Morgunblaðið - 08.04.1989, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989
Ungversk menningarvika:
Yiljanánari
viðskipta-
tengsl
UNGVERSK fyrirtæki og
stjórnvöld standa fyrir ung-
verskri viðskipta- og menning-
arviku á Hótel Sögu, dagana
10. og 14. apríl. Það hefur ver-
ið stefha
ungverskra stjórnvalda á und-
anfomum árum að taka upp
nánari tengsl við Vesturlönd,
bæði á sviði verslunar og stjóm-
mála og er sýningin í Reykjavík
liður í þeim markvissu vinnu-
brögðum. Á annan tug ungver-
skra fyrirtækja tekur þátt í við-
skiptasýningunni, en nokkur
þeirra em fulltrúar fyrir enn
stærri hóp framleiðenda i Ung-
veijalandi.
Tilgangur sýningarinnar er að
auka áhuga Islendinga á gagn-
kvæmum viðskiptum, auka sam-
skipti og menningartengsl milli
Iandanna og kynna Ungveijaland
sem eitt litríkasta og ódýrasta
Stofiifimdur
bjóraðdáenda
Framhaldsstofnfundur
íslenskra bjóraðdáenda verður
haldinn í dag í Klúbb-kjallaran-
um, Borgartúni 32, kl. 14.00.
Allir eru velkomnir meðan hús-
rúm leyfir, segir í fréttatilkynn-
ingu frá íslenskum bjóraðdáend-
um.
Tumi sýnir í
Slunkaríki
I DAG, laugardaginn 8. apríl,
klukkan 4 verður opnuð sýning
á málverkum eftir Tuma Magn-
ússon í Slunkaríki á ísafirði.
Tumi fæddist í Reylq'avík árið
1957. Hann stundaði nám við MHÍ
og í Hollandi og sýndi fyrst í
Asmundarsal árið 1978. Síðan
hefur hann haldið margar einka-
sýningar og tekið þátt í samsýn-
ingum. Sýningin í Slunkaríki er
opin frá 8.-29. apríl.
Borgarafimd-
ur um Mýrar-
húsaskóla
FORELDRA- og kennarafélag
Mýrarhúsaskóla á Seltjarnar-
nesi heldur fúnd um málefni
Mýrarhúsaskóla mánudaginn
10. apríl klukkan 20.30 í Félags-
heimili Seltjarnamess.
Frummælendur verða bæjar-
stjóri og skólastjóri Mýrarhúsa-
skóla. A fundinum verða einnig
til staðar fulltrúar frá heilsu-
gæslustöðinni, lögreglu o.fl.
Fundurinn er opinn öllum og
er þess vænst að sem flestir mála-
flokkar sem tengjast skólanum
verði teknir til umræðu, því já-
kvæð umíjöllun nemenda, kenn-
ara, foreldra, bæjarstjómar,
skólanefndar og skólayfirvalda
hlýtur að stuðla að því að gera
góðan Mýrarhúsaskóla betri.
(Fréttatilkynning)
Bandarísk
bókavika
BÓKAVERSLUN Sigfusar Ey-
mundssonar heldur bandaríska
bókaviku dagana 10.—15. apríl
nk. Þetta er í annað sinn sem
slíkur markaður er haldinn á
vegum bókaverslunarinnar.
Titlar era valdir þannig að þeir
sýni þverskurð bandariskrar
bókaútgáfu.
Bókamarkaðurinn verður form-
lega opnaður mánudaginn 10.
apríl kl. 10 með ávarpi Brad Leit-
hauser, rithöfundar og gistipróf-
essors í bókmenntum við Háskóla
íslands.
Ruth Slenczynska.
Fyrirlestur um
etýður Chopins
PÍANÓLEIKARINN Ruth
Slenczynska mun halda fyrir-
lestur og tónleika um etýður
Chopins op. 10 í menningarmið-
stöðinni Gerðubergi mánudag-
inn 10. apríl nk. kl. 21.00. Hún
mun útskýra verkin og jafn-
framt leika allar etýðumar.
Þessi fyrirlestur/tónleikar eru
ætlaðir nemendum og kennurum
í píanóleik, svo og öllum áhuga-
sömum unnendum píanótónlistar.
Aðgangur er ókeypis.
NATO 40 ára
í DAG verður þess minnst á
ráðstefhu Samtaka um vest-
ræna samvinnu og Varðbergs,
að 40 ár eru liðin frá því að
Atlantshafsbandalagið var
stofnað. Hefst ráðstefiian kl.
10.30 í Súlnasal Hótel Sögu.
