Morgunblaðið - 03.05.1989, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.05.1989, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1989 Ebenezer Guðjóns- son - Minning Fæddur 16. desember 1915 Dáinn 19. apríl 1989 Ebenezer Guðjónsson, fyrrverandi starfsmaður Bókaútgáfu Menningar- sjóðs, lézt hinn 19. apríl sl. á 74. aldursári. Hanri var jarðsunginn í gær 2. maí. Af því tilefni skulu hér flutt nokkur kveðju- og þakkarorð frá því fyrirtæki, sem hann starfaði hjá í nær tvo áratugi. Ebenezer hóf störf hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs á árinu 1968 og kom víða við í störfum sínum fyrir útgáf- una, annaðist bókalagerdreifingu til bókaverzlana, innheimtu, daglegt uppgjör í afgreiðslu og sitthvað fleira svo sem til fellur í litlu fyrirtæki, sem ekki er ofmannað. Það er ekki ofsög- um sagt að öll þessi störf vann Ebenezer af einstakri elju, samvizku- semi og öryggi, svo að þar var ekki hægt að bæta um betur. Hann var vakinn og sofínn yfir velferð fyrir- tækisins í smáu sem stóru, þjónaði því af slíkri trúmennsku, að betur hefði hann ekki getað gert, þótt hann hefði átt það sjálfur. Hann hafði ta- mið sér félagslegt hugarfar og hug- sjón samvinnu og vissi, að þar sem vinnustaður hans var opinber eign, var hann sameign okkar allra og samkvæmt því var unnið. Þá var það ómetanlegt fyrir bókaútgáfuna, að Ebenezer var sjálfur mikill bókamað- ur, átti valið bókasafn og hafði góða þekkingu á bókum, svo að ávallt mátti til hans leita með árangri í þeim efnum. Mér er kunnugt um það, að for- svarsmenn Menningarsjóðs á liðnum árum sem og annað starfsfólk mat Ebenezer mikils sem starfsmann og félaga. 0g vel man ég er að því dró að Ebenezer hætti störfum vegna aldurs, að þáverandi framkvæmda- stjóri, Hrólfur Halldórsson, hugsaði til brottfarar hans með miklum kvíða, vitandi hve starfsmaður hann var og að ekki væri hlaupið að því að fylla skarð hans. Ebenezer lét af störfum fyrir ald- urs sakir um áramót 1985-86, en á þeim árum, sem liðin eru, hefur iðu- lega verið til hans leitað um aðstoð, þegar mikið var að gera, í jólaö- sinni, birgðatalningu um áramót, vinnu vegna dreifingu bóka á bóka- markaði o.s.frv. Alltaf brást Ebenez- er vel og skjótt við og kom á vett- vang, reiðubúinn að leggja frekari skerf fram í þágu síns gamla fyrir- tækis, nú síðast fyrir nokkrum vik- um, og við væntum þess, að slíkt gæti haldið áfram um sinn, þótt ald- ur færðist yfir. En enginn má sköp- um renna. Fyrir hönd Bókaútgáfu Menning- arsjóðs og Menntamálaráðs íslands vil ég láta í ljós þakkir til Ebenezers Guðjónssonar fyrir heilladijúg störf hans í þágu Menningarsjóðs um tveggja áratuga skeið. Konu hans, Ásgerði, börnum þeirra og fjölskyld- um eru sendar innilegar samúðar- kveðjur við fráfall hans. Einar Laxness í gær var Ebbi mágur minn kvadd- ur hinstu kveðju. Hann kvaddi þetta líf síðasta vetrardag eftir nokkurra daga sjúkrahússvist. Sumarið er framundan og hann var þegar farinn að undirbúa garðinn sinn að Heiðargerði 61. Hann hafði mikið yndi af að hlúa að garðinum og sjá árangur af því, enda voru þau hjónin stolt af garðinum sínum og bar hann þess vitni hvað þau voru samtaka í að gera hann fallegan. Fullu nafni hét hann Ebenezer