Morgunblaðið - 26.04.1989, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1989
©
1986 Umversal Press Syndicate
Ást er...
<gj
... að festa hana á filmu.
TM Reg. U.S. Pal Off. —all rights reserved
e 1989 Los Angeles Times Syndicate
Já, hún er snotur utanum
sig. Það eru nú fleiri...
HÖGNI HREKKVlSI
UM BOÐUN MARIU
Til Velvakanda.
„Meyjar orðum
skýli mangi trúa
né, því er kveður kona
á, hverfanda hveli
váru þeim hjðrtu sköpuð
brigð í bijóst of lagið“
(Hávamál)
Á boðunardag Maríu á sl. vetri
hófu, eins og venjulega hundrað
prestar upp raust sína og fjölluðu um
fyrirbærið, hver í sinni kirkju, eins
og gert hefir verið í tæp þúsund ár.
Séra Bemharð Guðmundsson var
með leiðbeinandi viðtal í útvarpinu
um morguninn við frú Ásthildi Thor-
arensen um þetta guðspjall. Þar sem
greint er frá því að Gabriel erkieng-
ill hafi heimsótt Maríu mey og tjáð
henni að hún yrði barnshafandi, þó
hún hefði ekki karlmanns kennt.
Minnir þetta á þegar Sölvi Helgason
taldi sig hafa kveðið fóstur í konu,
sem hann þó síðar kvað úr henni
aftur. Eg heyrði þessa frásögn í
æsku, því fóstri minn las á hveijum
helgum degi húslestur úr Helga post-
illu. Þótti mér þetta strax tortryggi-
legt og nú á efri áram, er ég sann-
Hér fer á eftir djúpt andvarp frá
Færeyjum. Fimmtudaginn 18. apríl
um kvöldið heyrði ég í norska útvarp-
inu þátt um norræna kvikmynda-
ráðstefnu sem haldin var í Færeyjum
fyrir skömmu.
I þættinum sem ekki var í beinni
útsendingu voru meðal annars um-
ræður norrænu þátttakendanna. Þær
bárú yfirskriftina: „Hvernig spjara
litlu norrænu málsvæðin sig í norr-
ænni kvikmyndagerð?"
Þarna mátti heyra í fulltrúum allra
litlu málsvæðanna, Sömum, Græn-
lendingum, Finnum, Álendingum,
Faereyingum og íslendingum.
íslendingarnir voru þeir einu sem
ekki gátu- talað skandinavísku. Og
það er víst best að geta þess strax
að ég var mjög vonsvikinn þegar ég
heyrði í fulltrúunum frá íslandi. Þeir
urðu nefnilega að segja sína skoðun
á ensku eða bandarísku.
Norskur stjórnandi þáttarins af-
sakaði íslenska kvikmyndagerðar-
fólkið með því að það byggi í svo
mikilli einangrun að það gæti ekki
rætt við norrænu bræðraþjóðirnar
nema á ensku.
færður um, að þetta hefir verið til-
búningur af Maríu hálfu.
Á þessum tíma hefir María verið
orðin vanfær, en þar sem gyðingar
hafa alltaf verið heiðarlegir í ástar-
málum og lauslæti illa séð og konur
grýttar jafnvel til ólífis, sem áttu
börn utan hjónabands, hefir Maríu
því verið vandi á höndum. Hún hefur
því hugsað ráð til að bjarga sér frá
hneisu.
Mann undrar hvað Gyðinga-þjóðin
var fávís fyrir tvö þúsund áram. Hún
hélt að jörðin væri flöt, sólin gengi
kringum jörðina, himininn væri þak-
inn vatnsheldu efni, sem Guð hleypti
vatninu niður um, þegar hann vildi
vökva jörðina.
Meira að segja var heimsmynd
djöfulsins, ekki burðugri en það, að
hann taldi sig geta sýnt Jesú allan
heiminn af ekki ýkja háu fjalli, í hinni
frægu fjallgöngu þeirra.
Þegar spekingar miðalda reyndu
að leiðrétta þessar röngu hugmyndir
kostaði það manndráp og meiðingar
og sumir tóku það ráð, að draga
kenningar sínar aftur til þess að halda
lífi. Líffræði var á þessum tíma og
lengi síðan óþekkt.
Þetta veldur einkum vonbrigðum
þegar maður hugleiðir að fulltrúar
Islands vora Guðný Halldórsdóttir
og eiginmaður hennar, en Guðný er
dóttir Halldórs Laxness, sem sent
hefur frá sér einhver hin bestu skrif
á norrænni tungu. Þau hjónin ættu
að hafa sterkari norrænar rætur en
flestir íslendingar.
Mikið er rætt um norrænt sam-
starf. Það er bitur reynsla að kom-
ast að því að íslendingar, sem hafa
verið okkur Færeyingum fyrirmynd
að svo mörgu leyti, skuli vera svo
fjarlægir Norðurlöndum þegar allt
kemur til alls.
Eg er þeirrar skoðunar að það
láti síst verr í eyram að heyra íslend-
ing tala bjagaða skandinavísku en
að hlýða á hann mæla á bjagaðri
ensku.
Að lokum: íslendingar, gleymið
norrænu samvinnunni ef þið getið
ekki treyst undirstöður hennar sem
eru hinar norrænu tungur!
Kærar kveðjur,
Jústinus Eidesgaard, blaðamað-
ur á Tingakrossur í Þórshöfn.
