Morgunblaðið - 26.04.1989, Page 15

Morgunblaðið - 26.04.1989, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRIL 1989 15 Þorbergur, Tómas, Sókr- ates og Morgunblaðið efitir Harald Blöndal Sumir menn geta skrifað en ekki hugsað. Þórbergur Þórðarson er dæmi um slíkan mann, skrifaði dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson í Morgunblaðið fyrir nokkrum miss- erum. Og undir þessi orð geta margir tekið. Stíll Þórbergs er ein- faldur, en hann fellur ekki öllum í geð, og vissulega getur hann verið þreytandi. Kenningar Þórbergs um drauga og skrýmsli voru skemmtileg vit- leysa, en heldur óhuggulegri voru stjórnmálakenningar hans. Hann var einlægur stalínisti til hinstu stundar. Glasnost og perestrojka hefðu verið honum eitur í beinum. Hann varði öll grimmdarverk kommúnista, þau er hann frétti af. Khrústsjov var í hans huga ómerki- legur þvottabjörn, en svo kallaði hann þá, sem afneituðu Stalín og vísaði þar til Björns nokkurs, sem var í sósíalistaflokknum og bilaði eitthvað i trúnni. Það skipti ekki máli, hvort um var að ræða slátranir á kúlökkum, skiptingu Póllands milli nasista og kommúnista, innrás Sovétríkjanna í Finnland, innlimun Eystrasalts- ríkjanna, hreinsanir í Sovétríkjun- um eða leppríkjum þeirra, morðið á Trotský, árásir hers og lögreglu á almúgafólk í Austur-Berlín 17. júní 1953, uppreisn í Ungveijalandi, Berlínarmúr, innrás í Tékkóslóv- akíu. Fyrir honum var þetta allt réttmætar aðgerðir í þágu komm- únismans eða auðvalds- og Morgun- blaðslygi. Þegar Hannes Pétursson skáld gagnrýndi kommúnismann svaraði Þórbergur með því að yrkja langt níðkvæði um Hannes og gaf það út sérprentað. Haraldur Blöndal Enda er það líka svo, að enginn talar í dag um Þórberg sem pólitísk- an hugsuð, — jafnvel hans eigin menn forðast að minnast á það. Menn halda nú á lofti sérvisku hans og undarlegheitum. Þó er ein und- antekning á. Vinir mínir á Morgun- blaðinu virðast halda, að speki Þór- bergs verði helst jafnað saman við kenningar Sókratesar. Síðan er hann borinn saman við Tómas Guð- mundsson! Er undarlegt, að blaðið skuli hafa tapað áttum í smærri málum, t.d. hvalamálinu?! Höiundur er hæstaréttarlögmaður. Hjó Verðld býösl þér fleira en sólarferéir! Veröld er með fullt af spennandiferðum, sem bíða eftirþeim, sem vilja reyna eitthvað nýtt og spennandi. 1) 29. maí: Skútusigling frá Tyrklandi 2) 4. nóvember: Veraldarreisa 1 til Suður-Ameríku 3) 6. júní: Sérstök Sikileyjarferð 4) í júní: Eyjahopp í gríska Eyjahafinu. Ævintýralegar ferðir. HJÁ VERÖLD FÆRÐII MEIRA FYRIR PENINGANA - Ó-JÁ! AUSTURSTRÆTI17, II hœð. SÍMI622200 ■ _ Stjórnunarfélag Islands ' ;r Ananaustum 15 Simi 62 10 66 SÍMANÁMSKEIÐ Sími - rödd fyrirtækisins, fyrsta viðmótið!! Þar sem tengsl fjölmargra fyrir- tækja við viðskiptamenn sína fara í gegnum síma, efast fáir um mikil- vægi þess að „röddfyrirtækisins", sé örugg og