Morgunblaðið - 26.04.1989, Page 21

Morgunblaðið - 26.04.1989, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRIL 1989 21 Kína: Stjórnvöld hóta há- skólanemum öllu illu Peking. Reuter. OPINBERIR Qölmiðlar í Kína íjölluðu í gær um stúdentaóeirð- imar sem geisað hafa í landinu undanfarna daga og hvöttu al- menning til að fylkja liði gegn stúdentum og fylgismönnum þeirra er krafist hafa víðtækra lýðræðisumbóta. I grein sem birt- ast á í Dagblaði alþýðunnarí dag, miðvikudag, en flutt áður í út- varpi og sjónvarpi, er sagt að lítill minnihlutahópur notfæri sér stúdonta og hafi skipulagt sam- særi er hafi það að markmiði að kollvarpa stjórn kommúnista og efha til til ringulreiðar í Iandinu. Hætti samsærismenn ekki iðju sinni verði þeim refsað harðlega. Noboru Takshita Noboru Takeshita, forsætisráðherra Japans: Fjórði forsætisráðherrann sem fellur vegna mútumáls Tókýó. Reuter. NOBORU Takeshita er Qórði japanski forsætisráðherrann eftir stríð, sem neyðist til að segja af sér vegna pólitísks hneykslis. Hann er jafn- framt sá þeirra, sem skemmst hefúr setið sl. 30 ár. Almennt hafði verið búist við, að Takeshita reyndi að þrauka lengur en þegar óvinsældir hans voru orðn- ar slíkar, að hann naut aðeins stuðn- ings 3,9% kjósenda, og þegar framtíð sjálfs stjórnarflokksins, Frjálslynda lýðræðisflokksins, virtist í húfi þá ákvað hann að taka af skarið og fara að dæmi þriggja samráðherra sinna. í tilkynningu sinni sagði Takes- hita, að hann ætlaði að segja af sér embætti þegar fjárlögin væru í höfn en vegna Recruit-hneykslisins svo- kallaða hefur stjómarandstaðan á þingi komið í veg fyrir afgreiðslu þeirra frá því snemma í mars. Er nú búist við, að þau verði afgreidd um miðjan maí. Recruit-hneykslið snýst um mútur, sem samnefnt fyrirtæki hefur borið á tugi frammámanna í japönsku þjóðlífi og þar á meðal á flesta for- ystumenn stjórnarflokksins. Fjár- málahneyksli eru að vísu ekki ný af nálinni í Japan en að þessu sinni virð- ist sem steininn hafi tekið úr. Al- mennir kjósendur Fijálslynda lýð- ræðisflokksins eru í uppreisnarhug; ungu þingmennirnir, sem óttast um sæti sín í næstu kosningum, hafa í hótunum við forystuna og utanríkis- stefna stjómarinnar er í molum. Takeshita átti því ekki annars úr- kosta. Af fyrri hneykslismálum er Loek- heed-málið einna kunnast en vegna þess varð Kakuei Tanaka að segja af sér sem forsætisráðherra árið 1974. Var hann sakaður um að hafa þegið tvær milljónir dollara í mútur frá Lockheed og var síðar dæmdur fyrir fjármálamisferli. Ortega ræðir við Delors: Fær ekki aukna aðstoð Brussel. Reuter. JACQUES Delors, forseti framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins (EB) segir að Nicaragua fái enga sérmeðhöndlun með tilliti til Qár- hagsaðstoðar. Þetta kom fram á fundi hans með Daniel Ortega, forseta Nic- aragua, á mánudagskvöld en forset- inn er á ferðalagi um Vestur- Evrópu. Fjárhagur Nicaragua er í kaldakoli og sagði forsetinn Delors að aðstoð EB væri afar mikilvæg. Verðbólga fór upp í 30.000% á síðasta ári og þjóðarframleiðsla minnkaði um 10%. EB hefur veitt Nicaragua 279 milljónir Banda- ríkjadala (1500 milljónir ísl.kr.) í aðstoð frá 1979 en sumar aðildar- þjóðimar, einkum Bretar, em van- trúaðar á það að Sandinistastjórnin geri pólitískar umbætur í landinu og veiti sljórnarandstöðu leyfi til að starfa með eðlilegum hætti. Kosningar eru fyrirhugaðar í Nic- aragua í febrúar 1990. „Ef áframhald verður á upplausn- arástandinu," segir í greininni, „munu tilraunir okkar til að vinna bug á verðbólgu og spillingu opin- berra embættismanna verða til einskis...árangri tíu ára umbóta- starfs verður kastað á glæ.