Morgunblaðið - 08.04.1989, Page 33
6861 Jlfl'íA .8 flU0ACIflADUAJ aiOAjaVIUOflOM _______________________
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARUAGUR'8."APRÍL "Í989 33
Minning':
Guðmundur S. Einars
son frá Dalsmynni
Fæddur 17. desember 1950
Dáinn 29. mars 1989
Enn einu sinni stöndum við
mannanna böm frammi fyrir torr-
áðnustu gátu lífsins, sláttumaður-
inn slyngi hefur reitt til höggs og
skilið eftir sig sár í bijóstum vorum.
Maður á góðum aldri hefur verið
kallaður yfir móðuna miklu til nýrra
verka. Við slíka fregn vakna marg-
ar spurningar en fátt verður um
svör.
Andspænis slíkum krafti dugar
lítið margslungið vit mannsins eða
tækniundur nútímans, enginn getur
flúið sinn skapadóm.
Guðmundur Siggeir fæddist og
ólst upp í Dalsmynni í Villingaholts-
hreppi og bjó hann þar ásamt for-
eldrum sínum, Einari Einarssyni og
Eyrúnu Guðmundsdóttir. Hann var
búfræðingur að mennt og hafði
mikið yndi af öllum skepnum en
þó sérstaklega hestum, ófáar eru
fjallferðirnar sem hann hafði farið
ásamt ýmsum öðrum hestaferðum.
í slíkum ferðum áttum við oft góð-
ar stundir saman, þar sem léttleiki
og kímni Guðmundar naut sín vel.
Félagi vor og vinur Guðmundur
Einarsson hefur nú lagt í það ferða-
lag, sem ekki verður aftur úr snúið.
Tíma hans á meðal vor er lokið.
Megi fagrir fjallasalir og grænar
sléttur taka honum opnum örmum,
þar sem hófatök fáka og kindajarm
bergmálar milli fjallstoppa.
Megi foreldrar hans og systkini
minnast hins góða í fari hans og
fyrirgefa honum breyskleika.
Með þessum orðum viljum við
þakka Guðmundi samfylgdina.
Fjölskyldu hans sendum við inni-
legustu samúðarkveðjur.
Bragi Agústsson,
Jóhann Agústsson.
Drottinn gaf og Drottinn tók.
Þegar mér bárust þau hörmulegu
tíðindi að Guðmundur vinur minn í
Dalsmynni væri allur, duttu mér í
hug orð Þórbergs Þórðarsonar: „Ég
þarf að hugsa, ég á svo margt eft-
ir óhugsað."
Guðmundur fæddist í Dalsmynni
17. desember 1950. Gummi átti
dálítið sérstætt líf. Hann var dreng-
ur sérstaklega góður og þótti vænt
um dýr og menn og bar virðingu
fyrir því grasi og þeirri mold sem
hann gekk á.
Hver er sinnar gæfu smiður,
Gummi var einfari og þáði ekki
atlot annars fólks. Hann bjó í for-
eldrahúsum alla sína ævi, var bæði
glöggur á skepnur og menn og tók
tillit til þeirra dýra sem gengu af
íslenskri náttúru.
Ég kynntist Guðmundi fyrir 13
árum, þá riðum við saman til fjalls,
inn á Flóamannaafrétt. Gummi var
geysigóður smali með arnfrá augu
og betri heyrn en gekk og gerðist
meðal smala. Ástæða þess að ég
skrifa um Gumma örlítinn pistil er
sú að ég vil þakka honum sam-
fylgdina. Þó árin væru ekki ýkja
mörg, þá rista þau í hjarta mitt,
minningu um góðan dreng og sér-
stakan skepnumann. Ég vil þakka
fyrir þessi ár sem við nutum kunn-
ingsskapar hvor annars, og bið
góðan guð að varðveita hann í nýj-
um heimi, því ég veit það af eigin
raun, að Guðmundur í Dalsmynni
þykir góður liðsauki í Himnaríki.
Ég sendi foreldrum hans og
systkinum samúðarkveðjur mínar.
Jóhann B. Guðmundsson
t
Útför eiginmanns míns og föður okkar,
JENS ELÍS JÓHANNSSONAR
fyrrum bónda
f Sælingsdal,
ferfram frá Hvammskirkju f Dalasýslu laugardaginn 8. apríl kl. 14.00.
Bíll fer vestur frá Umferðarmiðstöðinni kl. 8.00 á laugardaginn
og til baka sama dag. Vinsamlega hafið samband við Unni í síma
43438 eða Erlu í síma 92-27326.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Guðrún Oddsdóttir og börn.
t
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐFINNA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Hringbraut7,
Hafnarfirði,
lést í Borgarspítalanum 1. apríl. Útförin hefur farið fram.
Ármann Sigurðsson,
Kristján Armannsson, Aðalheiður Björnsdóttir,
Sigurbjörg Armannsdóttir, Gylfi Sigurðsson,
Rán Armannsdóttir, Bergþór Pálmason,
Ægir Armannsson, Ragnhildur Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
RÓSU GUÐMUNDSDÓTTUR,
Laugarásvegi 58.
Helga M. Einarsdóttir, Ólafur Guðnason,
Sigriður Einarsdóttir, Guðmundur Ingólfsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Kristín H. Stefáns-
dóttir - Minning
Fædd 28. júní 1895
Dáin 1. apríl 1989
í gær, föstudag, fór fram frá Foss-
vogskirkju útför Kristínar Hólmfríð-
ar Stefánsdóttur.
Kristín var dóttir hjónanna Stef-
áns Bergmanns Björnssonar, bónda,
og Elínar Sigríðar Þorsteinsdóttur,
en þau bjuggu í Miðfirði í Skeggja-
staðahreppi þegar Kristín- fæddist.
