Morgunblaðið - 08.04.1989, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRIL 1989
Jón Kr. Kristjáns-
son fv. skólsLStjóri,
Víðivöilum - Minning
Fæddur 29. júlí 1903
Dáinn 29. mars 1989
Eitt af því fáa sem við, mann-
anna böm, vitum með fullri vissu
er það, að einhvern tíma á lífsleið
okkar, fyrr eða síðar, ber dauðinn
að dyrum. Og enginn kemst nokkru
sinni undan að hlýða kalli hans.
En þótt við vitum þetta, kemur
„ __dauðinn okkur raunar alltaf á óvart.
Við vitum að vísu, að ekkert er
eðlilegra en hann drepi á dyr, þegar
langri og farsælli starfsævi er lokið
og andlegir og líkamlegir kraftar
eru senn að fullu þrotnir. Engu að
síður kemur hann þá líka á óvart,
því að söknuður okkar eftir látinn
ástvin, hvenær sem hann fer, er
ætíð sár. Hins vegar er alltaf hug-
ljúf huggun og sárabót, að hinn
látni hafði notið þeirrar gæfu að
lifa langan dag og skila ættjörð
sinni og afkomendum þörfu og heill-
aríku ævistarfi.
Alveg sérstaklega kemur þó
dauðinn okkur á óvart, þegar hann
drepur á dyr hinna ungu, sem ýmist
hafa ekki náð fullum þroska eða
eru að búa sig undir mikilsvert og
göfugt lífsstarf, — eða em hreint
og beint í blóma lífsins, á hátindi
mannlegs þroska. Þá er söknuður
okkar þyngri en orð fá lýst.
Þessum sannindum brá fyrir í
huga mér þegar ég frétti í gær,
síðdegis, 29. mars, að elskulegur
vinur minn og samstarfsmaður um
áratugi, Jón Kr. Kristjánsson, fv.
skólastjóri og bóndi á Víðivöllum í
Fnjóskadal, hefði látist þá um
vjiorguninn á sjúkrahúsi á Akureyri.
í þetta sinn kom dauðinn raunar
ekki mjög á óvart. Hann barði að
dyrum gamals manns, sem lokið
hafði frábærlega farsælu og bless-
unarríku ævistarfí og var að verða
þrotinn að líkamsþreki, þótt hann
héldi, sem betur fór, vöku sinni að
mestu til hinstu stundar.
Engu að síður munu ástvinir
hans, samstarfsmenn og vinir allir
eiga erfítt með að sætta sig við
það, að hann skuli vera farinn,—
að þeir skuli ekki lengur geta hitt
og deilt geði við þennan ráðholla
og vitra öðling. En þrátt fyrir það
fer hann raunar aldrei frá okkur
að fullu. Minningamar mörgu og
___góðu um hann munu alltaf fylgja
okkur meðan við erum á veginum
og vera okkur sífelld hvatning til
að duga vel í störfum og bregðast
ekki í neinu. Á þær bar aldrei neinn
skugga.
Eg og fjölskylda mín nutum
þeirrar gæfu að eignast órofa vin-
áttu Jóns og Huldu og fáum það
aldrei fullþakkað. Af þeim ástæðum
eru þessi fáu kveðju- og þakkarorð
flutt.
Jón fæddist að Veisu í Fnjóska-
dal 29. júlí 1903. Foreldrar hans
vom Kristján Jónsson bóndi þar og
á Víðivöllum í sömu sveit og kona
hans, Anna Krístjánsdóttir. Hann
lauk kennaraprófi árið 1930. Bóndi
á Víðivöllum í Hálshreppi 1933—76.
Kennari í Hálsskólahverfí 1926—29
og 1930—32. Skólastjóri heimavist-
arbamaskóia að Skógum í
Fnjóskadal 1932—72. Formaður
Ungmennafélagsins Bjarma
1924—29 og 1930-34. Sýslunefnd-
armaður 1938-1970. í hreppsnefnd
38-42. Formaður Búnaðarfélags
i Hálshrepps 1942—59. Formaður
sjúkrasamlags Hálshrepps
1945—72. Formaður sóknamefndar
og safnaðarfulltrúi Draflastaða-
sóknar 1950—79. í stjórn Spari-
sjóðs Fnjóskæla 1944—82.
