Morgunblaðið - 26.04.1989, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRIL 1989
VESTMANNAEYJAR
Metvertíð í FES
Barlómurinn borgar sig ekki
hefði getað orðið meira, en bátarn-
ir okkar náðu ekki alveg að klára
kvóta sinnn, það vantaði 2.000 tonn
upp á það,“ sagði Helga.
Fyrir áramótin var tekið á móti
14.000 tonnum til vinnslu í FES
og hafa því 56.000 tonn verið unn-
in þar á loðnuvertíðinni.
Bræðsla í F'ES eftir áramótin
hófst í byijun febrúar og hefur ver-
ið unnið á vöktum nær linnulaust
síðan. í FES starfa 40 manns á
tvískiptum vöktum og er mikill
rígur á milli vaktanna um það hvor
vaktin tekur á móti meiri afla á
vertíðinni. Á þessari vertíð var það
B-vaktin sem hafði vinninginn og
fögnuðu þeir lokunum sérstaklega
af því tilefni. Grímur
Helga Tómasdóttir mælir vertíð-
arlokin á vigtina í FES.
Eg er bjartsýnn fyrir hönd
franskrar kvikmyndagerðar því
núna hljóta allar leiðir að liggja upp
á við,“ segir franski leikstjórinn Yves
Boisset, sem var viðstaddur sýningu
myndar sinnar Gróu FM 8,8 á
frönsku kvikmyndavikunni, sem nú
stendur yfir í Regnboganum. „Á ör-
fáumkárum hefur aðsókn að frönsk-
um myndum hrapað vegna fjölgunar
sjónvarpsstöðva og tilkomu mynd-
banda. Einnig á frönsk kvikmynda-
gerð í vök að verjast vegna þess að
skyndilega, fyrir fimm árum eða svo,
jukust vinsældir bandarískra mynda
í Frakklandi. Mér sýnist að þið hér
á íslandi eigið við sama vanda að
stríða, engilsaxneska menningin
tröllríður öllu og ekki er hægt að
keppa við hana með gæðin ein að
vopni. Fáránlegasta dæmið, sem ég
man eftir, var þegar gerð var
bandarísk útgáfa af Þrír menn og
barn, sem reyndist miklu lélegri
mynd, en dró sjálfsagt til sín tuttugu
og fimm sinnum fleiri áhorfendur.
Skýringin er einföld, bandarískar
myndir eru miklu betur auglýstar og
mun ódýrari í kaupum að auki. Ég
vil hins vegar ekki vera með neinn
barlóm, það er vísasti vegurinn til
að fæla áhorfendur í burtu, en það
má sjá merki þess að fólk vilji aftur
fara í bíó — sé orðið þreytt á sjón-
varpsglápi. Kvikmyndagerð fyrir
lítinn markað blómstrar hins vegar
aldrei án stuðnings frá ríkinu, en
yfirvöld ættu engu að síður fyrst og
fremst að hjálpa þeim sem hjálpa sér
sjálfir."
