Morgunblaðið - 26.04.1989, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1989
19
Sinfóníuhljómsveit íslands:
Óperan Tannháuser efltir Wagn-
er í Háskólabíói annað kvöld
FJÓRTÁNDU áskriftartónleikar
Sinfóníuhljómsveitar íslands
verða haldnir í Háskólabíói
fimmtudaginn 27. apríl og heQ-
ast klukkan 20.30. Flutt verður
óperan Tannhauser eftir Rich-
ard Wagner. Hljómsveitarstjóri
verður Petri Sakari, aðalstjóm-
andi Sinfóníuhljómsveitarinnar.
Meðal einsöngvara verða Krist-
inn Sigmundsson, Norbert Orth,
Elisabeth Balslev, Cornelius
Hauptmann og fleiri, auk kórs
Islensku óperunnar. Kórstjóri er
Norbert Orth
Cornelius Haupt-
mann
Peter Ford og hafa æfingar stað-
ið yfir frá því skömmu eftir ára-
mót.
Norbert Orth, tenór, fæddist
Kennarafélög:
Áhyggjur af kjara-
deilum og sparnaði
Morgunblaðinu hafa borist
ályktanir frá Kennarasambandi
Austurlands og Kennarafélagi
Reykjavíkur. Þar kemur ft-am
stuðningur við þá kennara sem
nú em í verkfalli og skorað er á
ríkið að ganga til samninga við
kennara.
Kennarar á Austurlandi lýsa yfir
áhyggjum sínum vegna þess
ástands sem skapast hefur í skólum
landsins vegna kjaradeilu kennara
og ríkisvalds og lýsa fullri ábyrgð
á hendur stjórnvalda vegna þess
að ár eftir ár sé skólastarfi teflt í
tvísýnu vegna kjaradeilna við kenn-
ara. Lýst er yfir fullum stuðningi
við kennara í verkfalli.
Kennarafélag Reykjavíkur skor-
ar á ríkisstjórn íslands að ganga
til samninga við Kennarasamband
Islands og önnur félög opinberra
starfsmanna, sem eiga í kjaradeilu
við ríkið. Þá mótmælir félagið harð-
lega 4% sparnaði sem fyrirhugaður
sé á kostnaði við grunnskóla árið
1989 og segir að allar sparnaðar-
ráðstafanir komi til með að bitna á
nemendum og hindra kennara í að
starfa í samræmi við lög um grunn-
skóla.
1939 í Dortmund í Þýskalandi. Tón-
listarnám sótti hann í tónlistarskól-
ann þar í borg, en 1966 hófst fer-
ill hans sem óperusöngvari. Þó að
Norbert Orth liafi fyrst komið fram
sem óperusöngvari er hann einnig
vel að sér í heimi ljóðasöngva.
Sópransöngkonan Elisabeth
Balslev fæddist 1945 í Danmörku.
Hún starfaði sem hjúkrunarfræð-
ingur þar til hún hóf tónlistarnám
24 ára gömul. Síðan hefur ferill
hennar sem óperusöngkona verið
nær óslitinn.
Kristin Sigmundsson, baritón,
hefur sungið í mörgum óperum.
m.a. hlutverk Escamillo í Carmen
eftir Bizet og Figaro í Rakaranum
frá Sevilla eftir Rossini. Einnig hef-
ur haldið fjölmarga Ijóðatónleika,
oftast við undirleik Jónasar Ingi-
mundarsonar.
Cornelius Hauptmann syngur
hlutverk bassans. Hann fæddist
1951 í Stuttgart í Þýskalandi, en
rúmlega þrítugur lauk hann ein-
söngvaraprófi. Hann hefur komið
fram á tónleikum víða í Evrópu.
Auk þess að syngja í útvarpi hefur
hann sungið inn á fjölmargar hljóm-
glötur.
Óperan Tannháuser eftir Richard
Wagner var frumflutt í Parísaróper-
unni í mars 1860 að beiðni Napól-
eons þriðja. Wagner var þá nýflutt-
ur til Parísar og fékk Napóleon
mikinn áhuga á verkum hans. Óp-
eran fékk hins vegar afleita dóma
og urðu sýningar á henni aðeins
þijár að tölu. Var talið að ástæðan
fyrir þessu væri sú, að Frakkar
voru á þessum tíma ekki vanir seið-
magnaðri og rómantískri tónlist að
hætti Wagners.