Af þessu lauslega starfsyfirliti
sést, hve mikið traust sveitungar
og samferðamenn hafa borið til
Jóns að fela honum, áratugum sam-
an, forystu í flestum ábyrgðarmestu
trúnaðarstörfum sveitar og héraðs.
Og öll störf sín vann Jón af þeirri
trúmennsku, festu og vitsmunum
sem allir kunnugir þekkja.
En það er margt fleira en þama
er nefnt sem Jón vann að, á and-
legu og félagslegu sviði, auk um-
svifamikilla ræktunar- og land-
búnaðarstarfa, sem þau hjón stund-
uðu af fágætum þrótti og myndar-
skap áratugum saman. Ég nefni
hér aðeins tvennt:
Hann var um árabil í stjóm Kenn-
arafélags Suður-Þingeyinga, þar
sem leiðir okkar lágu fyrst saman.
Og þar lagði hann alltaf gott til
mála eins og annars staðar, þar sem
hann kom við sögu. Hann var einn-
ig um tíma í stjóm Kennarasam-
bands Norðurlands, sem hafði mik-
il og farsæl áhrif í skólamálum
fjórðungsins.
Hitt atriðið var mælska hans og
ritleikni. Hann var mjög vel máli
farinn og vakti jafnan athygli á
mannfundum fyrir rökfastan mál-
fiutning og fagurt mál. Komu þeir
eiginleikar líka glöggt fram í mörg-
um erindum og greinum, sem hann
skráði, flutti og birti um ýmis efni
og ekki síst um þjóðlegan fróðleik.
Vöktu þær greinar verðskuldaða
athygli og þyrfti að safna þeim
saman á bók. Hann hafði tvímæla-
laust veralega fræðimannshæfi-
leika en gat ekki, vegna margvís-
legra anna, lagt þá rækt við þann
hæfíleika sem hann hefði gjarna
viljað.
En það veit ég vel, eins og allir
nákomnir, að margur dagurinn og
mörg vökustundin fór til félagsmála
hans og ritstarfa. Starfsvettvangur
hans var því óvenju víðtækur og
fjölþættur.
Jón á Víðivöllum var mikill ham-
ingjumaður í einkalífí sínu. Hann
var kvæntur ágætri, mikilhæfri og
listrænni konu, sem lifir mann sinn,
Huldu Kristjánsdóttur, bónda í Nesi
í Fnjóskadal Jónssonar, og Guðrún-
ar Stefánsdóttur frá Selalæk í
Rangárvallasýslu.
Börn þeirra era fímm, öll mikil-
hæf og bráðdugleg eins og þau eiga
kyn til. Þau eru þessi í aldursröð:
Karl, f. 4.2. 1935, lögregluþjónn,
búsettur á Akureyri, kvæntur Mars-
elínu Hermannsdóttur. Þau eiga tvö
börn; Kristján, f. 1.1. 1937, bóndi
á Veturliðastöðum í Fnjóskadal,
kvæntur Guðríði H. Arnþórsdóttur.
Þau eiga fjögur börn; Álfhijdur, f.
3.6. 1938, húsfreyja, gift Árna S.
Ólasyni. Þau búa í Víðifelli, sem
Þann 30. mars síðastliðinn lést
amma okkar Stefanía Þorvalds-
dóttir í Landspítalanum í Reykjavík.
Stefanía fæddist í Veturhúsum í
Hamarsfirði Suður-Múlasýslu 23.
apríl árið 1902. Foreldrar hennar
vora Þorvaldur Ólafsson og Mekkín
Valgerður Eiríksdóttir. Nokkurra
ára gömul flutti hún, ásamt foreldr-
um sínum, að Hálsi í sömu sveit
og síðar að Karlsstöðum á Beru-
fjarðarströnd. Árið 1927 giftist
Stefanía Þorleifi Hildibjarti Sig-
urðssyni í Fossgerði og bjuggu þau
þar ailan sinn búskap. Þau eignuð-
ust þrjú böm, Þorgerði árið 1928
sem er gift Eiríki Jónasi Gíslasyni
brúarsmiði, Sigurð árið 1930 sem
er kvæntur Kristbjörgu Sigurðar-
dóttur, þau búa á Karlsstöðum, og
Ragnhildi árið 1943 sem er gift
Jóni Hannibalssyni kennara.
