Morgunblaðið - 08.04.1989, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989
29
Unnur Jónsdóttir
frá Vík - Minning
Fædd 11. maí 1928
Dáin 1. apríl 1989
Unnur Jónsdóttir frá Vík, dóttir
hjónanna Laufeyjar Sigursveins-
dóttur og Jóns Guðmundssonar.
í Vík var bernskuheimili þeirra
systkina Unnar og Amars þar til
1955 að ijölskyldan flytur á Höfn.
Unnur hóf störf hjá Kaupfélagi
Austur-Skaftfellinga eftir að hún
flutti á Höfn og helgaði hún kaup-
félaginu sína starfskrafta alla ævi.
Ég man eftir henni Unni minni,
frá því að ég var lítil stelpa. Ég
eins og aðrir krakkar á Höfn, fór
í sendiferðir út í kaupfélag þar sem
Unnur, Mæja, Skafti og stelpurnar
þutu fram og til baka fyrir innan
búðarborðið og fundu hina ólíkustu
hluti sem viðskiptavinina van-
hagaði um. Efalaust hefur þurft
til að bera mikla þolinmæði og
þrautseigju að vera á hlaupum frá
morgni til kvölds fyrir viðskipta-
vini. Allt breyttist þetta til batnað-
ar þegar verslunin flutti í ný húsa-
kynni og voru allar deildir verslun-
arinnar með sjálfsafgreiðsluformi.
í fjölda mörg ár var vinkona
Unnar, María Marteinsdóttir,
deildarstjóri í vefnaðarvörudeild
Kaupfélags Austur-Skaftfellinga.
Síðar tók Unnur við hennar starfi
og gegndi því um árabil, eða þar
til hún flyst aftur á sinn gamla
vinnustað en þá til skrifstofustarfa
sem hún gegndi fram að síðustu
dögum ævi sinnar.
Þegar Unnur var ung stúlka
nam hún við Húsmæðraskólann á
Hallormsstað í tvo vetur. í skólan-
um stóð hún sig með prýði, bæði
í bóklegum og verklegum náms-
greinum. Til marks um það var
hún fengin til að kenna vefnað.
Áhugamál hennar voru mörg og
má t.d. nefna lestur góðra bóka,
ferðalög og garðrækt. Flestar jurt-
ir þekkti hún, bæði garðplöntur
og villtar íslenskar jurtir.
Kynni okkar Unnar urðu betri
er ég vann með henni í kaupfélag-
inu, alltaf var hægt að treysta því
að Unnur vissi um alla hluti því
að hún var ákaflega minnug á
hvaðeina.
Við mæðgurnar sjáum nú á eft-
ir ástkærri vinkonu okkar. Vin-
konu sem að í senn var ráðagóð,
vitur og umfram allt traust mann-
eskja, það vita aliir sem áttu því
láni að fagna að kynnast henni.
Þann dugnað og þá elju sem hún
lagði í hvert það verk er hún tók
sér fyrir hendur, hvort heldur það
var við sín skyldustörf í sinni at-
vinnu eða á sínu heimili, fyrir sína
nánustu eða vini, á sér varla hlið-
stæðu. Alltaf lagði hún metnað
sinn í að gera alla hluti sem best.
Samvisku hennar var þannig farið
að helst mátti hana ekki vanta í
vinnu nokkurn dag, heldur skyldi
hún mæta þó að sjúk væri. Betri
starfskraft var varla hægt að
hugsa sér.
Við sem áttum Unni fyrir vin
söknum hennar öll.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með ftjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði,-
líf mannlegt endar slq'ótt.
(H. Pétursson)
Laufeyju, Arnari, ættingjum og
vinum votta ég mína innilegustu
samúð.
Elsa Bjartmars
eiginlega í stofufangelsi langtímum
saman til að þrestirnir gætu verpt
í garðinum við bæinn. Maríuerlan
var líka mikill uppáhaldsfugl.
