Morgunblaðið - 08.04.1989, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989
flltrgi Útgefandi imfrlftfrft Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri BaldvinJónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. (lausasölu 80 kr. eintakið.
Ráðuneyti
varnar- og
öryggismála
Guðmundur H. Garðarsson
og þrír aðrir þingmenn
Sjálfstæðisflokksins hyggjast
leggja fram tillögu til þings-
ályktunar um ráðuneyti vam-
ar- og öryggismála er lúti sér-
stökum ráðherra. í greinar-
gerð með tillögunni er vísað
til atburða síðustu daga, þar
sem fram hafi komið að for-
sætisráðherra, utanríkisráð-
herra og jafnvel ríkisstjórnin í
heild virtist ekki hafa tök á
að fylgjast með framvindu ör-
yggis- og varnarmála og þess
vegna sé þörf á að sérstakur
varnar- og öryggismálaráð-
herra með tilheyrandi ráðu-
neyti og starfsliði fjalli um
þessi mál. Öryggis- og varnar-
mál íslands séu alltof mikilvæg
og viðkvæm mál fyrir íslend-
inga og bandamenn þeirra til
þess, að þau séu einhver hom-
reka tækifærissinnaðra stjóm-
málamanna, eins og það er
orðað.
Öllum ætti að vera ljóst
hvers vegna þessi tillaga er
komin fram nú á þessari
stundu. Fleirum en þingmönn-
um Sjálfstæðisflokksins hefur
blöskrað framganga Páls Pét-
urssonar, formanns þingflokks
framsóknarmanna, og
Steingríms Hermannssonar,
formanns Framsóknarflokks-
ins og forsætisráðherra, í um-
ræðunum um æfingar varaliðs
Bandaríkjahers hér á landi
næsta sumar. Þegar
Steingrímur var utanríkisráð-
herra talaði hann á þann veg,
að hann gæti ekki fylgst nægi-
lega vel með framgangi innan-
landsmála úr „fílabeinsturni“
utanríkisráðuneytisins. Nú
þegar hann er orðinn forsætis-
ráðherra kemur í ljós, að hann
hefur haft svo mörgum hnöpp-
um að hneppa í utanríkisráðu-
neytinu, að áform varnarliðs-
ins um 1.000 manna heræf-
ingu hér í sumar hafa farið
fram hjá honum. Lýsir þessi
reynsla Steingríms Hermanns-
sonar því líklega í hnotskum,
hve kröfuhart embætti ut-
anríkisráðherra er orðið.
Þegar Geir Hallgrímsson
var utanríkisráðherra breytti
hann skipulagi ráðuneytisins
með því að styrkja stöðu vam-
armáladeildar og breyta henni
í sérstaka stjórnarskrifstofu.
Sinnir hún nú víðtækara verk-
efni en áður og eru miklar
kröfur gerðar til þess að
starfsmenn hennar fylgist náið
með framvindu öryggis- og
varnarmála samhliða því sem
hún sinnir tvíhliða samskiptum
við varnarliðið. Hið mikla
mannvirki flugstöð Leifs
Eiríkssonar var reist undir for-
sjá varnarmálaskrifstofu og
rekstur hennar er einnig á
hennar vegum svo og eftirlit
með verktakastarfsemi og
mannvirkjagerð varnarliðsins
og nú hefur Ratsjárstofnun
komið til sögunnar. Eins og
kom fram hér í blaðinu á
fimmtudag eru viðfangsefni
Ratsjárstofnunar margþætt og
snerta á sinn hátt nýtingu
hátækni í landinu og þróun
hennar. Öll þessi starfsemi lýt-
ur pólitískri forsjá utanríkis-
ráðherra.
Tillaga Guðmundar H.
Garðarssonar og þriggja þing-
manna Sjálfstæðisflokksins er
tímabær áminning um það, að
ekki er unnt að kasta til hönd-
unum öryggis- og vamarmála.
Alltof mikið er í húfi bæði að
því er varðar sjálfstæði þjóðar-
innar út á við og viðkvæm og
vandmeðfarin málefni inn á
við.
