Morgunblaðið - 26.04.1989, Qupperneq 20
20
MORGÚNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1989
Þrír Norður-Irar sakað-
ir um ólöglega vopnasölu
Bretar fordæma framferði s-afrísks sendiráðsmanns
París, London, Jóhannesarborg. Reuter.
GEFIN var út kæra á hendur
þremur Norður-írum í París á
laugardag fyrir ólöglega vopna-
sölu, að sögn talsmanns breska
sendiráðsins í París. Mennirnir
þrír, sem tilheyra öfgasamtökum
norður-írskra mótmælenda, UDA,
eru sakaðir um að hafa reynt að
selja suður-afrískum sljórnarer-
indreka eldflaug af breskri gerð
í skiptum fyrir vopn. Bretar
kröfðu suður-afrísk sljórnvöld
skýringa á atburðinum á mánudag
og Douglas Hurd, utanríkisráð-
herra Bretlands, kallaði Peter Rae
Killen, sendiherra Suður-Afríku,
á sinn fund. Talsmaður Margaret
Thateher, forsætisráðherra Bret-
lands, sagði að Thatcher hefði átt
fund um málið við Barend du
Plessis, Qármálaráðherra Suður-
Afríku.
Suður-afríska sendiráðsmannin-
um Daniel Storm, var sleppt að lokn- •
um yfirheyrslum, en fulltrúar
frönsku gagnnjósnaþjónustunnar,
Vestur-Berlín:
Karajan lætur af störfum
Vestur-Berlín. Reuter.
AUSTURÍSKI hljómsveitarstjór-
inn Herbert von Karajan lýsti því
yfír á mánudag að hann ætlaði
að láta af stjórn Fílharmóníu-
sveitarinnar í Berlín af heilsu-
farsástæðum. Hann hefur stjórn-
VOÐ4IÍ-
FÆfRJ
Handfæraönglar
Handfæragirni
Handfærasökkur
Sigurnaglar
Handfærarúllur
Sjóveiðistangir
Sjóveiðist.hjól
Silunganet
Kolanet
Hnífar
Stálbrýni
Vogir
SENDUM UM ALLT LAND
Crandagarði 2, sími 28855, 101 Rvík.
að hljómsveitinni i 34 ár. Karajan
er 81 árs gamall.
Karajan er illa
haldinn af
mænusjúkdómi.
„Rannsóknir
sem ég hef geng-
ist undir undan-
farnar vikur
benda til þess að
ég hafi ekki
heilsu til að
gegna skyldum
Herbert
Karajan
mínum, samkvæmt þeim skilningi
sem ég legg í þær,“ sagði hann í
uppsagnarbréfinu.
Eftir síðari heimsstyijöld bönn-
uðu Bandamenn Karajan að stjórna
hljómsveit í tvö ár, en hann var
félagi í nasistaflokknum og tónlist-
arstjóri Þriðja ríkisins. Karajan
hlaut æviráðningu við Fílharmóníu-
hljómsyeitina í Berlín árið 1955 og
tók þá við af Wilhelm Furtwángler.
DST, handtóku hann ásamt Irunum
þremur og bandarískum vopnasala á
hótelherbergi í París á föstudag.
Irarnir tilheyra öfgasamtökunum
UDA, sem heldur uppi baráttu gegn
írska lýðveldishernum, IRA. Tals-
menn breska utanríkisráðuneytisins
hafa sagt að breskri eidflaug af
Blowpipe-gerð hafi verið stolið á
Norður-írlandi fyrir um tveimur vik-
um síðan. Umrædd eldflaug var þó
aðeins sýningargripur og ekki unnt
að skjóta henni á loft. Að sögn Ger-
alds Kaufmans, formanns utanríks-
málanefndar breska Verkamanna-
flokksins, hafa öfgamenn úr röðum
norður-írskra mótmælenda beitt suð-
ur-afrískum handsprengjum við ár-
ásir á lögreglumenn.
Samkvæmt samþykkt Sameinuðu
þjóðanna er bannað að selja vopn til
Suður-Afríku og fréttaskýrendur
telja að Suður-Afríkumenn vilji líkja
eftir eldflaug af þessu tagi og fram-
leiða til eigin nota eða jafnvel til
útflutnings. Blowpipe-eldflaugar
geta grandað flugvélum í lágdugi
og þykja þær fullkomnari en banda-
rísku Stinger-eldflaugarnar sem
mujahideen-skæruliðar hafa beitt
með miklum árangri í stríðinu í Afg-
anistan.
Suður-afrísk stjórnvöld neituðu
því í gær að þau ættu viðskipti við
hryðjuverkasamtök en sögðu hins.
vegar að fulltrúar vopnaiðnaðarins i'
landinu ættu fullan rétt á því að
verða sér úti um tækniþekkingu. Að
sögn Piks Botha, utanríkisráðherra
landsins, hafa stjórnvöld byijað rann-
sókn á þessu máli.