Þau Stefán og Elín áttu þrjú önnur
börn; Hildigunni, sem dó í æsku;
Jónínu, sem einnig dó ung; og Stein-
þór, sem lést árið 1967.
Þegar Kristín var á öðru ári lést
faðir hennar. Móðir hennar varð þá
að bregða búi og fór Kristín í fóstur
að Kálfaströnd við Mývatn, þar sem
móðursystir hennar var húsfreyja.
Taldi Kristín Mývatnssveitina alltaf
æskustöðvar sínar, þótt hún færi
aftur til móður sinnar níu ára göm-
ul. Dvaldi hún enda áfram á Kálfa-
strönd mörg sumur eftir það.
Kristín giftist árið 1920 Matthíasi
Lýðssyni, verkstjóra, frá Hjallanesi
í Landsveit. Elín, móðir Kristínar,
fylgdi dóttur sinni og bjó hjá þeim
hjónum til dauðadags, árið 1955. Þau
Kristín og Matthías eignuðust þijú
börn; Elínu, sem lést árið 1977;
Huldu, sem gift er Runólfi Halldórs-
syni; og Gunnar, sem kvæntur er
Theodóru Ólafsdóttur. Bamabörn
Kristínar eru sjö og bamabarnabörn-
in orðin tólf.
Eiginmann sinn missti Kristín árið
1974.
Síðasta áratuginn bjó Kristín hjá
Huldu dóttur sinni og eiginmanni
hennar. Þar naut hún aðhlynningar
og þau hjónin gættu þess að aldurinn
yrði Kristínu ekki einangrun.
Rúmir níu áratugir eru löng ævi.
Kristín hélt andlegu og líkamlegu
þreki að mestu fram undir hið síðasta
og lifði því hvert ár lifandi. Hún var
barn síðustu aldamóta og um margt
sérkennileg kona. Einkum í ljósi
líðandi stundar, því hún lét tímann
og tískuna ekki breyta viðhorfum
sínum að ráði. Hún átti skap og var
stundum stjórnsöm í meira lagi. Á
móti var hún glettin og létt í lund
og fann þannig sitt eigið jafnvægi.
Hennar verður minnst með brosi og
hlýju.
Halldór Valdimarsson
Minning:
Margrét F. Bjarna-
dóttir - Kirkjuferju
Fædd 27. júlí 1917
Dáin 28. mars 1989
í dag kveðjum við ömmu á Kirkju-
feiju, Margréti F. Bjamadóttir. Það
er okkur systkinunum mjög erfitt að
setja á blað kveðjuorð til hennar.
Minningarnar sem við eigum em
svo margar og góðar og einkennast
af allri þeirri ást og hlýju sem hún
gaf okkur.
Þegar við voruu. krakkar var farið
nánast um iiveija helgi til afa og
ömmu 4 Kirkjufeiju, alltaf var okkur
tekið opnum örmum. Mörg jól og
áramót voru haldin hjá þeim.
Amma var alltaf sístarfandi og
undi sér sjaldan hvíldar, því gesta-
gangur var mikill og heimilið stórt.
Þrátt fyrir það, munum við hana
ekki öðmvísi en i góðu skapi og fjör-
ugri og hafði hún ætíð tíma fyrir
okkur sama hvað bjátaði á.
Amma eignaðist 12 börn og em
11 á lífi, barnabör'nin em 39 og
langömmubörnin em orðin 26. Hún
var virkilega stolt af sínum stóra hóp.
Elsku mamma, við sendum þér og
systkinum þínum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Elsku ömmu þökkum við fyrir alla
hennar ástúð og hlýju. Söknuðurinn
er mikill.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Sigga, Þórunn,
Jóna, Þórður.
+
Þökkum auðsýnda vináttu og hlýhug við fráfall eiginmanns míns,
föður, tengdaföður, afa og langafa okkar,
BJÖRNS BJÖRNSSONAR.
Guðrún Pétursdóttir,
Sigríður Björnsdóttir, Helga Björnsdóttir,
Dagný Björnsdóttir, Ragnar Guðmundsson,
Pétur H. Björnsson, Sigurdís Sigurbergsdóttir,
Björn Logi Björnsson, Petrfna Úlfarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum innilega öllum, andlát og útför, + er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við
VALGERÐAR SIGURÞÓRSDÓTTUR, frá Lambhaga.
Þóra Gfsladóttir, Ingileif Gísladóttir,
Helga Gfsiadóttir, Sveinn Sigurðsson,
Nikulás Gfslason, Edda Helgadóttir,
Ólafur Gíslason, Sigríður Vilmundardóttir,
Ingvar Ingvarsson, Þóra Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum af alhug samúð og vináttu okkur sýnda við andlát og
jaröarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
JÓNASAR K. JÓSTEINSSONAR
yfirkennara,
Mávahlfð 8.
Sérstakar þakkir eru færðar Oddfellowum.
Gréta Kristjánsdóttir,
Kristin Jónasdóttir, Valdimar Örnólfsson,
Kári Jónasson, Ragnhildur Valdimarsdóttir,
Jónas Valdimarsson, Örnólfur Valdimarsson,
Kristján Valdimarsson, Þórunn Káradóttir,
Daði Kárason.
+
Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug við andlát og út-
för móður okkar, stjúpmóður, tengdamóður, ömmu, langömmu
og langalangömmu,
MAGNEU SIGURÐARDÓTTUR.
Hrafnhildur Einarsdóttir,
Viggó Einarsson,
Björgvin Hannesson,
Ástrfður Hannesdóttir,
Dóra Hannesdóttir,
Karl Sveinsson,
Sigurbjörg Hjálmarsdóttir,
Sigurveig Sólmundsdóttir,
Bjarni Magnússon,
Jón H. Júlíusson,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.