Morgunblaðið - 03.05.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.05.1989, Blaðsíða 14
14 . - MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAI 1989 - Lífsgæðakapp- hlaupsfírringin? Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Nemendaleikhúsið frumsýndi í Lindarbæ Hundheppinn eftir Ólaf Hauk Símonarson Leikmynd og búningar: Guðrún Sigríður Haraldsdóttir Lýsing, hh'óð og smíðar: Ólafur Örn Thoroddsen Leikstjóri: Pétur Einarsson Góður siður hjá forráðamönnum Nemendaleikhússins að láta út- skriftarbekk jafnan flytja nýtt íslenskt verk, sérstaklega samið fyrir hópinn. Það ætti að vera til örvunar leiklist og leikritun. Hér hefur Ólafur Haukur Símonarson verið fenginn til verksins. Sjálfsagt geta menn haft misjafnar skoðanir á þvi hvað þetta leikverk á að segja; er það um lífsgæðakapp- hlaupið og streitu nútímamannsins sem gerir hann óhæfan til eðlilegra mannlegra samskipta; um karl- rembu sem reynt er að fara vel með að vísu en skýtur upp kollinum við hinar ýmsu kringumstæður. Er þetta ádeila á hina margumtöluðu fírringu, þar sem engin útgönguleið er að lokum. Ég sá haft eftir aðstandendum sýningarinnar að þetta væri mjög skemmtilegt leikrit og spaugsamt, en með örlítið alvarlegum undir- tóni. Með það í huga hver fram- vindan er hljómar það sérkennilega þótt vissulega séu mörg skemmtileg og kaldhæðin atriði inn á milli. En hér segir frá hjónum, sem hafa kynnst í barnaskóla og elskast lengi þótt sú ást virðist ekki alveg til þess fallin að standast hversdags- stríðið. Hér eru vinahjónin, þar sem allt lítur vel út í fyrstu, en svo kem- ur í ljós að konan er nánast með brókarsótt og eiginmaðurinn er hommi; bæði hjónin skilja og þau fyrrnefndu þó ekki fyrr en þau hafa rætt við ráðgjafa. Svo fer kon- an að halda við sálfræðinginn sinn, eiginmaðurinn er svona allt að því orðinn gamaldags róni og meira að segja getur frjálsa útvarpsstöðin ekki notað hann; drykkfellda tengdamóðirin er lítií hjálp, vinirnir bregðast, afskiptasama tengda- móðirin er ekki síður illgjörn inn við beinið en sú drykkfellda. Maður- inn drepur konu sína, settur í fang- elsi. Hengir sig. Það er sem sagt spurning, hversu gamansamur þessi þráður er. En tilsvör og atriði eru oft fyndin og hnyttileg, eins og fyrr er vikið að, einkum framan af. Samt var að mínum dómi helsti gallinn að marg- ar persónurnar voru eins konar klisjur fremur en persónur og ég held ekki að ætlun höfundar hafí verið að búa til ádeiluverk á klisjur — nema kannski á fréttamanninn frjálslega, sem tókst ágætlega. Mér fannst afleitt hversu leikar- arnir fá misjöfn tækifæri í þessu Atriði úr Hundheppinn. verki. Það er ugglaust erfitt að skrifa verk sem er sniðið svo að allir fái jöfn hlutverk, en í þessu voru eiginlega aðeins fjórir leikarar sem fengu tækifæri til að reyna að skapa persónur á sviðinu. Og þar sem höfundur hefur sjálfsagt þekkt nokkuð hópinn — eða það skyldi maður ætla — áður en hann hóf að skrifa leikritið fannst mér það ekki laust við kæruleysi að leikara- efnin átta fengju ekki öll að spreyta sig á jafnréttisgrundvelli. Pétur Einarsson vann prýðilega með þann efnivið sem hann hafði, bæði í verkinu og