Boisset er með þekktari frönskum
kvikmyndagerðarmönnum þótt fáar
mynda hans hafi verið sýndar hér-
lendis. Gróa FM 8,8 (Radio Corbeau)
er nítjánda mynd Boissets og eins
og flestar myndir hans er hún blanda
af þjóðfélagsgagnrýni og lögreglu-
sögu. „Hún Qallar um það þjóðarein-
kenni Frakka," eins og Boisset kemst
að orði, „að tala illa um náungann
en finnast það allt í lagi því það sé
í þágu sannleikans og jafnvel lof-
svert því yfirvöld hafi brugðist skyldu
sinni með því að láta hina og þessa
ósvinnuna viðgangast." Boisset segir
að svo rammt hafi kveðið að þessum
ósið Frakka í seinni heimsstyrjöldinni
til dæmis, að hemámsliðið, nas-
istarnir, hafi ekki lengur náð áttum
í þeim hafsjó af svívirðingum og
ásökunum sem því barst frá Frökk-
um sjálfum um nágrannann sem var
ýmist hommi, gyðingur eða félagi í
andspyrnuhreyfingunni. „Þema
myndarinnar er ekki ósvip;(ð og hjá
Ibsen í Villiöndinni," segir Boisset,
„afleiðingar þess að ætla að ganga
,af hræsninni dauðri.“ Boisset bætir
j/því við að hann heillist af Norður-
f löndum og því til sannindamerkis
segist hann búa með danskri konu,
mjög ungri, enda hafi hann sýnt
mikið hugrekki þegar hann tók sam-
an við hana. „Af hvetju? Jú, hún er
óútreiknanleg eins og þið íslending-
ar!“
Boisset' segist leggja mikið upp
úr því að myndir sínar séu raunsann-
ar — enda hóf hann starfsferil sinn
í blaðamennsku! Hann nefnir sem
dæmi myndina „R.S.A.“ sem var
fyrsta franska myndin sem fjallaði
FRANSKI LEIKSTJÓRINN YVES BOISSET
Morgunblaðið/Bjarni
Franski leikstjórinn Yves Boisset, t.v., og Clovis Cornillac, sem leikur
í kvikmyndinni Þroskaárunum, sem nú er verið að sýna á Frönsku
kvikmyndavikunni.
Þ að var létt yfir starfsfólkinu
í FES þegar síðustu loðnumar
höfðu runnið í gegnum tæki verk-
smiðjunnar og starfsfólkið fagnaði
góðri vertíð. Kræsingar voru á
borðum og skeytasendingar á léttu
nótunum flugu á milli starfsfólks-
ins.
Helga Tómasdóttir, vigtarkona,
sagði að þessi vertíð væri met í
verksmiðjunni. Frá áramótum var
tekið á móti 42.000 tonnum til
bræðslu en mest höfðu áður verið
brædd tæp 40.000 tonn. „Þetta
um veru Frakka í Alsír. „Eg valdi
leikara á aldrinum 16 ára til tvítugs
því frönsku hermennirnir voru í raun
á þeim aldri. í bandarískum myndum,
og mörgum frönskum ráunar líka,
er raunveruleikinn lagaður um of að
þörfum markaðarins. Fólk vill sjá
þekkta leikara og þeir eru sjaldnast
undir tvítugu og þar af leiðandi má
sjá menn á fullorðinsaldri í fremstu
víglínu í stríðsmyndum, eins og það
er nú ijarri öllu sanni.“
— Yves Boisset stefnir sem
sagt ekki á Hollywood?
„Margur hefur farið flatt á því en
það er aldrei að vita. Hins vegar hef
ég átt gott samstarf við bandaríska
leikara eins og Lee Marvin og Roy
Scheider."
Þetta er í fjórða skiptið sem Bois-
set kemur til íslands. í fyrstu tvö
skiptin var hann að taka auglýsinga-
kvikmyndir. Önnur var fyrir Re-
nault-verksmiðjurnar en hin sýndi
kvenmannsskó renna Ijúflegá niður
eftir Gullfossi í klakaböndum og enda
för sína á fótnettri fegurðardís! En
hvenær kemur að því að hann geri
mynd á íslandi? „Hver veit? Nú þeg-
ar er ég búinn að sjá fyrir mér tíu
góðar myndir sem gerast hér á landi.
Flestar snúast þær um hina dular-
fullu herstöð í Keflavík,“ segir Bois-
set og glottir. pp
B - vaktin í FES.
stækka fflugvélarnar
i mai og júni!
AUSTURSTRÆTI17, II hæö. SÍMI622200
Það seldist upp í flestar Veraldarferðir í maí og
júní, þess vegna höfum við ákveðið að bæta við
sætum. Auðvitað stækkum við ekki vélina.
Við fáum einfaldlega stærri flugvél.
Biðlistafarþegar í ferðir 23/5, 30/5 og 6/6
komast nú með, en eru beðnir að
endurstaðfesta ferðir sínar.
HJÁ VERÖLD FÆRÐU MEIRA FYRIR PENINGANA - Ó-JÁ