Morgunblaðið - 08.04.1989, Síða 2

Morgunblaðið - 08.04.1989, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989 Tveir valkostir til skoðunar hjá ATLANTAL: Bjartsýni á nýtt álver eða stækkun Svar berst stjórnvöldum fyrir 3. maí Á FUNDI ATLANTAL-hópsins með íslensku viðræðunefndinni í gær- dag var ákveðið að fyrirtækin fjögur í hópnum myndu hvert um sig tilkynna íslenskum stjómvöldum niðurstöðu sína um þátttöku i nýju álveri eða stækkun ÍSAL eigi síðar en 3. mai nk. Morgunblaðið ræddi við fulltrúa fyrirtækjanna fjögurra að loknum fundinum og voru þeir allir bjartsýnir á að annar hvor kosturinn yrði valinn í vor. Jóhannes Nordal formaður viðræðunefndarinnar segir öll fyrirtækin Qögur enn inn í myndinni og að næsti fundur með þeim og nefndinni hefði ver- ið ákveðinn 24. maí nk. Á þeim fundi yrði farið yfir svör þeirra og fi*amhald viðræðna ákveðið. Per Olof Aronson forstjóri Gráng- ers í Svíþjóð segir að meðal þeirra fjórmenninganna ríki bjartsýni um að hægt verði að ráðast í byggingu nýs álvers á íslandi. Hinsvegar þurfi allir að ihuga kostnaðartölur við þessa fjárfestingu nánar. Eftir 3. maí eigi svo afstaða allra að liggja fyrir. Aðspurður um hvort hann sé per- sónulega bjartsýnn á að málinu yrði haldið áfram eftir 3. maí segir Per Olof svo vera. „Það sem við þurfum nú að kanna er hve samkeppnisfært nýtt álver á íslandi kemur til með að vera í samanburði við önnur slík i heiminum," segir hann. Hvað varð- verið rædd ítarlega. „Við náðum nokkuð góðum árangri hér og ég tel góðar líkur á að við höldum málinu áfram,“ segir van der Ros. Edward Notter forstjóri Alusuisse segir að viðræðumar á fundinum hafi leitt i ljós að allir aðilar séu jákvæðir gagnvart uppbyggingu áliðnaðar á Islandi. Hann er því bjartsýnn á framhald málsins. Fri- edrich Stachel fulltrúi Austria Met- all tók undir það sjónarmið en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Morgunblaðið/Þorkefl Útnefhd ljósmyndafyrirsæta Elite Þórunn Sómonsen, 17 ára gömul, var útnefiid Ijósmyndafyrir- sæta Nýs Lífs og Elite-umboðsskrifstofunnar á Hótel Loftleiðum í gærkvöldi. Hún verður fulltrúi íslands í lokakeppni Elite sem fram fer í París næsta haust. Unnur Valdís Kristjánsdóttir, sigur- vegari síðasta árs, afhenti Þórunni verðlaunin. Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda: 3400 selja rauða fjöður LIONS-menn byijuðu í gærmorg- un að selja rauðu íjöðrina og verð- ur sölunni haldið áfram fram á sunnudagskvöld. „Það er greinilegt að mikil stemmning hefur skapast meðal al- mennings fyrir þessu átaki núna,“ segir Þórunn Gestsdóttir kynningar- stjóri átaksins. Afraksturinn af sölu rauðu fjaðrarinnar í ár fer til styrkt- ar byggingar vistheimilis fyrir fjöl- fatlaða. Alls munu 3.400 Lionsmenn setja fjöðrina um helgina. Enn einn bruni í skátaheimilinu SLÖKKVILIDIÐ í Reykjavík var kallað út skömmu fyrir kl. 22 að skátaheimilinu í Gerðubergi í Breiðholti. Er að var komið var mikill eldur í heimilinu. Slökkvi- starf gekk greiðlega og var að mestu lokið fyrir miðnættið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eldur kemur upp í þessu skátaheim- ili. í tvö síðustu skiptin sem eldur hefur komið þar upp var talið að um íkveikjur væri að ræða. ar stækkun ISAL og áhuga Gran- gers á þátttöku í því dæmi segir Per Olof að áhuginn fari eftir þeim skil- málum sem í boði séu. J.G.D. van der Ros fulltrúi Alum- ined Beheer í Hollandi er einnig bjartsýnn