Morgunblaðið - 26.04.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.04.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVÍKÚDAGUR 26. APRÍL 1989 Húsbréfafrumvarpið: Málamiðlun er í sjónmáli JÓHANNA Sigiirðardóttir félagsmálaráðherra segist geta sætt sig við að húsbréfafrumvarpið verði að lögum á þessu þingi þótt það verði bundið því skilyrði að gildistöku laganna verði frestað um tvo mánuði og nefnd vinni í sumar að endurskoðun ákvæða þeirra, með það fyrir augum að sníða hugsanlega vankanta af. Málamiðl- un í þessa veru er nú rædd á Alþingi. Jóhanna segist þó ekki enn hafa fyrir því vissu að málið nái fram að ganga. Húsbréfafrumvarpið er til um- út fyrir hluta íbúðamarkaðarins sagnar hjá félagsmálanefnd neðri deildar Alþingis. Þaðan átti að afgreiða það á mánudag, en af- greiðslu var frestað. Búist er við að nefndin skili málinu til annarr- ar umræðu í neðri deild á morgun eða föstudag. Horfur voru á að nefndin legði til að málinu yrði vísað til ríkisstjómarinnar, sem hefði þýtt að það hefði ekki verið afgreitt á þessu þingi. Jóhanna Sigurðardóttir hafði sagt að hún segði af sér ef það yrði. Jóhanna sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hún gæti vel sæst á þessa málamiðlun. „Ég tel það vera viðunandi lausn," sagði hún. Málið er þó enn í mik- illi óvissu, að sögn Jóhönnu, þar sem ekki er tryggt að stuðningur fáist. Þó er búist við að hlutleysi eða fulltingi Kvennalista dugi til að veita húsbréfafrumvarpinu brautargengi. Verði sæst á fram komna mála- miðlun, munu lög um húsbréf öðl- ast gildi 1. nóvember og í sumar mun starfa nefnd, sem yfírfer efn- isatriði í því skyni að sníða hugsan- lega vankanta af. Eftir málamiðl- anir verða húsbréf einungis gefín og lífeyrissjóðimir verða áfram skyldaðir til að lána Húsnæðis- stofnun 55% af ráðstöfunarfé sínu. Þó má tíundi hluti þess fara til að kaupa húsbréf. Núgildandi hús- næðislánakerfi verður áfram við lýði samhliða húsbréfakerfi, ásamt verkamannabústöðum, kaupleigu- íbúðum og búseturéttaríbúðum. Sjá nánar Innlendan vettvang og forystugrein í miðopnu. Morgunblaðið/Sverrir Fjölmennur baráttufundur BHMR Bandalag háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna hélt fjölmennan baráttufúnd í Bíóborginni í gærdag. Meðal þeirra sem fluttu ávörp má nefha Magnús Guðjónsson, formann Dýralæknafélags íslands, Margréti Heinreksdóttur, formann Stéttarfélags lögtræðinga { rikisþjónustu, og Wincie Jóhannsdóttur, formann Hins íslenska kennarafélags og varaformann BHMR, auk ann- arra. Fundurinn sendi Ólafi Ragnari Grímssyni, Qármálaráðherra, opið bréf þar sem skorað var á hann að setjast strax að samningaborðinu. Sambandsstjórnarfiindur VSÍ: Ósk um sambærilegar hækk- anir o g hjá BSRB er eðlileg Sambandssíjórn Vinnuveit- endasambands íslands, sem er æðsta stjórn samtakanna, telur Ráðherra lögð orð í munn Morgunblaðið birti sl. laugar: dag frétt um húsbréfamálið. í fyrirsögn fréttarinnar sagði m.a.: „Segi af mér verði afgreiðslu frestað, segir félagsmálaráð- herra.