Morgunblaðið - 08.04.1989, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 08.04.1989, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989 ísraelar vilja kosningar á hernumdu svæðunum Palestínumenn vísa kosningum alfarið á bug Jerúsalem, Washington. Keuter. YITZHAK Shamir, forsætísráð- herra ísraels, sagði eflir fyrsta furul sinn með George Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu á fimmtudag að Israelar legðu tíl að frjálsar lýðræðislegar kosningar færu fram á hern- umdu svæðunum, en kanna þyrfti betur hvernig standa bæri að þeim. George Bush Banda- ríkjaforseti lýstí því yfir að hann styddi tíllögur Shamirs. Burundi: P.W. Botha. Fulltrúar Líbýu rekn- ir úr iandi Bujumbura. Reuter. STJÓRN Burundi hefur skipað öllum líbýskum stjórnarerind- rekum og skyldmennum þeirra að koma sér úr landi. Jafnframt hafa fulltrúar Burundi í Líbýu verið kvaddir heim. Að sögn embættismanna hafa líbýsku fulltrúamir reynt að grafa und- an ríkisstjóm Bumndi, en það var ekki útskýrt frekar. Líbýu- stjóm skaut skjólshúsi yfir Je- an-Baptiste Bagaza, sem steypt var af forsetastóli i Bumndi í fyrra. Botha boðar þingrof Hðfðaborg. Reuter. P. W. Botha, forseti Suður- Afríku, sagðist á fimmtudag myndu rjúfa þing í maí og boða til kosn- inga í haust. Hann hélt sína fyrstu þing- ræðu á fimmtudag frá því hann fékk hjartaáfall í janúar sl. Botha gaf til kynna að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri sem for- seti. Flokkur hans ákvað í marz að tilnefna F. W. de Klerk, flokksleiðtoga, sem forseta- frambjóðanda í stað Botha, sem er 73 ára og hefur verið þjóð- höfðingi í Suður-Afríku í áratug. Vestur-Þýskaland: Flóttamönnum Qölgar frá fyrraári Bonn. Reuter. NÆSTUM helmingi fleiri flótta- menn hafa beiðst hælis í Vest- ur-Þýskalandi á þremur fyrstu mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra, segir í yfír- lýsingu frá vestur-þýska inn- anríkisráðuneytinu. Þar segir að 34.812 flóttamenn hafi beiðst hælis á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en á sama tímabiii í fyrra voru þeir 18.527. 103.000 flóttamenn komu til landsins árið 1988. Flóttamennimir eru flestir frá Júgóslavíu og Pól- landi. Stjómvöld segja að um 90% flóttamanna hafi það eitt í hyggju að bæta lífskjör sín og af þeim sökum eigi þeir ekki rétt á dvalarleyfí í Vestur- Þýskalandi. „Til þess að hefla pólitískar samningaumleitanir leggjum við til að frarn fari fijálsar lýðræðislegar kosningar, sem lausar yrðu við of- beldisaðgerðir PLO og hryðjuverk og ögranir Palestínuaraba í Júdeu og Samaríu og á Gaza-svæðinu,“ sagði Shamir við fréttamenn eftir fundinn í Hvíta húsinu. Hann sagði að kjömir yrðu fulltrúar Palestínu- manna, sem semja myndu um „sjálfstæða stjóm Palestínumanna um ákveðinn reynslutíma". Hann lagði þó áherslu á að ræða þyrfti betur hvemig standa bæri að kosn- ingunum. Imad Shakour, ráðgjafí Yassers Arafats, leiðtoga PLO, í málefnum ísraels, sagði í viðtali við dagblaðið al-Ittihad í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, að tillögur Sham- irs væm sýndarleikur einn. „Tillög- ur ísraela um kosningar á her- numdu svæðunum eru ekki friðar- tillögur. Með þeim vilja ísraelar láta sem þeir búi yfír friðarvilja,“ sagði Sahkour. Leiðtogar Palestínumanna á her- teknu