Morgunblaðið - 03.05.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.05.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAI 1989 23 mai cSo HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 696900' Bamaskemmt- un á Suðureyri Barnaskemmtun Grunnskól- ans var haldin sunnudaginn 23. apríl. Allir nemendur skólans komu fram á tveimur sýningum sem tókust mjög vel í alla staði. Fluttir voru stuttir leikþættir, sungið og lesin upp kvæði. Þórður Guðmundsson, skólastjóri Tón-' skólans, lék undir á píanó ásamt Vigni Bergmann sem lék á gítar. Vel var mætt á sýningarnar og voru þær haldnar í félagsheimili Súgfirðinga. Allur ágóði rennur í ferðasjóð skólans. Farið er á tveggja ára fresti í slíkar ferðir og að sögn Magnúsar Jónssonar skólastjóra er farið víða um landið og fyrir- tæki og ýmiss konar söfn heim- sótt þannig að ferðirnar eru mjög svo fræðandi fyrir börnin. — R. Schmidt son, organisti kirkjunnar, ætlar að spila á harmonikkuna sína. Sókn- arprestur. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Engin messa á uppstigningardag. Dagur aldraðra í söfnuðinum verður nk. sunnudag. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Öldruðum boðið sérstaklega til kirkju. Ester Helga Guðmundsdóttir, sópran, syngur einsöng. Kaffisamsæti í Álfafelli eftir guðsþjónustuna. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. Organisti Helgi Bragason. Safnaðarstjórn. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Messa kl. 14. Kór Innri-Njarðvíkur- kirkju syngur. Organisti Steinar Guðmundsson. Kaffi í safnaðarsal eftir messu. Sr. Þorvaldur Karl Helgason. HVALSNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 15. Eldri borgarar úr Hallgrímssókn í Reykjavík koma í heimsókn á þessum degi aldraðra. Barn verður borið til skírnar. í Garðvangi verður helgistund kl. 13.30. Kirkjukór Hvalsneskirkju leiðir söng. Organisti Frank Herlufsen. Sr. HjörturJóhannsson. Þegar kemur að afborgunum lána er það í þínum höndum að borga á réttum tíma. Þar með sparar þú óþarfa útgjöld vegna dráttar- vaxta, svo ekki sé minnst á innheimtukostnað. Sparaðu þér óþarfa útgjöld af dráttarvöxtum. Gjalddagar húsnæðislána eru: 1. febrúar - 1. maí — 1. ágúst - 1. nóvember. Sum lán hafa Qóra gjalddaga á ári, önnur aðeins einn. Greiðsluseðlar fyrir 1. maí hafa verið sendir gjaldendum og greiðslur má ínna af hendi í öllum bönkum og sparisjóðum landsins. 16. maí leggjast dráttarvextir á Ián með lánskjaravísitölu. 1. júní Ieggjast dráttarvextir á lán með byggingarvísitölu. Útlit fyrir stórfelldan niðnrskurð á fjármagni til félagslegra íbúða - segja fulltrúar átta samtaka ÚTLIT er fyrir stórfelldan niðurskurð á fjármagni til félags- lega húsnæðiskerfisins á þessu ári. Aætlun um fjármögnun hef- ur ekki enn verið gerð opinber þótt þriðjungur árs sé liðinn og engar umsóknir vegna félagslegra íbúða hafa verið afgreidd- ar. Engin framkvæmdalán verða að óbreyttu veitt fyrr en í haust sem þýðir að framkvæmdir heQast ekki fyrr en á árinu 1990 að einhverju marki. Ibúðabyggingar á landsbyggðinni eru nánast lagðar af þrátt fyrir að núverandi ríkisstjórn hafi boðað í stjórnarsáttmála að stórefla félagslegar íbúðabyggingar utan Reykjavíkursvæðisins. Þetta kom meðal annars fram á blaðamannafundi, sem átta sam- tök stóðu fyrir. Samtökin eru: Öryrkjabandalag íslands, Sjálfs- björg - Landssamband fatlaðra, Landssamtökin Þroskahjálp, Sam- tök aldraðra, Stúdentaráð HÍ, Bandalag íslenskra sérskólanema^ Leigjendasamtökin og Búseti. I yfirlýsingu félaganna segir, að gera þurfi áætlun til a.m.k. þriggja næstu ára um tryggt fjármagn svo hægt verði að ljúka byggingu á 900-1.000 íbúðum á ári í félags- lega húsnæðiskerfinu og bæta um leið fyrir áratuga vanrækslu. Skapa þurfi víðtæka samstöðu um þetta átak. Endurskoðun félags- lega húsnæðiskerfisins verði hrað- að, lög samræmd og kerfið verði gert mun skilvirkara en nú er. Haft verði sem nánast samráð við Húsnæðishópinn um þessa endur- skoðun og tillögur liggi fyrir í haust. Þá sé þess vandlega gætt að allar breytingar, sem ganga yfir í almenna húsnæðislánakerf- inu bitni ekki á félagslega kerfinu, segir í yfirlýsingunni. Forsvarsmenn samtakanna vilja að lán til byggingar leiguíbúða og hlutareignaríbúða á félagslegum grundvelli verði til 50-60 ára. Oeðlilegt sé að lán til félagslegra íbúða sé 30 ár, eins og nú er, eft- ir að lánstími almenna kerfisins telur 40 ár. Hlutfall lána til leigu- íbúða verði 90-100% og til hlutar- eignaríbúða a.m.k. 85% eins og til verkamannabústaða. í máli Reynis Ingibjartssonar, fulltrúa Búseta, kom fram að önn- ur hver króna, sem lánuð væri út úr húsnæðislánakerfinu, færi til einstaklinga, sem ættu fullnægj- andi húsnæði fyrir. „Á hátíðlegum stundum er gjaman talað um for- gangshópa svo sem öryrkja, aldr- aða, leigjendur og námsmenn, en kjarni málsins er einfaldlega sá að þessir hópar eru afgangshóp- ar,“ sagði Reynir. ttMU ÞU SKIPULEGGUR reksturinn á þínu heimili
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.