Morgunblaðið - 08.04.1989, Page 10

Morgunblaðið - 08.04.1989, Page 10
10 MOrÍgUNBLÁÐIÐ ‘ÍáÍJGÁRDAGUR 8. APRÍL 1989 Háskólakórinn Tónlist Jón Ásgeirsson Háskólakórinn, undir stjóm Áma Harðarsonar, hétt. tónleika í Langholtskirig'u sl. miðvikudag og flutti tónverk eftir stjómand- ann, Hjálmar H. Ragnarsson, og Áskel Másson og raddsetningar eftir Hjálmar og Ama á íslenskum þjóðlögum og einnig á fjórum lög- um eftir Ingunni Bjamadóttur eftir Hróðmar Sigurbjömsson. Af erlendri tónlist var með minna móti, sem gerist á kórtónleikum, aðeins þrír spænskir madrigalar frá 16. öld. Söngur kórsins var mjög góður í heild, hreinn, hljómfagur og líflegur. Ámi Harðarson er frábær og einstaklega fjörmikill stjóm- andi og öll uppfærsla kórsins var sérlega ömgg, svo að hvergi var veikan punkt að fínna. Tónleikamir hófust á þremur stemmum úr Disneyrímum er Ami samdi í fyrra og flutt vom í Ijamabíói. Vakti sú uppfærsla mikla athygli og var verkið bæði gefíð út á hljómdiski og sýnt í sjónvarpinu. Kórinn fór á síðasta ári til Spánar og hafði þaðan með sér heim nokkra madrigala og söng þijá og m.a. einn eftir Juan Vásquez, prest og tónsmið (d. 1960) er var „maestro de capilla" við dómkirkjuna í Badajoz og gaf út tvö hefti af „villancicos“-lögum. Spænsku madrigalamir em ein- föld en falleg tónlist og vom mjög vel sungnir. Söngvar úr Jermu, sem Hjálm- ar H. Ragnarsson samdi við samn- efnt leikrit eftir Garcia Lorca, í þýðingu Karls Guðmundssonar leikara, er skemmtileg tónlist og naut sfn mjög vel í fjörugri upp- færslu kórsins með aðstoð Péturs Grétarssonar á slagverk. Fyrir nokkmm áratugum þótti það „ófín sérviska" að útselja íslensk þjóðlög en ungu tónsmið- imir okkar hafa snúist gegn slíkri „hugmynda-forritun" og tekið til við að endurskapa þessa fomu erfð samkvæmt sínum smekk og tekist að gera það á þann hátt að nýnæmi er í og þar með gefíð lögunum nýtt inntak. Þetta á einnig við um lagasmíði alþýðu- fólks, eins og Ingunnar Bjama- dóttur er samdi mörg sérlega fal- leg lög, án þess að hafa notið menntunar á sviði tónlistar. Dótt- ursonur Ingunnar, Hróðmar Sig- urbjömsson, hefur raddsett íjögur lög Ingunnar og gert það mjög vel, sérstaklega var raddsetningin á Glókollur og sumartunglið fal- lega unnin. Grafskriftin hans Klemenzar í útfærslu Hjálmars er að verða „klassík" og margt í raddsetning- um Áma er bráðsmellið, t.d. í lag- inu Það var bam í dalnum og Tíminn líður. Lokaverkið á tón- leikunum var Fjörg úr Völuspá eftir Áskel Másson. Verkið er á köflum áhrifamikið og notkun slagverkshljóðfæranna sérstak- lega, sem Pétur Grétarsson lék á af mikilli list. Tónskipan verksins er í heild nokkuð mikið byggð á „lestónun" en minna á lagferlis- hugmyndum og gefur það verkinu blæ „framsagnar“, sem var eins og fyrr segir áhrifamikil. Með þessum tónleikum hefur Háskóla- kórinn staðfest gæðastöðu sína og trúlega aldrei sungið betur, er segir nokkuð til um ágæti Áma Harðarsonar sem kórstjóra. Sýning a sumarhusum laugardag og sunnudag (kl. 10-17) • snHStívsii3H • sohsoiws • snHuvwns • snHsoiws • _________________________fcœfeft oupífl Umsjónarmaður Gísli Jónsson 481. þáttur Góða menn bið ég enn forláts á því, hve seint mér gengur að svara bréfum. Þau eru alltaf jafn vel þegin. Sú.er huggunin helst í seinlætinu, að efni bréf- anna er yfírleitt ekki