Utanríkisviðskipti hafa ný-
lega verið flutt í utanríkisráðu-
neytið. Var það tímabær
ákvörðun. Af henni leiðir að
utanríkisráðherra og sendiráð-
in eiga að verða virkari á þessu
sviði en áður. Fyrir dyrum
stendur formennska íslands í
ráðherranefnd EFTA á tíma-
mótum í samskiptum EFTA
og Evrópubandalagsins. Er
ekki að efa að í þá sex mán-
uði sem utanríkisráðherra
gegnir þar formennsku krefst
hún svo mikils af hans tíma,
að önnur mál verða líklega
látin sitja á hakanum.
Ósanngjamar árásir Páls
Péturssonar, Þjóðviljans og
annarra andstæðinga
íslenskra landvarna á varnar-
málaskrifstofuna, skrifstofu-
stjóra og starfsmenn hennar
eiga ekki við rök að styðjast.
Þær em til marks um skort á
málefnalegum rökum í um-
ræðum um sjálfstæðismál
þjóðarinnar. Mikilvægi varnar-
og öryggismálanna réttlætir
það fyllilega, að um þau verði
stofnað sérstakt ráðuneyti.
Um minnisleysi
og trunaðarbrest
eftir Þorstein Pálsson
í vikunni fóru fram einkar at-
hyglisverðar umræður á Alþingi um
vamarmál. Þær snerust fyrst og
fremst um væntanlegar heræfingar
svonefnds varaliðs sem fram eiga
að fara á sumri komanda.
Hér er um tiltölulega umfangs-
litla heræfingu að ræða. í flestra
augum er hún einvörðungu eðlileg-
ur þáttur í framkvæmd varnanna
og tæpast tilefni mikillar umræðu.
Athyglisverðustu atriðin sem fram
komu við umræðuna á Alþingi lutu
enda að allt öðm en heræfingunni
sjálfri.
Árás Framsóknar á
utanríkisráðherra
Það er fyrst á það að líta að
málshefjandi í þessum umræðum á
Alþingi var Páll Pétursson, formað-
ur þingflokks framsóknarmanna.
Þannig er það að þingflokksformað-
ur þess flokks sem, að formi til að
minnsta kosti, fer með forystu í
ríkisstjórninni, hefur umræður á
Alþingi gegn utanríkisráðherra
ríkisstjómarinnar í þeim tilgangi
að fá stefnu hans og ákvörðunum
breytt. Eiður Guðnason, formaður
þingflokks Alþýðuflokksins, benti á
að það mun vera einsdæmi í þing-
sögunni að þingflokksformaður for-
ystuflokks í ríkisstjórn standi að
málum með þessum hætti.
Forsætisráðherra upplýsti síðan
í umræðunum að hann hefði sér-
staklega samþykkt að Páll Péturs-
son gerði þessa aðför að utanríkis-
ráðherranum. Það sýnir ótvírætt
að formanni Framsóknarflokksins
er mikið í mun að hafa vinstri arm
flokksins góðan um þessar mundir.
En það er einmitt í gegnum vinstri
arm Framsóknarflokksins sem
formaður Alþýðubandalagsins hef-
ur náð undirtökunum í efnahags-
stefnu ríkisstjómarinnar.
Hjá því getur ekki farið að þessi
þjónkun forystunnar við vinstri
arminn geri Framsóknarflokkinn
ótrúverðugan í utanríkismálum.
Refskákin innan ríkisstjómarinnar
er þannig augljóslega látin hafa
áhrif á jafn viðkvæm atriði eins og
varnar- og öryggismál. Það grefur
mjög undan trausti Framsóknar-
flokksins á því sviði. Og því miður
varpar það einnig sama ljósi á ríkis-
stjórnina. Menn gráta það ekki í
innanlandspólitíkinni, en það skaðar
okkur út á við.