“ í upphafi fréttarinnar eru eftirfarandi ummæli höfð eftir Jóhönnu Sigurðardóttur innan gæsalappa: „Ég mun standa fast við þá ákvörðun mína að segja af mér ráðherradómi, verði frum- varpið um húsbréfakerfið ekki að lögum á þessu þingi." Jóhanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra, sagði hvorki þau orð, sem eftir henni eru höfð inn- an gæsalappa né það sem eftir henni er haft í fyrirsögn, við blaðamann Morgunblaðsins. Hún var spurð, hvort hún mundi standa við fyrri yfirlýsingar sínar um húsbréfamálið og svaraði því með jáyrði. Viðkomandi blaðamaður hefur því lagt félagsmálaráðherra þessi orð í munn. Það eru vinnubrögð, sem ganga þvert á þær reglur, sem blaðamenn Morgunblaðsins eiga að vinna eftir. Morgunblaðið biður Jóhönnu Sigurðardóttur af- sökunar. eðlilegar óskir launþega á almenn- um vinnumarl.aði um hliðstæðar launahækkanir og samið hefur verið um við opinbera starfsmenn. Ríkisstjórninni sé því skylt að skapa atvinnuvegunum svigrúm til þess að mæta þessum kröfum. „Samningsaðilar á almennum vinnumarkaði bíða nú ákvarðana ríkisstjómar um það, hvort al- mennu launafólki verði trj'ggt nauðsynlegt atvinnuöryggi og skilyrði til sömu launabreytinga og opinberum starfsmönnum," segir meðal annars í samþykkt fundar sambandsstjómarinnar i gær. í samþykktinni kemur fram að afkoma atvinnuvega landsmanna hefur ekki verið jafn bágborin og nú áratugum saman. Stórfelldur halla- rekstur útflutnings- og samkeppnis- greina allt síðasta ár og áframhald- andi taprekstur á þessu ári hafi leitt til samdráttar á öllum sviðum atvinn- ulífsins. Fjöldi fyrirtækja hafi orðið gjaldþrota, enn fleiri rambi á barmi gjaldþrots og þjóðartekjur dragist saman annað árið í röð um allt að 3%. Ástæður þessa séu aflasamdrátt- ur og verðlækkun útflutningsafurða, auk óraunsærra kauphækkana síðustu ár. Ríkisstjórnin hafi hafnað að grípa til almennra raunhæfra aðgerða til að styrkja stoðir atvinnu- lífsins, en í stað þess búið til fjölda sjóða sem ýmist eigi að lána atvinnu- fyrirtækjunum til áframhaldandi tap- reksturs, kaupa upp fyrirtæki eða greiða uppbætur með framleiðslu einstakra greina með erlendu lánsfé. „Síðan segir: „Við þessar aðstæð- ur tók ríkisstjómin frumkvæði í kjaramálum og ákvað nær 10% hækkun launa opinberra starfs- manna. Þessari ákvörðun fylgdi sú yfírlýsing að atvinnurekendur hljóti að semja við samtök launafólks á almennum vinnumarkaði í samræmi við greiðslugetu atvinnulífsins og samningar ríkisins væru þar engin sjálfsögð fyrirmynd. í þessu felst að almennt launafólk geti ekki vænst sömu launabreytinga og ríkið hefur ákvarðað sínum starfsmönnum." Sambandsstjómin fordæmir þessa afstöðu og áréttar að almennar launahækkanir verða aðeins byggðar á afrakstri atvinnulífsins. Hún telur óeðlilegt að brejdingar á launum opinberra starfsmanna verði meiri en á almennum vinnumarkaði. Á hinn bóginn geti atvinnulífið ekki gengið til samninga um launabreyt- ingar sem skipti milljörðum króna, því að óbreyttri efnahagsstefnu þýddi það fjöldagjaldþrot fyrirtækja. „Sambandsstjórn Vinnuveitenda- sambands íslands lýsir allri ábyrgð í yfirvofandi kjaradeilum á hendur ríkisstjóm sem með framkvæði