Þorleifur afi okkar dó árið 1958
en amma hélt áfram búskap með
aðstoð barna sinna, einkum Sigurð-
ar sem býr á næsta bæ við Foss-
gerði, en einnig dætra sinna fyrir
sunnan.
Á árunum 195,6 til 1983 vorum
við systkinin, eitt eða fleiri í einu,
í sveit hjá ömmu. Við eigum góðar
minningar frá þessum sumram og
þó að við höfum verið í Fossgerði
er nýbýli, byggt úr landi Víðivalla.
Þau eiga þijú böm; Völundur, f.
6.8. 1943, landfræðingur, starfs-
maður hjá Rannsóknastofnun bygg-
ingariðnaðarins. Ókvæntur; Áðal-
steinn, f. 10.6. 1949, bóndi á Víði-
völlum, kvæntur Jónínu E. Guð-
mundsdóttur. Þau eiga þijú börn.
Eins og fyrr segir bjuggu Jón
og Hulda rausnarbúi á Víðivöllum
til ársins 1976, eða í 43 ár. Nokkru
fyrr höfðu þau flutt til dóttur sinnar
og tengdasonar, sem þá höfðu
byggt sér fallegt nýbýli, Víðifell,
sunnan við Víðivallabæinn. Tók þá
yngsti sonurinn, Aðalsteinn og kona
hans við búinu á Víðivöllum.
Þegar Jón og Hulda hófu búskap
á Víðivöllum var jörðin harla rýr
og búskaparhættir að mestu í líku
horfi og verið hafði í sveitum ís-
lands um aldir.
En með ráðdeild og þrotlausum
dugnaði tókst þeim á búskapartíma
sínum að gjörbreyta jörðinni, svo
að segja má hiklaust, að hún hafi
verið orðin stórbýli.
Um það mikla framtak mætti
skrifa langt mál, en ég nefni aðeins
þetta:
Þau byggja stórt og fallegt íbúð-
arhús úr steini á áranum 1940 til
1945. Seinna byggja þau vönduð
fjárhús ásamt hlöðu og ráku alltaf
stórt bú með blönduðum kúa- og
fjárbúskap. í búskapartíð þeirra
hjóna margfaldaðist túnið að stærð,
svo að það nær nú milli landa-
merkja. Snemma á 6. áratugnum
byggðu þau vandaða heimilisraf-
stöð, sem fær afl sitt úr læknum
ofan við bæinn.
Þau höfðu bæði mikinn áhuga á
tijá- og garðrækt og komu furðu
mikiu í verk á því sviði. Þau rækt-
á mismunandi tímum eru minningar
okkar samofnar og koma oft upp í
samtölum okkar systkinanna. Til
dæmis erfðum við búin hvert eftir
annað. Þar höfðum við kindur, kýr
og hesta eins og á alvöra sveitabæj-
um og annað slagið fengum við
ömmu til að koma og leggja blessun
sína yfír búskapinn. Um leið og við
kveðjum ömmu og þökkum henni
samfylgdina langar okkur að rifja
upp nokkur atriði sem era okkur í
bamsminni.
Amma vildi að við værum dugleg
þegar mikið var að gera. Til dæmis
ef hey lá flatt og þokan að læðast
inn fjörðinn. Reynt var að gera ein-
hæf störf áhugaverð með ýmsu
móti. Þannig hafði amma ofan af
fyrir Gísla þegar verið var að snúa
með hrífum í stórum flekkjum með
því að útskýra fyrir honum almenn
brot. „Núna væri búinn einn þriðji
hlutinn af flekknum og þá væru
eftir tveir þriðju." Sauðburðurinn á
vorin var líka mikill annatími því
amma hugsaði mjög vel um kind-
urnar sínar. Hún vildi fá hraust og
falleg lömb og var oft ánægðari
með einlembinga en tvílembinga
sem gátu verið minni og veiklulegri
þó að auðvitað væri hagstæðara að
fá tvílembinga. Við fengum yfirleitt
Stefanía Þorvalds-
dóttir - Minning
uðu skóg, sem nú er orðinn stórvax-
inn, í brekkunum fyrir ofan bæinn
og fallega skrúðgarða við íbúðar-
húsið. Þessi mikla ræktun er hin
mesta staðarprýði og vekur athygli
allra, sem þangað koma og fara
um veginn. Kunnugir vita, að þar
á Hulda langstærstan hlut að máli.
