Morgunblaðið - 26.04.1989, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 26.04.1989, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1989 I Glerárprestakall; Fundað um ráðn- ingu prests fljótlega SÓKNARNEFND Glerárpresta- kalls fundar seinnipart þessarar viku eða í upphafi þeirrar næstu um hvaða leið skuli fara varð- andi ráðningu prests að sókninni. Séra . Pálmi Matthíasson sem þjónað hefur sókninni undanfarin ár var í síðustu viku kallaður til Bústaðasóknar í Reykjavík og lætur hann af störfum á Akureyri um miðjan júlf. Marínó Jónsson formaður sókn- arnefndar sagði aðkallandi að vinna að þessu máli, en enn væri svo stutt síðan ákvörðun hefði verið tekin um að sr. Pálmi tæki kalli Bústaðasókn- ar að ekki væri búið að funda um málið. Marínó sagði tvær leiðir koma til greina, annars vegar að kalla til prest og hins vegar að auglýsa kallið laust til umsóknar. Passíukórinn heldur tónleika Morgunblaðið/Rúnar Þór Sverrir Leósson sljórnarformaður Utgerðarfélags Akureyringa með stjórnarmenn og framkvæmda- stjóra sér sér við hlið. Á aðalfundi UA kom fram að fiskvinnslan skilaði um 76 milljóna króna hagnaði, en tap varð á útgerðinni samtals um 69 milljónir króna. Heildarhagnaður af rekstri fyrirtækisins á síðasta ári varð tæplega 5,8 milljónir. „MÖNDLUTRÉ og marmari", er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í kvöld, miðvikudagskvöld, Utgerðarfélag Akureyringa: Fiskvinnslan skilaði um 7 6 milljóna hagnaði á síðasta ári Brýnasta verkeftiið á þessu ári útvegun aflakvóta Útgerðarfélag Akureyringa skilaði tæplega 5,8 milljóna króna hagnaði á síðasta ári, en árið 1987 varð hagnaður af rekstrinum rúmlega 131 milljón króna. í máli Sverris Leóssonar stjórnarfor- manns ÚA á aðalfundi félagsins í fyrrakvöld kom fram að síðasta ár hefði verið félaginu erfitt. Helstu ástæður erfiðleikanna sagði Sverrir vera verðlækkun á afiirðum, gífúrlegan fjárinagnskostnað, hækkun tilkostnaðar innanlands og eins hefði aflakvóti skipanna minnkað og um enn frekari samdrátt væri að ræða á þessu ári, eða um 10% skerðingu á helstu fisktegundum. „Nú má segja að brýnasta verkefni forráðamanna félagsins sé að fá aflakvóta með öllum tiltækum ráð- um. Það verður að gerast ef hægt á að vera að reka fyrirtækið með fullum afköstum allt árið,“ sagði Sverrir. Veiðiheimildir . félagsins fyrir þetta ár eru um 18.900 tonn fyrir alla togarana sex og sagði Vilhelm Þorstéinsson, annar af framkvæmdastjórum ÚA, að útlit væri fyrir að mun erfiðara yrði að kaupa kvóta á þessu ári en verið hefur undanfarin ár. í 133 veiðiferðum öfluðu togarar félagsins rúmlega 23 þúsund tonna, þar af aflaði Sléttbakur rúmlega fjögurra tonna af fiski sem fryst voru um borð, og gerðu rúmlega tvö tonn af freðfiski. Mestallur ísfiskafli skipanna var unninn í vinnslustöðvum félagsins, en 511 tonn voru seld til annarra. Þrír togaranna skiluðu hagnaði, Kaldbakur skilaði tæplega 15 millj- óna króna hagnaði, Svalbakur um 11 milljónum og Harðbakur 6,3 milljónum, eða samtals röskum 32 milljónum. Tap varð á þremur skip- um, samtals yfir 101 milljón króna, þannig að halli á útgerð skipanna varð rúmlega 69 milljónir króna. Mestur halli varð á rekstri Slétt- baks, rúmlega 49 milljónir króna, á Hrímbak 27,5 milljónir og á Sól- bak 24,6 milljónir. Allar þijár greinar fiskvinnsl- unnar skiluðu hagnaði, sem sam. tals nam um 76 milljónum króna. Mestu munar þar um hagnað af rekstri hraðfrystihússins, sem varð tæpar 55 milljónir króna á síðasta ári. Ágóði af skreiðarverkun varð ur markað, með sterkri uppbygg- ingu félagsins og mannkostum miklum, fennir seint í,“ sagði Sverrir Leósson í ávarpi sínu. Er Gísli ávarpaði fundinn sagðist hann láta af störfum sáttur við allt og alla og óskaði Útgerðarfélaginu allra heilla í framtíðinni. á sal Menntaskólans á Akureyri. Passíukórinn, undir stjórn Roars Kvam syngur, en einsöngvari á tónleikunum er Michael Jón Clarke. Efnisskrá tónleikanna er tvíþætt, annars vegar syngur kórinn nokkur íslensk þjóðlög í útsetningu Jóns Ásgeirssonar, en hins vegar verða flutt tólf lög eftir gríska tónskáldið Mikis Theodorakis. Atli Guðlaugs- son gerði íslenska texta við lögin. Sex hljóðfæraleikarar spila undir í Theodorakis-lögunum, Niegel Lillicrap á píanó, Margrét Stefáns- dóttir á þverflautu, Örn Viðar Er- lendsson á gítar, Gunnar H. Jónsson á mandola, Birgir Karlsson á bassa og Geir Rafnsson á slagverk. 