Morgunblaðið - 08.04.1989, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRIL 1989
19
Dagskrá í Reiðhöllinni;
Æskan og hesturinn
EFTR verður til fræðslu- og skemmtifundar
í Rciðhöllinni í Víðidal, á morgun sunnudag
undir heitinu „Æskan og hesturinn". Fræðslu-
nefnd Hestamannafélagsins Fáks eliiir til
sýningarinnar en börn og unglingar munu
annast flest atriði hennar. Að lokinni dag-
skránni verður börnum geflnn kostur á að
fara á hestbak.
Dagskráin hefst klukkan 14. Ungmenni munu
ríða hópreið inn á sýningarsvæðið og sýna leiki
og óþróttir á hestum sínum. Landskunnir tamn-
ingamenn munu sýna góðhesta og hæfileika
þeirra. Þorkell Bjamason hrossaræktarráðunaut-
ur mun fræða gesti um hesta, gerð þeirra og
hæfileika með sýnikennslu. Meðal annara atriða
má nefna að sýndur verður kerruakstur og ha-
gyrðinga úr röðum hestamanna mæta á staðinn.
Aðgöngumiði kostar 500 krónur fyrir fullorðna
en 100 krónur fyrir börn, 5-14 ára.
Morgunblaðið/Gísli Úlfarsson
Fimm keppendur eru um titilinn Ungfrú Vestfirðir 1989. Þær eru frá vinstri: Hafdís Jónsdóttir, Jóna
Hrund Jónsdóttir, Áslaug Fjóla Magnúsdóttir, Guðbjörg Hilmarsdóttir og Lilja Ingólfsdóttir.
Ungfrú Vestfirðir valin í kvöld
Isafirði.
Keppnin um titilinn „Ungfirú Vestfirðir 1989“ fer fram að Uppsölum
á Isafirði í kvöld. Fimm stúlkur taka þátt í keppninni, Qórar frá
Isafírði og ein úr Súðavík. Sigurvegarinn tekur síðan þátt í keppninni
um titilinn „Fegurðardrottning íslands 1989“ sem fer fram á Hótel
íslandi í maí.
Stúlkurnar, sem keppa, heita Ás-
laug Fjóla Magnúsdóttir Súðavík,
Guðbjörg Hilmarsdóttir ísafirði,
Hafdís Jónsdóttir ísafirði, Jóna
Hrund Jónsdóttir ísafirði og Lilja
Ingólfsdóttir ísafirði. Dagný Björk
Pjetursdóttir danskennari hefur séð
um undirbúning keppninnar og þjálf-
un keppenda.
Sigurvegarinn hlýtur 20 þúsund
króna verðlaun frá Óðinsbakaríi,
handsmíðaða nælu frá Gullauga,
sportfatnað frá Sporthlöðunni, auk
þess sem Flugleiðir flytja hann frítt
til Reykjavíkur vegna aðalkeppninn-
[©JPerstorpForm
- PLASTBAKKAR -
ALLSSTAÐAR I
ATVINNULÍFINU
ar. Auk þess fá allir keppendur
íþróttaskó frá Sportvöruþjónustunni
í Reykjavík, hljómplötur frá Hljómt-
orgi og snyrtivörur Krismu.
Dómarar verða Ólafur Laufdal
framkvæmdastjóri í Reykjavík, Frið-
þjófur Helgason ljósmyndari í
Reykjavík, Anna Margrét Jónsdóttir
Ungfrú ísland 1987, Martha Jör-
undsdóttir núverandi Ungfrú Vest-
firðir og Anna Lind Ragnarsdóttir,
sem kjörinn var vinsælasta stúlkan
hér í keppninni í fyrra.
Boðið verður upp á þríréttaðan
matseðil á Uppsölum og á meðan
borðhaldi stendur fer fram tískusýn-
ingar þar sem keppendur ásamt
börnum sýna fatnað frá helstu tísku-
verslunum bæjarins og frá Eggerti
feldskera í Reykjavík. Anhauser-
Busch býður gestum upp á fordrykk
og Hafsteinn Vilhjálmsson heildsali
býður mönnum upp á konfektsmakk.
