Morgunblaðið - 08.04.1989, Page 41
41
!80i JÍH'IA .8 HUOAdHAOUAJ ŒCÍAJaMUDHOM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989
Þessir hringdu . . .
Kápa tekin í misgripum
Gunnþórunn hringdi:
Konan sem tók kápuna mína í
misgripum á Rauðakrossfundi á
Hótel Lind við Rauðarárstíg
síðastliðið mánudagskvöld gjöri
svo vel að hringja til mín í síma
22697.
Fín fiskbúð
Fiskunnandi hringdi.
Ég vil endilega koma á fram-
færi þökkum til þeirra sem opn-
uðu fískbúð aftur í Starmýri.
Þama var svo sem ágæt búð fyr-
ir nokkrum árum en þessi verslun
er hreint til fyrirmyndar hvað
varðar hreinlæti og svo er fískur-
inn þama hjá strákunum alltaf
nýr og góður. Það er mjög gaman
að koma til þeirra þeir em alltaf
svo hressir og kátir. Elsku strák-
amir mínir, haldið ykkur á sömu
braut, það er svo mikilvægt að
fá nýjan og góðan fisk.
Skíðahúfa tapaðist
Sjöfíi hringdi.
Á föstudaginn langa týndi ég
rauðri skíðahúfu í Fossvogsda’.n-
um ásamt skíðavettlingum. Ég sé
mjög eftir húfunni sem er rauð
með skyggni úr efni og pijónuðum
neðri helmingi. Ef einhver hirðu-
samur hefur tekið hana til handar-
gagns þá væri mér mikil þægð í
því að hann hringdi í mig í síma
681388. Einnig vil ég leggja
áherslu á hve Fossvogsdalur er
dásamlegur til skíðaiðkana. Það
er svo mikils virði að komast út
í náttúmna og undursa'mlegt að
þessi dalur skuli vera í miðri borg
á tímum of mikillar vinnu og
hraða.
Fermingarhringurinn
týndur
Bára Hlín Erlingsdóttir
hringdi.
Ég týndi fermingarhringnum
mínum milli Þrastarhóla og
Hraunbergs í Breiðholti á mánu-
daginn. Hringurinn er þrílitur úr
silfri, kopar og gulli. Finnandi vin-
samlegast hringi í síma 76134.
Barnaefni vekur ótta
Orn Leó Guðmundsson
hringdi.
Ég vil leyfa mér að mótmæla
harðlega þeirri þróun sem virðist
eiga sér stað á flutningi bamaefn-
is hjá ríkissjónvarpinu. Vil ég
nefna sem dæmi þáttaröð sem
kallast Tuskutóta, nánar tiltekið
þátt úr þeirri röð sem sýndur var
sunnudaginn 2. apríl síðastliðinn.
Það efni var að mínu mati alls
ekki við hæfí barna. En þar voru
atriði sýnd sem voru til þess eins
fallin að kalla fram ótta og óör-
yggi og spumingar um tilveru
drauga. Slíkt efni gerir jafnvel
heimili bamsins að dularfullum
stað sem ógnar tilvem þess. Ég
spyr forráðamenn ríkissjónvarps-
ins og þá sem teljast ábyrgir fyr-
ir því efni sem borið er á borð
fyir böm þjóðarinnar hver er til-
gangurinn með slíkum flutningi?
Vinsamlegast sýnið efni fyrir
bömin okkar sem vekur gleði og
áhuga á því sem telst uppbyggj-
andi og fagurt og þroskandi. Þið
foreldrar sem eruð mér sammála
vinsamlegast látið í ykkur heyra!
Með þökk fyrir það sem vel er
gert hjá ríkissjónvarpinu og von
um afdráttarlaus og skjót við-
brögð.
Aðför að Sjöfii
Húsmóðir hringdi:
Ég er móðir þriggja bama f
Seljahverfí og mér fínnst ýmislegt
dularfullt í herför foreldra gegn
skólastjóra Ölduselsskóla. Aður
fyrr gekk erfíðlega að fá fólk í
stjóm foreldrafélagsins en nú
skyndilega var mikill áhugi á því.
Einnig hefur maður heyrt að tveir
í stjóminni eigi máka í kennara-
liði skólans og eigi því sérstakra
hagsmuna að gæta. Einnig virðist
mér að stjómin afgreiði margt án
þess að almennir foreldrar komi
þar við sögu. Ég hef áhyggjur af
því að þessi stjóm ætli að skemma
fyrir okkur með sínum málflutn-
ingi. Það er líka skrýtið að skóla-
stjórinn fékk ekki tækifæri tjl að
sýna hvað í henni býr, hún var
strax kveðin niður. Eitt bama
minna er mjög ánægt í tímum hjá
Sjöfn en kemur heim einn daginn
og spyr mig hvað sé um að vera.
