Morgunblaðið - 26.04.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRIL 1989
25
Deilt um gosbrumi-
inn í Kringlunni
Nokkurrar óánægju gætir
meðal hóps verslunarfólks í
næsta nágrenni við gorbrunn-
inn í verslunarhúsi Kringlunn-
ar. Þykir fólkinu niðurinn í
brunninum vera bæði hár, trufl-
andi og ekki síst lýjandi. Svo
mjög að það losni varla við hann
úr eyrum sér þótt heim sé hald-
ið í lok vinnudags. Fyrir nokkru
varð einn verslunareigandi í
Kringlunni til þess að benda
Gosbrunnurinn umdeildi í
Kringlunni.
Vinnueftirliti ríkisins á þennan
vanda og var mælingarmaður
þá gerður út af örkinni. Mældi
hann desíbel gosbrunnarins inni
í verslunni umræddu bæði við
opnar og lokaðar dyr, einnig á
ganginum fyrir íraman dyr
hennar.
Steinþór Einarsson hjá Vinnu-
eftirlitinu framkvæmdi mæling-
una. Hann sagði í samtali við
Morgunblaðið að hann gæti vel
ímyndað sér að niðurinn væri
þreytandi þegar til lengdar léti,
en mælitæki sín hefðu þó numið
hávaðann langt undir hættumörk-
um. En samt yfir þeim styrk sem
mætti lögum samkvæmt berast á
milli tveggja fyrirtækja. „Þá er
það spurningin hvernig gosbrunn-
urinn er túlkaður. Sem fyrirtæki?
Eða hvað? Aðrir verða að skera
úr um það og ef að þetta mál
færi eitthvað lengra myndu mæl-
ingar mínar ekki vera lagðar til
grundvallar. Þá yrði að mæla á
lengri tíma, við breytilegar að-
stæður og með betri tækjum,“
sagði Steinþór.
Einar Halldórsson fram-
kvæmdastjóri Kringlunnar sagði í
samtali við Morgunblaðið að það
væri enginn úlfaþytur í húsinu
vegna gosbrunnarins, en rétt væri
að ákveðnir aðilar hefðu bent á
að niðurinn væri að þeirra mati
of hár. „Okkur þótti það sjálfum
í byrjun og það var gerð breyting
á brunninum, reyndar áður en
Vinnueftirlitið kom og mældi. Við
settum grind í brunninn sem dró
töluvert úr hávaðanum er vatnið
féll í brunninn. Það er verið að
skoða málið nánar í samvinnu við
framleiðendur gosbrunnsins,“
sagði Einar.
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 25. aprii.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð(kr.)
Þorskur 49,50 39,00 44,61 43,949 1.960.872
Þorskurósl. 48,50 43,50 47,07 3,495 164.510
Ýsa 88,00 42,00 47,70 4,460 212.780
Karfi 26,50 25,00 25,91 58,806 1.523.664
Steinbítur 26,00 15,00 24,25 7,180 174.100
Grálúöa 40,00 38,50 39,17 36,919 1.446.117
Langa 17,00 15,00- 15,21 0,470 7.150
Koli 55,00 55,00 55,00 0,050 2.750
Lúða 350,00 190,00 254,60 0,425 108.205
Skötubörð 160,00 160,00 160,00 0,050 8.000
Skötuselur 135,00 70,00 111,00 0,090 9.990
Undirmál 17,00 17,00 17,00 0,480 8.160
Ufsi 29,00 29,00 29,00 4,740 137.450
Samtals 35,77 161,115 5.763.758
Selt var aðallega úr Otri HF, Stakkavík ÁR og Sigurborgu VE.
i dag verður selt úr Núpi ÞH 30 t. þorskur, Giafari VE 25 t. ufsi
og 5 t. blandaö þorskur og ýsa, Óskari Halldórssyni RE, 35 t.