(Úr frcttatilkynning)
Hótel ísland:
Landslagið valið á
föstudagskvöldið
Hvað varð af verk-
fallsrétti okkar?
- spyrja lögfræðingar í ríkisþjónustu
Stéttarfélag lögfræðinga í
ríkisþjónustu hefur af því þung-
ar áhyggjur hvað hafi orðið af
verkfallsrétti þeim sem lögfræð-
ingum sé tryggður lögum sam-
kvæmt eftir að forstjóri Trygg-
ingastofnunar ríkisins hefúr
ákveðið að ganga inn í störf
þeirra lögfræðinga, sem þar
starfa en eru nú í verkfalli.
Þetta kemur fram í fréttatil-
kynningu félagsins.
Með bréfi, dagsettu 4. apríl sl.
fór Eggert G. Þorsteinsson, for-
stjóri Tryggingastofnunar ríkisins,
fram á undanþágur fyrir sjö lög-
fræðinga á sex deildum stofnunar-
innar til þess að vinna að greiðslu
næstum allra bóta Trygginga-
stofnunar svo og til að vinna önn-
ur lögfræðistörf.
í fréttatilkynningu frá Stéttar-
félagi lögfræðinga í ríkisþjónustu
segir: „Með undanþágubeiðni þess-
ari hefur forstjórinn sjálfur viður-
kennt að undanþága sé þörf og
raunar ákveðið með hvaða hætti
verkfallið komi við Trygginga-
stofnunina. Þegar undanþága fæst
ekki nógu fljótt vegna undandrátt-
ar á því að fulltrúi í undanþágu-
nefnd sé tilnefndur af hálfu ríkis-
ins, þá ákveður forstjórinn sjálfur
að greiða út atvinnuleysisbætur
og kveðst í sjónvarpsviðtali ganga
í öll störf lögfræðinganna, sem
hann bað um undanþágu fyrir.
Með þessu hefur forstjórinn í
rauninni lýst því yfir, að óþarfi sé
að gefa út lista með starfsheitum
þeirra, sem ekki mega fara í verk-
fall, þar sem yfirmenn geti ávallt
gengið í öll störf undirmanna
sinna, en lögfræðingar í verkfalli
hjá Tryggingastofnun eru tíu tals-
ins. Hvað er þá orðið um verk-
fallsrétt þann sem lögfræðingum
er tryggður í lögum,“ spyr stéttar-
félag lögfræðinga í ríkisþjónustu.
URSLITAKEPPNIN um Lands-
lagið verður haldin á Hótel Is-
landi næstkomandi föstudags-
kvöld. Alls bárust á fjórða
hundrað lög í keppnina en dóm-
nefiid hefúr valið tíu lög sem
keppa til úrslita. Það er Pressan
og hljóðverið Stöðin sem standa
að keppninni.
Að sögn Steen Johanssonar sem
sæti á í dómnefndinni voru margir
óánægðir þegar ljóst var að aðeins
örfáir lagasmiðir hefðu verið kall-
aðir til að taka þátt í Söngva-
keppni evrópskra sjónvarpsstöðva.
Tilgangur keppninnar um Lands-
lagið hafi því verið sá að gefa öll-
um tækifæri sem áhuga höfðu á
að senda lag í slíka keppni. Við-
brögðin hefðu sannað að þessi
keppni ætti rétt á sér. Steen sagði
að lögin tíu væri þverskurður af
þeirn lögum sem bárust í keppnina.
í úrslitakeppninni verða lögin
tíu flutt og síðan velur dómnefnd
Landslagið. Meðal vinninga eru
200.000 króna peningaverðlaun,
200.000 krónur til að gera mynd-
band, 70.000 króna ferðavinning-
ur auk verðlaunagripa sem ívar
Björnsson hannaði.