mjög tíma- bundið. ★ Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli hafði fleira að segja en eftir honum var haft fyrir skemmstu. Gefur umsjónarmað- ur honum orðið um sinn: „í morgun [19. des.] heyrði ég fréttamann ríkisútvarpsins tala um kosningar í gríska þing- inu í sambandi við fjárlagaaf- greiðslu. Það höfum við kallað atkvæðagreiðslu, sagt að at- kvæði hafí verið greidd um frumvarp en ekki að kosið hafí verið um það. Ég kann ekki við þetta nýja orðafar. [Umsjónar- maður ekki heldur.] Það er orðið alsiða að tala um að einhver sé „skilinn út und- an“. Aldrei kann ég við það. [Umsjm. ekki heldur.] Það þótti ekki gott að skilja einhvern eftir þegar útbýtt var glaðningi en væri það venja sögðu menn að sá, sem jafnan var skilinn eftir, væri hafður út undan. En aldrei þótti til sóma að mis- muna bömum eða fólki sínu þannig. Ég var að lesa bamabók eftir Sigrúnu Eldjám og gladdist við málfar hennar og tungutak. Mér þótti greinilegt að hún vildi kenna lesendum sínum íslensku og nefndi fley og öndvegis- fiigia t.d. En verra þótti mér þegar spurt var hvað væri verið að gera „ofan í moldinni" eða „ofan í sjónum". Verðum við þá að sætta okkur við að við séum ofan I því sem við fórum ofan í?“ Umsjónarmaður segir nei og vísar til þátta 418 og 282. ★ Bjami Sigtryggsson í Reykjavík skrifar svo og er m.a. að svara þeim hluta í bréfí Hall- dórs frá Kirkjubóli sem birtist í 473. þætti. Ég þakka Bjama kærlega upplýsingamar og hlý- leg orð sem fylgdu að öðm leyti: ^Kæri Gísli. Eg sé að orðið jólaglögg er komið til umræðu í íslenskuþátt- um þínum í Morgunblaðinu, og einkum glímt við að fínna því kyn. I heimildum, sem ég hef því miður ekki handbærar lengur, fann ég uppruna þessa dryklg'ar úr fomu norrænu máli sem „glödg“ og þýðir nánast sama og glóð. Hótel Saga hefur um nokkurra ára skeið notað þetta heiti í auglýsingum sínum. Þessi drykkur er sagður hafa verið drukkinn við kirkjuferðir um jól í Svíþjóð, þegar farið var á sleðum og gott þótti að fá glóðheitan drykk til að ná hrolli úr fólki eftir ferðalagið. Mér fínnst heitið jólaglóð óneitanlega fallegra en glögg, sem er hinn sænski ritháttur í dag, þótt glögg falli ágætlega að íslensku máli og sitji þar vel við sama borð og lögg. Svo nýr er þessi innflutti siður hér á landi, að orðið fínnst ekki í íslenskum orðabókum. Orðið lögg táknar, eins og flestir eflaust vita, gróp þá í tunnustöf- um, sem botninn smellur í, og þaðan er komið heitið lögg í merkingunni „smávægilegur dreitill". Þess má reyndar geta, Halldóri frá Kirkjubóli til glöggvunar, að það færist í vöxt að bera á borð óáfenga jóla- glóð, krydda ávaxtasafa eða óáfengt rauðvín á sama hátt og venjulega glóð. Og rétt mun vera hjá Halldóri að enginn verð- ur gleggri af því að drekka of mikið af „sullinu". Ein krús er við hæfí, jafnvel aðeins lögg. En hvort heldur þessara orða verður endanlega fyrir valinu, fer varla hjá því að um kven- kynsorð er að ræða...