Það er erfitt að skýra það út.
Auðvitað heldur maður bömunum
sem mest frá svona málum en
kemst ekki hjá því að ræða þau.
Alltaf hefur verið góður andi í
þessum skóla og þess vegna fara
lætin fyrir bjóstið á manni.
Armbandsúr týndist
Armbandsúr tapaðist mánu-
daginn 5. apríl á leiðinni frá Há-
skóla ■ íslands niður í miðbæ.
Skilvís fínnandi vinsamlega hafí
samband í síma 657275.
Hvareru
N epal-töskurnar ?
Guðný hringdi.
Veit einhver hvar hægt er að
fá Nepal-töskur? Þær fengust
áður í Tínu Mínu á Laugaveginum
sem nú er hætt.
Hrikalegar miðdegissögur
Anna hringdi.
Mér fínnst hryllingur að hlusta
á miðdegissöguna Riddarann og
drekann sem nú er verið að lesa
þar sem djöfullinn er ein af sögu-
hetjunum. Og ekki var Blóðbrúð-
kaup skárra sem áður var lesið.
Má ég þá frekar biðja um að hald-
ið verði áfram að lesa ævisögu
Ama prófasts en sagan sú er
hafsjór af fróðleik.
Góður lestur hjá Pétri þul
Þorvarður Júliusson á Sönd-
um í Vestur-Húnavatnssýslu
hringdi.
Margs er góðs að minnast úr
Ríkisútvarpinu en langhæst ber á
þeim vetri, sem nú er að líða, lest-
ur Péturs Péturssonar, fyrrver-
andi þuls, úr æviminningum séra
Áma prófasts Þórárinssonar.
Dýrum fötum stolið
Bryndís hringdi.
Á miðvikudag fyrir páska var
stolið svörtum stórum plastpoka
með miklu af dýrum kven- og
bamafatnaði við pakkaafgreiðsl-
una á Umferðarmiðstöðinni í
Reykjavík. Þar á meðal var mód-
elrússkinnskápa og leðuijakki.
Þeir sem eitthvað kynnu að vita
um fótin vinsamlegast skili pokan-
um á Umferðarmiðstöðina eða
hringi í síma 91-72398 eða
98-11292.
ÞRJAR GOÐAR
SÝNINGAR
••
LEYSUMOLL
LEKAVANDAMÁL
Leggjum þakdúka á flöt þök.
Þéttum svalir yfir íbúðum.
Þéttum bárujárnsþök sem leka.
hrnHWlM#1 IVV1 Símar 651710 og
rL A A AHU III ■ 685350, bílas. 985-23838
Tölvustýrður gjaldtökubúnaður verður
tekinn í notkun á Bakkastæði vestan
Kalkofnsvegar mánudaginn 10. apnl nk.
Gjaldskylda er , frá 07.30 til 19.00
mánud.-föstud. Ókeypis er frá kl. 19.00-
07.30 svo og um helgar.
Ýta verður þó á hnapp og taka segulmiða til að
opna innhlið og nota síðar við úthlið.
Gjaldið er 30 kr. fyrir fyrstu klukkustundina, en
síðan 10 kr. fyrir hverjar byrjaðar 20 mínútur.
Miðaaflesari við varðskýli tekur við þrem mynt-
stærðum, 5 kr., 10 kr. og 50 kr. og getur gefið
til baka. Týnist segulmiði skal ýtt á hnappinn
„týndur miði“ og verður þá að greiða 450 kr. til
að komast út sé vörður ekki á stæðinu.
Mánaðarkort eru seld í varðskýli á 3000 kr. og
verður hægt að kaupa þau til fleiri mánaða í senn.
Aðeins er ekið inn á stæðið frá Kalkofnsvegi og út
í Tryggvagötu. ■■■
l| f Gatnamálastjóri.
LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 10-17
UTIHURÐIR
FLÍS AR
G L E R
LISTGLER
Sími: 45133
KÁRSNESBRAUT 110
Láttu sjá þig á Kársnesbrautinni, það verður tekið vel á móti þér.
SÍMI43411
KÁRSNESBRAUT 98
SÍMI46044
KÁRSNESBRAUT 106
Metsölublað á hverjum degi!