Morgunblaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1989 23 Ráðstefiia um öryggi á norðurslóðum: Afvopnunarvið- ræður verði undir- búnar á íslandi - sagði Ólafiir Ragnar Grímsson ÓLAFUR Ragnar Grimsson Qármálaráðherra sagði á ráðstefnu í Ósló um síðastliðna helgi að vígvæðing á og í höfunum væri helsta ógnunin við öryggi Norðurlanda. Hvatti hann til þess að ríkisstjóm- ir Norðurlanda beittu sér í sameiningu fyrir formlegum samningavið- ræðum um leiðir til að draga úr flotaviðbúnaði á norðurslóðum og lagði til að ráðstefna um þetta yrði haldin á íslandi. Að sögn norska blaðsins Aften- posten lagði Ólafur Ragnar til að viðræður um afvopnun á norður- slóðum yrðu undirbúnar með sér- stakri ráðstefnu á íslandi. Kvaðst fjármálaráðherra, sem kom beint úr heimsókn sinni til Sovétríkjanna á ráðstefnuna, telja að Bandaríkin, Kanada, Sovétríkin og stærstu ríki Vestur-Evrópu ættu að taka þátt í viðræðunum, sem hann taldi eðli- legt framhald af viðræðum um fækkun kjamorkuvopna og niður- skurð hefðbundins vígbúnaðar í Evrópu. Viðbrögð ráðstefnugesta við til- lögum þessum voru blendin, að sögn norska dagblaðsins en yfirskrift ráðstefnunnar var „Sameiginlegt öryggi á norðurslóðum“. Johan Jörgen Holst, vamarmálaráðherra Noregs, kvaðst efast um að unnt yrði að ná fram samkomulagi um svæðisbundinn niðurskurð flotavið- búnaðar. Vísaði hann í því sam- hengi til þess að flotavarnir væm mikilvægur liður í varnarstefnu Atlantshafsbandalagsins en hins vegar væri herafli Varsjárbanda- lagsins einkum miðaður við land- hernað. Sovéskur herforingi, Gelíj Bat- enín, skýrði frá því að Sovétmenn hygðust taka 71 skip ,úr notkun fyrir lok næsta árs. Kvað hann þriðjung þessara skipa heyra undir Norðurflota Sovétmanna en höfuð- stöðvar hans em á Kóla-skaga. Sagði hann ráð fyrir því gert að 45 skipum og 26 kafbátum yrði lagt. Johan Jörgen Holst kvaðst ekki geta lagt mat á hversu mikil- vægt þetta fmmkvæði væri þar eð sovéski herforinginn hefði ekki upp- lýst um hvaða skip og kafbáta væri að ræða. Minnti hann á að Norðurflotinn réði yfír fjölmörgum gömlum og úreltum skipum og kvaðst ekki telja að það breytti neinu þótt einhver þeirra yrðu tekin úr notkun. Fundur um umhverfísmál í Haag: SÞ beiti sér fyrir að- gerðum gegn meng- un andrúmsloftsins Haag. Reuter. FULLTRÚAR 24 ríkja, sem þátt tóku í fúndi uin umhverfismál í Haag um helgina, hvöttu til þess að gripið yrði til aðgerða til að stemma stigu við gróðurhúsaáhrifúnum og eyðingu ózonlagsins. í yfirlýsingu, sem samþykkt var í lok fundarins, eru Sameinuðu þjóð- imar (SÞ) hvattar til þess að beita sér fyrir verndun andrúmslofts- ins, annaðhvort með því að koma á fót nýrri stofnun eða efla þær umhverfisverndarstofhanir sem fyrir eru. Frakkar, Norðmenn og Hollend- ingar áttu frumkvæðið að fundinum en mörg af helstu iðnríkjum heims sendu ekki fulltrúa á hann. Á fund- inum hafði verið lagt til að komið yrði á fót nýrri alþjóðastofnun sem hefði vald til að grípa til aðgerða gegn eyðingu ózonlagsins og gróð- urhúsaáhrifunum. Ennfremur kom fram tillaga um að Alþjóðadómstóll- inn í Haag gripi til aðgerða gegn mengun og að þau ríki sem ekki fýlgdu tilmælum dómstólsins yrðu beitt efnahagsþvingunum. Þessum tillögum var hafnað og aðeins var lítillega minnst á ózonlagið í yfirlýs- ingu fundarins. í henni er hins veg- ar lögð áhersla á aðgerðir gegn gróðurhúsaáhrifunum. „Við erum að hefja nýtt tímabil í alþjóðasamvinnu," sagði Gro Harl- em Brundtland, forsætisráðherra Noregs, á fundinum. Yfirmaður Umhverfisvemdaráætlunar Sam- einuðu þjóðanna, Mostafa Tolba, sagði hins vegar að auka þyrfti valdsvið alþjóðlegra umhverfis- vemdarstofnana og lét í ljós efa- semdir um að yfirlýsing fundarins yrði til þess að gripið yrði til að- gerða gegn mengun. „Fundir og yfirlýsingar bæta ekki fyrir það sem miður hefur farið í umhverfismál- um,“ sagði hann. Yfírlýsing fundarins verður rædd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna í september. Aðeins fimm aðildarríki Evrópubandalagsins áttu fulltrúa á fundinum og frammámenn bandalagsins sögðu það einungis geta stutt aðgerðir sem öll aðildarríkin tólf hefðu sam- þykkt. • Drottning rafmagnsrakvél- anna frá PHILIPS - (Súper- Lúxus). Hieðslurafhlaða sem dugar I tværvikur. - Einnig beintenging. Stafrænn hleðslu- mælir. Nálægðarstilling með niu þrepum. Þrir 90 gata fljót- andi rakhausar, hver með 15 ..í*!®*"sjálf-skerpandi „Lift-blade" skurðarhnifum. Bartskeri - Vönduð taska. • Priggja rakhausa rafmagnsrakvél. l Hver haus með | 12sjálfbrýnandi P skuraðrhnífum. Bart- skeri. Opnanlegur vélarhaus sem auð- veldar þrif. Vönduð taska. • „T racer“ Sérlega vönduð rakvél með hleðslurafhlöðu. Einnig hægt að beintengja. Tveir rakhausar. Hvor um sig með 15 sjálfskerpandi , , hnífum. Stór bartskeri. Ferða- poki fylgir. - Fáanleg i bláu og MÉHf rauðu. • Tveggja rakhausa rafmagnsrakvélin. Sérlega vönduð og nútimanleg hönnun. Fljótandi rakhausar með 90 rifum hvor. Bartskeri. Halli á vélarhaus sem i auðveldar rakstur á | erfiðari stöðum. Fer vel í | hendi. Hlifðarpoki fyigir. B Fáanleg I gulu og svörtu. • Dömurakvél. Orkusparandi rafhlóðu knúin rakvél. Tvöfaldur rakhaus. Ending á rafhlöðu i allt að fimm vikur við venjulega ----- ' notkun. Vatnsheld. • Dömurakvél. Orkusparandi rafhlöðuknúin rakvél. Rakhaus með beinum hníf, blaði, og bognum hnif. Opnanlegurvélar- haus, auðveldar þrif. Ending á raf- hlöðum í allt að fimm vikur við venjulega notkun. Heimilistæki hf Sætúni 8 • Kringlunni SÍMI: 69 15 15 SlMI:691520 PMUPS . VIÐGERUM zrJUilj-Jý'fJjfj- JfÁ ÁÁJJJJJ! Skeifunni 11, sími 82220

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.