Morgunblaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 51
51 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1989 HANDKNATTLEIKUR Valsmenn ræða við Paul Tiedemann Tiedemann kemurtil móts við Valsmenn í Magdeburg VALSMENN hafa rœtt vid Paul Tiedemann, fyrrum þjálfara austur-þýska lands- liðsins, um afi hann taki að sér þjálfun Valsliðsins næsta vetur. Viðræður eru f gangi og á föstudaginn munu Vals- menn funda með Tiedemann. Valsmenn fara á morgun til Austur-Þýskalands þar sem þeir leika síðari leikinn gegn Magdeburg og ráðgert er að Tiedemann komi tii móts við liðiðþar. Við höfiim rætt við Tiedemann og viljum fá hann til að taka við liðinu. Við ætlum að hittast í Magdeburg og ræða málin," sagði Þórður Sigurðsson, formaður handknattleiksdeildar Vals, í sam- tali við Morgunblaðið. Tiedemann kom lengi til greina sem landsliðsþjálfari og stjóm HSÍ ræddi við hann. Það virtist ekkert því til fyrirstöðu að hann tæki við landsliðinu en ekkert hefur komið úr þeim viðræðum. „Ég veit ekki hvort hann kemur frekar til okkar en HSÍ. En ég hef rætt við hann og við munum halda þeim viðræðum áfram," sagði Þórður. Tiedemann þjálfaði austur- þýska landsliðið í 20 ár en hætti eftir ólympíuleikana í Seoul. Þar lentu Austur-Þjóðveijar í 7. sæti, eftir sigur á íslendingum. A- Þjóðveijar urðu Ólympíumeistar- ar undir stjóm Tiedemans 1980 í Moskvu. Paul Tledamann tféam FOLK B ERNA Lúðvíksdóttir, lands- liðskona úr Val í handknattleik, er á fömm til Sviss. Erna mun gerast leikmaður með liði þar í landi. ■ ATLJ Hilmarsson tognaði á ökkla í leik með Granollers gegn Teka. Atli, sem skoraði eitt mark í leiknum, sem Teka vann, 22:13, er ekki fullkomlega búinn að ná sér eftir meiðslin sem hann hefur átt við að stríða. ■ PÁLL Óla&son, handknatt- leiksmaður úr KR, gekkst undir uppskurð á á hnéi í gær. Eins og komið hefur fram meiddist Páll í leik KR og KA á föstudasgskvöldið og kom í ljós í gær að krossbönd í öðru hnénu væru slitin. Páll spilar því ekki meira með KR í vetur og er það mikil missir fyrir KR-inga. I SIGURÐUR Sveinsson, homamaður KR-inga, var ekki á leikskýrslu í leik KR og Gróttu á mánudagskvöldið. Sigurður lék þó með KR-ingum. Mistökin komu ekki í ljós fyrr en Sigurður fékk gula spjaldið í leiknum og skrá átti það á skýrsluna. Hann fékk því rauða spjaldið og var útlokaður frá frekari þátttöku í leiknum. ■ KNA TTSP YRNIJMENN Vals í meistaraflokki fara í æfinga- búðir til Sviss í apríl. Bogdan heiðraður og HSÍ fékk milljón Morgunblaðið/Ámi Sœberg Sveinn Bjömsson, forseti íþróttasambands íslands, sæmdi Bogdan Kowalczyk, landsliðsþjálfara í handknattleik, æðsta heiðursmerki ÍSÍ í gær „fyrir störf að íþróttamálefnum," eins og hann sagði. „Hann hefur starfað hér í 10 ár og unnið þrekvirki." Bogdan þakkaði fyrir og sagði að hann tæki við þessari viðurkenningu fyrir hönd allra þeirra, sem hefðu lagt hönd á plóginn varðandi árangur landsliðsins. Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, sagði við sama tækifæri að árangur landsliðsjns skipti miklu máli fyrir æskuna sem og þjóðina alla. Friðjón B. Friðjónsson, formaður afreksmannasjóðs íslandSj færði HSÍ eina milljón króna vegna árangursins í B- keppninni og Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSI, gaf ÍSÍ gullpening frá keppninni. Þá gaf hann samband- inu veggspjald frá keppninni, áritað af öllum leikmönnum, þjálfurum og fararstjómm og sams konar gjöf fengu menntamálaráðherra og Bogdan. HANDKNATTLEIKUR / V-ÞÝSKALAND Bredemeier tekur við af Ivanescu Færfimm aðstoðarmenn ■ INGI Björn Albertsson, al- þingismaður og fyrrum landsliðs- maður