Guðjónsson, en ég kallaði hann alltaf Ebba. Hann var fæddur að Hofakri í Hvammssveit í Dölum 16. des. 1915. Stundaði hann nám í Laugar- vatnsskóla og síðar í Samvinnuskó- lanum þaðan sem harin lauk prófi árið 1938. Ebbi átti stórt safn góðra bóka sem hann hafði mikla ánægju af enda víðlesinn og fróður maður um margt. Hann giftist systur minni, Ásgerði Leifsdóttur, árið 1946, voru þau mjög samhent hjón og söknuðurinn er því mikill hjá henni, enda árin að verða 43 sem þau eru búin að eiga saman. Mér og bömunum mínum (er þau voru lítil) var Ebbi einstaklega góð- ur. Var því oft þröngt í kjallaraíbúð- inni þeirra í Drápuhlíð þar sem þau bytjuðu sinn búskap, og börnin þeirra þijú voru lítil og ég var komin í heim- sókn með mín fjögur sem öll voru á svipuðum aldri og þeirra börn. En þrátt fyrir þrengslin var -ailtaf líka nóg pláss fyrir skyldfólk beggja sem oft þurfti að gista nokkrar nætur þegar verið var í bænum. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka Ebba samveruna í gegnum árin og sendi innilegar samúðar- kveðjur til systur minnar, barnanna hennar og fjölskyldna þeirra. Fari hann í friði, friður guðs sé með honum. Ingiríður Leifsdóttir Að kvöldi 19. apríl barst okkur sú sorgarfrétt að afi okkar væri látinn. Erfitt er að ímynda sér að maður sem alla tíð hefur haft stórt hlutverk í lífi okkar skuli skyndilega vera horf- inn. Afi bar alltaf velsæld annarra meira fyrir bijósti en sína eigin og vildi aldrei að neinn hefði áhyggjur af sér. Þeirri væntumþykju og hlýju sem hann veitti okkur í gegnum árin er erfitt að lýsa með orðum og sárt er að hafa ekki fengið lengri tíma til að endurgjalda hana. Afi fylgdist ætíð með námi okkar og framvindu af miklum áhuga. Fátt þótti honum skemmtilegra en að hjálpa okkur með námið og fleira. Hann hafði ætíð svör á reiðum hönd- um enda með víðlesnustu mönnum. Ófáar eru þær góðu stundir er við höfum fengið að njóta í návist afa okkar og harmþrungið er að hugsa til þess að þær verða ekki fleiri. Frá- fall hans er kaldur skuggi á lang- þráðu vori og söknuður er það eina er fyllir huga okkar. En hugljúf minning hans mun lifa með okkur um ókomna tíð og við þökkum guði fyrir að hafa gefið okkur hann. Við biðjum guð að varðveita hann og styrkja hana ömmu í þeirri raun sem hún nú þarf að takast á við. Bamaböm Tengdafaðir okkar, Ebenezer Guð- jónsson, er látinn. Með nokkrum orð- um viljum við minnast hans með þakklæti og virðingu. Margs ber að minnast, margt ber einnig að þakka. Ebenezer var Dalamaður að ætt og uppruna. Hann fæddist 16. des- ember 1915 á Hofakri í Hvamms- sveit, sonur Guðjóns Jóhannessonar (1896-1983) og Jensínu Ólafsdóttur (1889-1929). Hann fluttist átta ára gamall að Svínaskógi á Fellsströnd og ólst þar upp hjá Elínbjörgu Jónas- dóttur ömmu sinni og Jóel Jóhannes- syni (dáinn 1937) föðurbróður sínum, syni hennar. Sennilega hefur bemska Ebenezers verið kulsöm, en hann ræddi lítt hlutskipti sitt á þeirri tíð og þagði löngum þó að fegurð og frægð Dala bærist í tal. Enenezer sá átthagana í raunsönnu ljósi og fannst minna til um þá en skrum- andi samferðamönnum. Átti hann þó margt ættingja á þeim slóðum og rækti gjarnan þá frændsemi. En oft var hart í ári þegar hann sleit