyri undanfarnar vikur og við bætist að útistandandi skuldir eru nú helmingi hærri en á sama tima i fyrra. Sigurður Ringsted, forsljóri Slippstöðvarinnar: Gúmmívinnslan: Eldur í einangrun Eldur kom upp í Gúmmi- vinnsiunni hf. á laugardag. Tveir menn voru að vinna með logsuðutæki og er talið að eldurinn hafi kviknað út frá þeim. Slökkviliðið var kallað út kl. 14.23 og gekk greiðlega að slökkva eldinn, sem kom upp í einangrun í útvegg. Lítið sem ekkert tjón varð. Utlit fyrir að verkeftiin streymi til okkar upp úr páskahátíð MIKILL verkefiiaskortur hefur ríkt hjá Slippstöðinni á Akureyri siðasta hálfan annan mánuðinn, en útlit er fyrir að verkefnin fari að streyma inn i stöðina um eða upp úr páskahátiðinni, eins og Sigurður Ringsted, forstjóri Slipp- stöðvarinnar hf., orðaði það i sam- tali við Morgunblaðið. „Við værum illa staddir i dag hefðum við ekki haft nýsmiðina upp á að hlaupa,“ Alafoss hf.: 30 sóttu um eitt starf ÞRJÁTÍU manns sóttu um eitt lagerstjórastarf hjá Álafossi hf. á Akureyri og um fimmtíu manns sóttu um tuttugu laus störf sem fyrirtækið ætlar að ráða i vegna hagstæðra samninga sem náðust við Sovétmenn fyrir skömmu. Birgir Marínósson starfsmanna- stjóri Alafoss hf. sagði að geysimik- ið hefði verið hringt og spurst fyrir um lausu störfín, „og umsóknum ringdi inn,“ sagði Birgir. „Það er B alltaf skemmtilegra að ráða menn en reka.“ Birgir sagði að samningum ytra væri ekki lokið, en jafnvel þó svo að björtustu vonir manna myndu ekki rætast varðandi samninga- gerðina myndi samt þurfa að bæta við fleira starfsfólki. „Við munum örugglega þurfa að ráða fleira fólk bæði á Akureyri og í Mosfellsbæ, líklega í um tíu störf og ef frekari samningar takast þá verður að bæta enn frekar við,“ sagði Birgir. sagði Sigurður, en að undanförnu hafa starfsmenn fyrirtækisins unnið að smíði 240 tonna togara á vegum Slippstöðvarinnar, sem enn er óseldur. Sigurður sagði að ef togarasmíðin hefði ekki komið til, hefðu uppsagnir blasað við. Hjá stöðinni starfa um 200 manns. Slippstöðin sótti um á sínum tíma að fá að smiða tvo 240 tonna togara og er nú unnið við smiði fyrri togarans. Að sögn Sigurð- ar hafa nokkrar fyrirspumir borist frá útgerðarmönnum um kaup á tog- aranum. Meðal annarra mun KEA hafa haft hug á kaupum fyrir Hrísey- inga, en þegar sala Súlnafellsins frá Þórshöfn kom til sögunnar reyndist áhuginn meiri á þvi skipi þar sem það hefur kvóta en nýsmiðin ekki. „Ég tel að horfur á sölu nýja togar- ans séu góðar. Skipið er gott og kostar svipað og þau skip sem smið- uð hafa verið á hinum Norðurlöndun- um. íslenskar skipasmiðastöðvar standa fyllilega jafnfætis skipa- smíðastöðvum á hinum Norðurlönd- unum, jafnvel þó gengið sé vitlaust skráð, að mínu mati. Ekki er enn búið að fastbinda verð nýja togar- ans, en hann er ekki ósvipaður Blika frá Dalvík sem smíðaður var í Sví- Verslunar- og skrifstofuhúsnæði í Hafnarstræti: 12-14 verslanir á 2 hæðum TEIKNINGAR af tæplega 3.700 fermetra verslunar- og skrif- stofuhúsnæði sem risa á í miðbæ Akureyrar eru nú komnar inn á borð bygginganefhdar til um- fjöllunar. „Það er allt á áætlun þjá okkur,“ sagði Sveinbjörn Vigfússon einn af eigendum Byggingarfélagsins Lindar hf. sem stendur að húsbyggingunni. Stefiit er að því að tvær neðstu hæðir hússins verði tilbúnar seinni hluta nóvembermánaðar. Húsið allt verður sex hæðir, á þeim tveimur neðstu verða verslan- ir af ýmsu tagi, en skrifstofur og þjónustustarfsemi á hinum Qórum. Um síðustu áramót var