13,5 milljónir króna og af salt- fiskverkun 7,6 milljónir. Niður- stöðutölur aðalrekstrarreiknings hljóða því upp á tæplega 5,8 millj- óna króna hagnað, þegar áætlaður eignarskattur hefur verið frádreg- í efnahagsreikningi kemur fram að veltufjármunir námu rúmlega 566 milljónum króna, en um ára- mót skuldaði félagið alls einn millj- arð og 330 milljónir. Þar- af voru langtímaskuldir um 780 milljónir, en skammtímaskuldir félagsins hljóða upp á 549,4 milljónir króna. Eigið fé fyrirtækisins um áramót var rúmlega 544 milljónir króna. Útgerðarfélagið greiddi starfsfólki sínu tæplega 600 milljónir króna í laun á árinu 1988. Á fundinum var ákveðið að greiða hluthöfum 2% arð af skráðu hlutafé. Þá skýrði stjórnarformað- urinn frá því að vegna þeirra tíma- móta hjá félaginu er Gisli Konráðs- son, annar af framkvæmdastjórum ÚA, lætur af störfum, hefði stjórn- in ákveðið að færa starfsmannafé- laginu til eignar og afnota sumar- hús, sem reynar nýtist sem heils- árshús og verður það fullbúið sett upp á stað sem ákveðinn verður í samráði við starfsmannafélagið. Gísli Konráðsson lætur af störf- um í lok næstu viku. Voru honum þökkuð vel unnin störf í þágu fé- lagsins. „Verk Gísla fyrir ÚA liðna þijá áratugi og bæjarfélagið allt hafa einkennst af dugnaði og fóm- fýsi. Þau djúpu spor sem Gísli hef- Rannveig Jósefsdóttir fagnar aldarafinæli sínu; Blóðþrýstingurinn eins og hjá átján ára stúlku „EG ER ALVEG spilfjörug," sagði Rannveig Jósefsdóttir, en hún varð 100 ára á mánudag. Rannveig hélt vinum og vanda- mönnum hóf á Hótel KEA á sunnudaginn og fögnuðu um tvö hundruð gestir aldarafmælinu með afmælisbarninu. Morgun- blaðsmenn heimsóttu Rannveigu á heimili hennar í Helgamagra- stræti 17 á Akureyri í gær, af- mælisdaginn. Blómakörfumar fylltu allar stofur og sagðist Rannveig vera öllum þeim sem sýndu henni hlýhug afar þakklát. Rannveig fæddist að Eyrar- landi, sem þá var sveitabær rétt ofan Akureyrar, en þar stendur nú Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri, og þar dvaldi hún sín fyrstu æviár, en um níu ára aldur fór hún að Kroppi í Eyjafirði og dvaldi hjá Davíð Jónssyni hrepp- stjóra og konu hans, Sigurlínu Jónasdóttur. Á yngri árum var Rannveig í kaupavinnu og vist, m.a. hjá Pétri Péturssyni kaup- manni í sex ár, en mestum hluta starfsævi sinnar varði hún hjá Gefjun þar sem hún vann í rösk- lega fjörutíu ár. Rannveig býr með dóttur sinni Freyju Jóhannsdóttur og sagði hún að ekki hefði komið til greina að fara á dvalarheimili. „Eg er hraust og hef alltaf verið,“ sagði hún. Til marks um það þá gerði hún sér ferð fram að Gmnd í Morgunblaðið/Rúnar Þór „Ég er hraust og hef alltaf verið,“ sagði Rannveig Jósefsdóttir sem varð 100 ára á mánudag. í tilefni dagsins bárust Rannveigu ótal blómakörfúr, gjafir og heillaóskaskeyti. Með Rannveigu á myndinni er dóttir hennar, Freyja Jóhannsdóttir. Eyjafirði fyrir skemmstu til að samfagna Ragnari Davíðssyni.á 90 ára afmæli hans, en Rannveig gætti Ragriars þá hann var ungur drengur. Þá brá hún sér í kirkju og tvær fermingarveislur sama daginn og þótti ekki tiltökumál. „Hún er hress, hún mamma, læknarnir segja blóðþrýsting hennar eins og í átján ára stúlku og hún tekur engin lyf,“ sagði Freyja dóttir hennar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.