Morgunblaðið - 08.04.1989, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989
Hagnaður Utvegs-
bankans 44,3 millj.
HAGNAÐUR Útvegsbanka íslands hf. nam alls um 44,3 m.kr. á
síðastliðnu ári. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 126,8 m.kr.
en þar frá dregst 36,1 m.kr. sem er hækkun á lifeyrisskuldbinding-
um fyrrverandi bankastjóra. Ja&iframt dregst frá eignarskattur og
tekjuskattur, sem er lækkun á gjaldfærðri tekjuskattsvild, samtals
46,4 m.kr. Rekstrartekjur bankans voru 3.466 m.kr. og rekstrar-
gjöld 3.339 m.kr. Heildareignir bankans í árslok voru samtals 16.810
m.kr. og eigið fé 1.396 m.kr. en það jókst um 13,5% frá fyrra ári.
Hallgrímur Snorrason, for-
maður bankaráðs, sagði m.a. í ræðu
sinni að sameining svo flókinna
fyrirtækja sem bankar væru hlyti
að taka nokkurn tíma. „Við okkar
aðstæður er jafnframt hætt við að
hún dragist um of á langinn og
endurspegli þar með einn helsta
veikleika bankakerfísins hér á landi,
þ.e. skiptingu bankanna eftir at-
vinnugreinum. Sameiningarviðræð-
ur gætu jafnvel steytt á slíku skeri.
Af þeim sökum kynni að vera nauð-
synlegt að Útvegsbankinn kæmi
enn frekar eða á annan hátt við
sögu en með sölu hlutabréfa einni
saman. Hér skiptir einnig máli að
kaup á Útvegsbankanum hljóta að
vera erfið fyrir aðra innlenda banka
vegna stærðar hans í samanburði
við aðra hlutafélagsbanka."
Halljgrímur sagði ennfremur að
fyrir Utvegsbankann væri óvissan
um framtíðina honum nokkur byrði.
Þessi óvissa ylli vandkvæðum við
skipulagningu á starfsemi hans þar
sem ekki væri vitað til hve margra
nátta væri tjaldað. Þá ylli þetta
ástand og umræður um bankann
sem á stundum hefðu verið fremur
ógætnar, óöryggi meðal starfsfólks.
Jón Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra, sagðist í ávarpi sínu telja að
heimild um að erlendir bankar
mættu eiga fjórðung hlutafjár í
Útvegsbankanum ætti eingöngu að
nota ef það væri sýnilega leið til
að efla bankann og laða til sam-
starfs innlendar lánastofnanir
þannig að sala á bréfunum yrði til
að styrkja íslenska bankakerfið,
stuðla þar að aukinni hagræðingu
og umfram allt auknu öryggi fyrir
viðskiptavini bankanna.
í bankaráð voru kjömir Ragnar
Aðalsteinsson, Björgvin Jónsson,
Hallgrímur Snorrason, formaður,
Jón Dýrfjörð og Kristján Ragnars-
son. Þá var samþykkt að greiða
3,5% arð.
Morgunblaðið/Jón Hafsteinn
Sendibíll a ftan á vörubíl
Harður árekstur varð eflir hádegi á Elliðavogi í gær, þegar
sendibíl var ekið aftan á vörubíl. Bílstjórana tvo sakaði þó ekki,
en af myndinni má sjá, að sendibíllinn er mikið skemmdur, enda
gekk pallur vörubílsins langt inn í stýrishúsið.
Sigló hf. gjaldþrota:
Starfsemin hefst á
ný innan 2ja vikna
Starfsfólki Sigló boðin vinna hjá nýja félaginu
„VIÐ stjórnarformaður Sigluness hf. funduðum með starfsfólki Si-
gló og fórum fram á að fá það til starfa hjá Siglunesi. Allflestir
hafa lýst sig reiðubúna til þess og við stefnum að því að verksmiðj-
an taki til starfa að nýju innan hálfs mánaðar," sagði Guðmundur
Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri hlutafélagsins Sigluness, sem
hefiir tekið rekstur Sigló hf. á leigu. Á fimmtudag var Sigló, sem
rekið hefur stærstu rækjuverksmiðju landsins, úrkurðað gjaldþrota
og samdægurs var gengið frá leigu Sigluness á rekstrinum.
Guðmundur Skarphéðinsson
sagði að þegar hefði verið samið
við um 10 báta að leggja upp hjá
Siglunesi hf. í sumar. „Þessir bátar
eru með 15-1600 tonna kvóta og
við stefnum að því að ná samning-
um við fleiri,“ sagði Guðmundur.