áætlaður byggingarkostnaður um 120-130 milljónir krðna miðað við að húsið væri tilbúið undir tréverk. Fullbúið er áætlað að kostnaður við bygg- inguna nemi um 220-230 milljón- um króna. Hlutafé byggingarfé- lagsins er 40 milljónir króna, en ráðgert er að selja svæði í húsinu. Sveinbjöm sagði að fjölmargir hefðu sýnt áhuga á að fá inni með verslanir sínar í húsnæðinu, „Það sóttu raunar fleiri um en geta feng- Byggingarfélagið Lind hf. ætlar að reisa sex hæða verslunar- og skrifstofuhúsnæði á lóðinni í Hafiiarstræti 97 á Akureyri. Húsið er fyrir miðju á myndinni, til sitthvorrar handar eru bygg- ingar Amaro og KEA. ið pláss," sagði Sveinbjöm. Um 12-14 verslanir verða á hæðunum tveimur og verður fyrirkomulagið með svipuðum hætti og í Kringl- unni í Reykjavík. Enn er ekki ljóst hveijir munu kaupa á efri hæðum hússins, en Sveinbjöm sagði ýmsar þreifíngar í gangi, margir hefðu spurst fyrir um kaup á hluta af skrifstofu- og þjónustutýminu. Gengið verður frá samningum við væntanlega kaupendur á næstu dögum, að sögn Sveinbjamar. Á lóðinni í Hafnarstræti 97, þar sem húsið mun rísa, er fyrir hús frá árinu 1902 og verður byijað að rífa það fljótlega í næsta mán- uði. þjóð fyrir um 250 millj. kr.,“ sagði Sigurður. Útistandandi skuldir Slippstöðvar- innar nema nú um 100 milljónum króna og er sú upphæð helmingi hærri en á sama tíma í fyrra. Aðal- fundur verður haldinn í lok aprilmán- aðar og sagðist Sigurður telja að niðurstöðutölur væri réttu megin við núllið þó heildaruppgjöri væri ekki endanlega lokið. „Við verðum greini- lega varir við fjárhagsvanda útgerð- arinnar. Menn þurfa eftir sem áður að sinna viðhaldi á skipum sínum þrátt fyrir peningaleysi þegar kemur að uppgjöri." Slippstöðin hefur nýlega hafíð smíði á fiskvinnslubúnaði, sem settur verður í skip Norðurtangans á ísafírði sem verið er að smíða i Svi- þjóð. Þá er annað skip Norðurtang- ans, Orri, væntanlegt í slipp um helg- ina og hafin er við bygging við Vík- ing AK frá Akranesi. í sumar og fram á haust eru fyrirsjáanleg næg verkefni á vegum stöðvarinnar, að sögn Sigurðar. Leikfélag Dalvíkur 45 ára: „Dysin“ sýnd hjá leikfélaginu á Dalvík LEIKFELAG Dalvíkur heldur um þessar mundir upp á 45 ára afinæli sitt. Leikfélagið sýnir leikrit Böðvars Guðmundssonar, sem hann nefndi Úr aldaannál, en Leikfélag Dalvíkur hefur með leyfi höfundar breytt nafni leikritsins og nefnist það „Dysin", undirtitill „úr aldaannál". Verkið er af sögulegum toga og greinir frá atburðum semáttu sér stað í Múlaþingi 1784-1786, þegar þrír ungir menn lentu á vergangi og lögðust út í harðindunum sem urðu í kjölfar Skaftárelda 1783- 1784. Tónlist við það hefur Lárus Grímsson samið sérstaklega fyrir leikfélagið. Leikstjórn er í höndum Þráins Karlssonar leikara og hefur hann líka séð um hönnun leikmynd- ar og búninga, um lýsingu sér Ing- var Bjömsson. Hlutverk í leikritinu eru 10 talsins, 4 kvenhlutverk og 6 karlhlutverk. Sýnt er í Ungó, húsnæði leik- félags Dalvíkur og verða næstu sýningar 17. og 18. mars. Háskólinn á Akureyri - Mennfaskólinn á Akureyri - Vísindafélag Norölendinga Fyrirlestrar um stjarnvísi í Eddum Björn Jónsson, læknir frá Swan River í Manitoba, Kanada, heldur tvo fyrirlestra í húsi Menntaskól- ans á Akureyri, Möðruvöllum (M.2) um stjarnvísi í Eddum. Fyrri fyrirlesturinn verður laugardaginn 18. mars og sá síðari sunnudaginn 19. mars. Báðir fyrirlestrarnir hefjast kl. 14.00. >! i - ALLIR VELKOMNIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.