á að málinu verði haldið áfram eftir 3. maí. Hann segir að fundurinn í Reykjavík hafi verið mjög gagnlegur og að málin hafi Tímabundin stöðvun á verkun saltfisks til Miðjarðarhafsins Fundur ASÍ og VSÍ um miðjavikuna ENGIR sáttafúndir voru í kjara- deilu Bandalags háskólamennt- aðra rikisstarfsmanna og ríkis- valdsins í gær og hefúr næsti fúndur ekki verið tímasettur, en búist við að af honum verði eftir hádegi í dag. Síðasti fúnd- ur var í fyrrakvöld og þar Iagði BHMR fram gagntillögur við tillögum stjórnvalda til lausnar deilunni. Ellefu aðildarfélög BHMR hafa verið í verkfalli síðan á miðnætti á miðvikudag. Engir fundir hafa verið boðaðir í viðræðum Alþýðusambands ís- lands og vinnuveitenda. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins er þeirra varla að vænta fyrr en um eða upp úr miðri viku, þar sem aðilar telja sig þurfa tíma til þess að fara yfir samning BSRB og átta sig á efnisatriðum hans. * 0116 marka dreng í sjúkra- bíl á fleygiferð Selfossi. „ÉG VAR alveg viss um það að hann kæmi i bílnum,“ sagði Sigríður Helga Karlsdóttir á Melum í Hrunamannahreppi sem ól 16 marka dreng í sjúkrabíl aðfaranótt föstudags. Sjúkra- bfilinn var á fleygiferð þegar fæðingin átti sér stað en þrátt fyrir það gekk allt að óskum. Eiginmaður Sigríðar Helgu, Guðjón Birgisson, og Guðrún Sveinsdóttir móðir hennar tóku á móti baminu klukkan 3.25 í sjúkra- bílnum á Skeiðaveginum. Þrátt fyr- ir erfiðar aðstæður í bílnum gekk fæðingin mjög vel og móður og bami heílsast vel. „Það var ekkert við þessu að gera, drengurinn ætl- aði sér að koma og kom bara,“ sagði Sigríður Helga, en þau hjón- in eiga fyrir tvær teípur, 2ja og 5 ára. — Sig. Jóns. Um 3000 tonn af saltfíski fara utan á næstu vikum SÖLUSAMBAND ísienskra fisk- framleiðenda hefúr sent fram- leiðendum saltfisks skeyti þess efiiis að þeir hætti tímabundið að framleiða pakkningar á markaði á Spáni, ítaliu og Grikklandi. Búið sé að framleiða upp í gildandi samninga á þessa markaði en á næstu vikum verð- ur afskipað á þá um 3000 tonn- um af saltfiski. Magnús Gunn- arsson framkvæmdastjóri SÍF segir að þetta sé gert til að vekja athygli framleiðenda á að til lengra birgðahalds geti komið um tíma. SIF sé að tileinka sér svipuð vinnubrögð og tíðkast hjá öðrum sölufyrirtækjum, t.d. í frystingu og síldarútvegsnefnd. SIF muni á næstunni fara I við- ræður um áframhaldandi kaup saltfisks í þessum löndum en Magnús getur ekki sagt til um hvað það tekur langan tíma. Þessi lönd taka nú við 27-28% af heildarsaltfisksútflutningn- um. „Við erum alls ekki hættir að selja til þessara landa, heldur höfúm framleitt upp í gildandi samninga,“ segir Magnús. „Við Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Sigriður Helga Karlsdóttir með soninn sem hún ól í sjúkrabíln- erum fyrst og fremst að biðja menn tímabundið um að beina framleiðslunni inn á aðra mark- aði eins og Frakkland og Port- úgal.“ Soffanías Cecilsson, forstjóri Fiskverkunar Soffaníasar Cecils- sonar á Grundarfirði, segir að þeir hafi gert ráð fyrir þessu stoppi og því komi það þeim ekki á óvart. Hann segir einnig að aðrir fram- leiðendur hefðu mátt búast við þessu. „Þetta kemur ekki illa út fyrir okkur. Hið sama gerðist í fyrra, þá urðu tafir á framleiðslunni til þessara landa,“ segir Soffanías. „Þá seldum við tandurfisk í miklu Albert Guðmundsson: Myndi kjósa Sjáif- stædisflokk núna ALBERT Guðmundsson, sendi- herra og fyrrum formaður