“ ★ Sögnin að sííra merkin væla, veina; nöldra, nauða, jagast; kvarta. Hún er skyld sef, engil- saxn. seiferen = leka, dijúpa; no. sipla = leka í dropatali; dönsku sive = seytla; nýno. sípa = orga, skæla; þýsku Seifel = hráki, Seife = sápa, nýno. máll. sipa = setja skeifu, fá grátvipr- ur. Fjarskylt sepi. ★ Úr ljóðabréfí frá Vilfríði vest- an: Henni Tobbu hans Trausta á Hólsá varð tlðgengið ofan í Bólsgjl Hún var ungmenni þrákær, enda alveg hreint frábær að leita sér líknar og skjóls hjá. ★ Karlmannsnafnið Bóas hefur ofurlítið tíðkast hér á landi. Það mun vera komið úr hebresku Boaz og merkir víst einna helst máttugur. Boaz var auðugur landeigandi í Betlehem. Enginn Bóas var enn hérlend- is 1703, en einn árið 1801: Bóas Sigurðsson í Miðgörðum í Grímsey, 42 ára. Árið 1845 voru þeir þrír, einn í ísaQarðarsýslu og tveir í Suður-Múlasýslu, tíu árum seinna orðnir fímm og þrír þeirra í S.-Múl. Árið 1910 voru þeir átta, fímm þeirra fæddir í Suður-Múlasýslu. Árin 1921-50 voru átta svein- ar skírðir Bóas; í þjóðskrá 1982 eru þeir a.m.k. 17. Enginn var svo skírður 1982, en einn 1985. ★ í sjónvarpsfréttum nú fyrir skömmu var þess getið að „mörg hundruð manns hefðu orðið veð- urtepptir vegna veðurs“. Hvað sem öðru líður, verður ekki ann- að sagt en að þetta séu greinar- góðar upplýsingar. Gunnlaugur Jónsson kvað: Missti bátinn maður sá mjög í stóru veðri. Það gekk svo mikil golan á hann gekk sundur af veðri. 01 Q7n LÁRUS Þ. VALDIMARSSOINJ framkvæmdastjori C I I UU ‘ L I 0 / W LARUS BJARMASON HDL. L0GG. FASTEIGNASALI Til sýnis og sölu auk annarra eigna: Aðalhæð í tvíbýlishúsi 6 herb. um 150 fm nýl. og mjög góð. Allt sér. Rúmg. bflsk. m/kjall- ara. Húsið stendur á stórri ræktaðri lóð á útsýnisstað neðst í Selja- hverfi. Teikn. á skrifst. 3ja herb. íbúðir við: Maríubakka 2. hæð. Meðalstærð. Sérþvottah. Góð sameign. Reynimel 4. hæð. Ekki stór. Sólsv. Góð sameign. Útsýni. Hraunbæ 1. hæð mikið endurnýjuð. Útsýni. Laus strax. Sigluvog efri hæð í tvíb. Mikið endurbætt. Sólsvalir. Hefurðu lánsloforð? Ertu vandlátur? Þá getum við boðið þér 3ja og 4ra herb. óvenju rúmg. íb. í smíðum v/Sporhamra. Hverri ib. fylgir sérþvottah. og bflsk. Sam- eign verður fullgerð, íb. fullbúnar u. trév. í byrjun næsta árs. Húni sf. byggir. Viðráðanl. greiðslukj. Þurfum að útvega fjársterkum kaupendum 4ra herb. góða íb. í lyftuhúsi m/bllsk. Skipti mögul. á nýl., góðu húsi m/tveimur ib. Einbhús eða raðh. ekki stórt. Helst í Mosbæ eða Smáíbúðahv. Skipti mögul. á 4ra herb. hæð í Langholtshverfi. 2ja eða 3ja herb. íb. m/bílsk. eða bílskrétti. Pétt eign verður borguð út. 3ja-4ra herb. íb. í Kóp. eða Hafnarf. Má þarfnast endurbóta. Einbhús á einni hæð 120-220 fm. Margir mjög fjárst. kaupendur. Einn- ar hæðar raðh. eða góðar sérhæðir koma tii greina. Opið í dag laugardag kl. 10-16. Fjöldi fjársterkra kaupenda. AIMENNA FASTEIGNASA1AN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 m to ro iO 00 Gódan daginn! Borgaraleg ferming Borgaraleg ferming í Nor- ræna húsinu sunnudaginn 9. apríl. Fermd verða: Agnar Tryggvi Le’macks, Equgrund 10. Baldur Helgason, Furugrund 52. Bárður Steinn Róbertsson, Frostafold 14. Daði Þorsteinsson, Lönguhlíð 19. Drífa Snædal Jónsdóttir, Eskihlíð lOa. Erik Stensrud Marstein, Fjólugötu 17. Eyjólfur Bergur Eyvindsson, Holtagerði 43. Guðjón Kjartansson, Lynghaga 10. Gunnlaugur Karlsson, Fálkagötu 28. Jóhanna Gísladóttir, Skipasundi 48. Katla Einarsdóttir, Æsufelli 4. Sigurhans Bollason, Hólastekk 4. Skule Stensrud Marstein, Fjólugötu 17. Sunna Snædal Jónsdóttir, Eskihlíð lOa. Tryggvi Einarsson, Æsufelli 4. Þórunn Ingileif Gísladóttir, Fellsmúla 20..

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.