Fyrir hádegi flytja þeir ræður
Steingrimur Hermannsson, for-
sætisráðherra, Jón Baldvin
Hannibalsson, utanríkisráðherra,
og Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins. í hádegis-
verði flytur Arnór Siguijónsson,
varnarmálafulltrúi, erindi um
varnir íslands. Síðdegis taka síðan
ræðumenn þátt í pallborðsumræð-
um og auk þeirra Albert Jónsson,
starfsmaður Öryggismálanefnd-
ar, en Bjöm Bjamason, aðstoðar-
ritstjóri, stjórnar umræðunum.
Ráðstefnan er opin félags-
mönnum í SVS og Varðbergi og
gestum þeirra.
*
Irsk tónlist
ÍRSKA hljómsveitin Diarmuid
O’Leary & the Bards heldur
feraa tónleika hér á landi á
næstunni.
Miðvikudaginn 12. apríl og
sunnudaginn 16. apríl leikur
hljómsveitin á Hótel Borg í
Reykjavík, en fimmtudaginn 13.
apríl og föstudaginn 14. apríl í
Sjallanum á Akureyri.
Diarmuid O’Leary & the Bards
leikur þjóðlagatónlist með nútíma-
legu ívafi. Hljómsveitin nýtur vin-
sælda á írlandi, þar sem plötur
hennar hafa náð því að verða
meðal söluhæstu hljómplatna.
Skugginn af
Emmu í Há-
skólabíó
LAUGARDAGINN 8. apríl kl.
14.00 verður hin margverð-
launaða kvikmynd Sörens
Kragh-Jacobsen frumsýnd í
kvikmyndahúsinu Regnbogan-
um. Myndin heitir á frummál-
inu Skyggen af Emma en á
íslensku Skugginn af Emmu.
Leikstjóri kvikmyndarinnar,
Sören Kragh-Jacobsen, verður
viðstaddur frumsýninguna en
hann er okkur íslendingum kunn-
ur fyrir fyrri myndir sínar, s.s.
Gummí Tarzan og Sjáðu sæta
naflann minn.
Húmor í Jón-
asi spámanni
ÞÓRIR Kr. Þórðarson próf-
essor flytur fyrirlestur um
Húmor í Jónasi spámanni á
fundi hjá Félagi kaþóiskra leik-
manna í Safnaðarheimilinu, Há-
vallagötu 16, mánudaginn 10.
apríl kl. 20.30.
Öllum er heimill aðgangur.
Listvinafélag Hallgrímskirkju;
Dagskrá um Hannes
Pétursson á sunnudag
LISTVINAFÉLAG Hallgríms-
kirkju efnir á morgun, sunnu-
dag, til dagskrár um Hannes
Pétursson skáld og hefst hún í
kapellu í suðurálmu Hallgríms-
kirkju klukkan 17. Páll Valsson
bókmenntafræðingur flytur er-
indi um ljóðagerð Hannesar,
kórar Hamrahlíðarskóla syngja
lög við ljóð hans undir stjórn
Þorgerðar Ingólfsdóttur og
Hannes Pétursson les nokkur
ljóða sinna.
Það er nú mest fyrir orð Sigur-
björns Einarssonar biskups að ég
tek þátt í þessari dagskrá í Hall-
grímskirkju en ég man ekki til
þess að ég hafi áður lesið ljóð mín
í kirkju, sagði Hannes Pétursson
í spjalli við blaðamann Morgun-
blaðsins. Ég geri ráð fyrir tíu
mínútna upplestri tvisvar sinnum
og síðan verður sungið á milli.
Ljóðin eru frá ýmsum tíma, bæði
eldri og yngri og kannski frekar
ljóð sem eru trúarlegs eðlis þótt
önnur fljóti með. Sum ljóðanna
finnst mér hæfa vel flutningi í
kirkju en önnur alls ekki og ég
hef reynt að velja þau ljóð sem
mér finnst að falli að þessari dag-
skrá.
Hannes Pétursson sagðist m.a.
lesa ljóð úr tveimur síðustu bókum
sínum sem komu út árin 1980 og
1983 og sagðist aðsgurður varla
lesa nokkuð nýrra. JÉg er alltaf
með eitthvað.í déiglunni en það
er hálfkarað og bíður því betri tíma
sagði Hannes.
