Morgunblaðið - 08.04.1989, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989
21
GATT-viðræður í Genf:
Landbúnaðarmálin
erfiður þröskuldur
Á fundi aðildarríkja GATT- samkomulagsins í svonefndum Ur-
uguay-viðræðum, sem nú stendur yfir í Genf, hefúr ekki enn tekist
samkomulag um skammtímamarkmið varðandi landbúnaðarmál.
Skammtímamarkmiðunum er ætlað að gilda á til loka ársins 1990,
en að sögn Sverris Hauks Gunnlaugssonar, sendiherra í Genf, er
þess vænst að þá hafi náðst. samkomulag um langtímamarkmið varð-
andi landbúnaðarmál.
Stofnað var til Uruguay-við-
ræðnanna árið 1986 og eiga þær
að standa til loka ársins 1990, en
markmið þeirra er að einfalda
milliríkjaviðskipti með niðurfellingu
tolla og annarra viðskiptahindrana.
Á fundinum sem nú stendur yfir
er verið að undirbúa lokalotu við-
ræðnanna og ganga frá samnings-
ramma varðandi 15 málasvið. Þeg-
ar hefur náðst samkomulag um 11
af þessum sviðum, en ekki hefur
náðst samkomulag um landbúnað-
armál, hugverk í viðskiptum, vefn-
aðarvöruviðskipti og verndarað-
gerðir.
Meginstyrinn í viðræðunum
stendur um landbúnaðarmálin, en
stefna Bandaríkjanna hefur verið
að fá niðurfellingu á viðskiptahindr-
unum á landbúnaðarvörum á eins
víðtækan hátt og eins fljótlega og
mögulegt er, en önnur ríki hafa
viljað fara hægar í sakirnar. Land-
búnaðarþáttur viðræðnanna skipt-
ist í þrennt, en þar er um að ræða
samningsramma um langtíma-
markmið, skammtímamarkmið og
samræmingu á heilbrigðisreglu-
gerðum.
Að sögn Sverris Hauks Gunn-
laugssonar hefur nú nokkurn veg-
inn tekist samkomulag um hvemig
standa eigi að viðræðum um
langtímamarkmið, en þær fara
fram á næstu 18 mánuðum. Varð-
andi skammtímamarkmið sagði
hann að stefnt væri að því að aðild-
arríki GATT geri með sér sam-
komulag um að útflutningsstyrkir
á landbúnaðarvörum hækki ekki á
næstu 18 mánuðum, og hindranir
varðandi innflutning á landbúnað-
arvörum verði ekki auknar á sama
tímabili. Þá verði styrkjakerfi varð-
andi innanlandsframleiðslu ekki
aukið frá því sem nú er. Þessar
bráðabirgðaaðgerðir eiga að gilda
til loka ársins 1990, en þá er þess
vænst að samkomulag hafi náðst
um langtímamarkmið.
Fundurinn sem nú stendur yfir
hófst á miðvikudaginn og lýkur
honum væntanlega í dag, laugar-
dag. Niðurstöður hans munu mynda
grunn að viðræðum sem hefjast um
miðjan apríl og standa munu yfir
til loka ársins 1990.
Afganistan:
50.000 hafa flúið á
flórum mánuðum
Islamabad, Kabul. Reuter.
UM 50.000 Afganir hafa flúið yfir landamærin til Pakistan frá þvi
í desembermánuði. Að sögn starfsmanna í flóttamannabúðum hand-
an landamæranna flúðu um 20.000 manns í síðasta mánuði er skæru-
liðar hertu sókn sína gegn hersveitum stjórnarhersins við borgina
Jalalabad í austurhliita landsins.
Sömu heimildarmenn kváðu
flóttamannastrauminn hafa farið
vaxandi undanfarna daga en um
3,2 milljónir afganskra flóttamanna
voru fyrir í Pakistan. í bardögunum
við Jalalabad hefur öflugum vopna-
búnaði óspart verið beitt m.a. lang-
drægum stórskotaliðsbyssum og
eldflaugum. Sprengjuflugvélar
stjórnarhersins hafa gert loftárásir
á stöðvar skæruliða og mannfall
er talið hafa verið mikið í báðum
fylkingum auk þess sem óttast er
að fjöldi óbreyttra borgara hafi týnt
lífi.
Yfirvöld í höfuðborginni Kabúl
lýstu á fimmtudag yfir einhliða
vopnahléi en þá hófst föstumánuður
múhameðstrúarmanna, Ramadan.
Skæruliðar voru hvattir til að virða
vopnahléið en jafnframt varaðir við
að gera árásir á höfuðborgina. Ekki
færri en 16 óbreyttir borgarar féllu
í eldflaugaárásum skæruliða á Kab-
úl á þriðjudag og miðvikudag.
Fiskeldi í Danmörku:
Ströng lög gegn
sjávarmengun
Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bmun, fréttaritara Morgunblaðsins.
Umhverfismálaráðherra Danmerkur, Lone Dybkjær, hefúr ákveð-
ið að Ieggja til atlögu gegn mengun frá 500 kvíaeldisstöðvum i
landinu með lagasetningu. Köftiunarefhisúrgang á að minnka úr
2.200 tonnum á ári í 1.400 tonn og fosfór úr 400 tonnum í 125 tonn.
Fulltrúar eldisstöðvanna mót-
mæla harðlega áformunum og telja
að nauðsynlegur vatnshreinsibún-
aður muni kosta þá um 170 milljón-
ir d.kr. (1200 milljónir ísl.kr.) og
framleiðsla muni minnka um 10 til
15% meðan breytingarnar standa
yfir, aðallega vegna þess að sam-
kvæmt lögum eiga framleiðendur
að nota nýja tegund af fóðri. Fiskur-
inn á auðvelt með að nýta sér nýja
fóðrið til að byggja upp vöðvavef
og því verður úrgangur minni en
áður. Auk þessa verður réttur fisk-
eldismanna til að nýta sér vatn úr
dönskum ám á sumrin takmarkað-
ur. Ráðherrann segir að þetta muni
létta þeim róðurinn sem vinna að
því að reisa við upprunalegan laxa-
stofn í dönskum ám.
Samband stangveiðimanna í
Danmörku heldur því fram að of-
veiði, mengun og sjúkdómar ógni
nú laxastofnum í Eystrasalti og á
Norður-Atlantshafi. Eldislax, sem
sleppi úr kvíum, smiti villtan lax
og btjóti viðnám hans á bak aftur.
Vilja stangveiðimenn að komið
verði í veg fyrir að fiskur úr kvíaeld-
isstöðvum geti komist í hafið.
Vortilboðf 89
CITROEN
Opið í dag
frá 13-17.
SAAB
Globus
Lágmúla 5
H
F
■ í dag opnum við markaðstorg í Kolaportinu, það fyrsta sinnar tegundar hérlendis,
þar sem allir geta komið og selt allt milli himins og jarðar.
Yfir 100 aðilar, einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki bjóða til sölu margvíslegan varning,
sumir eru að hreinsa út úr geymslum sínum, aðrir að selja glænýjar vörur
og enn aðrir með léttar veitingar.
Eitt er víst, að það verður skemmtileg markaðsstemmning og sannkallað ævintýri
að líta við - og örugglega hægt að gera góð kaup.
Fjölmennum í Kolaportið!
Næg bflastæði (- fyrir utan Kolaportið).
KOLAPORTIÐ
MrfR KaÐStOgjr
— við Arnarhól.
I KOLAPORTID!
OPIÐ í DAG FRÁ KL. 10-16
Áskriftarsíminn er 83033
85 40