Toppblómið á ísafirði sér um blóma-
skreytingar og stúlkur frá Hár-
greiðslustofu Siggu Þrastar sjá um
hársnyrtingu.
Úlfar.
Herradeild P & Ó þrítug:
„ Allt frá hatti of-
an í skó“ frá P Ó
Herradeild P & Ó er þrítug um þessar mundir, en hún var stofn-
sett 10. apríl 1959 af þeim Pétri Sigurðssyni (P) & Óla Maríus-
syni (Ó). Þá var hún aðeins í helmingi þess húsnæðis sem hún er í
nú til dags í Austurstræti 14. Núverandi eigendur eru Guðmundur
Blöndal og Jón Ólafsson, en þeir keyptu verslunina 15. september
1986. Guðmundur hafði unnið hjá P & Ó i 13 ár, en Jón hafði
selt fyrirtækinu föt í 8 ár áður en til sölunnar kom.
Herradeildin var til húsa í Aust- þess vísari eftir samtöl við marga
urstrætinu einvörðungu til síðari
hluta ársins 1963, en þá voru
kvíamar færðar út og önnur
P & Ó-verslun opnuð að Lauga-
vegi 95 og starfrækt þar í sex
ár. Þá var hún færð neðar í göt-
una, til Laugavegs 66 og rekin
þar til ársins 1975, en þá var hún
lögð niður. Síðan var ein P &
Ó-verslun starfrækt allt til síðasta
árs, en í desember 1988 opnuðu
núverandi eigendur nýja P & Ó-
verslun í nýja verslunarhúsinu
Kringlunni 4.
„Það skiptast á skin og skúrir
í þessu og það er gaman þegar
vel gengur. Hins vegar fínnum
við vel fyrir samdrættinum í þjóð-
félaginu," sögðu þeir Guðmundur
og Jón í samtali við Morgunblað-
ið. Þeir sögðu jafn framt að þrátt
fyrir að á móti blési nokkuð í
seinni tíð, væri engan bilbug á
þeim að finna, hvorki í Austur-
stræti né í Kringlunni 4. „Verslun-
in í Kringlunni byijaði vel, en
satt best að segja höfum við orðið
aðila, að fólk veit ekki einu sinni
um P & Ó-verslunina í Kringlunni
4, veit varla einu sinni af því hús-
næði. Það hefur sínar ástæður
auðvitað, húsið sjálft og umhverfi
þess er enn ekki fullfrágengið, en
það stendur allt til bóta. Við erum
ekki síður stórhuga með verslun
okkar í Kringlunni 4,“ bættu þeir
Guðmundur og Jón við.
Strax eftir að þeir félagar
keyptu verslunina í Austurstræti
gerðu þeir miklar breytingar og
úrbætur á versluninni að innan.
„Við höfum samt lagt ríka áherslu
á að breyta í engu þeim góða
anda sem hér hefur alltaf verið.
Það kom til dæmis aldrei til greina
að breyta nafninu. Við leggjum
áherslu á persónulega þjónustu.
Hjá P & Ó hafa margir starfað í
gegn um tíðina, þar á meðal sum-
ir af helstu fatakaupmönnum
Reykjavíkur í dag,“ sögðu þeir
Guðmundur Blöndal og Jón Ólafs-
son.
Morgunblaðið/Emilfa.
Eigendur Herradeildar P & O, Guðmundur Blöndal t.v. og
Jón Ólafsson t.h.
GÆÐI, ENDING,
ÖRYGGIÞÆGINDI
-OG ÞÚ FÆRÐ MIKIÐ
FYRIR PENINGANA.
STERKIR - LETTIR
OG HANDHÆGIR
NES ttm
PQRTHF
UMBOÐS OG HEILDVERSLUN
Austurströnd 1 sími 62 11 90
Seltjarnarnesi