Morgunblaðið - 26.04.1989, Síða 36

Morgunblaðið - 26.04.1989, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1989 fclk í fréttum Morgunblaöiö/Bjarni Það var þétt setinn bekkurinn þegar krílin af Suðurborg, Hólaborg og Hólakoti skemmtu viðstödd- um með söng og leikriti. GERÐUBERG Börnin í Breiðholti Hann er ekki hár meðalaldur- inn hjá listafólkinu sem sýn- ir og skemmtir í menningarmið- stöðinni Gerðubergi, Breiðholti þessa dagana. Bömin sem eru á fjórtánda hundrað eiga það sam- eiginlegt að vistast á einhveiju þeirra 19 dagvistarheimila sem eru í Breiðholti. A sumardaginn fyrsta var opnuð myndlistarsýn- ing í Gerðubergi sem nefnist Bömin í Breiðholti, og verður það að teljast réttnefni, því listaverkin eru öll eftir bömin af dagvistar- heimilunum í Breiðholti. Samhliða myndlistarsýning- unni skiptast dagvistarheimilin á um að standa fyrir skemmtidag- skrám, svo sem kórsöng, leikatrið- um, leikjum og fieim. Auk þess er daglega sýnt af myndbandi frá starfsemi heimilanna. Þetta fram- tak dagvistarheimilanna hefur mælst vel fyrir, bæði hjá bömun- um , aðstandendum þeirra og öðr- um gestum. Sýningin stendur til 1. maí og er opin daglega frá kl. 9.30. Maður getur nú orðið hálffeiminn, þegar maður þarf að leika í leikriti frammi fyrir troðfullum sal! Sönggleiðin leynir sér ekki i svip söngvaranna ungu, er þau kyrja „I leikskóla er gaman....“ TÓNLIST Tvær sovéskar rokkhljómsveitir eru væntanlegar til Bretlands í maímánuði og munu þær koma fram á nokkmm tónleikum þar í landi. Fyrstu tónleikarnir verða í London 1. maí en einnig verða tón- leikar í Liverpool, Manchester og Brighton. Bretlandsferð hljómsveit- anna lýkur í London 12. maí en öllum ágóða af þeim tónleikum verður varið til hjálparstarfs í sovét- lýðveldinu Armeníu. Hljómsveitirnar, sem nefnast Zvúkí Mú og Avía, þykja framsækn- Myndin sýnir hinn smáfríða gítarleikara Zvúkí Mú, Peter Mamanov, beija Gibson-gítarinn af innlifun og elju á tónleikum í Moskvu fyrir skemmstu. ar mjög en sviðsframkoma hljóð- færaleikaranna er sögð óheft og klæðnaðurinn sérlega fijálslegur. Zvúkí Mú og Avía til Bretlands Morgunblaðið/Vilhjálmur Guðlaug Margrét Dagbjartsdóttir og Vigfus Jón Dagbjartsson á hestbaki, MEÐALLANDIÐ * I fyrsta skipti á hestbak Samkiptin við dýrin hafa alltaf þótt þroskandi fyrir manninn og mikill gleðigjafi, sérstaklega bömum. Hjá þeim Sólrúnu og Dag- bjarti á Ytri-Lyngum í Meðallandi eru tvö hestfolöld sem verða vet- urgömul í vor. Eru þau mjög hænd að bömunum sem gefa þeim brauð og gæla við þau. Svo datt börnunum í hug að vita hvort þau mættu fara á bak. Það var góðfúslega leyft og folöldin reyndu alls ekki að hrekkja. Þar sem knaparnir vom ekki vanir not- Sveinbjörg klappar hestinum. uðu þeir fyrst þá aðferð að hvolfa fötum til að stíga á er þau fóru á bak og folöldin samþykktu þetta alveg. Og þarna em ekki aðeins hestefni í uppvexti heldur eflaust tamningarmenn líka. Vilhjálmur TÓNLIST Rostropovítsj í tónleikaför til Sovétríkjanna Mstislav Rostropovítsj, rússn- eski hljómsveitarstjórinn og sellóleikarinn, sem sovésk stjórn- völd vísuðu úr landi fyrir fimmtán árum, heldur til Sovétríkjanna ásamt bandarísku National sin- fóníuhljómsveitinni í Washington til tónleikahalds á næsta ári. Hljóm- sveitarstjórinn, sem er 62 ára, kveðst kvíða ferðinni ákaflega mik- ið en jafnframt sé tilhlökkunin mik- il. Hann segir að kvíðinn sé af list- rænum rótum mnninn, ekki pólitískum. „Fyrst og fremst verð ég að vera viss um að ég valdi áheyrendum, sem hafa beðið mín í 15 ár, ekki vonbrigðum," sagði Rostropovítsj. Tónleikaförin hefst um miðjan febr- úar á næsta ári og mun að líkindum standa yfir í fimm eða sex daga. Ráðgert er að hljómsveitin haldi fjóra tónleika í Moskvu og Leníngrad. Rostropovítsj hefur ekki komið í heimsókn til Sovétríkjanna frá því honum var vísað úr landi árið 1974. Um nokkurt skeið hefur mátt Mstislav Rostropovítsj. greina þess merki í Sovétríkjunum að valdhafar hyggist taka hann í sátt. í janúar birtist löng grein í málgagni Sovétstjórnarinnar, íz- vestia þar sem hvatt var til þess að Rostropovítsj og eiginkonu hans, sópransöngkonunni Galinu Vis- hnevskaju, yrði veitt ríkisborgara- réttindi á ný. í febrúar fékk Rostropovítsj inngöngu á ný í Sám- tök sovéskra tónlistarmanna. f>elie[! íu 11 jiibnýni nániiinl ctinyl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.