“ Greinar- höfundur, sem er ónafngreindur, ræðst á undirróðursmenn sem stofn- að hafi ólögleg samtök, reyni að breiða út óánægju hjá verkamönnum og smábændum auk þess sem ein- stakir leiðtogar landsins séu gagn- rýndir. Stúdentar hafa hengt upp teikningar af Li Peng forsætisráð- herra í líki svíns og snigils sem ekki „þorir að skríða út úr skelinni og horfast í augu við stúdenta,“ eins og segir í texta myndanna. Deng Xiaoping, valdamesti maður landsins síðustu tíu árin, hefur einnig verið harkalega gagnrýndur fyrir linkind gagnvart kreddutrúarmönnum. Stúdentar hafa m.a. krafist þess að komið verði á prentfrelsi, skýrt verði frá eignum og tekjum ein- stakra leiðtoga, verðbólga verði kveðin niður, spilling embættis- manna upprætt og jafnframt að fjöl- miðlar skýri heiðarlega frá mót- mælaaðgerðunum og lýsi kröfum stúdentanna. Á sumum kröfuspjöld- um hafa verið bomar fram kröfur um að einræði kommúnistaflokksins verði afnumið. Flestir námsmenn við háskólana í Peking hafa neitað að sækja tíma frá því á mánudag. Fréttaskýrendur telja að áður- nefnd grein geti verið upphafið að harkalegum aðgerðum stjórnvalda gegn stúdentum og líkurnar á því að fulltrúar yfirvalda muni ræða við stúdenta og uppfylla þannig meg- inkröfu þeirra hafi minnkað.. Stúd- entar brugðust reiðir við ásökunum greinarhöfundar Dagblaðs alþýð- unnar og sögðust ekkert ólöglegt hafa aðhafst. Á íjöldafundi á há- skólalóðinni í gær krafðist einn ræðumanna að greinarhöfundur kæmi fram úr skúmaskoti sínu og ræddi við stúdenta augliti til auglitis. Hryðjuverka- maður hlaut dauðadóm Seoul. Reuter. Dómstóll í Suður-Kóreu dæmdi í gær 27 ára gamla konu frá Norður-Kóreu, Kim Hyun-hui, til dauða fyrir aðild að sprengjutilræði við suður- kóreska farþegaþotu árið 1987. 115 manns létu lífið í tilræðinu og hefur Kim játað að hafa ásamt samstarfsmanni sínum komið sprengju fyrir í þotunni að undirlagi sonar ein- ræðisherra Norður-Kóreu, Kim Il-sungs. Markmiðið var að veikja traust manna á ör- yggisráðstöfunum Suður- Kóreustjómar fyrir Ólympíu- leikana í Seoul 1988. Samningar EB við Rúmena lagðir á hilluna Lúxemborg. Reuter. Evrópubandalagið (EB) ák- vað á mánudag að hætta við- ræðum við Rúmena um aðstoð og samstarf í efnahagsmálum í mótmælaskyni við mannrétt- indabrot stjómar Nicolai Ce- ausescu. Ákvörðun þessi var tekin á fundi utanríkisráðherra bandalagsins. Ráðherramir ákváðu hins vegar að bjóða Pólveijum efnahagsaðstoð og samvinnu á breiðum gmnd- velli vegna pólitískra umbóta þar í landi að undanförnu. Skammdræg kjarnorkuvopn í Evrópu: Arangurslaus fimdur V-Þjóð- veija og Bandaríkjamanna Washington. Reuter. Á fúndi með fúlltrúum stjórnvalda í Vestur-Þýskalandi á mánudags- kvöld ítrekuðu bandariskir embættismenn þá afstöðu ríkisstjórnar George Bush Bandaríkjaforseta að ekki kæmi til greina að heQa viðræður við Sovétríkin og bandamenn þeirra austan járntjaldsins um fækkun skammdrægra kjarnorkuvopna í Evrópu. Ráðamenn í Vestur-Þýskalandi hafa hvatt til þess að slíkar viðræður verði hafn- ar og að ákvörðun varðandi endumýjun skammdrægara Lance- kjarnorkueldflauga Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Vestur- * Evrópu verði slegið á frest. Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráð- herra Vestur-Þýskalands, sagði á blaðamannafúndi að ágreiningur þessi yrði ræddur frekar og að bæði ríkin teldu nauðsynlegt að leysa þennan vanda fyrir fúnd leiðtoga aðildarrílga NATO sem fram fer eftir rúman mánuði í I Þeir Gerhard Stoltenberg, vam- armálaráðherra Vestur-Þýska- lands, og Hans-Dietrich Genscher gerðu fulltrúum Bandaríkjastjóm- ar grein fyrir afstöðu Vestur-Þjóð- veija en stjórnvöld þar í landi fóru fram á fundinn í Washington með mjög skömmum fyrirvara. Þeir ræddu við Brent Scowcroft, örygg- ismálaráðgjafa Bush Bandarílqa- forseta, James Baker utanríkisráð- herra og Dick Cheney varnarmála- ráðherra og stóð fundur þeirra í rúmar íjórar klukkustundir. í tilkynningu, sem bandaríska utanríkisráðuneytið birti að loknum viðræðunum, sagði að bæði ríkin hefðu skýrt afstöðu sína til við- ræðna um fækkun skammdrægra kjamorkuvopna í Evrópu. Fundur- inn hefði verið bæði vinsamlegur og gagnlegur. Genscher kvað gagnkvæmt traust hafa einkennt viðræðumar og sagðist vona að 1 Belgni. samstaða myndi einkenna