aðlaðandi. Stjórnunarfélag íslands heldur námskeið í símsvörun dagana maí nk. Efni: Mannleg samskipti - háttvísi - æfingar í símsvörun - hjálpar- tæki og nýjungar í símatækni. Tími og staður: maí kl. í Ánanaustum 15. Leiöbeinendur: Helgi Hallsson, deildarstjóri og Þorsteinn Óskarsson, deildarstjóri. A Æk ■ Stjórnunarfélag íslands . ÉBI Ananauslum 15 Simi 621066 - REKSTUR SMÆRRI FYRIRTÆKJA - Hvernig er staða fyrirtækisins? - Hvaða þættir hafa áhrif á rekstrarstöðuna? - Hvernig má sjá fyrir hugsaniegan greiðslu- vanda og komast hjá honum? - Hvernig má nýta . fjármagnið best? Tími og staður: 9.-11. maí kl. 8.30-12.30 i Ánanaustum 15. Leiðbeinandi: a||^^"nj Reynir Wlit *>* Kristinsson, rekstrarráðgjafi >4^“ Hagvangs hf. Stjórnunarfélag Islands „ --r Ananaustum 15 • Simi 621066 VÖRUSIIÓRNUN - LOGISTICS Notar þú vörustjórnun sem markaðstæki? Hvernig geta upplýsingar komið ístaðbirgða? Hvernig er nýjustu tækni beitt við nútíma vörustjórnun? Hver á að sjá um vörustjórnun ifyrirtækinu? Vörustjórnun er mikilvægur þáttur i markaðskerfum, stefnumótun og vöru- þróun fyrirtækja. Góð vörustjórnun get- ur minnkað kostnað og bætt þjónustu í innkaupum, flutningum, birgðahaldi og framleiðslu. Vörustjórnun er mikilvægur þáttur í markmiðasetningu og áætlunargerð fyrirtækja. Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað stjórnendum i öllum verslunar- og framleiðslufyrirtækjum og opinberum stofnunum þar sem flutningar, vöru- meðhöndlun og birgðahald er hluti af starfseminni. Tímí og staður: 2.-3. maí kl. 13.00-17.00 í Ánanaustum 15. Leiðbeinandi: Thomas Möller, hagverkfræðingur, T V L' TÖLVUSKÓLI STJÓRNUNARFÉLAGS ÍSLANDS rn TÖLVUSKÓLAR A TÖLVUSKÓU GÍSLA J. JOHNSEN VIÐ MINNUM Á: TÖLVUÞJÁLFUN Tími og staður : 5.-26. maí kl. 8.30-12.30 í Ánanaustum 15. WORD - framhaldsnámskeiö. 2.-5. maí kl. 13.00-17.00 Stjórnunarfélag Islands Ánanauslum 15 Simi 6210 66 VEISTU AÐ: GÓÐ ÞJÓNUSTA ER FORSENDA FYRIRVEL- GENGNI FYRIRTÆKJA - óánægður viðskiptavinur fer bara annað- VEISTU AÐ: GÓÐ ÞJÓNUSTA BYGG- IST Á MANNLEGA ÞÆTTINUM - AÐ HAFA FÓLK í FYRIRRÚMI Nú er upplagt tækifæri til að taka sig á og styrkja samkeppnisstöðuna og bæta viðhorf starfsmanna til fyrirtæk- isins. Stjórnunarfélag íslands heldur námskeiðið FÓLK í FYRIRRÚMI 2.-3. maí nk. ÁHRIF Á ÞÁTTTAKENDUR: - Þú sérð betur þínar sterku og veiku hliðar. - Þú sérð betur samhengi lifsviðhorfs og árangurs. - Þú skilur betur mikilvægi góðrar at- hygli. - Þú lærir að setja þér markmið í starfi og einkalífi. ÁVINNINGUR FYRIRTÆKIS: - Þjónusta fyrirtækisins batnar: - Samstarf innan þess eykst. - Mikilvægi tímamarka skilst betur. - Starfsmenn verða tillitssamari og þolinmóðari. Tími og staður: 2.-3. maf kl. 9.00-17.00 í Ánanaustum 15. Leiðbeinandi: Haukur Haraldsson, leiðbeinandi 1M» á íslandi. ■i -jvfr! kt l ;; >, • t . . " VlPÍíl . -« , 1«

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.