Morgunblaðið - 15.03.1989, Síða 21

Morgunblaðið - 15.03.1989, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15.; MARZ t!989 21 Fegurðarsamkeppni Reykjavíkur annað kvöld Fegurðarsamkeppni Reykjavíkur 1989 fer fram á Hótel Borg, fímmtudaginn 16. mars. Fimm stúlkur keppa um titilinn að þessu sinni. Stúlkurnar fimm eru Anna Rún Atladóttir, Hildur Dungal, Hugrún Linda Guðmundsdóttir, Hulda Ingvars- dóttir og Theódóra Sæmunds- dóttir. Til mikils er að vinna fyrir þá stúlku sem hlýtur titilinn fegursta stúlka Reykjavíkur. Auk þess að vinna sér þátttökurétt í Fegurðars- amkeppni íslands sem fer fram í Hótel Islandi í maí nk. vinnur hún m.a. ferð til Benidorm með Ferða- skrifstofu Reykjavíkur, demants- hring frá Jóni og Óskari, Seiko- arbandsúr og fataúttekt frá versl- uninni Tangó. Síðan fá allar stúlkumar Cloé- ilmvatn og Elísabet Arden snyrti- vörur. Blóm og skreytingar eru frá Blómálfinum Vesturgötu. Dómnefnd er skipuð Friðþjófi Helgasyni ljósmyndara, Magnúsi. Ketilssyni sölumanni, Matthildi Guðmundsdóttur verslunarmanni, Sigtryggi Sigtryggssyni frétta- stjóra og Sóley Jóhannsdóttur dans- kennara. Theódóra Sæmundsdóttir. Stúlkumar koma tvisvar fram, í baðfötum og í síðkjólum, sem þær hafa sjálfar valið. Ymis skemmtiat- riði verða á boðstólum s.s. tískusýn- ing og Jóhannes Kristjánsson eftir- herma skemmtir af sinni alkunnu snilld. Matseðill kvöldsins verður sjáv- arréttarsinfónía og i eftirrétt verður boðið upp á Par-ís Emmess. Reynt verður að hafa kvöldið með frönsku Hulda Ingvarsdóttir ívafi m.a. með því að hafa franska tískusýningu, maturinn verður með frönskum stíl, borin verða fram frönsk vín með matnum, Globus verður með franska bifreið til sýnis o.m.fl. Kynnir kvölsins verður Valdimar Om Flygering. (Fréttatilkynningf) stimpildælur = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER VARAHLUTIR! Guðbjörg ÍS með sölu- met í Vestur-Þýskalandi Ekki leyflt að selja úr gámum í næstu viku GUÐBJÖRG ÍS seldi 314 tonn, aðallega af karfa, fyrir 20,134 milljónir króna, eða 64,05 króna meðalverð, í Bremerhaven í Vestur-Þýskalandi á mánudag og þriðjudag. Þetta er hæsta heildarverð í íslenskum krónum sem íslensk skip hafa fengið á fískmörkuðunum í Vestur- Þýskalandi. Gamla metið átti Vigri RE en hann seldi fyrir 20,119 milljónir króna 4. maí 1988. Gámar, sem selt verður úr á fiskmörkuðunum í Vestur-Þýska- landi í þessari viku, komu of seint til að ná uppboði á þriðjudag. Ákveðið hefur verið að ekki verði leyft að flytja út físk í gám- um til sölu á vestur-þýsku mörkuð- unum í næstu viku. Það var einn- ig gert á sambærilegum tíma á síðasta ári til að koma í veg fyrir offramboð á íslenskum ísfiski í páskavikunni. Samkvæmt upplýs- ingum umboðsmanna í Vestur- Þýskalandi er talið að þessi ákvörðun verði til þess að fiskur úr skipum seljist á viðunandi verði. Auk Guðbjargar ÍS selja í Vest- ur-Þýskalandi í þessari viku: Víðir HF 230 tonn, Viðey RE 320 tonn, Kolbeinsey ÞH 165 tonn, Snæfugl SU 215 tonn og Hegranes SK 190 tonn. Samtals verða því seld um 1.430 tonn úr íslenskum skipum í Vestur-Þýskalandi í þessari viku. í næstu viku verða seld þar sam- tals 660 tonn úr skipum, þar af selur Ögri RE 320 tonn, Már SH 210 tonn og Sunnutindur SU 130 tonn. Fiskmarkaðurinn í Hafitiarfírði: Eldislúða seld í fyrsta skipti ELDISLÚÐA var seld í fyrsta skipti á fískmarkaðinum í Hafn- arfírði í gær, þriðjudag. Þá voru seld þar 124,5 kg af lúðu frá íslandslaxi fýrir 290,99 króna meðalverð. Hæsta verð var 305 krónur en lægsta 285 krónur. Á fiskmarkaðinum í Hafnarfírði voru í gær seld samtals 162 tonn af blönduðum afla fyrir rúmlega sex milljónir króna. Seld voru meðal annars 89 tonn af karfa fyrir 28,32 króna meðalverð, rúm- lega 35 tonn af slægðum þorski fyrir 47,76 króna meðalverð, 19 tonn af óslægðum þorski fyrir 42,48 króna meðalverð og 8 tonn af slægðri ýsu fyrir 87,53 króna meðalverð. Gunnar Ásgeirsson h.f. Suðurlandsbraut 16 - Sími 680780 GXT868 allt þetta • Fjarstýring • Magnari 2x25W með 5 banda tónjafnara • Útvarp með FM MV LW, 24 stöðvaminnum, sjálfvirk stöðvaleit • Tvöfalt segulband með Dolby B og hraðaupptöku (high speed dubbing) • 70W hátalarar þrískiptir • Vandaður viðarskápur með glerhurð 29.790.-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.