Morgunblaðið flutti fréttir af
þessum heræfmgum í nóvember
síðastliðnum. Hvorki Alþýðubanda-
lagið né vinstri armur Framsóknar-
flokksins töldu þá vera tilefni til
athugasemda. Ástæðan fyrir því að
þessir aðilar töldu rétt að gera at-
lögu að Alþýðuflokknum núna virð-
ist fyrst og fremst vera sú að Al-
þýðuflokkurinn er samkvæmt skoð-
anakönnunum kominn í mjög veika
stöðu. Samstarfsaðilarnir í vinstra
armi Framsóknar og Alþýðubanda-
laginu hafa talið klókt að láta kné
fylgja kviði.
Talaði forsætisráðherra
gegn betri vitund?
Annar athyglisverður þáttur í
þessari umræðu lýtur að málflutn-
ingi forsætisráðherrans. Með stór-
um orðum ásakaði hann vamarliðið
fyrir það að hafa ekki tilkynnt um
fjölda hermanna sem þátt tækju í
væntanlegri æfíngu. Ef fullyrðingin
hefði verið á rökum reist hefði ver-
ið ærið tilefni til þess að gagnrýna
yfirstjórn varnarliðsins. En utanrík-
isráðherra upplýsti í umræðunum
að það væri ekki fótur fyrir ásökun-
um forsætisráðherrans.
í ræðu sem utanríkisráðherra
flutti aðfaranótt síðastliðins þriðju-
dags gerði hann í ítarlegu máli
grein fyrir því hvemig bandarísk
yfirvöld höfðu komið upplýsingum
um æfingamar og fjölda þátttak-
enda til íslenskra stjómvalda. Þetta
var fyrst gert árið 1986. Upplýsing-
ar þar að lútandi vom einnig bókað-
ar á fundi vamarmálanefndar með-
an Steingrímur Hermannsson var
utanríkisráðherra. Og í heimsókn
hans til vamarliðsins í ágúst 1987
var honum greint frá æfíngunum
og fjölda þátttakenda.
Forsætisráðherra ber fyrir sig
minnisleysi. Nú má það vel vera
að ráðherrann muni ekki hvað sagt
var við hann í heimsókn hans til
Keflavíkurflugvallar fyrir meira en
ári. Engar athugasemdir em gerðar
við það. En utanríkisráðherra upp-
lýsti, að áður en umræðan hófst á
Alþingi hafi hann afhent forsætis-
ráðherranum gögn um framgang
málsins þar sem fram kemur hvern-
ig og hvenær Bandaríkjamenn
gerðu íslenskum stjórnvöldum grein
fyrir æfingunum og fyölda þátttak-
enda.
Þó að forsætisráðherra hafi haft
slíkar upplýsingar í höndum fyrir
umræðuna fullyrðir hann í ræðu
sinni að Bandaríkjamenn hafí enga
grein gert fyrir fjölda þátttakenda.
Og það er í þessum punkti sem
spumingar hljóta að vakna um það,
hvort hann hafi talað gegn betri
vitund. Ljóst er að forsætisráðherra
hefur ekki tekist að hreinsa sig af
þeim gmnsemdum.
Viðkvæm mál
Það er auðvitað slæmt þegar at-
burðir af þessu tagi draga úr trún-
aðartrausti inn á við. En hitt er
verra þegar þeir leiða til þess að
ísland fellur í áliti út á við. Það
minnir okkur enn á að umfjöllun
og umræður um utanríkis-, öryggis-
og varnarmál kalla á miklu meiri
ábyrgð en almennt er gerð krafa til
í þjóðmálaumræðu um landsmálin.
Vandræði forsætisráðherrans í mál-
inu eru tvenns konar. í fyrsta lagi
er það ekki trúverðugt að ásaka
utanríkisráðherrann um tíma-
skekkju í ljósi þeirrar ábyrgðar sem
forsætisráðherra ber á aðdraganda
málsins. í annan stað liggur fyrir
samkvæmt upplýsingum utanríkis-
ráðherra að forsætisráðherra hafði
fyrir umræðuna skrifleg gögn um
að íslensk stjórnvöld höfðu fengið
vitneskju um fjölda þátttakenda í
æfingunni þegar árið 1986.
MÖRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989
23
Þorsteinn Pálsson
„Þó að forsætisráð-
herra hafi haft slíkar
upplýsingar í höndum
fyrir umræðuna fiill-
yrðir hann í ræðu sinni
að Bandaríkjamenn
hafi enga grein gert
fyrir Qölda þátttak-
enda. Og það er í þess-
um punkti sem spurn-
ingar hljóta að vakna
um það, hvort hann
hafi talað gegn betri
vitund. Ljóst er að for-
sætisráðherra hefur
ekki tekist að hreinsa
sig af þeim grunsemd-
um.“
Steingrímur skrifar
Starra í Garði
Einstaka þingmenn Alþýðu-
bandalagsins hafa látið í veðri vaka
að endanleg ákvörðun utanríkisráð-
herra í þessu efni kunni að hafa
áhrif á setu þeirra í ríkisstjórn. Hér
er um marklausar hótanir að ræða.
Alþýðubandalagið er fyrir lifandi
löngu búið að gefast upp í andstöð-
unni við aðildina að Átlantshafs-
bandalaginu og varnarsamninginn
við Bandaríkin.
Þingmennimir munu allir halda
áfram að greiða ríkisstjórninni at-
kvæði og ráðherrarnir munu sitja
sem fastast. Steingrímur Sigfússon,
sem hefur skrifast á við Starra í
Garði út af þessu máli að undan-
förnu, mun senda honum enn eitt
bréfið og segja sem svo: Við urðum
að láta sitja við bókun þar sem við
mótmæltum þessu framferði. Við
töldum nauðsynlegt að sitja áfram
til þess að koma mikilvægari hug-
sjónamálum Alþýðubandalagsins
fram, svo sem eins og því að greiða
opinberum starfsmönnum ekki laun
í verkfalli!
Forsætisráðherra gefst upp
í síðustu viku voru birtar skoð-
anakannanir um að mikill meiri-
hluti þjóðarinnar væri nú andvígur
ríkisstjórninni, stjómarflokkamir
hefðu tapað vemlegu fylgi og engin
ríkisstjórn hefði fyrr notið jafn lítils
stuðnings meðal fólksins í landinu.
Allt var þetta athygli vert. En það
vom þó fyrst og fremst viðbrögð
forysturnanna og talsmanna ríkis-
stjórnarinnar sem athygli vöktu af
þessu tilefni.
Forsætisráðherrann sjálfur lýsti
því yfir í viðtali við DV að hann
hefði setið hjá í atkvæðagreiðslu
um stuðning við ríkisstjómina ef
hann hefði verið óbreyttur fram-
sóknarmaður. Hann telur það með
öðmm orðum vera formlega skyldu
sina sem forsætisráðherra að styðja
ríkisstjórnina, en viðurkennir á hinn
bóginn að það séu engin efnisleg
rök fyrir hinn almenna framsóknar-
mann að styðja ríkisstjómina leng-
ur. Öllu ákveðnari uppgjafaryfirlýs-
ingu er ekki unnt að gefa.
Alþýðubandalaginu hefur tekist
að ná þeim undirtökum í þessari
ríkistjórn að það hefur að mestu
mótað stefnu hennar í fjármálum
og efnahagsmálum. Slík stefna get-
ur ekki leitt til annars en aukinnar
skattpíningar og hallareksturs at-
vinnuveganna, glundroða og upp-
lausnar. Og það er auðvelt að hafa
samúð með formanni Framsóknar-
flokksins þegar hann segir við
óbreytta framsóknarmenn að það
séu ekki efnislegar ástæður fyrir
því að þeir styðji ríkisstjórn sem
þannig er komið fyrir.
Flökt eða hægri kredda?
Alþýðublaðið túlkar skoðana-
kannanimar með þeim orðum að
fylgi Alþýðuflokksins sé sama og
ekki neitt og hljóti að leiða til innri
íhugunar forystufólks flokksins. Því
er haldið fram að flokkurinn stefni
innn í göngu um myrkviði stjórn-
málanna og meginástæðan er rakin
til þverstæðna í málflutningi flokks-
ins. Loks em í forystugrein Al-
þýðublaðsins persónulegar árásir á
formann Alþýðuflokksins, en þær
verða ekki gerðar að umtalsefni
hér. Það er innanbúðarmál þeirra
alþýðuflokksmanna.
