Morgunblaðið - 03.05.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.05.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1989 Slippstöðin hf. Fjórir stj órn- amianna víkja FJÓRIR stjórnarmanna í Slippstöðinni hf. á Akureyri voru ekki skipaðir í stjómina á aðalfundi Slippstöðvarinnar sem haldinn var á laugardaginn. Þetta em þeir Stefán Reykjalín, stjórnarformaður, sem setið hefiir í stjórninni í 18 ár, Ingólfur Árnason, ritari, sem setið hefur jafiilengi í stjórninni og Helgi Bergs, varaformaður stjórn- ar, en hann hefur einnig setið um árabil í stjóm Slippstöðvarinnar. Þá féll Halldór Blöndal alþingismaður einnig út úr síjórninni. Það er fjármálaráðherra sem skipar fjóra menn í stjómina fyrir hönd ríkisins, tveir eru skipaðir af Akureyrarbæ og einn af Kaupfélagi Eyfirðinga og öðrum hluthöfum. Stefán Reykjalín sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði allt eins átt von á að verða ekki skipað- ur í stjómina nú, en hann er einn fulltrúa ríkisins. Hins vegar þegar engin boð þar um hefðu borist hon- um viku fyrir aðalfundinn hefði hann talið að stjórninni yrði ekki breytt. hans, Hólmsteinn Hólmsteinsson, væntanlega taka við sæti hans í stjórninni. Meðal skipa, sem Slippstöðin hefúr byggt, er Fengur. Hann hefúr verið notaður í þróunaraðstoð við Grænhöfðaeyj ar. Rekstur Slippstöðvarinnar einkenndist af samdrætti Mjög dró úr vlðhaldi, breytingum og endurbyggingu skipa á síðasta ári „Fulltrúi fjármálaráðherra til- kynnti okkur um þetta um klukku- stund áður en fundurinn hófst og mér finnst það ekki beint mikil til- litssemi. Það hefði eflaust mátt til- kynna okkurþetta fyrr,“ sagði Stef- án. „Þetta hefur verið skemmtileg- ur tími, það hefur verið gaman að fylgjast með uppbyggingu stöðvar- innar og ég er afar þakklátur að hafa fengið að starfa með slíkum ágætismanni sem Gunnar Ragnars forstjóri er. Ég kveð með trega, en það er engin beiskja í mér.“ í stjóm Slippstöðvarinnar eftir aðalfundinn eru Aðalgeir Finnsson og Guðmundur Friðfinnsson fyrir hönd Akureyrarbæjar, Magnús Gauti Gautason fyrir hönd Kaup- félags Eyfirðinga og fyrir hönd ríkisins vom skipuð þau Brynjar Skaptason, Árni Gunnarsson, Val- gerður Sverrisdóttir og Ottó Jak- obsson. Ottó hefur tilkynnt fjár- málaráðherra að hann muni ekki sitja í stjórninni og mun varamaður Big-bandið með vor- tónleika Árlegir tónleikar Big-bands Tón- listarskólans á Akureyri verða haldnir fimmtudaginn 4. maí og hefjast þeir kl. 20.30 í Samkomu- húsinu. Stjómandi er Robert C. Thomas og er lagavalið ijölbreytt. Big-bandið ætlar að flytja fjórtán lög á tónleikunum og má þar nefna lagið Stakkels gamle Jazz eftir Nils Jörgen Steen, sem álitinn er einn af bestu píanóleikurum Evrópu, en Nils þessi stjórnaði einmitt Big- bandinu á tónleikum á vinabæjar- móti í Randers á síðasta ári. Big-bandið hefur víða komið fram á síðastliðnu ári og em tón- leikarnir nú þeir tólftu í röðinni frá því í júní í fyrra. REKSTUR Slippstöðvarinnar hf. árið 1988 einkenndist af miklum samdrætti. Erfiðleikar í sjávarút- vegi urðu til þess að mjög dró úr viðhaldi, breytingum og endur- byggingu skipa, þannig að lítið var um stór viðhaldsverkefiii eða meiriháttar endurbætur. Þetta kom