Morgunblaðið - 08.04.1989, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989
ATVIN NU AUGL YSINGAR
Bæjartækni-
fræðingur
Vestmannaeyjabær auglýsir stöðu bæjar-
tæknifræðings lausa til umsóknar.
Leitað er eftir byggingartæknifræðingi.
Bæjartæknifræðingur er yfirmaður tækni-
deildar bæjarins.
Skilyrði er að umsækjendur hafi reynslu af
stjórnun, gerð framkvæmda- og verkeftirliti. .
Umsóknarfrestur er til 19. apríl.
Umsóknir skal senda bæjarstjóra Vest-
mannaeyja, Ráðhúsinu, 900 Vestmannaeyj-
um.
Upplýsingar um starfið gefa bæjarstjóri og
bæjartæknifræðingur í síma 98-11088.
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum.
Lögfræðingar -
laganemar
Opinber stofnun óskar eftir lögfræðingi til
innheimtu- og lögfræðistarfa. Starfið er fjöl-
þætt og áhugavert. Laun samkvæmt kjara-
samningi ríkisstarfsmanna, en að auki er
bílastyrkur í boði.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknum sé skilað til auglýsingadeildar Mbl.
fyrir 20. apríl nk. merktar: „Lögfræði - 9764“.
Yfirvélstjóri
Yfirvélstjóra vantar á rækjutogarann Nökkva
HU 15, sem gerður er út frá Blönduósi.
Upplýsingar gefur Guðmundur Ingþórsson í
síma 95-4590 eða heima í síma 95-4243.
Fisktæknir
óskar eftir starfi eftir ca. 3 mánuði úti á
landi. Hef góða þekkingu á verkstjórn, fram-
leiðslustjórnun, bókhaldi og tölvuvinnslu.
Til greina kemur starf tengt fiskiðnaði eða
fleiri greinum.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„F - 2672“.
Viltu breyta til?
Byggingafyrirtæki á Malmösvæðinu í Svíþjóð
auglýsir eftir einum múrara og tveimur smið-
um. Húsnæði fyrir hendi.
Nánari upplýsingar verða veittar nk. þriðju-
dag milli kl. 14 og 16 að ísl. tíma.
íslendingur svarar.
Sími: 904646 709738, Löddeköpinge,
Svíþjóð.
Myndlistargagnrýn-
andi - Leiklistar-
gagnrýnandi - Tón-
listargagnrýnandi -
Balletgagnrýnandi
Morgunblaðið vill ráða gagnrýnendur til
starfa við blaðið.
Stefnt er að því að ráða gagnrýnendur til
starfa með núverandi myndlistargagnrýn-
anda og tónlistargagnrýnanda. Ennfremur
er stefnt að því að ráða leiklistargagnrýn-
anda og balletgagnrýnanda.
Umsóknir um þessi störf sendist ritstjórum
Morgunblaðsins eigi síðar en 15. apríl með
upplýsingum um náms- og starfsferil.
fHorpnliM
Rafeindavirkjar
Okkur vantar rafeindavirkja vanan viðgerðum
á siglingatækjum. Góð vinnuaðstaða og næg
verkefni fyrir góðan mann. Greiðum flutning
búslóðar.
Upplýsingar hjá framkvæmdastjóra eða Guð-
jóni Bjárnasyni, radíódeild, í síma 94-3092.
Póllinn hf.,
ísafirði.
Fjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri
Staða yfirlæknis við fæðinga- og kvensjúk-
dómadeild sjúkrahússins er laus til umsóknar.
Staðan er laus strax eða síðar eftir sam-
komulagi.
Umsóknarfrestur er til 21. apríl 1989.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og
fyrri störf sendist framkvæmdastjóra sjúkra-
hússins, Halldóri Jónssyni, sem einnig veitir
nánari upplýsingar.
Stjórn Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
RÍKISSPÍTALAR
Bráðavakt
Bráðavakt (almenn) verður felld niður á
Landspítalanum föstudaginn 7. apríl vegna
verkfalla.
Barnadeild Landspítalans gegnir þó bráða-
vakt þennan dag samkvæmt áætlun.
Borgarspítalinn mun í staðinn annast al-
menna bráðavakt umræddan dag, 7. apríl.
Ríkisspítalar.
RAÐA UGL YSINGAR
FUNDIR - MANNFA GNAÐIR
l/AI intllAKIklACAtiTAl/
1 4 rv/-\univi/-\iv i vyr\. ) ÍSLANDS
Aðalfundur
37. aðalfundur Kaupmannasamtaka íslands
verður haldinn laugardaginn 8. apríl 1989
á Hótel KEA á Akureyri kl. 10.00 árdegis.
Dagskrá:
1. Fundarsetning.
2. Ræða formanns.
3. Skýrsla framkvæmdastjóra.
4. Lagðir fram endurskoðaðir réikningar.
Umræða og atkvæðageiðsla.
5. Greinargerð formanns bankaráðs Versl-
unarbanka íslands hf., Gísla Einarssonar.
6. Greinargerð fulltrúa K.í. í stjórn Lífeyris-
sjóðs verslunarmanna, Gunnars Snorra-
sonar.
Hádegisverðarhlé
7. Viðskiptaráðherra, Jón Sigurðsson,
ávarpar fundinn og svarar fyrirspurnum.
8. Kosinn formaður og varaformaður K.í.
til tveggja ára.
9. Kosnir tveir endurskoðendur og tveir til
vara til tveggja ára.
10. Lagabreytingar.
11. Önnur mál.
Tillögur og ályktanir.
Þýsku skáldin
Jurgen Becker, Ulla Hahn,
Gunter Kunért og Guntram Vesper,
lesa eigin kvæði úr bókinni
„og trén brunnu"
ásamt þýðendum sínum
í Norræna húsinu laugardaginn 8. apríl kl.
14.00. Allir velkomnir.
Goethe-lnstitut.
Skeljungur hf.
Aðalfundur Olfufélagsins
Skeljungs hf. 1989
Aðalfundur félagsins verður haldinn föstu-
daginn 28. apríl nk. kl. 17.30 á Suðurlands-
braut 4, 8. hæð.
Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins
og póstlögðu fundarboði til hluthafa.
Olíufélagið Skeljungur hf.
Aðalfundur
Aðalfundur Orlofsdvalar hf. verður haldinn
laugardaginn 22. apríl 1989 kl. 14.00 í
Nesvík, Kjalarnesi.
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Breytingar á 3. grein samþykkta félagsins.
Reikningar félagsins liggja frammi hjá for-
manni frá 16. apríl.
Stjórnin
KENNSLA
Bakarar-
matreiðslumenn og aðrir,
sem áhuga hafa
Hinn heimsþekkti, danski „Konditör"meist-
ari, Gert Sörensen, heldur sýnikennslunám-
skeið í kökuskreytingum, sykurskreytingum
og gerð eftirrétta í húsnæði Matreiðsluskól-
ans okkar í Bæjarhrauni 16, Hafnarfirði, vik-
una 10.-15. apríl.
Hvert námskeið stendur í einn dag frá kl.
9-18 með matar- og kaffihléum. Fagmenn
ganga fyrir, þar sem rými er takmarkað.
Pantanir eru teknar í síma 651316 alla daga
frá kl. 13-19.
Missið ekki af þessu einstaka tækifæri!
.ilftlillMi iCSSlll