Hann sagði að áætlanir um afkomu
hins nýja félags lægju ekki fyrir
fyrr en eftir helgina og þá skýrðist
einnig hvert heildarhlutafé Siglu-
|H0ir0imhlaMÍ>
Veðuryfírlit og spá, sem birtst
hefur á blaðsíðu 4 í blaðinu
undanfarin ár, fellur niður í
verkfalli veðurfræðinga.
ness hf. yrði. Fjármagn þyrfti til
að koma rekstrinum aftur af stað
og leitað hefði verið eftir því til
Danmerkur. „Sigló hf. átti í viðræð-
um við danska aðila, þegar ætlunin
var að leita nauðasamninga og fá
aukið fjármagn inn í reksturinn.
Tilraunir til nauðasamninga runnu
út í sandinn, en við höldum áfram
að reyna að fá fjármagn frá Dönum
og nú til að opna verksmiðjuna á
ný.“
Hluthafar Sigluness hf. eru fjórir
af fyrrverandi eigendum Sigló. Auk
Guðmundar Skarphéðinssonar,
framkvæmdastjóra, eru það þeir
Jón Guðlaugur Magnússon, Magnús
Aspelund og Guðmundur Arnalds-
son, sem jafnframt er stjómarform-
■aður fyrirtækisins; ...........
SAMNINGAR BSRB OG RÍKISINS
Ögmundur Jónasson og Ólafur Ragnar Grímsson takast í hendur að lokinni undirritun samningsins.
• •
Ogmundur Jónasson, formaður BSRB;
Sérstök áhersla á að verja
kjör hinna lægstlaunuðu
„Ég er feginn að það er búið
farinn að hafa áhyggjur af að þet
Það var kominn tími til að gera
Jónasson, formaður BSRB.
Hann sagði að miðað við allar
aðstæður væru samningurinn vel
við unandi. Af hálfu BSRB væri
hann hugsaður sem skammtíma-
lausn. í þessu samkomulagi væri
leitast við að koma í veg fyrir að
það væri hrifsað aftur sem náðst
hefði fram með verðlagseftirliti og
verðstöðvun á ýmsum sviðum og
niðurgreiðslum á landbúnaðarvör-
um. Einnig væri tekið á ýmsum
mikilvægum réttindamálum, svo
sem fæðingarorlofi, stöðu lausráð-
inna og tryggingarmálum.
„Þetta er kjarajöfnunarsamning-
ur, sem byggist á jafnri krónutölu
og hugsaður sem slíkur. Við erum
einnig inni með sérstakar hækkan-
ir til handa lægst launaða fólkinu.
I rauninni teljum við rétt við allar
aðstæður að gera slíka samninga,
en við þessar aðstæður nú, þá lögð-
um við sérstaka áherslu á að verja
kjör hinna lægst launuðu," sagði
að ljúka þessu verki. Maður var
ta drægist firam á vor og sumar.
kjarasamning," sagði Ögmundur
Ögmundur.
Aðspurður hvort hann óttaðist
ekki að aðrir sem semdu síðar tæ-
kist að bera meir úr býtum, sagði
hann svo ekki vera: „Ég vona að
launamönnum takist að sækja
réttlátar kröfur, hvar sem þá er
að finna. Öllum þessum félögum
okkar, sem eiga ólokið kjarasamn-
ingum, sendum við baráttukveðj-
ur,“ sagði Ögmundur.
Hann sagði að til þess að ná
lengra í þessum samningum hefði
þurft eitthvað meira en röksemd-
imar einar. í samningnum væru
einnig ákvæði um að tekið skuli á
ýmsum mikilvægum velferðarmál-
um. Vinna eigi að því á samningst-
ímanum og BSRB ætlaðist til þess
að búið væri að ganga frá þessum
málum áður en kæmi til næstu
kjarasamninga.
Aðspurður um að Landssamband
lögreglumanna hefði ekki viljað
vera með hinum félögunum í því
að undirrita samningana, sagði
Ögmundur: „Þetta er samstarf sem
byggir á fúsum og frjálsum vilja
og það er mín skoðun að samstarf
sem byggir á þeim grunni sé traust-
ast og best. Það gengur enginn
þvingaður til samstarfs innan
BSRB. Þeir hafa ákveðið að fresta
undirskrift um sinn meðan þeir
hyggja að ýmsum vanefndum og
það er að sjálfsögðu þeirra að
meta það.“
Hann sagði að samningurinn
þýddi nokkuð mismunandi hækk-
anir eftir félögum frá 8-10%.
Lægra launaða fólkið fengi meira
en hitt. Annars væri erfítt að.meta
kaupmáttarprósentur. „Hvernig á
til dæmis að meta 600 milljónir sem
fara til niðurgreiðslna á landbúnað-
arvörum og hafa mikil áhrif á kaup-
máttinn. Landbúnaðarvörur myndu
að öðrum kosti hækka um 12-14%.
Þetta eru prósentur. Þær vigta
ekki í þessum samningi, en þær
vigta í pyngju hvers og eins.“
Sairniingurinn í samræmi við
markmið í ríkisbúskapnum
- segir Ólafur Ragnar Grímsson, flármálaráðherra
„Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu. Þetta er kjarasamn-
ingur sem samrýmist forsendum fjárlaga, sem mótaðar voru á
síðastliðnu ári, og hann samrýmist einnig forsendum endurskoðaðr-
ar þjóðhagsáætlunar. Þetta er því samningur sem felur í sér efna-
hagslegan stöðugleika," sagði Olafur Ragnar Grímsson, fjárniála-
ráðherra.