Forystugrein Þjóðviljans sem
skrifuð var í tilefni af skoðanakönn-
uninni gefur þá skýringu á ófömm
ríkisstjórnarinnar að hún geti ekki
verið sérlega trúverðug með því að
hún dragi dám af kreddufyllstu
hægri klíkum nágrannalandanna í
utanríkis- og öryggismálum. Og
Þjóðviljinn segir að meðan árangur-
inn láti á sér standa verði hann að
taka undir með forsætisráðherran-
um að erfitt sé að svara til um
stuðning við ríkisstjóm Steingríms
Hermannssonar.
Af þessum umræðum má sjá að
alvarlegir þverbrestir em_ komnir í
þetta vinstra samstarf. Árangurs-
leysi vinstri stefnunnar hefur grafið
undan trausti Alþýðuflokksins og
Framsóknarflokksins meðal kjós-
enda. í stjórnarherbúðunum sjálf-
um gera menn sér orðið fulla grein
fyrir því að áframhald þessarar
vinstri stefnu hlýtur að leiða
íslenskt atvinnulíf í algjörar ógöng-
ur. Krafan um fijálslynda umbóta-
stefnu verður því háværari. Sjálf-
stæðisflokkurinn einn boðar skýra
stefnu á þeim gmnni og því vex
honum nú ásmegin.
Á að auglýsa stól
Ólafs Ragnars?
Uppákomurnar innan Alþýðu-
bandalagsins em um margt athygli-
verðar. Svavar Gestsson mennta-
málaráðherra hefur nú byijað að
víkja skólastjómm til hliðar með
aðferðum sem ekki hefur verið beitt
síðan Brynjólfur Bjamason sat í
aeim stóli. Það mál er enn ein sönn-
inin um það hvernig forystumenn
\lþýðubandalagsins sýna klær
/aldahrokans um leið og þeir kom-
ist í ríkisstjóm. Engar tilraunir em
jerðar til þess að leita sátta eða
!riðsamlegrar niðurstöðu í málum
if því tagi sem hér hefur verið
íefnt. Þar gilda klær valdahrokans.
Með svipuðum hætti og kennar-
imir í Ölduselsskóla skrifuðu
menntamálaráðherra bréf sendu
nokkrir miðstjómarmenn í Alþýðu-
bandalaginu bréflega kvörtun um
það að þeir gætu ekki sætt sig við
framkvæmd formannsins á stefnu
Alþýðubandalagsins og heimtuðu
miðstjómarfund. Ef sama regla
ætti að gilda þar og varðandi skóla-
stjórann í Ölduselsskóla þá bæri nú
að auglýsa stöðu formanns Al-
þýðubandalagsins lausa til umsókn-
ar.
Sigur fyrir Davíð og Albert
Annar bar það helst til tíðinda á
þeim fundi að alþýðubandalags-
menn vísuðu frá tillögu um það að
gagnrýna íjármálaráðherra fyrir að
greiða ekki laun í verkfalli. Með því
hefur Alþýðubandalagið étið ofan í
sig öll stóryrðin og fúkyrðin sem
höfð vom í frammi gegn Davíð
Oddssyni, borgarstjóra, og Albert
Guðmundssyni, ij ármálaráðherra,
haustið 1984 af sama tilefni.
Það er einstæður atburður þegar
miðstjómarfundur Alþýðubanda-
lagsins dregur slíkar árásir til baka
þótt nokkuð sé um liðið. Þeir sem
settust niður eftir verkfallsatburði
naustsins 1984 og skrifuðu heila
oók þurfa nú að setjast við ritvélina
í nýjan leik til þess að hæla bæði
\lbert og Davíð fyrir framgöngu
jeirra í þeim átökum í ljósi hinnar
íýju samþykktar miðstjómar Al-
pýðubandalagsins. í raun réttri vora
aeir Davíð og Albert hinir málefna-
egu sigurvegarar fundarins.
Höfiindur er formaður Sjálfstæð-
isflokksins.
Húsbréf- kostur fyrir þig
eftir Jóhönnu
Sigurðardóttur
Hvað er húsbréf?