Þegar ég hugsa um þessar miklu
framfarir á jörðinni í búskapartíð
Jóns og Huldu, finnst mér það
ævintýri líkast.
Enginn vafi er á því, að þar hef-
ur frábær samhugur og dugnaður
hjónanna ráðið mestu, og að sjálf-
sögðu hafa bömin létt mikið undir
strax og þau stækkuðu og á meðan
þau vora heima, enda öll bráðdug-
leg. En ég veit, að á engan er hall-
að þó að ég fullyrði, að þar sé hlut-
ur hinnar þrekmiklu, fjölhæfu og
listfengu húsfreyju langstærstur.
Áram saman hvíldi búskapurinn að
stóram hluta á herðum hennar,
þegar Jón var tímum saman við
kennslu og umfangsmiki! félags-
májastörf.
Ég fann það líka oft á vini
mínum, Jóni, að hann gerði sér
fulla grein fyrir því að hann átti
frábæra konu.
Eftir að gömlu hjónin hættu bú-
skap og fluttu til dóttur sinnar og
tengdasonar, unnu þau að sjálf-
sögðu alltaf sitt af hveiju við bú-
skapinn hjá bömum sínum, tengda-
dóttur og tengdasyni. Og svo mun
það hafa verið með Jón allt fram á
síðasta ár. Heilsu hans hafði þó
hrakað með köflum síðustu missir-
in. En þrátt fyrir það gat hann nær
alltaf verið heima og oftast haft
fótavist. Það var ekki fyrr en í
mars sl., að hann varð svo þróttlít-
ill, að nauðsynlegt reyndist að flytja
hann á sjúkrahús til Akureyrar.
Þar var hann síðan rúmfastur í
fullan mánuð og naut bestu að-
hlynningar sem hægt var að veita.
Hann leið aldrei mikið, en kraftar
hans þurra smám saman með hveij-
um degi sem leið. Þó hélt hann
vöku sinni fram undir það síðasta.
Hulda var hjá honum allan tímann
og veitti honum ró og öryggi, eins
og hún hafði alltaf gert.
Hanri andaðist að morgni mið-
vikudagsins 29. mars.
Ég get ekki lokið þessum ófull-
komnu kveðjuorðum mínum án þess
að rifja upp í örstuttu máli, hvemig
kynni okkar Jóns bar að höndum
og ég fann þann einlægasta og
besta vin, mér ótengdan, sem ég
hef nokkra sinni eignast.
Atvik höguðu því svo til, að ég
varð skólastjóri á Húsavík haustið
1940 og hélt því starfi í tuttugu
ár. Það kom einnig í minn hlut strax
að taka við formennsku í Kennara-
félagi Suður-Þingeyinga. Og vorið
1941 boðaði ég alla kennara sýsl-
unnar til fundar og nokkurra daga
námskeiðs á Húsavík og fékk Aðal-
stein Sigmundsson, síðar námstjóra
frá Árbót, sem leiðbeinanda, en
hann var þá þegar orðinn lands-
kunnur fyrir r.ýjar og áhugaverðar
kennsluaðferðir, sem hann beitti.
Fundur og námskeið vora mjög
vel sótt úr báðum sýslum, og allir
einkar ánægðir með leiðsögn Aðal-
steins, enda hafði hún mikil áhrif
á kennsluaðferðir okkar margra.
Þessa eftirminnilegu daga urðu
fyrstu kynni okkar Jóns. Og þegar
ég hugsa um það núna, undrast ég
bæði og gleðst innilega yfir því, hve
vináttutengsl okkar urðu fljótt náin
og aldrei fallið á þau nokkur skuggi
öll þessi ár. Það var strax eins og
við hefðum lengi verið nátengdir.
Og okkur hefur ekki nægt að tala
saman í síma og hittast öðra hveiju.
Við höfum alltaf skrifast á síðan,
mörg og oft löng bréf á hveiju ári.