„Hann er einnig mótaður af því
grundvallarsjónarmiði að auka
launajafnrétti í landinu með því að
lægra launaða fólkið fær hlutfalls-
lega meira. Samningurinn sam-
rýmist því mjög vel þeirri lífshug-
sjón sem ég aðhyllist og þegar það
fer saman við það að hann er efna-
hagslega traustur og í samrými við
upphafleg markmið sem flestir
töldu að myndu aldrei nást þegar
þau voru mótuð, þá er ég mjög
ánægður með niðurstöðuna og
þakklátur BSRB fyrir þeirra góðu
vinnu í þessari samningsgerð.“
Ólafur sagðist vísa gagnrýni
vinnuveitenda um að samningurinn
sé gerður af ábyrgðarleysi alger-
lega á bug. Hann benti á að VSÍ
hefði sjálft gert samning við iðnað-
armenn til haustsins og það væri
enginn verulegur munur á þessum
tveimur samningum. Þessi samn-
ingur fæli það einnig í sér að launa-
breytingar í landinu í heild væru í
samræmi við þá þjóðhagsáætlun
sem mótuð hefði verið.
„Málflutningur Vinnuveitenda-
sambandsins byggist hins vegar á
þvíað því er virðist að þeir ætli sér
að yfirfæra þennan samning með
þeim hætti sem þeir einir ákveða
yfír í sitt launakerfí og koma á
þeim grundvelli með gengisfelling-
arkröfur. Hér er verið að leiðrétta
laun fólks sem í heildartekjur er
með 40-50 þúsund krónur á mán-
uði. Það er skrýtið að nota slíkan
samning til þess að hækka enn
meir laun fólks sem er með heildar-
tekjur kannski í kringum 60 þús-
und krónur á mánuði. Þar að auki
og það fínnst mér vera grundvallar-
atriði málsins: Viljum við hafa hér
þjóðfélag með fijálsum samnings-
rétti? Vinnuveitendur hafa verið að
krefjast frelsis á peningamarkaði,
vinnumálamarkaði, þjónustumark-
aði og þjóðfélaginu í heild. Samtök
launafólks hafa réttilega krafíst
þess að samningsrétturinn væri
frjáls og ríkisvaldið hefði þar ekki
afskipti. Nú ef fijáls samningsrétt-
ur er grundvallarreglan, þá er það
verkefni atvinnurkenda á almenna
vinnumarkaðnum og samtaka
launafólks sem þar eru að gera
sína kjarasamninga. Það er nánast
fáránlegur málflutningur að segja
að við séum að gera kjarasamninga
fyrir hönd þeirra og allra sérkenni-
legast að þegar það kemur úr
munni þeirra sem eru að heimta
frelsi á öllum sviðum og ætla sér
þess vegna núna að gerast tals-
menn fullkominnar ríkisforsjár í
launamálum. Það er þess vegna
spurningin hvort.. jToenrjirnÍC. Á
Garðastrætinu eru nægilega hug-
djarfír til að axla það frelsi sem
þeir eru alltaf að biðja um bæði á
virkum dögum og hátíðisdögum,"
sagði Ólafur.
„Þessi kjarasamningur er í sam-
ræmi við þau markmið sem við
settum okkur í búskap íslenska
ríkisins. Hann er þess vegna full-
komlega ábyrgur út frá því fyrir-
tæki, ef ég má nota það orð, sem
mér og ríkisstjóminni er ætlað að
reka. Nú er það verkefni hinna sem
eru á hinum fijálsa vinnumarkaði
að gera fijálsa kjarasamninga, sem
eru í sams konar samræmi við þá
ábyrgð sem þeir eiga að gæta í
sínum fyrirtækjum,“ sagði Ólafur.
Hann sagðist halda að ekki hefði
í áratugi verið gerður kjarasamn-
ingur sem væri í eins miklu sam-
ræmi við forsendur fjárlaga og
þjóðhagsáætlunar. „Ég minni á að
þegar ég lagði fjárlagafrumvarpið
fram þá sameinaðist stjórnarand-
staðan og vinnuveitendur um að
gagnrýna mig fyrir það að launa-
forsendur fjárlagafrumvarpsins
myndu ekki standast í samningum
við opinbera starfsmenn. Þessi
samningur staðfestir það að þær
standast fullkomlega."
Aðspurður sagði hann að það
væri ekki veijanlegt að gera samn-
ing við aðildarfélög Bandalags há-
skólamenntaðra ríkisstarfsmanna,
sem eru nú í verkfalli, um meiri
hækkanir en við aðildarfélög
BSRB.