Morgunblaðið - 08.04.1989, Síða 25

Morgunblaðið - 08.04.1989, Síða 25
spr rbi'íA r miOAnflAnnA.i (?inAiTflv;iir)H<w MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989 25 Leikfélag Akureyrar: Bannárin frumsýnd í kvöld SONG- og dansskemmtunin BANNÁRIN verður frumsýnd í Sjallanum í kvöld, laugardags- kvöldið 8. apríl. í sýningunni eru flutt lög í anda millistríðsáranna, svo sem Summ- ertime, Talúlla og That old devel called love. Brugðið er upp einkenn- andi svipmyndum með dönsum og leiknum atriðum af daglegu lífi á bannárunum Vestanhafs, þar sem einstaklingar á borð við A1 Capone koma við sögu. Flytjendur eru 32, allir frá Akur- eyri, en sýningin var upphaflega flutt á árshátíð VMA. Leikstjórar eru Gunnar Gunnsteinsson og Friðþjófur I. Sigurðsson. Dansskóli Sibbu hefur hannað dansatriðin og er sýning- artími um ein klukkustund. Ijósmynd/Páll A. Pálsson Þráinn Karlsson í hlutverki Stef- áns á sólarströndu. Sólarferð frumsýnd Föstudaginn 14. apríl nk. frumsýnir Leikfélag Akureyrar leikritið Sólarferð eftir Guðmund Steinsson. Þetta er lokaverkefni leikársins. Sólarferð lýsir á gamansaman hátt ferð nokkurra hjóna til Costa del Sol, ýmsum atvikum sem koma upp í slíkri ferð, strandlífi, jafnt sem skemmtunum. Aðalpersónur verks- ins, Nína og Stefán, eru leikin af Sigríði Einarsdóttur og Theódór Júlíussyni. Kristbjörg Kjeid kemur frá Þjóðleikhúsinu og leikur Ste.iu í stað Sunnu Borg, sem forfallað- ist. Þráinn Karlsson leikur mann hennar, Jón, en þau eru vinahjón Nínu og Stefáns. Sigurveig Jóns- dóttir leikur Elínu og Marínó Þor- steinsson mann hennar, Pétur. Sig- urveig á 40 ára leikafmæli um þess- ar mundir. Manolo, spænskur þjónn, sem stjanar í kringum íslendingana, er leikinn af Ingólfi Birni Sigurðssyni. Aðrir leikarar sem taka þátt í sýn- ingunni eru Margrét Pétursdóttir, Hrafnhildur Hafberg og Þórður Rist. Leikmynd og búninga gerir Gylfí Gíslason og honum til aðstoð- ar er Freyja Gylfadóttir. Hljóðmynd og tónlist er samin af Þórólfí Eiríks- syni, Ingvar Bjömsson hannaði lýs- ingu, en leikstjóri er Hlín Agnars- dóttir. Sólarferð var fyrst sýnd í Þjóðleikhúsinu árið 1976 og gekk fyrir fullu húsi á 48 sýningum, eða allt til vorsins 1977. Hógvær saimringur — segir Jóna Steinbergsdóttir formaður Félag*s verslunar og skrifstofufólks á Akureyri riði sem ég tel að leggja beri sér- staka áherslu á,“ sagði Kristín. Samninggr Iðju eru lausir næst- komandi mánudag, 10. apríl. Kaupfélag Eyfírðinga: Sala Snæfellsins könnuð „MÉR LÍST ekki svo mjög illa á þennan samning, en hann er ansi hógvær,“ sagði Jóna Stein- bergsdóttir formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri er Morgunblaðið leit- aði álits hennar á nýgerðum kjarasanmingi BSRB og ríkis- ins. Jóna sagði að hún hefði gjarnan viljað sjá meiri kauphækkanir, sér- staklega þótti henni upphafs- hækkunin lítil. „Þar hefði ég viljað sjá hærri tölu og ég hefði líka vilj- að sjá algjöra verðstöðvun. Miðað við þær hækkanir sem orðið hafa á öllu síðustu vikurnar þá þykja mér beinar kauphækkanir heldur litlar. En að öllu jöfnu líst mér ekki illa á samninginn og reikna með að hann verði leiðandi t.d. hjá ASÍ,“ sagði Jóna. Kristín Hjálmarsdóttir formað- ur Iðju, Félags verksmiðjufólks á Akureyri, sagði að henni litist í fljótu bragði ekki illa á nýgerðan samning. „Miðað við hvernig ástandið í þjóðfélaginu er þá er þetta þokkalega góður samningur. Það eru þarna ákveðin atriði, eins og að huga sérstaklega að lægst- launuðu hópunum og það eru at- Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! JllpfgtsiiÞIafrtfr „VIÐ HÖFUM ekki tekið neina ákvörðun í þessum efrium, en þetta hefiir komið til tals,“ sagði Magnús Gauti Gautason kaup- félagsstjóri Kaupfélags Eyfirð inga er hann var spurður hvort til stæði að selja skip félagsins, Snæfell EA-740. Magnús Gauti sagði það stefnu kaupfélagsins að selja þær eignir sem ekki gæfu arð eða væru ekki nauðsynlegar rekstrinum og í þeirri athugun væri ekkert undanskilið. Hann sagði að Snæfellið væri eitt af því sem til greina kæmi að at- huga með sölu á. Hugsanlegt væri að fá meiri arð út úr fískveiðum með öðru