Páll Valsson bókmenntafræð-
ingur flytur í upphafi nokkur orð
um Hannes Pétursson og skáld-
skap hans en hann skrifaði BA-
ritgerð um Hannes og hefur auk
hennar skrifað um fleiri bækur
hans. Hannes Pétursson er ótvír-
ætt fremstur í flokki samtíma-
skálda okkar, sagði Páll. Það sem
einkennir skáldskap hans eru
frumleiki, skynjun hans á um-
hverfinu og yrkisefninu og hann
á alltaf erindi við lesandann. Hann
hefur feikilega góð tök á mynd-
máli og stíl og má segja að fyrsta
ljóðabók hans, Kvæðabók, sem út
kom árið 1955, sé einhver besta
frumraun ljóðskálds sem sögur
fara af.
Kórar Menntaskólans við
Hamrahlíð, þ.e. Hamrahlíðarkór-
inn og Kór Menntaskólans við
Hamrahlíð flytja lög við ljóð eftir
Hannes Pétursson. Þorgerður Ing-
ólfsdóttir stjórnar kórunum. Kór-
amir syngja lög eftir tónskáldin
Þorkel Sigurbjömsson, Jón Nordal
Hannes Pétursson skáld les Ijóð
sín í Hallgrímskirkju á sunnudag.
og Jón Ásgeirsson en auk þeirra
hafa ýmis önnur samtímatónskáld
samið lög við ljóð Hannesar.
Framundan hjá Listvinafélagi
Hallgrímskirkju er kirkjulistahátíð
dagana 5. til 15. maí og er hún
nú haldin öðm sinni. Á dagskrá
hátíðarinnar em fjölmargir tón-
leikar, leiksýning, myndlistarsýn-
ing og helgihald í kirkjunni verður
með sérstökum hátíðarbrag þessa
daga.
Reyklaus dagur 12. apríl
Reyklausi dagurinn í ár verður
næstkomandi miðvikudag, 12. apríl.
Þetta er þriðja árið í röð sem hald-
inn er reyklaus dagur hér á landi
en alls hefur hann verið haldinn hér
fimm sinnum við vaxandi hljóm-
gmnn og þátttöku meðal þjóðarinn-
ar. Þessi dagur verður auk þess
fyrsti heilbrigðisdagur Ijósvaka-
miðlanna en gera má ráð fyrir að
þeir fjalli ekki síst um reykingamál
enda em reykingar eitt mesta heil-
brigðisvandamál sem þjóðin stendur
frammi fyrir.
Reyklaus dagur er, eins og nafn-
ið bendir til, fyrst og fremst haldinn
til þess að gefa reykingamönnum
sameiginlegt tilefni til að hvíla sig
og aðra á tóbaksreyk eða a.m.k.
draga úr reykingum sínum. Könnun
tóbaksvarnanefndar eftir reyklausa
daginh í fyrra gaf til kynna að
nálega tveir af hverjum fímm
reykingamönnum hefðu breytt
frá reykingavenjum sínum þenn-
an dag, þ.e. alls ekkert reykt eða
þá minna en vanalega. Konur sem
spurðar vom virtust hafa tekið körl-
um fram að þessu leyti því að nær
helmingur þeirra hafði breytt frá
vananum. Einnig hafði fólk utan
höfuðborgarsvæðis bmgðist tiltölu-
lega betur við en fólk á höfuð-
borgarsvæðinu. Enginn vildi kann-
ast við að hann hefði reykt meira
en vanalega!
Önnur ástæða til að hafa reyk-
lausan dag er sú að stór hluti
reykingamanna vill hætta að reykja
GENGIOG GJALDMIÐLAR
GENGISSKRÁNING
Nr. 68 7. eprfl 1889 Kr. Kr. ToU-
Ein. Kl. 09.1B Kaup 8*1« 9*ngl
Dollari 52.74000 52.88000 53.13000
Sterlp. 89,78700 90.02600 90.40100
Kan. dollari 44,20200 44.3200 44,54200
Dönsk kr. 7,26450 7,28370 7,23600
Norsk kr. 7.76040 7.78100 7.77210
Sænsk kr. 8,26780 8.28970 8,27440
Fi. mark 12,53030 12,66360 12.50410
Fr. franki 8,36080 8.38300 8,34260
Belg. franki 1.34770 1.35130 1.34690
Sv. franki 32,13890 32.22430 32,34310
Holl. gyllini 25,00770 26,07410 25,01470
V-þ. mark 28,21450 28,28940 28,20890
it. Ilra 0.03846 0,03856 0,03848
Austurr. sch. 4,00960 4.01202 4.00970
Port. escudo 0.34200 0.34290 0,34280
Sp. peseti 0,45480 0,45600 0,45290
Jap. yen 0,39950 0.40056 0.40000
frskt pund 75,24700 75.44700 75.44700
SDR (Sórst.) 68,59680 68,77890 68,82300
ECU, evr.m. 68,71280 58,86870 58,76380
Tollgengi fyrir apríl er sölugengi 28. mars.