leikurunum. Allar staðsetningar voru léttar og áreynslulausar og hugmyndaríkar lausnir á ýmsum atriðum svo að til sóma var. Leikmynd og búningar Guðrúnar S. Haraldsdóttur var prýðilega gert verk. Steinn Ármann Magnússon fór með viðamesta hlut- verkiðr Ari, sem elskar Báru frá því í barnaskóla og alla tíð, þó svo að honum finnist hún leiðinleg og heimsk og krofuhörð. Hann elskar hana þótt haftn haldi framhjá henni, gleymir henni langtímum saman og elskar hana kannski mest á þeirri stundu sem hann drepur hana. Steinn sýndi kröftugan og bragð- mikinn leik. Elva Osk Ólafsdóttir var Bára og komst frá því ágæt- lega, persónan er að vísu gölluð frá hendi höfundar, þar sem hún er fjarska lítið skýrð og áhorfanda gefið takmarkað færi á að skilja hana, en Elva stóð sig vel og hafði augljóslega þegið góða leikstjórn. Sigurþór Heimisson var Valli vinur og dró fram manneskjulegar hliðar á honum á viðfelldinn hátt. Helga Braga Jónsdóttir var eins og fiskur í vatni á sviðinu, framkoman óþvin- guð og eðlileg, en framsögnin á stöku stað hikandi. Christine Carr gerði sér mat úr hlutverki Lóu á eftirtektarverðan hátt. Steinunn Ólafsdóttir, Ólafur Guðmundsson og Bára Magnúsdóttir voru í all- mörgum litlum hlutverkum og voru leikin í að skipta um gervi, en að öðru leyti fannst mér þau verða útundan af hálfu höfundar. Sýningunni var mæta vel tekið á frumsýningu og ungu leikurunum fylgja án efa góðar óskir út í alvör- Sýning Listmálarafélagsins Myndlist Halldór Ami HALLDOR ARNI Myndlist Bragi Ásgeirsson í Listasafni alþýðu sýndi til 1. maí nýliðinn Halldór Arni allmarg- ar landslagsmyndir svo og nokkrar konumyndir. Lítil deili veit ég á Halldóri, en hann mun hafa sýnt í Menningarmiðstöð Hafnfirðinga, Hafnarborg, á sl. ári, en ekki komst ég til að sjá þá sýningu. Auðséð er á vinnubrögðunum á sýningunni, að hér er um byrjanda að ræða, sem ekki hefur uppbyggi- legt nám að baki. Vinnubrögðin eru mjög grunnrist og óyfirveguð og á köflum næsta flaustursleg. Hér skortir alla þjálfun, tilfinningalega dýpt fyrir litum og formum svo og markviss vinnubrögð. Það er stórt orð að standa við að vera málari, eins og maður nokk- ur hafði að viðkvæði fyrir margt löngu, og mættu ýmsir líta sér nær, áður en þeir reyna að hasla sér völl á opinberum vettvangi og hvað þá á listasöfnum og menning- armiðstöðvum. í málaralist þurfa menn eins og í öðrum listgreinum, svo og lífinu sjálfu, að taka eitt skref í einu, því að hér er um harð- an húsbónda að ræða. En að sjálf- sögðu er hverjum og einum heimilt að leika sér á þessum vettvangi sem öðrum, en helst innan settra marka. Söluturn íVesturbæ Til sölu er þekktur og vel staðsettur söluturn í Vestur- bænum. Góð vaxandi velta. Verð 3,3 millj. Mjög hag- stæð greiðslukjör. JCt Huginn, fasteignamiðlun, II Pósthússtræti 17, sími 25722. Bragi Ásgeirsson Hinni árlegu sýningu Listmálara- félagsins lauk 1. maí á Kjarvals- stöðum. Það voru fimmtán félagsmenn, sem tóku þátt í sýningunni að þessu sinni og teljast það allgóðar heimt- ur, því að félagsmenn eru eitthvað rúmlega tuttugu. Samtökin voru stofnuð sem sýn- ingarhópur og teljast vera það miklu frekar en eiginlegt félag a.m.k. enn sem