Bréf okkar hafa því nú náð furðu-
lega hárri tölu.
En svo kom fleira til. Við gerðum
okkur fljótt grein fyrir því, að kon-
ur okkar vora náskyldar, föð-
urömmur þeirra vora systur. Eftir
það urðu heimilatengsl okkar ennþá
nánari. Þau hjónin og börn þeirra
urðu heimilisgestir okkar er þau
komu til Húsavíkur og við hjá þeim.
Einkum var það Jón, sem oft kom
til okkar vegna starfa sinna í sýslu-
nefnd og öðram félagsmálum. Og
alltaf var hann jafnmikill aufúsu-
gestur. Raunar get ég sagt með
sanni, að við höfum mörg árin átt
annað heimili hjá þeim, því að þau
tóku tvo drengi okkar í fóstur mörg
sumur og dvöldum við þá líka hjá
þeim dögum saman.
Af þessu má sjá, að ég og fjöl-
skylda mín stöndum í ómetanlegri
þakkarskuld við þessi ágætu hjón
fyrir órofa vináttu þeirra, ástúð og
hjálpsemi.
Og nú er Jón á Víðivöllum, sá
frábæri drengur og mikilsvirti leið-
togi, horfinn frá okkur til nýrra
ókunnra heimkynna, þar sem við
vonum að hitta hann áður en lang-
ir tímar liða.
Hann verður jarðsettur að Hálsi
laugardaginn 8. apríl.
Ég og fjölskylda mín sendum
honum enn okkar innilegustu þakk-
ir og biðjum honum allrar blessunar
á nýjum tilverasviðum. Það munu
einnig allir gera sem kynntust hon-
i
I
í
4
4
4
um.
Eiginkonu og íjölskyldu hans
sendum við einlægar þakkir og inni-
legar samúðarkveðjur.
Sigpirður Gunnarsson,
IV. skólastjóri.
frí í skóla á vorin til að fara austur
í sauðburðinn.
Inn á milli komu tímabil þar sem
lítið var að gera og þá lékum við
okkur úti eða lágum upp í dívan
heilu dagana og lásum. Þetta fannst
ömmu alveg sjálfsagt þó að hún
væri sjaldan iðjulaus. Hún sagði að
börn þyrftu að leika sér og okkur
er öllum minnisstætt að hún sagði
oft að það mætti aldrei svíkja börn.
Henni var einnig mjög umhugað
um að börn fengu nóg að bórða og
nógan svefn og það þýddi ekkert
að biðja hana að vekja sig á morgn-
ana nema að eitthvað sérstakt stæði
til.
Ríkt var í ömmu að vera sjálfri
sér nóg og láta engan eiga neitt
hjá sér. Það sama á við marga af
hennar kynslóð. Hún þakkaði fyrir
í hvert skipti sem eitthvert verk var
unnið. Okkur systkinunum voru
eignaðar kindur og gefnir pening-
arnir sem fengust fyrir lömbin á
haustin. Þetta var rausnarlegt kaup
fyrir sumardvöl okkar krakkanna
en amma kallaði okkur alltaf
kaupafólkið sitt.
Amma hafði mjög gaman af
blómum og gróðri. Henni var annt
um tijálundina á landareigninni
sem afi gróðursetti að mestu en hún
var þó meira fyrir litskrúðug blóm.
Inni vora blóm í öllum gluggum,
síblómstrandi og falleg, sérstaklega
vora pelargóníumar ræktarlegar.
í seinni tíð var brekkan fyrir ofan
bæinn afgirt og friðuð á vorin og
sumrin svo að blágresið gæti
blómgast. Fyrsta útsprangna blá-
gresið á vorin var mikið gleðiefni
og þegar sjónin var farin að dapr-
ast spurði hún iðulega hvort brekk-
an væri blá núna. Henni þótti vænt
um túnið sitt og lét aldrei leggja
veg yfír það heim að bænum. Held-
ur náði túnið alveg að bæjarveggn-
um. Snyrtimennska var ömmu mik-
ilvæg, jafnt úti sem inni. Hún sá
til þess að hvergi væri drasl og öll
hús vel máluð.
Amma vildi hafa fugla kringum
bæinn og mátti kötturinn una því
að vera undir strangri gæslu og