Morgunblaðið - 08.04.1989, Síða 34

Morgunblaðið - 08.04.1989, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989 Ginger-homsáfí Þessum glæsilega leðursófa er hægt að raða upp á nokkra mismunandi vegu. 7 IHir fáanlegir. Verð uðeins kr. 156.200,- Skoðið gæsileg húsgögn / skemmtilegri verslun. Við erum í „Nútíð“ Faxafeni 14, sími 680755 HUSGOGN fclk í fréttum J.R. Frá Dallas til Moskvu Smávaxinn útlendingur með sér- kennilegan hatt á höfði vakti óskipta athygli manna á Rauða torginu í Moskvu á dögunum. Bið- röðin við grafhýsi Vladimírs Leníns leystist upp og verslanir í Gúm- verslunarmiðstöðinni tæmdust er menn flykktust út á torgið til að berja gestinn augum. Var þar kom- inn bandaríski leikarinn Larry Hag- man, en hann leikur sem kunnugt er auðhyggjumanninn illskeytta, J.R. Ewing, í Dallas-myndaflokkn- um sívinsæla. í þáttunum sem nú DANS Islands- meistari 1 frístæl- keppni Þau mistök urðu í frétt fyrr í vikunni um frístælkeppni unglinga í dansi að íslandsmeist- ari í einstaklingskeppni var sögð Katrín Einarsdóttir. Hið rétta er að sigurvegarinn heitir Anna Sig- urðardóttir og er frá Garðabæ. Hún er fímmtán að aldri og hefur æft dans hjá dansstúdío Dísu síðastliðin fímm ár. „Fólk í frétt- um“ biðst velvirðingar á þessum mistökum. er verið að framleiða heldur J.R. til höfuðborgar Sovétríkjanna, að líkindum í viðskiptaerindum. Á myndinni blæs Larry Hagman sápukúlur á Rauða torginu en í bakgrunni gnæfír Kremlarmúr. Sú er trú margra í Bandaríkjunum að þessi iðja geti slegið á tóbakslöngun manna en á Rauða torginu eru reykingar bannaðar með öllu. Anna Sigurðardóttir, íslands- meistari í fristældansi. Morgunblaðið/BjömBlöndal Að loknu námskeiðinu um stofnun og rekstur fyrirtækja sem ein- göngu var ætlað konum á Suðurnesjum. Á myndinni eru frá vinstri til hægri: Vilborg Árnadóttir, Ragna Sveinbjörnsdóttir, Jón E. Unnd- órsson, kennari og framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Suður- nesja, Ólöf Sveinsdóttir, Erna Einarsdóttir, og Herdís Gunnarsdótt- ir. Á myndina vantar Margréti Guðjónsdóttur, Svölu Svafarsdóttur, Guðnýju Sigfúsdóttur og Sigríði Sigurðardóttur. Lúdó sextett og Stefán. SKEMMTANIR Vetrarbraut með nýju sniði NÁMSKEIÐ Konur og rekstur fyrirtækja Nýlega lauk í Keflavík námskeiði um stofnun og rekstur fyrir- tækja sem var sérstaklega ætlað konum á Suðumesjum. Námskeiðið var haldið á vegum Atvinnuþróunar- félags Suðumesja og að sögn Jóns E. Unndórssonar, framkvæmda- stjóra félagsins og kennara á nám- skeiðinu, er þetta í annað sinn sem slíkt námskeið er haldið á Suðumesj- um. Að þessu sinni sóttu 9 konur nám- skeiðið og stunda flestar þeirra rekst- ur af einhveiju tagi. Jón E. Unndórs- son sagði að konur væru körlum ekki síðri í rekstri fyrirtækja nema síður væri. Þær væru ráðdeildar- samar og kunnar að því að láta enda ná saman. Jón sagði að konur stofn- uðu öðmvísi fyrirtæki en karlar — oft lítil þjónustufyrirtæki. Þær væru oft óframfærari og í ljós hefði komið að þær kysu frekar að taka þátt í námskeiðum sem þessum án þátt- töku karla. Námskeiðið stóð í 26 kennslu- stundir og meðal efnis sem farið var yfír má nefna: Stofnandi og stjóm- un, gerð stofnáætlunar, markaðs- mál, fjármál, reikningsskil og eignar- form fyrirtækja. Að námskeiðinu lo- knu fengu konurnar afhent þátttök- uskírteini og vom þær allar sammála um að námskeiðið hefði verið ákaf- lega gagnlegt og þær hefðu lært mikið sem að gagni mætti koma í rekstrinum hjá fyrirtækjum þeirra. BB Vetrarbrautin á þriðju hæð Þórs- hallar verður opnuð með nýju sniði laugardaginn 8. apríl. Vetrar- bráutin er nýr kostur fyrir þá sem vilja skemmta sér í þægilegu um- hverfi og njóta góðrar tóniistar — án hávaða, segir í frétt frá Vetrar- brautinni. Svo vel vill til að um þessar mundir eiga þeir félagar í Lúdó sextett og Stefán 30 ára starfsaf- mæli og það verða einmitt þeir fé- lagar sem ríða á vaðið og halda upp á starfsafmælið í Vetrarbrautinni næstu helgar. Á opnunarkvöldinu verða Guðlaugur Bergmann og Sæmi rokk ásamt eiginkonum heið- ursgestir Lúdó sextetts og Stefáns. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI boumo 69 Velkomin á vélasýninguna BAUMA 89 í Miinchen. Við vænt- um þess að sjá sem flesta á sýn- ingarsvæði DRESSER í bási 1922, húsi 19, síðdegis miðvikudaginn 12. apríl. ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SIMI 38900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.