fram í skýrslu Stefáns Reykjalín stjórnarformanns Slipp- stöðvarinnar hf. á aðalfundi síðastliðinn laugardag. Hann sagði einnig að samkeppni við erlendar skipasmíðastöðvar hefði verið mjög hörð. Samdrætti var mætt með því að ráða ekki i stöð- ur sem losnuðu og með því að draga úr yfírvinnu sem kostur var. Fastri yfirvinnu starfsmanna var sagt upp í byrjun október og frá og með 24. október til ára- móta var eingöngu unnin dag- vinna. Um '4,5 milljóna króna tap varð á rekstri Slippstöðvarinnar á síðasta ári, á móti um 1,8 milljóna króna hagnaði árið 1987. I skýrslu Stefáns kom fram að þrátt fyrir verulegan samdrátt hafi hagnaður fyrir íjár- munatekjur og fjármagnsgjöld aukist um 9,8 milljónir króna, úr 5,4 milljón- um í 15,2 milljónir. Mikill fjármagns- kostnaður vegna nýsmíðar, B-70, varð þess hins vegar valdandi að fyrir útreikning tekju- og eignar- skatts varð tap af rekstrinum um 2,8 milljónir króna. Ekki er gert ráð fyrir neinum tekjuskatti fyrir árið 1988, en eignarskatturinn tvöfaldað- ist, bæði vegna hækkunar á eignar- skattsstofni og hækkunar á skatt- prósentu og því varð niðurstaða árs- ins neikvæð um 4,5 milljónir króna. Langstærsta verkefni ársins var smíði 240 brúttórúmlesta fiskiskips, sem hafin var í lok árs 1987, en þessi nýsmíði, B-70, var um 18% af starfseminni. Stefán Reykjalin segir í skýrslu sinni að ef nýsmíðarinnar hefði ekki notið við hefði ekki orðið hjá því komist að grípa til fjöldaupp- sagna. Þetta sýni nauðsyn nýsmíða, ef hérlendis eigi að vera. öflug við- gerðaþjónusta fyrir skip. I ársskýrslu Slippstöðvarinnar kemur fram að mikil áhætta hafi verið tekin með því að hefja smíði skipsins, en þá áhættu hafi orðið að taka. Erfitt hafi verið að fá verkefni, en vinnan við B-70 hafi nær eingöngu verið til að brúa bilið milli viðgerðaverkefna og til að draga úr árstíðasveiflum. „Án þessarar nýsmíði hefði að líkind- um þurft að segja upp 30-50 manns. Við það hefði glatast dýrmæt þekk- ing og reynsla, sem án efa hefði skert möguleika stöðvarinnar til að takast á við stór og flókin verkefni," segir í ársskýrslunni. í gær, fímmtudag. Mjólkursamlagið tók á móti rúm- um 20 þúsund lítrum af mjólk á síðasta ári og greiddi fyrir þá 705,4 milljónir króna. Bændur fengu í sinn hlut 656,5 milljónir króna. Veltufjár- munir samlagsins voru rúmlega 606 milljónir króna, en heildarskuldir eru rúmlega 652 milljónir. Þar af eru skammtímaskuldir rúmlega 469 milljónir og langtímaskuldir um 183 milljónir króna. Eigið fé samlagsins er tæplega 445 milljónir króna. Flokkun innveginnar mjólkur var mjög góð, 98,5% lenti í fyrsta flokki, en til að fylgjast betur með gæðum hennar var athugun á hitaþolnum og kuldakærum gerlum aukin Þór- arinn sagði í skýrslu sinni, að fjár- magnskostnaður á síðasta ári hefði snúið rekstri samlagsins við. Hagn- aður af rekstri samlagsins hefði orð- ið um 151 milljón króna, hefði auk- inn Qármagnskostnaður ekki komið til, en hann jókst um 73% á milli ára. Á síðasta ári greiddi samlagið í efnahagsreikningi kemur fram að veltufjármunir við árslok voru 350.6 milljónir, skuldir alls 333,4 milljónir, þar af skammtímaskuldir 272.7 milljónir og langtímaskuldir voru 60,6 milljónir. Fastafjármunir