karfi og 500 kg lúða, ennfremur blandaður afli frá H.H., Rifs-
nesi SH og Faxeyri, auk bátafisks.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 47,00 14,0Q 42,39 4,480 189.898
Ýsa 71,00 45,00 55,55 3,440 191.104
Karfi 26,00 20,00 24,99 75,934 1.897.788
Ufsi 26,00 15,00 25,47 5,192 132.220
Steinbíturósl. 15,00 5,00 15,00. 0,057 855
Grálúða 40,00 36,00 39,58 13,784 545.570
Langa 28,80 28,00 28,00 8,644 18.032
Lúða 195,00 195,00 195,00 0,011 2.145
Hnísa 6,00 6,00 6,00 0,31 186
Skarkoli 25,00 25,Ó0 25,00 0,026 650
Blandað 10,00 10,00 10,00 0,016 160
Samtals 28,75 103,615 2.978.607
Seltyar úr Ásgeiri RE og bátum. í dag verður selt úr Framnesi
ÍS, Ásbirni RE og Má SH, 80 t grálúða, 50 t. karfi.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 43,00 37,50 40,36 23,068 930.926
Ýsa 71,00 35,00 52,95 20,567 1.088.990
Ufsl 26,00 10,00 25,06 18,655 467.512
Karfi 25,00 15,00 23,87 7,650 182.634
Steinbítur 13,00 13,00 13,00 0,560 7.280
Keila 14,00 12,00 12,03 2,135 25.690
Langa 18,00 18,00 18,00 0,520 9.360
Háfur 15,00 15,00 15,00 0,020 300
Skarkoll 55,00 25,00 43,35 0,206 8.930
Lúða 355,00 200,00 253,34 0,151 38.255
Grálúða 36,50 36,00 36,21 35,768 1.295.161
Skata 65,00 58,00 64,08 0,076 4.870
Blandað 10,00 10,00 10,00 0,120 1.200
Samtals 37,09 109,497 4.061.113
Selt var úr Eldeyjarboða , Geir Goða Ólafi Jónssyni og dagróðra-
bátum. I dag verður selt úr dagróðrabátum og úr Þuríði Halldórs-
dóttur, 15 t. ufsi.
Haftiargörður:
Dýrin í
Hálsaskógi
LEIKFÉLAG Hveragerðis ætl-
ar að sýna bamaleikritið Dýrin
í Hálsaskógi í Bæjarbíói í Hafii-
arfirði á laugardag og sunnu-
dag.
Atján sýningar hafa verið á
leikritinu í Hveragerði frá því í
marsbyrjun. Leikstjóri er Signr-
geir H. Friðþjófsson, hönnun bún-
inga og gerð þeirra var í höndum
Sigrúnar Bjarnadóttur og Eddu
Guðmundsdóttur. Undirleikari og
söngþjálfari er Anna Jórunn Stef-
ánsdóttir. Alls taka 34 þátt í sýn-
ingunni, þar af 18 leikarar ogg
tvær leikbrúður. Með hlutverk
Mikka refs fer Hjörtur Már Bene-
diktsson og Lilla Klifurmús leikur
Steindór Gestsson.
Tvær sýningar verða í Bæjar-
bíói á laugardag, klukkan 14 og
17 og ein á sunnudag, klukkan 14.
Ljónynjuvor-
blót á Hörpu
Lionessuklúbbur Reykjavík-
ur heldur vorhátíð 2. árið í röð
föstudaginn 5. maí. Hátíðin ber
nafiiið „Ljónynjuvorblót á
Hörpu" og verður haldin á
Hótel Islandi.
Húsið verður opnað klukkan
19 og verður þá boðið upp á
„Hörputón" sem fordrykk. Síðan
verður borin fram tvíréttuð máltíð
og kaffi á eftir. Á meðan ætla
„ljónynjur“ að rifja upp tísku lið-
inna ára og koma fram í samkvæ-
miskjólum frá ýmsum tímum.
Heiðar Jónsson snyrtir verður
kynnir og veislustjóri. Skemmti-
atriði verða af ýmsum toga,
hljómlistarmenn syngja og leika,
nemendur sýna samkvæmisdansa
og sýndir verða stuttir grínþættir.
Allur ágóði rennur til líknarmála.
Hátíðin er ekki eingöngu fyrir
konur innan hreyfingarinnar held-
ur allar konur. Karlmenn fá fyrst
aðgang eftir lok skemmtiatriða
klukkan 23.30 og verður þá dans-
að við undirleik hljómsveitar húss-
ins. Hluti þess aðgangseyris renn-
ur einnig til líknarmála.