N-írsk stjórnvöld hafa sent Suð-
ur-Afríkustjórn harðorð mótmæli
vegna þeirra staðhæfinga að suður-
afrísk stjórnvöld hafi útvegað norð-
ur-írskum öfgamönnum vopn.
Reuter
Frá blaðamannafúndinum þar sem skýrt var frá kaupum írsku fjár-
mögnunarleigunnar GPA á 308 nýjum farþegaþotum. Lengst til
hægri á myndinni er Maurice Foley, formaður stjórnar GPA, og á
borðinu stendur líkan af Boeing 737-300 þotu í litum fyrirtækisins.
Irsk fjármögnunarleiga:
Panta nýjar þotur
fyrir 890 milljarða
París. Reuter.
ÍRSKA Qármögnunarleigan GPA Group Ltd hefiir samið um smíði
á 308 farþegaþotum fyrir 16,8 milljarða dollara, eða jafiivirði 890
milljarða íslenzkra króna. Er það stærsta flugvélapöntun, sem um
getur.
Af þotunum 308 eru 182 keyptar
hjá Boeing, 54 hjá Airbus, og 72
hjá McDonnell Douglas. Stærsta
pöntun eins fyrirtækis til þessa voru
kaup bandaríska flugfélagsins
Delta á Boeing- og McDonnel Dou-
glas-þotum fyrir 10,5 milljarða doll-
ara í september sl.
Að þessu sinni samdi GPA við
Boeing um smíði á 92 þotum af
gerðinni 737, 50 af gerðinni 757
og 40 af gerðinni 767 fyrir 9,4
milljarða dollara, eða um 498 millj-
arða króna. Hjá Airbus pantaði fyr-
irtækið 30 A320-þotur og 24 af
gerðunum A330 og A340 fyrir 4,3
Fyrir 38.350,-
ffæréu gisiingu
á siórkostlegu hóieli
á Costa del Sol!
Las Palomaser nýr
og glæsilegur gististaður
á frábæru verði og kjörum.
- 5 mín. frá miðbæ
- loftkældar íbúðir
- íþróttadagskrá
- leikjadagskrá alla daga
- kvöldskemmtanir
- tvær sundlaugar
- tennisvöllur
*Verö miðað við hjón með tvö börn
ítværvikuríjúní.
HJÁ VERÖLD FÆRDU MEIRA FYRIR PENINGANA - Ó-JÁ!
muumBsmin
AUSTURSTRÆTI17, II hwö. SÍMI622200
milljarða dollara, 228 milljarða
króna. Loks samdi íjármögnunar-
leigan við McDonnell Douglas um
smíði á 64 þotum af gerðinni MD-
80 og 8 af gerðinni MD-11 fyrir
3,1 milljarð dollara eða 164 millj-
arða króna.
Með þessum nýju samningum,
sem skýrt var frá samtímis í París,
New York og London, á GPA-fyrir-
tækið, sem áður hét Guinnes Peat
Aviation, í pöntun 819 nýjar far-
þegaþotur fyrir um 30 milljarða
dollara, eða um 1.600 milljarða
króna. Fyrirtækið ýmist leigir flug-
félögum þotur sínar eða selur með
kaupleigusamningum.
Kvikmyndun
Katyn-morðanna:
Wajda
synjað um
gistingu
í Smolensk
Varsjá. Reuter.
PÓLSKI kvikmyndaleiksljórinn
Andrzej Wajda hefúr orðið að
fresta íör sinni til Sovétríkjanna
þar sem hann hyggst gera heim-
ildarmynd um fjöldamorð á
pólskum liðsforingjum sem
framin voru í síðari heimsstyij-
öldinni í Katyn skógi, nálægt
borginni Smolensk í Sovétríkjun-
um. Honum barst tilkynning á
síðustu stundu frá sovéskri
ferðaskrifstofú þess efnis að
gistirými væri á þrotum i borg-
inni, að sögn Marcelis Lozinskis,
seni ásamt Wajda vinnur að gerð
heimildarmyndarinnar.
Ennfremur var þeim tilkynnt af
stjórnendum sovésku ríkisjárn-
brautanna að ekki yrði unnt að
útvega járnbrautarvagn fyrir kvik-
myndagerðarfólkið og 25 ættingja
fómarlambanna, sem Wajda vonað-
ist til að geta kvikmyndað í Katyn
skógi, sagði Lozinski.
Lozinski sagði að þeim hefði ver-
ið tjáð að heimsókn þeirra gæti
hafist eftir u.þ.b. sex vikur.
Morð á 4.300 pólskum iiðsfor-
ingjum í Katyn skógi er eitt af við-
kvæmustu málunum í samskiptum
Póllands og Sovétríkjanna. Pólveij-
ar saka flestir Sovétmenn um morð-
in og auk þess um morð á 11.000
pólskum liðsforingjum sem hand-
teknir voru árið 1939, en grafir
þeirra hafa aldrei fundist.