bamskónum í Dölum vestra, og Ebenezer mun eigi hafa dreymt um að staðfestast þar. Hann settist í héraðsskólann á Laugarvatni haustið 1934 og nam þar í tvö ár. Sóttist honum námið prýðilega og hugði á framhald þess enda þótt kreppa væri og horfur bágar. Ebenezer fluttist svo til Reykjavíkur 1937 og lauk prófi úr eldri deild Samvinnuskólans vorið eftir. Hann hóf störf hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga 1940 og vann þar til ársins 1968, en réðst þá til bókaútgáfu Menningarsjóðs. Sá Ebenezer um lager hennar vel og dyggilega uns hann lét af störfum fyrir skömmu vegna aldurs. Ber öll- um kunnugum saman um að hann hafí verið frábær í því starfi, enda vom bækur yndi hans. Kynntist Ebenezer umboðsmönnum og öðmm viðskiptavinum um land allt. Hús- bændum sínum reyndist hann trúr og ráðhollur. Mundu þeir víst ljúka upp einum munni um alúð hans, stundvísi og reglusemi. Fór Ebenezer fúslega á sinn gamla vinnustað þó að heita ætti að hann settist í helgan stein. Hann brá við fram á síðustu stundu ef til þess var mælst, reiðubú- inn að láta um sig muna. Ebenezer festi ráð sitt 11. júlí 1946 og átti Ásgerði Leifsdóttur, merka_ konu og traustan lífsföm- naut. Ásgerður er og kynjuð úr Döl- um, fædd á Kjarláksvöllum í Saurbæ, dóttir Leifs Grímssonar og Hólm- fríðar Sigurðardóttur. Heimili Ás- gerðar og Ebenezers hefur verið mörg hin síðari ár að Heiðargerði 61. Undi Ebenezer vel í þeim ranni og virtist hvergi kvíða ellinni þó að 49 ævisól lækkaði, en þá féll skuggi dauðans allt í einu á. Ásgerður og Ebenezer áttu þijú böm sem lifa föður sinn. Þau em: Leifur Jóel, fæddur 1946, kvæntur Sigríði ísleifsdóttur; Hólmfríður Elín, fædd 1948, gift Andrési Magnús- syni; Gréta Hrönn, fædd 1956, gift Páli ísakssyni. Kveður fjölskyldan Ebenezer harmi lostin. Ebenezer Guðjónsson var Hæglát- ur og hlýr maður og bar hag fjöl- skyldu sinnar ætíð fyrir bijósti. Há- reysti og tildur var honum sem eitur í beinum. Gáfur hans vom farsælar og maðurinn drengur hinn besti. Ebenezer var heimakær og tóm- stundum sínum eyddi hann flestum yfír bókum og var víðlesinn og sjálf- menntaður eins og Islendingar best tíðka. Annar eins heimilisfaðir mun vandfundinn. Hann fylgdist alltaf af áhuga með því sem við gerðum og hafði ætíð tíma til að hlusta og lið- sinna eftir bestu getu. Hann var skylduliði sínu einstakur hlífískjöld- ur. Við þökkum tengdaföður okkar samfylgdina og biðjum guð að blessa og styrkja tengdamóður okkar á þessum erfiðu stundum. Tengdaböm NUERHANN TVOFALDUR Þetta eru tölurnar sem upp komu 29. april. Heildarvinningsupphæð var kr. 4.940.924,- Enginn var með fimm tölur réttar og bætist því fyrsti vinningur, sem var kr. 2.275.352,-, við 1. vinning á laugardaginn kemur. Bónusvinningurinn (fjórar tölur + bónustala) var kr. 394.908,- skiptist á tvo vinnings- hafa og fær hvor þeirra kr. 197.454,- Fjórar tölur réttar, kr. 681.214,- skiptast á 118 vinningshafa, kr. 5.773,- á mann. Þrjár tölur réttar, kr. 1.589.450,- skiptast á 4.150 vinningshafa, kr. 383,- á mann. Sölustaðir eru opnir frá mánudegi til laugardags og er lokað 15 mínútum fyrir útdrátt. Sími 6851 11. Upplýsingasímsvari 681511.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.