voru í árslok 180,4 milljónir og eigið fé samtals 197,7 milljónir króna. Á síðasta ári urðu slipptökur mun fleiri en árið á undan, eða 114 á móti 92 tvö næstu ár á undan. Mik- rúmar 163 milljónir í fjármagns- kostnað. Samlagið dró úr framleiðslu osta á liðnu ári, en nokkur aukning varð í framleiðslu smjörs og smjörva. Þór- arinn sagði að samlagið framleiddi um helming allrar innanlandsneyslu á smjöri, smjörva og ostum. í máli hans kom fram að birgðir hefðu minnkað mjög á milli árat eins og reyndar væri stefnt að.„í mínum huga er nokkuð knappt keyrt varð- andi birgðirnar, það má ekki mikið koma upp á svo þau mál fari ekki í hnút,“ sagði Þórarinn. Hánn benti á að innanlandsneyslan á smjörva væri um 60 tonn á mánuði, en birgðir samlagsins nú eru um 110 tonn, eða um tveggja mánaða neysla. Þórarinn sagði umframafköst væru í mjólkurvinnslunni og þar þyrfti að draga saman, en vissulega væri það afar viðkvæmt mál þegar talað væri um að leggja þyrfti niður ið var um stuttar slipptökur vegna minniháttar viðgerða eða endurbóta. Meðal verkefna ársins má nefna miklar endurbætur á Bjarnarey VE og Hvanney SF, þá var settur fisk- vinnslubúnaður í Vestmannaey VE og miklar endurbætur gerðar á Guð- bjarti ÍS og Sigurbjörgu ÓF og Fiska- nes NS var lengt og byggt á það nýtt stýrishús. Um síðustu áramót unnu 206 manns hjá Slippstöðinni. mjólkursamlög. Oddur Ólafsson formaður Félags eyfirskra naut- griparæktenda upplýsti á fundinum að leggja ætti fram mjólkursamlags- skýrsluna svokölluðu fljótlega, en yfir gerð hennar hefði hvílt mikil leynd og lítið lekið út um innihald hennar. „Það heyrist eflaust hljóð úr horni þegar skýrslan verður lögð fram,“ sagði Oddur. Oddur kom inn á ýmis mál í ræðu sinni, m.a. markaðsmál og sagði hann brýnt fyrir nautgriparæktendur að vera í góðu sambandi við afurða- stöðvarnar, en engum væri til góðs að þær væru of margar, menn færu að níða skóinn niður hver af örðum við slík skilyrði. Þá benti hann einn- ig á að gjaldþrot matvöruverslana hefðu haft mikil áhrif á afurðastöðv- arnar og væri þar um tugmilljónatap að ræða. Þá sagði hann að á síðustu fjórum árum hefði orðið gerbreyting á því hversu mikið af óniðurgreiddu afurðaverði lendi í vasa bóndans, en árið 1984 hefði bóndinn fengið um 75% af verðinu í sinn hlut og vinnsla tæplega 19%. í mars árið 1989 fékk bóndinn 68,5% en vinnslan 23,8%. Þetta leiddi til þess að meðaltekjur bænda væru þær sömu á síðasta ári og á árinu þar áður. Aðalfimdur Mjólkursamlagsins og FEN: Velta samlagsins nam tæpum 1,4 milljarði Knappt keyrt á birgðirnar, segir samlagsstj órinn VELTA Mjólkursamlags Kaupfélags Eyfirðinga á síðasta ári, nam tæpum 1,4 milljarði, en um 900 lítra samdráttur varð á innveginni mjólk á árinu miðað við fyrra ár og segir Þórarinn E. Sveinsson mjólk- ursamlagsstjóri að veltan hefði orðið um fimm milijónum meiri hefði þessi samdráttur ekki komið til. Félag eyfirskra nautgriparæktenda og Mjólkursamlag Kaupfélgs Eyfírðinga héldu sameiginlegan aðalfúnd 8. sýning miðvikudaginn 3. maíkl. 20.30 9. sýning föstudaginn 5. maíkl. 20.30 10. sýning laugardaginn 6. maíkl. 20.30 Lgikfglag akurgyrar sími 96-24073
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.