Morgunblaðið - 26.04.1989, Side 1

Morgunblaðið - 26.04.1989, Side 1
48 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 93. tbl. 77. árg. MIÐVIKUDAGUR 26. APRIL 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Skammdræg kjarnavopn í Y-Evrópu: Eitt ríki fær ekki mótað stefiiu NATO - segir Margaret Thatcher London. Reuter. MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, varaði stjórn- völd í Vestur-Þýskalandi við því í gær að rjúfa samstöðu ríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) með þeim orðum að eitt tiltekið aðildarríki gæti ekki mótað varnarstefhu bandalagsins. Vestur- Þjóðverjar hafa, þvert á vilja Bandaríkjamanna og Breta, hvatt til þess að liafnar verði samningaviðræður við ríkin austan járnljalds- ins um fækkun skammdrægra kjarnorkueldflauga í Evrópu og hefur enn ekki tekist að leysa ágreining þennan. Thatcher sagði á þingi í gær að kjarnorkuherafli Atlantshafs- bandalagsins og viðbúnaður hins hefðbunda herafla hefði tryggt frið í Evrópu í 40 ár. „Eitt tiltekið ríki getur ekki mótað stefnu NATO. Allt það sem grefur undan NATO mun skaða viðleitni til að halda Mexíkó skelfur Mexíkóborg. Reuíer. MIKIL hræðsla greip um sig er öflugur jarðskjálfti skók stærstu borgir Mexíkó í gær. Vitað var um einn mann sem beið bana. Tals- vert tjón varð á mannvirkj- um. í höfuðborginni hlupu þús- undir manna skelfingu lostnir út úr húsum er skjálftinn reið yfir klukkan 8:29 að stað- artíma, 14:29 að íslenzkum tíma. Mældist hann 6,8 stig á richter-kvarða og átti upptök neðansjávar, 65 km vestur af baðstrandarborginni Acapulco á Kyrrahafsströnd landins. Starfsmaður Rauða krossins sagði að margir hefðu fengið taugaáfall í skjálftanum. í september 1985 biðu um 10.000 manns bana í jarð- skjálfta í Mexíkóborg. uppi vörnum í þágu frelsisins," bætti hún við. Á mánudag ræddu vestur-þýskir og bandarískir embættismenn deilu þá sem upp er kominn innan bandalagsins vegna áforma um endurnýjun skammdrægra kjarn- orkueldflauga í Vestur-Evrópu og þeirrar afstöðu ráðamanna í Vest- ur-Þýskalandi að hefja beri viðræð- ur um fækkun þessara vopna. Fundurinn skilaði litlum sem eng- um árangri en deilan verður rædd frekar og lýstu menn yfir því að mikilvægt væri að leysa hana fyrir leiðtogafund aðildarríkja NATO í næsta mánuði. Thatcher mun eiga viðræður við Kohl kanslara í Vestur-Þýskalandi um næstu helgi en áður mun hún hitta forsætisráðherra Ítalíu og Belgíu að máli. Sjá einnig „Árangurslaus fundur. . . “ á bls. 21. Takeshita segirafsér Reuter Noboru Takeshita sagði af sér starfi forsætisráðherra Japans í gærmorgun vegna Recruit-málsins, mesta stjórnmálahneykslis, sem komið hefur upp í landinu í áratugi. Líklegastur eftirmaður hans var talinn Masayoshi Ito, fyrrum utanríkisráðherra, en hann er eini leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem ekki er viðriðinn Recruit-hneyksiið. Ito gaf þó til kynna í fyrradag að hann hefði ekki áhuga á starfanum þar sem hann væri orðinn 75 ára og þjáðist af sykursýki. Viðbrögð almennings benda til þess að Japönum hafi létt við afsögn Takeshita. Sjá „Fjórði forsætisráðherrann sem fellur vegna mútumáls" á bls. 