Borg- araflokksins, lét svo um mælt i viðtali við Ríkissjónvarpið í gær- kvöldi að það léki enginn vafi á því að hann myndi kjósa Sjálf- stæðisflokkinn ef hann ætti nú að velja milli sins gamla flokks og Borgaraflokksins, sem hann stofiiaði fyrir tveimur árum. Albert ræddi einnig um það að margir af helztu stuðningsmönnum sínum væru aftur á leið inn í Sjálf- stæðisflokkinn. „Þeir koma allir úr þeim röðum, og eru flestir mjög ánægðir með að það hefur skapast afslappað andrúmsloft milli mín og Sjálfstæðisflokksins. Ég held að það sé okkur báðum til sóma, Þorsteini Pálssyni og mér, að við skyldum ná saman sem samstarfsmenn eftir þær hörðu deilur, sem komu upp á milli okkar á þeim tíma sem ég var flæmdur úr Sjálfstæðisflokknum," sagði Albert. Hann bætti við að eins og væri hefði Borgaraflokkur- inn stutt ríkisstjómina til skatta- hækkana og ákvarðana, sem væra í beinni andstöðu við stefnuskrá hans. Albert sagði að hann stefndi að því að halda áfram í stjóm- málum, er hann sneri aftur frá París, og það væri jafhvel líklegt að hann myndi nálgast Sjálfstæðis- flokkinn enn frekar þegar hann kæmi aftur heim. Albert skýrði loks frá því að franska ríkið hefði í huga að fá Inga Bjöm son hans til þeirra trún- aðarstarfa, sem Albert hefur gegnt -fyrir franska ríkið hér-á landi:- Albert Guðmundsson. magni til Portúgals en það kom svo í höfuðið á okkur aftur því þessi fiskur var endurseldur til ít- alíu.“ Hermann Hansson kaupfélags- stjóri á Höfn í Homafirði segir að þetta stopp nú komi sér illa hjá þeim. Það liggi ljóst fyrir að verið sé að stöðva framleiðslu á verð- mætasta fiskinum á þá markaði sem gefa hæsta verðið. „Þetta þýðir einfaldlega telquminnkun hjá okkur. í fyrra var ákveðin verð- jöfnun á þessum útflutningi sem ekld er í ár heldur er greitt eftir markaðssvæðum. Því kemur þetta illa niður á okkur," segir Hermann. Hermann segir að stöðvunin komi afar illa fyrir framleiðendur sérstaklega í ljósi þess að verð- lækkanir hafa orðið í fyrra og aft- ur í febrúar í ár. Því sjái hann ekki betur en saltfiskverkunin sé nú rekin með tapi. Eiríkur Tómasson útgerðarstjóri hjá Þorbimi hf. í Grindavík segir að þar sem búið sé að stórskaða markaðinn hefði mátt búast við þessu. Skaðinn er, að hans sögn, einkum fólginn í útflutningi héðan á ferskum flöttum fiski á þessa markaði. Fiskurinn er flattur og ísaður og sendur í gámum til Spán- ar. Þar er hann seldur sem íslensk- ur fiskur. Hann er oftast lélegur er hann kemur til Spánar því hann þolir illa flutinginn. „Þessi fiskur er að stórskaða nafn okkar á þess- um markaði," segir Eiríkur. Eiríkur segir að mikið hafi verið reynt til að stöðva þennan útflutn- ing en án árangurs. Sjöfii Signrbj örnsdóttir: Tek við mínu fyrra starfí við Fj ölbrautaskólann Morgunblaðinu hefúr borizt eftirfarandi yfirlýsing frá Sjöfii Sjgurbjömsdóttur, skóla- stjóra Ólduselsskóla: „Ársleyfi mitt frá starfi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti rennur út hinn 1. ágúst næstkom- andi þegar ég, lögum samkvæmt, læt af starfi við Grunnskóla Reykjavíkur. Mun ég þá taka við mínu fyrra starfí við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti, þar sem ég hefi ákveðið að sækja ekki um stöður á vegum menntamálaráðu- neytisins á meðan kommúnistinn Svavar Gestsson fer þar með hús- bóndavald. Ég þakka velunnurum símhringingar, bréf, blóm og hlý- hug.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.