Heimshlaup:
Leiðrétting-
Morgunblaðinu hefúr borizt
svohljóðandi tilkynning frá
Frjálsíþróttasambandinu vegna
fréttar í blaðinu í gær:
Af gefnu tilefni telur Ftjáls-
íþróttasamband íslands rétt að
upplýsa að framkvæmd svokall-
aðs Heimshlaups í þágu friðar,
sem fyrirhugað er að fram fari
hér á landi í sumar, er samband-
inu algjörlega óviðkomandi.
Samkoma
til styrktar
kristniboðs-
starfí
Kristniboðsflokkur KFUK
hefúr sína árlegu samkomu til
styrktar kristniboðsstarfinu
þriðjudaginn 2. maí nk. í húsi
KFUM og K á Amtmannsstíg
2b.
Kjellrún Langdal segir frá ferð
þeirra hjóna til Kenýu og Eþíópíu.
Happdrætti og kökur verða til
sölu. Laufey Geirlaugsdóttir syng-
ur. Sr. Valgeir Ástráðsson hefur
hugleiðingu. (Fréttatilkynning)
Rauði kross íslands:
Skyndihjálp-
arnámskeið
Reykjavíkur-
deildar
Reykjavíkurdeild RKÍ heldur
námskeið í skyndihjálp. Nám-
skeiðið verður haldið á Öldu-
götu 4, hefst í dag, miðvikudag,
kl. 20 og stendur i 5 kvöld.
Á námskeiðinu verður lögð
áhersla á fyrirbyggjandi leiðbein-
ingar og ráð til almennings við
slys og önnur óhöpp. Á námskeið-
inu verður kennt hjartahnoð,
fyrstahjálp við bruna, kali og eitr-
unum. Einnig verður kennd með-
ferð helstu beinbrota og stöðvun
blæðinga. Ennfremur verður fjall-
að um ýmsar ráðstafanir til varn-
ar slysum í heimahúsum'og margt
fleira. Sýndar verða myndir um
helstu slys.
Athygli skal vakin á því að
þetta er síðasta námskeiðið sem
skólafólk kemst á í vor með það
fyrir augum að fá það metið í
skólum.
(Fréttatilkynning)
Nýja postulakirkjan:
Gestaguðs-
þjónusta
GUÐSÞJÓNUSTA verður hald-
in í Nýju Postulakirkjunni að
Háaleitisbraut 58-60 (Miðbæ)
klukkan 11 á sunnudag, 30.
apríl.
Gene Storer, umdæmisöldung-
ur frá Kitchener, Ontario Canada,
heldur guðsþjónustuna ásamt
safnaðarpresti kirkjunnar hér,
Hákoni Jóhannessyni. Allir þeir,
sem vilja kynna sér vitnisburð
kirkjunnar, eru velkomnir. Eftir
guðsþjónustuna verður boðið upp
á kaffi og meðlæti og gefst gest-
um þá kostur á að spyija og fá
frekari útskýringar á trúarvitnis-
burði Nýju postulakirkjunnar.
(Fréttatilkynning)
Jazzvakning:
Blús á
Borginni
Stuðningsmenn Jazzvakn-
ingar eftia til blústónleika á
Hótel Borg annað kvöld,
fimmtudagskvöld, og hefjast
þeir klukkan 21.30. Allur ágóði
rennur til að greiða skuldir
Jazzvakningar vegna tónleika
St. Louis Kings of Rhythm hér
á landi 1987.
Hópur söngvara og hljóðfæra-
leikara kemur fram á Borginni.
Andrea Gylfadóttir, Björk Guð-
mundsdóttir og Megas syngja,
Helgi Guðmundsson blæs í munn-
hörpu og Stefán S. Stefánsson í
saxafón, Björn Thoroddsen leikur
á gítar, Guðmundur Ingólfsson á
pianó, Gunnar Hrafnsson á bassa
og Guðmundur Steingrímsson á
trommur.
ÞAÐER
goh
AD
LATTU
RAFMAGNS-
REIKNINGINN
HAFA
FORGANG!
^ i
RAFMAGNSVEITA
REYKJAVIKUR
SUÐURLANDSBRAUT 34 SlMI 68 62 22