A (kaupandi) hefur ákveðið að
kaupa 4 herbergja íbúð af B (selj-
anda) á 5,4 millj. kr. B. samþykkir
að lána A 65% af kaupverði eignar-
innar, þ.e. 3,5 millj. kr., til 25 ára.
Áður en viðskiptin fara fram metur
Húsnæðisstofnun veðhæfni fast-
eignarinnar og greiðslugetu kaup-
anda til að standa undir greiðslu-
byrði af láninu.
Að því loknu gefur A (kaupandi)
út fasteignaveðbréf (3,5 millj. til 25
ára) til B (seljanda) sem B fær skipt
hjá Húsnæðisstofnun ríkisins fyrir
ríkistryggð húsbréf. Þessi ferill frá
því A (kaupandi) og B (seljandi)
ákveða fasteignaviðskipti sín á milli
á ekki að þurfa að taka nema 2—3
vikur.
En hvað þýða þessi fasteignavið-
skipti annars vegar fyrir kaupanda
og hins vegar fyrir seljanda?
Seljandi — engin áhætta
Byggingarsjóður ríkisins er nú
orðinn eigandi að fasteignaveðbréf-
inu sem kaupandi (A) eignarinnar
gaf út. Það er því Byggingarsjóður
ríkisins sem innheimtir reglulega
afborganir og vexti af fasteignaveð-
bréfinu. Áhættan af því að kaupandi
standi ekki í skilum er því hjá bygg-
ingarsjóðnum, en ekki seljanda eign-
arinnar.
Hvað gerir seljandi
við húsbréfin?
Seljandi eignarinnar B er nú laus
allra mála vegna fasteignaveðbréfs-
ins, sem hann tók við sem greiðslu
fyrir 65% af verði eignarinnar. í stað
þess er hann nú með húsbréf sem
gefur honum þijá kosti. Hann getur:
1. Átt húsbréfið, sem hvern annan
sparnað, en bréfin em sambæri-
leg eign og spariskírteini ríkis-
sjóðs.
2. Látið húsbréfin ganga áfram upp
í önnur fasteignaviðskipti.
3. Selt húsbréfin fyrir reiðufé.
Er hætta á afföllum á
húsbréfiim?
Þarf B (seljandi) að búast við af-
föllum á húsbréfunum? Em þau fóð-
ur fyrir gráa markaðinn eins og
andófsmenn húsbréfanna halda
fram? Svarið við því er nei.
Liklegt er að húsbréfin seljist á
svipuðum vöxtum og spariskírteini
ríkissjóðs og hafi svipaða stöðu og
þau þar sem húsbréfm em ríkis-
tryggð. Seljandi getur ávallt vitað
með vissu hver verðmæti húsbréf-
anna em því að á hveijum degi ligg-
ur fyrir opinber skráning á verð-
mæti bréfanna.
Byggingarsjóður ríkisins og
Seðlabanki íslands em ávallt kaup-
og söluaðilar að húsbréfum. Verð-
bréfamarkaðnum er óheimilt að
kaupa eða selja húsbréf undir opin-
berlega skráðu gengi bréfanna.
B (seljandinn) getur því strax eft-
ir fasteignaviðskipti sín við A (kaup-
anda) selt þau á því gengi sem hann
tók við þeim. Kjósi B hinsvegar að
Jóhanna Sigurðardóttir
„Líklegt er að húsbréf-
in seljist á svipuðum
vöxtum og spariskír-
teini ríkissjóðs og hafi
svipaða stöðu og þau
þar sem húsbréfin eru
ríkistryggð. Seljandi
getur ávallt vitað með
vissu hver verðmæti
húsbréfanna eru því að
á hverjum degi liggur
fyrir opinber skráning
á verðmæti bréfanna.“
halda húsbréfunum og geyma þau
eins og hvem annan spamað og
vextir hækka á því tímabili gæti
verið um afföll aðræða. Á hinn bóg-
inn myndu húsbréfin seljast á yfir-
gengi ef vextir lækkuðu á tímabilinu.