svæðunum höfnuðu tillögun- um alfarið í gær. „Hvaða maður með réttu ráði á herteknu svæðun- um myndi fallast á að ganga til kosninga," sagði Elias Freij, borg- arstjóri í Betlehem sem Israelar hafa hingað til talið hófsemdar- mann. Freij sagði ennfremur að til- lögur ísraela miðuðu að því að beina athygli frá meginvandamálinu; sjálfsákvörðunarrétti Palestínu- manna. Til átaka kom við al-Aqsa mosk- una í Jerúsalem í gær, á öðrum degi í föstumánuði múhameðstrúar- manna. Mörg hundruð Palestínu- menn réðust til atlögu gegn lög- reglumönnum sem beittu táragasi til að dreifa fjöldanum. Um 15.000 múhameðstrúarmenn höfðu safnast við al-Aqsa moskuna sem er þriðja helgasta moska múhameðstrúar- manna. George Bush Bandaríkjaforsetí kveður Yitzhak Shamir, forsætísráð- herra ísraels, fyrir utan Hvíta húsið að loknum viðræðum þeirra á fimmtudag. Mengunarslysið í Alaska; Getur haft alvarlegar af- leiðingar um allan heim Washington. Reuter. Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að taka að sér björgun- ar- og hreinsunarstarfið í Suð- ur-Alaska en nú eru tvær vikur liðnar síðan þar varð mesta mengunarslys í sögu Norður- Ameríku. Hefúr það vakið upp mikla gagnrýni á stóru olíufé- lögin og segja sérfræðingar, að afleiðingamar getí orðið mjög alvarlegar fyrir þau, bandarískt efnahagslíf og alls heimsins raunar. Ríkisstjómin í Alaska hefur beðið bandarísk stjómvöld að senda hermenn á vettvang til að aðstoða við hreinsunina en margir hafa á orði, að með núverandi vinnubrögðum tæki hún meira en þijú ár. Aætla sumir, að hreinsun- in kosti allt að 200 milljónum doll- ara en hún kostar nú Exxon-olíu- félagið eina milljón daglega. Raun- ar er því ekki lagalega skylt að bæta skaðann nema upp að 14 milljónum dollara en búist er við, að það muni leggja fram nokkur hundruð milljóna dollara vegna hreinsunarinnar og skaðans, sem mengunin veldur. Ýmsir orkumálasérfræðingar telja, að mengunarslysið í Prins William-sundi geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir bandaríska olíu- iðnaðinn og auðveldað umhverfis- verndarmönnum að koma í veg fyrir nýtingu nýrra olíusvæða. Ef svo færi hefði það áhrif um allan heim. Bandaríkjamenn nota nú 60% alls bensíns, sem notað er í iðnríkjunum, og flytja inn 45% hráolíunotkunarinnar. Ef innflutn- ingurinn ykist hefði það áhrif á heimsmarkaðsverðið og yki einnig viðskiptahallann í Bandaríkjunum. Það yrði svo aftur til að auka á óstöðugleika í efnahagslífinu um allan heim. Bandarísku olíufélögin höfðu á pijónunum að opna nýtt olíusvæði í Norður-Alaska, svæði, sem talið er geyma 10 milljarða olíufata, en nú þegar fyrri staðhæfingar þeirra um fullkomið öryggi eru roknar ut í veður og vind er óvíst hvort af því verður í bráð. Bush Bandaríkjaforseti hefur beðið um skýrslu um mengunar- slysið og hugsanlegar afleiðingar þess innan mánaðar og búist er við miklum viðbrögðum meðal þingmanna. Er nú þegar komin fram tillaga um að stofna 500 milljón dollara sjóð vegna hugsan- legra mengunarslysa síðar og einnig, að olíufélögin verði sektuð um 250 dollara fyrir hvert olíufat, sem fer niður, ef um einhvers konar vanrækslu er að ræða. Reglugerð um sjónvarp í undirbúningi hjá EB Samræmdar regliir um auglýsingatíma Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morg^unblaðsins. RÁÐHERRAR