fyrirkomulagi. Meðal ann- ars væri verið að athuga hvort hægt yrði að ná þeim fiski sem aflaheimildirnar gefa með ódýrari hætti. „Þetta er í athugun hjá okk- ur eins og er, en ég get ekki sagt fyrir um hvenær endanleg ákvörðun í þessu máli liggur fyrir,“ sagði Magnús Gauti. Snæfell EA-740 var smíðað í Flekkufirði í Noregi og var það formlega afhent Hríseyingum í október á síðasta ári. Heildarsmíða- verð þess nam um 470 milljónum króna. • • Oldunga- mót í blaki SKAUTAFÉLAG Akureyrar held- ur íslandsmót í blaki öldunga í íþróttahöllinni á Akureyn dagana 28., 29. og 30. april nk. Öldunga- mót þessi eru ein fjölmennustu hópíþróttamót sem haldin eru hér- lendis. í karlaflokki er keppt í flokki öð- linga og öldunga og hið sama gildir um kvennaflokkinn. Skilyrði er að keppendur hafí ekki tekið þátt í deild- arkeppni á keppnistímabilinu. Engin þyngdartakmörk eru í gildi. Að mótinu loknu verður lokahátíð í Sjallanum, þann 30 apríl. Þátttöku- tilkynningar þurfa að berast fyrir 6. apríl næstkomandi. MÝVATNSSVEIT Einbýlishús til sölu Húsió er 140 fm ósamt 60 fm bílskúr. Nónori upplýsingar í sima 96-44219. RADA UGL YSINGAR SJÁLFSTIEÐISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Umhverfis- og skipulags- nefnd Sjálfstæðisflokksins Mánudaginn 10. apríl nk. kl. 12.00 verður haldinn fundur i nefndinni í Valhöll. Á dagskrá er: Umræður um frumvarp um umhverfis- og skipulagsmál og lands- fundarályktun. Áríðandi að fundarmenn maeti vel é fundinn. Formaður. Sjálfstæðiskonur Sauðárkróki Aðalfundur Sjálfstæðiskvennafélags Sauðárkróks verður haldinn i Sæborg, mánudaginn 10. apríl nk. kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðal- fundarstörf, kaffiveitingar. Stiórnin Akranes - bæjarmálefni Fundur um bæjar- málefni verður hald- inn í Sjálfstæðis- húsinu við Heiðar- gerði mánudaginn 10. april kl. 20.30. Bæjaríulltrúar Sjálf- stæðisflokksins mæta á fundinn. Aðalfundur sjálfstæðisfélag- anna i Rangérvalla- sýslu verður haldinn í Laufafelli, Hellu, mánudaginn 10. apríl kl. 21.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðal- fundarstörf. 2. Tillaga um laga- breytingu i Sjálf- stæðisfélagi Rangæinga. 3. Önnur mál. Alþingismennirnir Þorsteinn Pálsson og Eggert Haukdal mæta. Sjálfstæðisfólk fjölmennið. Stjórnimar. smá ouglýsingor Wélagslíf □ MÍMIR 598910047 = 1 Frl. □ Gimli 5989104 -1. Atkv. Tónl. □ St.: St.: 5989484IX kl. 16.00 Krossinn Auðbrekku 2, 200 Kópavogur Samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. IBIJ Útivist Sunnudagsferð 9. april kl. 13 Landnámsgangan 9. ferð Saurbær-Hvalfjarðareyri. Gönguferð við allra hæfi um skemmtilega strandlengju í Hvalfirði. Merkar náttúruminjar m.a. fornskeljar í gömlum jökul- garði. Nýtt fólk er hvatt til að mæta í þessa skemmtilegu ferðasyrpu. Alls verður 21 ferð í landsnámsgöngunni. Brottför frá BSl, bensínsölu. Verð 800 kr., frftt fyrir börn með fullorðnum. Sjáumstl Útivist, ferðafélag. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR 11798 og 19533. Dagsferðir sunnudaginn 9. apríl Kl. 10.30: Skíðaganga yfir Reynivallaháls. Ekið þaðan að Vindáshliö og gengið þaðan yfir Reynivaliaháls og komið niður hjá Fossá. Skemmtileg og létt gönguleiö. Verð kr. 900,- Kl. 13: Fjöruganga í Hvalfiröi f grennd viö Fossá. Létt gönguferð fyrir alla fjöl- skylduna. Verð kr. 900,- Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Fritt fyrir börn i fylgd fullorð- inna. Munið myndakvöldið miðvikudag- inn 12. apríl í Sóknarsalnum. 20.-23. april: Skfðagönguferð til Landmannalauga. Ekið að Sigöldu og gengið þaðan til Lauga. Upplýsingar og farmiöasala á skrifstofunni. Ferðafélag Islands. YWAM - ísland Bibliufræðsla sem vera átti i Grensáskirkju í dag, fellur niður af óviðráðanlegum ástæðum. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Almenn bænasamkoma í kvöld kl. 20.30. \ T—A7 KFUM í KTUK MW-I9M BO ár fyrlr Ribu Lslands KFUM og KFUK Almenn samkoma í kvöld á Amtmannsstig 2b kl. 20.30. Ræðumaöur: Haakon Andersen, biskup. Upphafsorð: Sigfús Ingvason. Dagrún Hjartardóttir og Rósa Kr. Baldursdóttir syngja. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.