Dæmi:
Húsbréf B (seljanda) em með 6%
vöxtum. B á þau í 2 ár og selur þau
þegar skráð gengi bréfanna miðast
við 5%. Þá hagnast B sem nemur
vaxtamuninum. Hins vegar ef vextir
hækka í 7% á sama tímabili, þá tap-
ar B því sem nemur vaxtamismunin-
um á húsbréfunum og sölugengi
bréfanna þegar hann selur þau.
Rétt er að undirstrika í þessu
sambandi að seljandi getur valið að
eiga húsbréfin þar til þau koma til
innlausnar og fær hann þá umsamda
vexti allan tímann.
En víkjum næst að því hvernig
fyrmefnd fasteignaviðskipti blasa
við kaupanda eignarinnar.
Kaupandi eignarinnar A
Ein af forsendum fyrir húsbréfun-
um er að gengi þeirra miðast við
markaðsvexti. Vextir fasteignabréfa
sem kaupandi gefur út (og seljandi
skiptir síðan fyrir ríkistryggð hús-
bréf) munu bera sömu vexti og út-
gefin húsbréf hveiju sinni.
Ef gengið er út frá í ofangreindu
dæmi og að A (kaupjndinn) geti
sjálfur lagt fram það sem á vantar,
þ.e. 1,9 milljónir króna (þ.e. mismun
á kaupverðinu 5,4 milljónum króna
og útgefnum fasteignaveðbréfum
3,5 milljónum króna), þá verður
greiðslubyrði A (kaupanda) eftirfar-
andi miðað við að fjölskyldutekjur A
Fjölskyldutekjur 1500 þús. kr.
Vext. fast.bréfs 7%
Matsverð eignar 5379 i þús. kr. (lán / 0,65)
Nettó Eigna- Tekju- Vaxta- Vextir
Ár Lán Ann. Vextir Eft. eign skerd. skerð. bætur e. skatt
0 3496 300
1 300 245 3441 1938 0% 75 160
2 300 241 3382 1997 0% 75 160 2,3%
3 300 237 3318 2060 0% 75 160 2,3%
4 300 232 3251 2128 0% 75 157 2,3%
5 300 228 3178 2200 0% 75 153 2,3%
6 300 222 3101 2278 0% 75 147 2,4%
7 300 217 3018 2361 0% 75 142 2,4%
8 300 211 2929 2450 0% 75 136 2,5%
9 300 205 2834 2545 0% 75 130 2,6%
10 300 198 2732 2646 0% 75 123 2,6%
11 300 191 2624 2755 0% 75 116 2,7%
12 300 184 2507 2871 0% 75 109 2,9%
13 300 176 2383 2996 0% 75 101 3,0%
14 300 167 2250 3129 0% 75 92 3,1%
15 300 157 2107 3272 0% 75 82 3,3%
16 300 147 1955 3424 0% 75 72 3,6%
17 300 137 1791 3587 3% 75 60 3,9%
18 300 125 1617 3762 9% 75 46 4,4%
19 300 113 1430 3949 15% 75 32 5,0%
20 300 100 1230 4149 21% 75 20 5,6%
21 300 86 1016 4362 27% 75 8 6,3%
22 300 71 787 4591 33% 71 0 7,0%
23 300 55 542 4836 42% 55 0 7,0%
24 300 38 280 5098 48% 38 0 7,0%
25 300 20 0 5379 57% 20 0 7,0%
Samtals vaxtabœtur
2207
séu 1.500 þúsund og vextir af fast-
eignabréfinu sem hann gaf út til B
(seljanda) 7%:
Hér kemur meðfylgjandi tafla)
Eins og sjá má á meðfylgjandi
töflu er greiðslubyrði A (kaupanda)
fyrstu 12 árin um 10—14% af tekjum
Á á ári að teknu tilliti til vaxtabóta
og vextir fyrstu 12 árin fara ekki
yfir 2—3% eftir skatt. Vaxtabætur,
sem greiðast út líkt og barnabætur
nú, geta hæst verið 160 þúsund
krónur á ári fyrir hjón — (ijárhæðir
miðað við desember 1988) og lækka
síðan með vaxandi tekjum og eign-
um.