sem. fara með málefiii innri markaðs EB sam- þykktu nýlega uppkast að Þingið samþykk- ir umbæturnar Varsjá. Reuter. PÓLSKA þingið samþykkti í gær samkomulag ríkisstjórnarinnar og Samstöðu, hinna óháðu verka- lýðsfélaga, sem undirritað var á miðvikudag og felur í sér lýðræð- isumbætur í Póllandi. Umræður um samkomulagið voru stuttar enda hafði stjórnin lagt áherslu á skjóta afgreiðslu þess á þingi í þeirri von að hið sögulega samkomulag yrði til þess að leiða þjóðina af braut stöðnunar og kreppu. A pólska þinginu sitja 460 menn og samþykktu þeir öll ákvæði sam- komulagsins. Flest mótatkvæði féllu, eða 14, um ákvæði um frelsi til að stofna pólitísk félög og sam- tök. Sat 71 hjá í það skiptið. Laga- breyting sem felur í sér að Sam- staða fær leyfi til að starfa eftir sjö ára bann var samþykkt með 339 atkvæðum gegn fjórum og 43 sátu hjá. Samkomulag Samstöðu og stjórnarinnar felur í sér að komið verði á auknu lýðræði í landinu, að Samstaða verði leyfð með lögum og stjómarandstaðan fái tiltekinn sætaflölda í neðri deild þingsins og kosið verði lýðræðislegum kosning- um til efri deildar. Einnig að stjórn- arandstaðan taki höndum saman við stjómina í baráttunni við krepp- una í efnahagslífinu. reglugerð um sjónvarp innan Evrópu. Gert er ráð fyrir því að settar verði reglur um hlut- deild evrópsks eftiis í útsendri dagskrá og samræmdar reglur um auglýsingatíma. í uppkastinu er lagt til að aug- lýsingar verði takmarkaðar við ákveðið hlutfall af heildarútsend- ingartíma á degi hveijum og sömuleiðis að auglýsingar á klukk- utíma fari ekki fram úr tólf mínút- um. Þá féllust ráðherrarnir og á að óheimilt skyldi vera að ijúfa útsendingu á kvikmyndum oftar en þrisvar sinnum. Ráðherramir samþykktu jafnframt að a.m.k. 10% af útsendu dagskrárefni, þ.e. efni sem ekki telst fréttir, íþróttir eða almenn upplýsingamiðlun, svokölluð teletext-þjónusta, skyldi keypt af óháðum framleiðendum í Evrópu. Þá skal og stefna að því að evrópskt efni verði aldrei minna en helmingur útsends efnis. Fyrir flest aðildarríkin var samþykkt sú viðmiðun að evrópskt efni megi ekki verða minna næstu árin en það var árið 1988. Nokkur ágreiningur er um framkvæmdaatriði, s.s. um hlut- verk framkvæmdastjómar EB í því að fylgja þessum reglum eftir, sömuleiðis telja t.d. Belgar að ekki sé tekið nægilegt tillit til sérstöðu þeirra aðildarríkja sem hafa mörg málsamfélög. Danir telja vafasamt að framkvæmdastjórnin sé í stakk búin til að framfylgja reglum um barnavernd í sjónvarpi en uppkas- tið gerir ráð fyrir því að heimilt sé að hafna sjónvarpsefni frá öðm Evrópuríki ef það telst óhollt börn- um og unglingum. Framkvæmda- stjórninni var falið að vinna að tillögum um þessi efni í samráði við fastafulltrúa aðildarríkjanna. Framkvæmdasljómin hefur boðað að hún muni flytja tillögu um sjóð til að styrkja evrópska dagskrárgerð fyrir næstu áramót. Samstaða er um það innan EB að freista þess að ná samkomulagi um sjónvarp í Evrópu á vettvangi Evrópuráðsins en innan þess eru öll lýðræðisríki í Evrópu. Stefnt er að því að undirrita sáttmála um evrópskt sjónvarp í Strassborg í maí nk. þegar 40 ára afmælis Evrópuráðsins verður minnst þar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.