sínu að óraunhæfum kjarasamningum við opinbera starfsmenn hefur sett kjarasamninga á almennum vinnu- markaði í óleysanlegan hnút,“ segir ennfremur. Kjaradeila náttúrufræðinga: Ráðuneytíð sjái um að manna neyðarvaktir Blóðbankans Á FUNDI sem félag Náttúru- fræðinga efiidi til með Guðmundi Bjarnasyni heilbrigðisráðherra, var ráðherra tilkynnt að frá og með fímmtudegi yrði ráðuneyt- inu falið að sjá um að manna neyðarvaktir náttúrufræðinga við Blóðbankann. Er þessi ákvörðun tekin í kjölíar neyðar- tilfellis, sem kom upp síðastliðinn mánudag en þá liðu tæpir tveir tímar þar til tókst að fá náttúru- fræðing til starfa. Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra sagðist hafe farið fram á að í stað þess að náttúrufræðingar settu fram úrslitaskilyrði færu fram frekari viðræður en á það var ekki fallist. Óskaði ráðherra þá eftir að tillaga náttúrufræð- inganna yrði send skriflega til ráðuneytisins. Náttúmfræðingar sem starfa við Blóðbankann hafa unnið sam- kvæmt vaktakerfi stórhátíða síðan verkfallið skall á og er þá einn náttúrufræðingur á vakt hverju sinni. Að auki hefur að jafnaði ver- ið veitt undanþága fyrir náttúru- fræðinga ef þess hefur verið þörf og hefur félagið sjálft _ séð um að kalla fólk til starfa. Á mánudag voru þrír náttúrufræðingar við vinnu og sinntu neyðartilvikum, er enn eitt tilfelli kom upp. Þá brá svo við að tæpir tveir tímar liðu þar til náttúrafræðingur var kominn til starfa. Að sögn Önnu Þórhallsdóttur fulltrúa náttúrafræðinga var ráð- herra gerð grein fyrir hvernig kom- ið er fyrir þeim tilfellum sem í upp- hafi verkfalls vora ekki flokkuð sem neyðartilfelli en era það nú. Jafn- framt að náttúrafræðingar væra orðnir langþreytttir á að vinna við þær aðstæður sem nú ríkja með allt upp í 20 stunda vaktir án launa. Náttúrufræðingar hafa því ákveðið að ef ráðuneytið hefur ekki lagt fram tillögu að betra skipulagi um vinnutilhögun og jafnframt teknar upp viðræður um nýja kjarasamn- inga, fyrir kl. 9 í fyrramálið, verði ráðuneytinu afhentur listi yfir starf- andi náttúrafræðinga ásamt síma- númeram og neyðamúmeri. Ráðu- neytið verður þá sjálft að sjá um að kalla menn til starfa en sam- kvæmt lögum verður einn náttúra- fræðingur að vera á vakt hveiju sinni og beiðni um undanþágu verð- ur að fara í gegn um ráðuneytið. * Attanýir staðir með vínveitingar BORGARRÁD hefur sam- þykkt að veita 21 vinveit- ingaleyfi til jafiimargra veit- ingastaða, samkvæmt um- sögn félagsmáíaráðs Reykjavíkurborgar. Átta leyfi eru veitt til nýrra staða, tvö vegna viðbótarsala, fimm vegna eigendaskipta, fimm vegna endurnýjunar og eitt fyrir hótel. Eftirfarandi nýir veitinga- staðir fá leyfi fyrir létt vín framreidd með málsverði fram til kl. 23:30, „Samlokur og fisk- ur“, við Haftiarstræti 5, „Blá- steinn“, við Hraunbæ 102, „Kringlukráin“ við Kringluna 4, nýtt veitingahús við Lauga- veg 34, „Alex“ við Laugaveg 45, „Brauðbitinn" við Lauga- veg 45, og „Adlon“ við Lauga- veg 126. Þá hefur Hótel Geysi við Skipholt verið veitt almennt vínveitingaleyfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.