Dæmi um greiðslubyrði
kaupanda
Dæmi um greiðslubyrði A (sjá líka
töflu) af fasteignaveðbréfi (3,5 millj.
til 25 ára):
1. ár: Ársgreiðsla 300 þús.
(þar af vextir 245 þús.)
Frádr. vaxtabætur 160 þús.
Greiðslubyrði 140 þús.
eða um 10% af tekjum A.
Greiðslubyrðin fyrstu 12 árin hjá
A verður að jafnaði sambærileg og
ofangreint dæmi, þ.e. 10% af tekjum
fara í afborgun og vexti eftir skatt.
Raunvextir sem A greiðir eftir skatt
verða 2—3% að jafnaði á þessu tíma-
bili. Síðari helming lánstímans eftir
12—25 ár, fer greiðslubyrðin hins
vegar hækkandi upp í 20% af tekjun-
um. Breytingin felst einkum í sífellt
aukinni eignamyndun, lækkun
vaxtagreiðslu samfara því að vaxta-
bætur minnka jafnt og þétt og falla
að lokum út á 21 ári (sjá aftur
meðf. töflu.)
Ekki þörf fyrir
skammtímalán í bönkum
Kosturinn fyrir A í húsbréfakerf-
inu er ótvíræður.
Hann felst einkum í því að B (selj-
andinn) hefur lánað A stóran hluta
af kaupverði eignarinnar (6%). A
hefur því sloppið við að fara píslar-
göngumar í bankastofnanir eftir
dýmm og þungum skammtímalán-
um fyrstu árin, sem alltof oft hafa
leitt til gjaldþrota hjá fólki.
Greiðslubyrði A í húsbréfakerfinu
er því bæði jafnari á lánstímanum
og það sem öllu skiptir, miklum mun
léttari fyrstu árin eftir kaup á íbúðar.
Hér hefur verið reynt að skýra á
einfaldan hátt hvemig fasteignavið-
skipti ganga fyrir sig í húsbréfa-
kerfi og hvað þau þýða fyrir kaup-
endur og seljendur eigna.
Vonandi getur það orðið innlegg
í málefnalega umræðu um húsbréfa-
kerfið.
Höfundur er félagsmálaráðhem.
Önnurgrein um húsbréfín birtist
i Morgunblaðinu nk. þriðjudag.
Húsnæðisstofhun
ríkisins:
Lánsumsóknir
vegna 825
kaupleigu-
íbúða
HÚSNÆÐISSTOFNUN ríkisins
hafa borist umsóknir um lán
vegna 825 kaupleiguíbúða sem
óskir eru um að byggja, eða
kaupa, á árinu 1989. A síðast-
liðnu ári var úthlutað lánum
vegna 250 kaupleiguíbúða, sem
byggðar verða í sveitarfélögum
utan höfuðborgarsvæðisins.
Einnig voru veitt 46 lán vegna
kaupleiguíbúða með búseturétti,
segir í fréttatilkynningu frá fé-
lagsmálaráðu neytinu.
Félagsmálaráðherra hefur gefíð
út reglugerð um kaupleiguíbúðir.
Félagslegar kaupleiguíbúðir em
fjármagnaðar með lánum úr Bygg-
ingarsjóði verkamanna en almennar
kaupleiguíbúðir era hins vegar fjár-
magnaðar með lánum úr Bygging-
arsjóði ríkisins. í reglugerðinni seg-
ir að þeir, sem staðið geti að bygg-
ingu eða kaupum á félagslegum
kaupleiguíbúðum, séu annars vegar
sveitarfélaög og hins vegar félaga-
samtök, eða þessir aðilar í samein-
ingu. Þeir, sem staðið geta að al-
mennum kaupleiguíbúðum, era hins
vegar sveitarfélög, félagasamtök
eða fyrirtæki, eða þessir aðilar í
sameiningu.
Lán til almennra og félagslegra
íbúða nema að hámarki 85% af
þeim kostnaðargmndvelli sem
húsnnæðismálastjórn hefur sam-
þykkt og liggur til gmndvallar lán-
veitingum úr Byggingarsjóði verka-
manna, segir í fréttatilkynningunni.