Morgunblaðið - 08.04.1989, Side 30
30
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunniaugur
Guðmundsson
Satúrnus
f dag ætla ég að fjalla um
áhrif Satúmusar í framvind-
um. Það sem átt er við með
framvindu er að við göngum
í gegnum mismunandi tímabil
frá ári til árs. Talað er um
Satúmusartímabil þegar hann
myndar t.d. samstöðu eða
spennuafstöðu við Sól eða
Tungi. Það hvort Satúmus
myndar slíka afstöðu eða ekki
má sjá í plánetutöflum, t-d.
þeirri sem er aftast i stjömu-
spekibókinni Hver er ég? Ef
hann er i sama merid og Sólin
þá myndar hann samstöðu
o.s.frv.
Öldrun og vinnuálag
Sagt er að Satúmusi fylgi oft
minnkandi mótstöðuafl og
hætta á sjúkdómum vegna
stréitu og of mikils vinnu-
álags, enda fylgir tímabilum
hans oft mikið vinnuálag. Þar
sem Satúmus er táknrænn
fyrir tímann verður fólk oft
vart við líkamleg merki þess
að það er að eldast þegar hann
lætur sjá sig. „Guð hvað ég
er að verða gömul“ er algeng
setning sem heyrist þegar
hann er í framvindu og jafn-
vel það þó viðkomandi sé ekki
eldri en tuttugu og fimm eða
þtjátíu ára.
Raunsceis- ogagatimi
Á tímabilum Satúmusar verð-
um við meðvitaðri um skyldur
okkar og ábyrgð. Maður sem
hefur drukkið lengi eða reykt
of mikið segir kannski við
sjálfan sig; „Þetta gengur ekki
lengur, nú tek ég mér tak.“
Við borgum gamla reikninga
á tímabilum Satúmusar og
endurbyggjum það I lífi okkar
sem er að hruni komið.
Áhyggjur
Oft fylgja Satúmusartímabii-
um áhyggjur vegna framtíð-
arinnar og jafnframt skömm-
umst við okkar fyrir það
hversu litlum árangri við höf-
um náð. Við sjáum einnig
ófullkomleika okkar. Þungar
hugsanir um hæfileika og
hæfileikaleysi ásækja okkur
þegar við berum árangur olck-
ar saman við hina fullkomnu
fyrirmynd. Við verðum óör-
ugg, þunglynd, hræðumst ald-
ur okkar og verðum öryggis-
laus en fyllumst jafnframt
sterkri þörf fyrir auldð öryggi.
Jákvœð
Þessi Satúmusarupptalning er
hálf neikvæð. Við ættum samt
ekki að stimpla orku Satúm-
usar sem vonda. Stundum
þurfum við að horfa á raun-
veruleikann og gera úrbætur.
Óánægja er í raun fyrsta
skrefið i átt til breytinga og
þvf ber ekki að taka hana sem
neikvætt afl. Besta ráðið við
óánægju er að gera breytingar
og endurskipuleggja líf sitt.
Satúmus þarf ekki að vera
óþægilegur ef menn taka rétt
á honum og hafa gert það
áður.
Endurmat
Besta ráðið við Satúmusi er
að viðurkenna hann og segja
við sjálfan sig að nú sé timi
til að endurmeta stöðu sina f
lífinu. Þar sem orka Satúmus-
ar er efnisleg, er ekki sfst
verið að tala um efnalega
stöðu, s.s. fjármál, vinnu o.þ.h.
( stað þess að fyllast hræðslu
við Satúmus er betra að vera
jákvæður og segja; „Þetta er
fint mál, nú get ég tekið til í
Ufi mínu.“ Best er að setjast
niður og skipuleggja tíma sinn
og gera áætlanir sem eiga að
stuðla að betra lífí. Fyrir þá
sem hafa áhyggjur af pening-
um getur verið gott að leggja
fyrir þó ekki sé nema 100
krónur á viku eða mánuði. Það
skapar öryggiskennd. Það
góða við Satúmus er að okkur
tekst oft á tímabilum hans að
gera það sem krefst aga og
hefur áður mistekist. Ef líf
okkar er reglusamt og skipu-
lagt á tímabilum hans á allt
að vera í góðu lagi.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989
m----ii" - i -*t •i •; u-ci'tp ■; ;
GARPUR
BRENDA STARR
UÓSKA
FERDINAND
SMÁFÓLK
^YOU KNOuJ UJklAT
YOU 5H0ULPUJRITE?
YOU SHOULP UJKITE
A "KI5S-AMP-
. TELL " B00K.,
Veistu hvað þó ættir að
skrifa? Bók um að „Kyssa
og kjafta frá“.
Ég kjafta frá! Ég kjafta
frá!
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Amarson
Eftir vafasama opnun á veik-
um tveimur í hjarta lenda NS í
næfurþunnu geimi.
Suður gefur; AV á hættu.
Norður ♦ G10972
Vestur ▼ D4 ♦ ÁKD7 ♦ K5 Austur
♦ D5 ♦ K643
♦ Á10 tlllll ♦ G83
♦ G932 ♦ 85
♦ D10962 ♦ Á843
Suður
♦ Á8
♦ K97652
♦ 1064
♦ G7
Vestur Norður Austur Suður
— — — 2 hjörtu
Pass 4 hjörtu Pass Pass
Pass
Sagnhafi leysti sitt fyrsta
vandamál þegar hann ákvað að
láta lítið lauf úr boðinu. Austur
drap með ás og skipti yfir í
spaða.
Hvorki suður né vestur fundu
bestu spilamennskuna í fram-
haldinu. Suður drap strax á
spaðaásinn og spilaði litlu trompi
á drottningu blinds. Þegar hún
átti slaginn, dúkkaði hann hjarta
frá báðum höndum og vann sitt
spil.
Eftir spilið var vestur sjálfum
sér gramur. Hann sá að með því
að stinga upp trompásnum og
spila spaða gat vörnin tryggt sér
annan trompslag. Austur yrði
að yfírdrepa drottninguna og
spila meiri spaða, sem vestur
myndi trompa með tíunni.
Hjartagosi austurs yrði þá fjórði
slagur vamarinnar.
En sagnhafi gat tryggt sér
vinninginn með því að dúkka
spaðann og ijúfa þannig samn-
inginn í fitnum.
Umsjón Margeir
Pétursson
Á danska meistaramótinu í ár
kom þessi staða upp i skák al-
þjóðlega meistarans Erlings
Mortensen, sem hafði hvítt og
átti leik, og hins fræga stórmeist-
ara Bent Larsen.
33. Hd5! - Bb2 (lakara er að
þiggja skiptamunsfómina strax,
33. - Rxd5, 34. Hf7+ - Kg8,
35. exd5 og svartur er vamar-
laus) 34. e5! - Rxd5, 35. Hn+
— Kg8, 36. cxd5 — Bxe5, 37.
Hf5+ — Kh7, 38. Hxe5 og með
tvo menn fyrir hiók vann hvítur
án teljandi erfíðleika. Þessir tveir
skákmenn, Larsen og Mortensen,
urðu jafnir og efstir á mótinu og
munu innan skamms tefla einvígi
um titilinn. Þetta er í fyrsta sinn
í langan tíma sem Larsen er með
á danska meistaramótinu.