komið er. Á síðustu sýningu voru nokkrar myndir hins ágæta málara Snorra heitins Arinbjarnar kynntar sér- staklega, en í ár var ákveðið að heiðra Einar G. Baldvinsson með sérstakri upphengingu vegna sjö- tugsafmælis hans á þessu ári, og valdi hann sjálfur myndirnar. Það er prýðileg hefð að minnast stórafmælis félagsmanna á þennan hátt og það setur skemmtilegri blæ á sýninguna, sem þar með er ro'fin af einni markverðri upphengingu, í stað þess að sýna einungis 2—5 myndir eftir hvern félagsmanna, sem verður jafnan óhjákvæmilega hálf einhæf og snubbótt samantekt. Það er einnig svo, að myndir Einars G. Baldvinssonar settu sér- stakan svip á sýninguna að þessu sinni í öllum sínum innileika og lát- leysi. Einar hefur sem kunnugt er alla tíð haldið tryggð við ákveðin við- fangsefni og þá helst frá sjávarsíð- unni, þótt á tímabili nálguðust þau hið óhlutlæga eins og hjá svo mörg- um af samtíðarmönnum hans með svipaða skólun og af líku upplagi. Á tfmabili var liturinn f myndum Einars mjög safaríkur og efnis- kenndur, svo myndirnar „Skip" (I) frá 1956, „Skip" (II) frá 1953 og „Vorkvöld" (3) frá 1954, eru gott dæmi um. Allt eru þetta einfaldar en mjög hrifmiklar myndir og þykir H Einar G. Baldvinsson mér mikill skaði, að Einar skyldi ekki halda áfram á þeirri braut og leggja sérstaka áherslu á hinn afl- mikla undirtón í litrófi myndanna, einföld form og frjálslega færð í stílinn, sem er styrkur þessara mynda. Víst hefur hann haldið áfram að mála ágætar myndir svo sem sér stað í myndum eins og „Frá Ólafsvík" (8) frá 1987, „Bátur við bryggju" (II) frá 1975 og „Bátar" (13) frá 1963, en þær eru öðruvísi málaðar, stíllinn léttari og einhvern veginn sakna ég hins ramma undir- tóns eldri myndanna í ljósi þess að haldin var yfirlitssýning á verkum Einars á sama stað fyrir nokkrum árum, þar sem styrkur hans sem málara kom ekki nægilega fram, hefði verið nauðsynlegt, að myndavalið hefði verið hnitmiðaðra núna. En til þess hefði þurft meiri undirbúning og yfirvegaðra mat, en það er þó algjör forsenda þess að haldið verði áfram á þessari braut. Ekki á að koma til mála annað en að sýna það albesta sem völ er á, þvi að annars er hætta á, að tilgangurinn missi marks. Full- vissa mín er, að með aðeins færri myndum en yfirvegaðra úrvali hefði hlutur Einars orðið meiri ... — Eins og alltaf á slíkum sam- sýningum er hlutur einstakra mál- ara ákaflega misjafn, en það liggur í hlutarins eðli, að sá sem er sterk- ur í ár, er kannski í lægð næsta árið. Er því ákaflega óréttlátt að dæma framlag einstakra sýnenda, og auk þess eru hendur mínar bundnar, þar sem ég var einn þátt- takendanna. En víst er að þessi samantekt var mjög fjölþætt og hvergi um neina þrönga einstefnu að ræða. Hér gat að líta hin ólíkustu stílbrigði allt frá klassískum landslagsmynd- um Sigurðar Sigurðssonar í mjúka strangflatalist Karls Kvarans og fjölmargt þar á milli. En annars er ég persónulega hreint ekki sáttur við þetta form upphengingar og fínnst mér það gamaldags og úrelt. Hér væri væn- legt að stokka upp spilin og mæta til leiks með nýtt skipulag og frísklegri upphengingu að ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.