21. Gorbatsjov hreinsar til í miðstjórninni Moskvn. Rpntor. ÞRIÐJUNGUR fulltrúa í mið- stjórn sovézka kommúnistaflokks- ins sagði af sér á fundi stjórnar- innar í gær að kröfu Mikhails Gorbatsjovs, Sovétleiðtoga. Þar á Cicciolina kveður dátana Reuter Brottflutningur sovézkra hersveita frá Ungveijalandi hófst í gær í samræmi við ákvörðun Míkhaíls Gorbatsjovs, Sovétleiðtoga, um fækkun í sovézku sveitunum þar. ítalska þingkonan Uona Stall- er, sem er betur þekkt sem nektardansmærin Cicciolina, er stödd í Ungveijalandi. Lét hún taka meðfylgjandi mynd af sér með sovézkum skriðdrekasljóra við brottfór hans frá landinu í gær. meðal voru 11 menn sem fóru með völd í stjórnartíð Leoníds Brez- hnevs, fyrrum flokksleiðtoga. Meðal þeirra var Andrej Gro- mýko, utanríkisráðherra í tíð Brezhnevs, og síðar forseti. Fund- ur miðstjórnarinnar var haldinn vegna áhyggna Gorbatsjovs af því hve margir flokksleiðtogar fengu slæma útreið í þingkosningunum á dögunum. Tilgangur fiindarins var að ræða úrslit kosninganna og stöðu flokksins en að því loknu var ákveðið að grípa til mestu hreinsana í sovézka sljórnkerfinu a.m.k. frá því Gorbatsjov komst til valda. Vadím Medvedev, hug- myndafræðingur flokksins, sagði niðurstöðu fundarins marka mik- ilvæg þáttaskil fyrir umbóta- stefhu Sovétleiðtogans, perestroj- ku. „Lífið hefur sinn gang. Auk efna- hagslegra, félagslegra og pólitískra ákvarðana hefur perestrojka í för með sér mannabreytingar. Mikilvæg uppstokkun á liðsskipan á sér stað innan flokksins sem og úti í þjóð- félaginu öllu. Ný viðhorf krefjast þess,“ sagði Gorbatsjov er hann kvaddi mennina, sem hurfu úr mið- stjórninni á fundinum í gær. Andrej Gromýko Reuter Flestir þeirra sem sögðu 'af sér höfðu staðið í vegi fyrir umbóta- stefnu Goarbatsjovs. Að sögn menntamanna, sem hafa góð tengsl við háttsetta embættismenn, voru það einkum gamlir áhrifamenn, sem nú hurfu úr stjórninni. Bæri að líta á brottför þeirra sem mikinn sigur fyrir Gorbatsjov. Alls samþykktu 110 miðstjórnarmenn af 301 að segja af sér. Undirrituðu þeir yfirlýsingu um nauðsýn þess að allir miðstjórnar- menn tækju virkan þátt i framgangi perestrojku. Meðal þeirra sem hurfu úr áhrifa- stöðu voru 11 menn, sem voru lengi við völd í stjórnartíð Brezhnevs. Auk Gromýkos má nefna Mikhaíl Solo- mentsev, yfireftirlitsmann flokksins, Níkolaí Tíkhonov, síðasta forsætis- ráðherrann í tíð Brezhnevs, Vasílyj Kúznetsov, fyrsta varaforseta hans, Borís Ponomarjov, hugmyndafræði- legan ráðgjafa hans, Pjotr Demítsjev, fyrrum menntamálaráðherra, Míkhaíl Zimjanín, fyrrum ritstjóra Prövdu, Níkolaj Ogarkov, fyrrum yfirmann sovézka heraflans, Viktor Kúlíkov, fyrrum yfirmann Varsjár- bandalagsheijanr.a, og Sergej Sok- olov, fyrrum varnarmálaráðherra. Að sögn Medvedevs voru 24 stuðn- ingsmenn perestrojku hækkaðir í tign á fundinum og gerðir fullgildir félagar með atkvæðisrétt í miðstjórn- inni. Þar á meðal voru eðlisfræðing- urinn Jevgení Velíkhovy, varaforseti vísindaakademíunnar, Valentín Falín, fyrrum sendiherra í Vestur- Þýzkalandi, og Jevgení Prímakov, sérfræðingur flokksins í utanríkis- málum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.