Nú er þekking á barnsgetnaði al-
menningseign. í hveiju geni líkamans
era 46 litningar, nema í sæði karla
og eggjum kvenna. Þar era litningar
aðeins 23. Við fijóvgun sameinast
þessir hálfu og verða einn. Ef heilag-
ur andi hefir lagt til gen með 23 litn-
ingum hefir hann verið mjög mann-
legur og tæplega rétt að hafa í gömlu
trúaijátningunni „getinn af heilögum
anda“ því María var venjuleg ung
stúlka. Mér bíður í gran að margir
íslenskir prestar líti sömu augum og
ég á þessa uppákomu Maríu meyjar,
þó að þeir í stöðu sinni, verði að japla
á því alla sína embættistíð, á þann
hátt, að þeir telji getnað Maríu hafa
orðið með þeim hætti, sem frá er
sagt í Biblíunni.
Sá merki klerkur Árni Þórarinsson
var sóknarprestur í 48 ár. Á gamals
aldri bjó hann í næsta húsi við Rik-
harð Jónsson myndhöggvara og átti
tíðgengið á verkstæði hans og ræddu
þeir margt um lífið og tilverana.
Haft er eftir Rikharði að Árni hafi
sagt: „engir ljúga eins mikið og
prestarnir og það versta er, þeir Ijúga
í Jesú nafni“.
Sigurjón Sigurbjömsson
Kannast
einhver
við kisu?
Þessi svarta kisa er í óskilum
hjá Olíufélaginu h.f. að Suður-
landsbraut 18 í Reykjavík. Upp-
lýsingar hjá húsverði eða í síma
82375.
Lágt risið á íslenska kvik-
myndagerðarfólkinu
Yíkverji skrifar
Asunnudagskvöld var sýndur
þáttur í sjónvarpi ríkisins þar
sem rætt var um „umræðuna“ í
þjóðfélaginu. Víkveiji er sammála
þeim sem héldu þeirri skoðun á loft,
að umræður um efnahags- og fjár-
mál fari fyrir ofan garð og neðan
hjá mörgum og skipi alltof stóran
sess í innlendri fréttamiðlun.
Á hinn bóginn vill Víkveiji harð-
lega mótmæla því, hvernig umsjón-
armaður þáttarins notaði myndefni.
Staldrar Víkveiji sérstaklega við
það þegar birtar voru myndir af
Morgunblaðshúsinu eða innan dyra
úr því, án þess að sérstaklega væri
minnst á Morgunblaðið eða frétta-
flutning þess. Fór ekki síst illa á
því að í þætti, sem átti að fela í
sér gagnrýni á meðferð fjölmiðla-
manna á viðkvæmum málum, skyldi
umsjónarmaður grípa til forkastan-
legra vinnubragða, sem fólust í því
að koma þeirri hugmynd að hjá
áhorfendum að gagnrýni beindist
að þeim, sem sýndur var á skjánum,
án þess þó að hann væri þar sér-
staklega til umræðu eða fengi tæki-
færi til að láta skoðun sína í Ijós.
Þá var furðulegt að sjá það í
þættinum, að notaðar voru gamlar
myndir úr þingsölum, þegar önnur
ríkisstjórn var við völd en sú sem
enn situr.
XXX
átturinn á sunnudagskvöld bar
þess merki að kastað var til
hans höndunum nema tilgangurinn
með hinu einkennilega myndavali
hafi verið sá að koma höggi á þá,
sem á myndunum voru. Aðferðir
af því tagi eru tíðkaðar í áróðurs-
myndum en eiga ekki heima í hefð-
bundnum sjónvarpsþáttum.
Á laugardagskvöld fór sjónvarp
ríkisins af stað með nýjan frétta-
þátt, Hringsjá. Víkveija þótti hann
harla þunglamalegur og ekki bar
hann þess merki að miklu hug-
myndaflugi hefði verið beitt við
samsetningu hans. Stjórnandi um-
ræðna í lok þáttarins leit greinilega
ekki þannig á, að hann væri bund-
inn af reglum þeim sem gilda um
óhlutdrægni starfsmanna ríkisút-
varpsins. Fór hann til að mynda
mörgum orðum um „klókindi" for-
sætisráðherra og pólitíska leikni.
Virðingarvert er hjá fréttastofu
sjónvarps ríkisins að ætla að draga
saman helstu atburði vikunnar í lok
hennar og ræða þá. Til þess að
þáttur af þessu tagi standi undir
nafni þarf að vera meira til hans
vandað en gert var á laugardags-
kvöld.
XXX
Af sumardagskrá ríkissjón-
varpsins má ráða, að þar á bæ
leggi menn æ meiri áherslu á að
ná áhorfendum frá fréttum Stöðvar
2. Tvo daga vikunnar, laugardag
og sunnudag, hefjast ríkisfréttirnar
klukkan hálf átta á kvöldin á sama
tíma og fréttir Stöðvar 2. Hina
daga vikunnar eru sýndir þættir á
þessum tíma hjá ríkinu, sem eiga
að ná til sem flestra.
Þessi sókn eftir áhorfendum er
skiljanleg og ekki unnt að gagnrýna
hana. Hitt er ámælisvert, ef kröfur
til gæða eru á undanhaldi í frétta-
miðluninni. Þátturinn á sunnudags-
kvöld var í raun hörð árás á frétta-
stofur ríkisins.