úr Val, hefur leikið sem miðvörður í æfíngaleilgum með 2. deildarliði Selfoss að undanfömu. ■ LÁRUS Guðmundsson hefur tekið skotskóna með sér til Hlíðar- enda. Hann hefur skorað mörk fyr- ir Valsmenn í æfingaleikjum að undanfömu. I ÞORVALDUR Örlygsson, landsliðsmaður í knattspymu úr KA, stóð sig mjög vel með v-þýska félaginu Preussen MUnster um sl. helgi, þegar félagið vann Schöpp- ingen, 2:0, í v-þýsku áhugamanna- deildinni. Þjálfari liðsins var ánægð- ur með leik Þorvalds, en hann tók Þorvald útaf á 65. mín., þar sem hann sagði að íslendingurinn hafi þá verið orðinn þreyttur. ■ GUNNAR Oddsson úr KR - lék allan leikinn með Siegen, sem gerði jafntefli, 3:3, gegn Gttt- ersloh. HORST Bredemeier, þjálfari Dussdeldorf, tekur viö stjórn v-þýska landsliðsins af Petre Ivanescu. Eftir átta tíma fund forráðamanna v-þýska hand- knattleikssambandsins í Frankfurt á mánudagskvöldið, var þetta ákveðið. Bredemeier, sem þjálfaði Pál Ólafsson hjá Dusseldorf, hefur verið þjálfari 21 árs landsliðs og unglingalandsliðs V-Þýskalands. ^■■■■1 Það verður hans FráJóni hlutverk að byggja Halldóri Upp nýtt landslið - fyrir heimsmeist- iV-Þýskalandi , . arakeppnma í Sviþjóð 1993. Þessi litrfki þjálfari, sem fær að þjálfa Diisseldorf áfram, á að fá aðstoð hjá fimm öðrum þjálfurum í V-þáykalandi. Þrír hafa nú þegar verið nefndir. Heiner Brand, Gum- Horst Bredemeler mersbach, Hans-Dieter Schmitz, Essen og Peter Meisingen, Gross- wallstadt. Petre Ivanescu bauðst til að vera áfram með landsliðið og sjá um uPPbyggingu á nýju liði, en því boði var hafnað. KNATTSPYRNA Klaus Augenthaler, fyrirliði Bay- em. Norðmaður- inn kom Bayem áfram NORÐMAÐURINN Erland Jo- hnsen, sem leikur meö Bayern Munchen, kom liöi sínu f und- anúrslit Evrópukeppni fálags- liða er hann skoraði annað A mark Bayern gegn Hearts frá Skotlandi f sfðari leik liðanna f Mttnchen f gœrkvöldi. Erland Johnsen er 21 árs vamar- maður, kom til Bayem í byijun keppnistímabilsins en hefur ekki spilað nema nokkra leiki, skoraði síðara mark Bayem Frá með skalla á 69. JóniH. mínútu. Áður hafði Garðarssyni Klaus Augenthaler, iÞýskalandi ... ° . sem lék smn 72. Evrópuleik, skorað stórglæsiIegtMÞ mark efst í vinkilinn af 25 metra færi. Herts, sem vann fyrri leikinn í Edinborg með einu marki gegn engu, náði aldrei að ógna marki Bayem þrátt fyrir hetjulega bar- áttu. Aðeins 25.000 áhorfendur komu á Ólympíuleikvanginn í Munchen. FRJÁLSAR Þrettán íslenskir „ hlauparar keppa á HM ÞRETTÁN langhlauparar keppa næstkomandi sunnudag í heimsmeistaramótinu f vfða- vangshlaupum, sem fram fer f Stafangri í Noregi, en þátttak- an í mótinu er liður f þróunar- verkefni Frjálsíþróttasam- bandsins í millilengda- og lang- hlaupum. FRÍ ákvað að senda bæði karla- og kvennalið til Stafangurs ouk. einn þátttakanda í unglingaflokk. I karlaliðinu era átta hlauparar en til stiga teljast sex fyrstu frá hveiju landi. Keppnislengdin er 12 kíló- metrar. Sveit íslands skipa Már Hermannsson UMFK, Ágúst Þor- steinsson UMSB, Sigurður Pétur Sigmundsson UFA, Jóhann Ingi- bergsson FH, Daníel S. Guðmunds- son USAH, Gunnlaugur Skúlason UMSS, Frímann Hreinsson FH og Kristján Skúli Ásgeirsson IR. íslendingar sendu karlasveit í hlaupið 1978 og 1984, en kvenna- ' sveit hefur hins vegar ekki tekið þátt í móti þessu áður. Þar er keppnislengdin sex kílómetrar og skipa sveitina þær Martha Emst- dóttir ÍR, Hulda Pálsdóttir ÍR, Margrét Brynjólfsdóttir, UMSB og Fríða Rún Þórðardóttir UMSK. Þá keppir Bjöm Pétursson FH í ungl- ingaflokki þar sem hlaupnir eru""^' átta kílómetrar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.