Sjálfvirkur8Ímsvarigengis9kráningarer62 32 70.
(það hafa kannanir sýnt hér á landi
sem annars staðar) og mörgum
þykir heppilegt að miða á einhvern
sérstakan dag til að stíga það skref.
Um hver áramót hætta til dæmis
margir að reykja og reyklausi dag-
urinn getur tvímælalaust verið
heppilegur í þessu tilliti eins og
dæmin sanna. Fyrir þá sem nota
tækifærið á miðvikudaginn kemur
getur skipt miklu máli að aðrir
reykingamenn séu sem jákvæðastir
og bregðist vel við þeim tilmælum
að reykja ekki þann dag. Sérstak-
lega mikilvægt er að samstaða
geti orðið um þetta á vinnustöð-
um og tilefnið verði þar jafn-
framt notað til að framfylgja
betur reglum um takmarkanir á
reykingum, hafi það ekki verið
gert sem skyldi.
(Úr fréttatilk. frá Tóbaksvarnancfhd.)
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 7. apríi.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 46,00 38,00 44,06 9,114 409.726
Þorskur(ósL) 43,00 37,00 40,30 15,038 606.009
Ýsa 48,00 40,00 47,10 5,648 266.428
Karfi 23,50 18,00 19,77 65,255 1.290.219
Ufsi 21,50 12,00 20,45 41,248 843.866
Langa 15,00 15,00 15,00 0,857 12.861
Lúða 405,00 90,00 192,20 0,506 97.393
Koli 35,00 35,00 35,00 0,459 16.070
Steinbítur 18,00 18,00 18,00 0,092 1.661
Rauðmagi 20,00 20,00 20,00 0,019 380
Hrogn 100,00 100,00 100,00 0,010 1.000
Samtals
Selt var aðallega úr Víði HF og Óskari Halldórssyni RE. Næst-
komandi mánudag verður selt úr bátum.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 45,00 40,00 44,59 10,245 456.790
Þorsk(ósl.l.bL) 30,00 30,00 30,00 0,268 8.040
Þorsk(ósl.ln) 44,00 42,00 43,30 28,624 1.239.293
Ýsa 52,00 35,00 35,35 5,172 182.805
Ýsa(ósL) 60,00 18,00 51,15 8,064 412.513
Karfi 22,00 17,00 21,01 73,807 1.550.699
Ufsi 22,00 21,00 21,95 17,167 376.768
Steinbítur(ósL) 32,00 26,00 29,92 0,196 5.864
Langa 22,00 20,00 22,00 0,422 9.284
Lúða 260,00 100,00 118,82 0,102 12.120
Grálúða 37,00 35,00 36,25 64,399 2.334.477
Rauðmagi 63,00 50,00 51,12 0,300 15.335
Lifur 5,00 5,00 5,00 0,051 255
Hrogn 135,00 135,00 135,00 0,047 6.345
Samtals 31,65 208,900 6.611.127
Selt var úr Jóni Vídalín ÁR, Ásgeiri RE, netabátum óg frá Heima-
skaga. í dag verða meöal annars seld 10 til 15 tonn af þorski og
3 tonn af ýsu og hefst uppboðiö klukkan 12.30.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 37,00 31,00 34,00 12,000 408.000
Þorskur(ósL) 44,00 30,00 42,20 18,211 768.532
Ýsa 51,00 30,00 38,22 1,150 43.950
Ýsa(ósl.) 76,00 15,00 51,35 14,190 728.210
Karfi 23,00 15,00 21,88 5,264 115.195
Ufsi 15,00 15,00 15,00 1,100 16.500
Steinbítur 22,50 15,00 15,97 0,574 9.179
Hlýri+steinb. 19,00 19,00 19,00 0,800 15.200
Skarkoli 52,00 35,00 48,50 2,088 100.240
Lúða 205,00 205,00 205,00 0,030 6.150
Keila 10,00 10,00 10,00 0,450 4.500
Samtals 39,67 56,068 2.224.036
Selt var aðallega úr Farsæli GK, Hvalsnesi GK, Baldri KE, Eldeyj-
ar-Hjalta GK og Hraunsvík GK. í dag verður meðal annars selt
óákveðið magn af þorski, ýsu, löngu og keilu úr Eldeyjar-Boða
GK. Selt verður úr dagróðra- og snurvoðarbátum.
»imt» ■ * * » * ■ ■