Amma hafði gaman að handa-
vinnu, og þá sérstaklega fínum út-
saum. Rúmfötin sem við sváfum
við hversdags voru drifhvít og listi-
lega útsaumuð. En amma vissi að
allir þurfa sokka og þó hún segði
að henni hálfleiddist pijónaskapur
pijónaði hún sokka á allt sitt fólk
fram undir það síðasta. Hún vildi
að við systurnar væru duglegar við
handavinnuna og hvatti okkur
óspart en áleit handavinnu ekki
vera karlmannsverk. Amma var
bóndi og gekk í öll verk úti sem
inni og máttum við bræðurnir oft
hafa okkur alla við, þó að við vær-
um orðnir stálpaðir, að halda í við
hana við útiverkin.
Á vorin reyndi mamma að láta
okkur fara vel fötuð í sveitina svo
að amma þyrfti sem minnst fyrir
fötunum að hafa. Einhveijirgarmar
flutu þó með til að nota við óþrifa-
legustu verkin. Amma hafði aðra
skoðun á þessu. Hún taldi rétt að
nota út úr görmunum í sveitinni
þar sem enginn sæi til en nota betri
fötin í kaupstaðnum um veturinn.
Þetta leiddi til þess að sömu garm-
amir voru stagaðir og bættir allt
sumarið og við fórum heim með
meirihlutann af fötunum ónotaðan.
Amma hafði mjög gaman af
lestri og þá helst skáldsögum sem
enduðu vel og alger óþarfi fannst
henni að vera að lesa einhveijar
raunarollur. Við lásum oft fyrir
hana upphátt allra handa bækur til
dæmis Fomaldarsögur Norður-
landa, Mannamun og Kapitólu. Per-
sónur og atburðarás vom síðan
rædd fram og aftur og því dvöldust
alltaf með okkur í Fossgerði ýmsar
sögupersónur.
Það var henni mikið metnaðar-
mál að við værum læs þegar við
byijuðum í skóla. Til þess var ætl-
ast þegar hennar börn fóru í skóla
um tíu ára aldur. Það að skóla-
ganga byijaði núna á sjöunda árinu
fannst henni ekki skipta neinu
máli. Flosi og Þorleifur muna vel
eftir lestramámi hjá ömmu. Hún
vissi að þeir höfðu gaman af sög-
um. Námið fór því fram á einhveija
spennandi bók. Til að byija með las
amma löngu orðin til að eitthvað
gengi með söguna. Það stóðst á
endum að við sögulok voru þeir
orðnir stautandi.
Þegar við vorum að fara heim á
haustin og ailir voru' að hamast við
að tír.a saman dótið átti amma til
að segja: „Vonandi gleymið þið ein-
hverju". Hún var viss um að yrði
eitthvað eftir kæmum við aftur til
að ná í það. Þetta fannst okkur
skrítið því auðvitað ætluðum við að
koma aftur.
Okkur hlýnaði alltaf um hjarta-
ræturnar þegar við komum austur
á vorin og sáum Fóssgerði birtast
framundan klettunum og við feng-
um kökk í hálsinn á haustin þegar
húsið og amma á tröppunum hurfu
bak við þessa sömu kletta.
Gísli, Björg, Þorleifíir
ívar, Flosi og Elín.
SÖLUSÝNINC
A EINSTOKUM
HÚSBÚNAÐI
ítalski Memphis húsbúnaðurinn
- eftirlæti fagurkera um allan heim.
Frumleiki og fegurð í formum, litum og efnum.
Nú er tækifæri, sem kemur aldrei aftur, tækifæri til að
eignast glæsilega muni á verði sem á engan sinn líka
- um viða veröld.
Sölusýning stendur aðeins þessa helgi.
Opið laugardag 10:00 — 16:00 og sunnudag 14:00 —17:00
MW
VIÐ ENGJATEIG, SlMl 689155