Samið við vamarliðið um
frekari kaup á búvörum
SAMNINGUR um áframhaldandi kaup varnarliðsins á íslenskum
landbúnaðarvörum hefiir verið undirritaður og gildir hann til 31.
mars á næsta ári. Er þetta í annað sinn sem samningurinn er end-
urnýjaður, en upphaflegi samningurinn var gerður árið 1987. Að
sögn Guðna Bragasonar hjá Varnarmálaskrifstofú utanríkisráðu-
neytisins er stefút að því að á þessu samningstímabili kaupi varnar-
liðið um 23 tonn af nautakjöti, 9 tonn af kjúklingum og 50 tonn af
eggjum, og er það meira magn af nautakjöti en samið var um kaup á
í fyrra, en mun minna magn af kjúklingum.
Guðni Bragason sagði að stefnt fóru þeir því fram á verðhækkun.
hafi verið að því á síðasta samnings-
tímabili að varnarliðið keypti um
16 tonn af nautakjöti, en þegar upp
var staðið keypti varnarliðið alls
um 25 tonn á tímabilinu. Samkomu-
lag tókst um verðhækkun á nauta-
kjötinu, og hækkar það nú úr sem
svarar 380 kr. kílóið í 405 kr. kíló-
ið. Á síðasta samningstímabili var
stefnt að því að varnarliðið keypti
um 34 tonn af kjúklingum, en þeg-
ar á reyndi tókst framleiðendum
einungis að afhenda um 23 tonn,
og á síðustu vikum samningstíma-
bilsins gátu þeir ekkert afhent til
varnarliðsins. Guðni sagði að í við-
ræðum um endurnýjun samningsins
nú hafi komið fram að framleiðend-
ur teldu sig hafa tapað á viðskiptun-
um á síðasta samningstímabili, og
Að samkomulagi varð að varnarlið-
ið stefni að því að kaupa um 9 tonn
af niðurhlutuðum kjúklingum á
þessu tímabili, en á síðasta söl-
utímabili keypti varnarliðið einung-
is heila kjúklinga. Þá tókst sam-
komulag um að hækka verðið úr
sem svarar um 190 kr. kílóið í 343
krónur. Um 50 tonn af eggjum
voru seld til varnarliðsins á síðasta
samningstímabili og var það í sam-
ræmi við áætluð kaup þá. Er gert
ráð fyrir svipaðri sölu á þessu tíma-
biii, en verðið hækkar úr sem svar-
ar 129 kr. kílóið í 173 krónur. Guðni
sagði að bandaríski sjóherinn veiti
ákveðinni upphæð til kaupa varnar-
liðsins á íslenskum landbúnaðarvör-
um, og því hafi orðið að minnka
magnið af þeim kjúklingum sem
Síðasta tala
númersins segir
til um
skoðunarmánuðinn.
Láttu skoða í tíma
- öryggisins vegna!
varnarliðið kaupir nú í samræmi
við þá verðhækkun sem orðið hefur
milli samningstímabila.
í viðræðum um endurnýjun
samningsins við varnarliðið tóku
þátt fulltrúar frá Varnarmálaskrif-
stofu utanríkisráðuneytisins, land-
búnaðarráðuneytinu, framleiðend-
um og varnarliðinu. Að sögn Guðna
Bragasonar kom fram í viðræðun-
um að framleiðendur væru í megin-
atriðum ánægðir með endurnýjun
samningsins og viðskiptin við varn-
arliðið. Bandaríkjamenn hafi sömu-
leiðis áhuga á viðskiptunum og þeir
væru ánægðir með vöruna. Hann
sagði að markaðsaðstæður innan-
lands hefðu áhrif á viðskiptin hverju
sinni og réðust þau mikið til af
þeim og þeim skorðum sem varnar-
liðinu væru settar með fjárveitingu
til kaupa á íslenskum landbúnaðar-
vörum. Þá hafi í viðræðunum nú
verið rætt um möguleika á viðskipt-
um með nýtt íslenskt grænmeti og
ákveðið að koma á sérstökum við-
ræðum með varnarliðunu og Sam-
bandi garðyrkjubænda og myndu
þær hefjast innan skamms tíma.
BIFREIÐASKOÐUN
ÍSLANDS HF.
Hægt er að panta skoðunartíma,
pöntunarsími í Reykjavík er 672811.
YDDA Y8.13/SÍA