leið- togafund Atlantshafsbandalagsins í næsta mánuði. Genscher sagði i Bonn í gærdag að sjónarmið Vest- ur-Þjóðveija nytu almenns stuðn- ings meðal NATO-ríkjanna á meg- inlandi Evrópu. Talsmaður hol- lenska utanríkisráðuneytisins sagði á fundi með blaðamönnum í gær að hollenska ríkisstjómin væri ekki sammála vestur-þýskum ráða- mönnum um nauðsyn þess að hafn- ar yrði sérstakar viðræður við Var- sjárbandalagsríkin um niðurskurð skammdrægra vopna. Áður höfðu Hollendingar lýst yfír stuðningi við það sjónarmið ríkisstjórnar Kohls kanslara að ráðlegt væri að fresta endumýjun bandarísku Lance-eld- flauganna. Ljóst þykir að lítt eða ekkert hafi miðað í samkomulagsátt á fundinum í Washington. Talsmaður bandaríska utanríkisráðúneytisins minnti á að Baker utanríkisráð- herra hefði þráfaldlega sagt að það væru mikil mistök að hefja samn- ingaviðræður um fækkun skamm- drægra kjamorkuvopna. Cheney vamarmálaráðherra sagði í ræðu er hann flutti á mánudagskvöld að hann væri öldungis sannfærður um að slíkar viðræður myndu reynast „alvarleg mistök“. Máli sínu til stuðnings vísa bandarískir og bre- skir embættismenn til yfírburða Varsjárbandalagsríkjanna á sviði efnavopna og hins hefðbundna her- afla í Evrópu, sem yrðu mikilvæg- ari en áður ef kjamorkuvopnum yrði fækkað enn frekar í álfunni. NATO-ríkin eru á hinn bóginn öll sammála um að yfirburðir Sov- étmanna á þessu sviði kjamorku- heraflans séu mikið áhyggjuefni. Fram hefur komið að Sovétmenn og bandamenn þeirra ráða yfir 16 skotpöllum fyrir skammdrægar flaugar á möti hveijum einum í eigu NATO. Talsmenn sovéskra hernaðaryfirvalda hafa skýrt frá því að ríkin ráði yfir 1.600 skot- pöllum fyrir skammdrægar eld- flaugar af gerðunum FROG, SCUD og SS-21 í Evrópuhluta Sovétríkj- anna vestan Úralfjalla. 1.200 þess- ara eldflauga eru í vörslu sovéskra hermanna. Atlantshafsbanda- lagsríkin ráða hins vegar yfir 88 skotpöllum fyrir Lance-flaugarnar bandarísku en tölur um fjölda Reuter Gerhard Stoltenberg (t.v.), vamarmálaráðherra Vestur- Þýskalands, og Hans-Dietrich Genscher utanríkisráðherra. kjamaodda í vopnabúrum austurs og vesturs í Evrópu liggja ekki á lausu. Bretar og Bandaríkjamenn telja nauðsynlegt að endumýja Lance- flaugarnar og þær raddir hafa heyrst að samningsstaða NATO ríkjanna í hugsanlegum viðræðum um niðurskurð þessara vopna yrði augljóslega erfið. Genscher ut- anrikisráðherra hefur á hinn bóg- inn sagt að einmitt vegna yfirburða Sovétmanna þjóni það öryggis- hagsmunum lýðræðisríkjanna að ná fram fækkun skammdrægra kjamorkueldflauga. Ein meginnið- urstaða fundar Kjamorkuáætlana- nefndar NATO í síðustu viku var sú að vísa ákvörðun um endumýjun Lance-flauganna til leiðtogafund- arins í næsta mánuði. Hafa tals- menn Atlantshafsbandalagsins þ. á m. Manfred Wömer framkvæmda- stjóri hvatt til þess að deila þessi verði leyst fyrir fundinn og minnt á að skammur tími sé til stefnu. Hillsborough: Konungsflöl- skyldan gagn- rýnd harðlega Liverpool. Reuter. Elísabet Bretadrottning og fjölskylda hennar sættu harðri gagnrýni í gær er hún ákvað að mæta ekki á minningarat- höfn, sem fyrirhuguð er á laugardag, um 95 fómarlömb harmleiksins á Hillsborough- -leikvanginum 15. apríl. Tals- maður Bretadrottningar sagði að hún sækti yfirleitt ekki slíkar athafnir og við hæfi væri að hertoginn af Kent, sem er forseti enska knattspyrnu- sambandsins, yrði viðstaddur Grænlaud: Mikill tap- rekstur í fiskvinnslu Kaupmannahöfh. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunbladsins. Ríkisrekin fyrirtæki á Grænlandi, sem næstum öll fást við fiskvinnslu, voru rekin með 380 milljón d. kr. (2,76 milljarða ísl. kr.) tapi á síðasta ári. Ástæðurnar fyrir tap- rekstrinum em hinar sömu og hjá öðmm fiskveiðiþjóðum: Verðlækkanir á heimsmarkaði og of stór togarafloti með til- liti til fiskveiðikvóta. Þetta kemur fram í skýrslu hag- fræðistofnunar fiskiðnaðarins í Esbjerg í Danmörku. -r—

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.