Morgunblaðið - 03.05.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.05.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1989 Helga Finnsdótt- ir — Minning Fædd28. september 1895 Dáin 25. apríl 1989 Móðursystir mín, Helga Finns- dóttir, andaðist 25. apríl 93 ára eftir frekar stutta en stranga sjúk- dómslegu. Helga var fædd á Stóru Borg undir EyjaQöllum. Dóttir hjón- anna Ólafar Þórðardóttur og Finns Sigurfínnssonar bónda. Þau hjón eignuðust stóran bamahóp eða 11 börn en til fullorðinsára komust ekki nema 8 þeirra. Aðeins eitt þeirra er nú á lífi, Friðfínnur Finns- son, 87 ára og var hann yngstur. Helga ólst upp hjá foreldrum sínum til 5 ára aldurs en þá drukknaði faðir hennar í sjóslysi við Vest- mannaeyjar árið 1901 er hann ásamt fleiri mönnum var að fara í kaupstaðarferð til Vestmannaeyja. Stóð þá ekkjan ein uppi með sinn stóra bamahóp og gekk með yngsta bamið. í þá daga var fátt um úrræði fýrir fátækar ekkjur. Eða ekkert nema að tvístra bamahópnum og leita á náðir vina og vandamanna. Og ekki hefur það verið sársauka- laust. Helgu var komið fyrir í sömu sveit, fyrst um sinn. Síðan liggur leiðin til Vestmannaeyja. Það hafði móðir hennar og systkini sest að. Og þar ólst hún upp. Og eins og algengt var á þeim tímum var skóla- gangan stutt, en vinnan þeim mun meiri. Og strax er hún var fær um hóf hún öll venjuleg störf. Ekki vom kjör þau er biðu fátækra ungl- inga á þeim tíma glæsileg. En ekk- ert bugaði Helgu. Út í heim skyldi haldið. Árið 1915 fer hún til Kaup- mannahafnar og hefur þar störf við saumaskap hjá Magasin du Nord og undi hag sínum vel. Ávallt eftir það hafði hún sterkar taugar til þess lands og þjóðar. Hún kemur heim eftir tveggja ára dvöl ytra. Og tekur þá ugp fyrri störf í Vest- mannaeyjum. Árið 1920 gekk hún að eiga Siguijón Pálsson sjómann frá Keflavík. Þeirra fyrstu búskap- arár vom í Vestmannaeyjum. Síðan liggur leiðin til Reykjavíkur árið 1930. Þeim hjónum varð 6 bama auðið. Elstir vom tvíburamir Finnur og Siguijón Siguijónssynir, en Sig- uijón lést aðeins 17 ára gamall og var öllum mikill harmdauði. Næst er Henný Dagný. Hún var gift Ein- ari Þorsteinssyni en hann lést árið 1978. Ólöf Ingibjörg gift Helga Eiríkssyni. Pálína gift Sigmundi R. Helgasyni. Jóhanna gift Fróða Err- emo og búa þau í Bandaríkjunum. Er sumar fór í hönd var tvöföld gleði þar sem hvert ár var von á Helgu frænku ásamt bömum sínum til Vestmannaeyja. Oft leitar hugur- inn til þeirra stunda er Helga ásamt systmm sínum og bamaskaranum lögðust í ferðalög vítt og breitt um eyjamar, inn í dal og upp fyrir hraun. Var þá gjaman farið í ýmsa leiki enda leiksvæðið stórbrotið því fallegt er Dalíjallið og tignarlegt umhverfið allt. Miklir kærleikar vom með þeim systmm og fjöl- skyldum þeirra. Áramótafagnaður árviss hjá þeim hjónum Helgu og Siguijóni. Vomm við hjónin þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að taka þátt í þeim gleðskap ásamt bömum þeirra. Þá var sérstök stemmning sem ekki gleymist þeim er þess nutu, svo samtaka vom húsbænd- umir í því að veita og gleðja gesti sína. Og ekki fór það framhjá manni að taka eftir því hvað Helga hafði mikið yndi af því að lagfæra blóm í vasa og tendra ljós í stjaka. Þar var fagurkerinn að verki enda næm fyrir fegurðinni hvar sem hún fyrir augu bar. Árið 1975 missti Helga mann sinn. Eftir að hún varð ekkja flutti hún til dóttur sinnar og tengdasonar, Pálínu og Sigmundar Helgasonar í Mosfellsbæ. Þar bjó hún í 8 ár. Þar undi hún hag sínum vel og var eftirlæti allra á heimil- inu. Hún naut ellinnar, ferðaðist mikið innanlands sem utan. Nú þegar leiðir skilja og hún hefur lagt upp í þá för er við öll eigum vísa, kveðjum við góða og merka konu. Minningin um hana mun lifa áfram í hugum okkar er hana þekktum. Sérstakar kveðjur flyt ég frá systmm mínum sem búa í Nor- egi, þeim Grétu Perlu og Ólöfu. Far svo blessuð frænka kær för þín stefnir Guði nær, eftir dáðríkt ævispor eilíft sérð þú byija vor. (Matt. Joch.) Ingibjörg Finns Petersen í dag er til moldar borin frá Fossvogskirkju Helga Finnsdóttir, sem lézt 25. apríl sl. á Hjúkmnar- heimilinu Skjóli, Reykjavík. Helga fæddist 28. september 1895 á Stóraborg, Áustur-Eyjafallhr., Rang. Foreldrar hennar vom Finn- ur Sigurfinnsson f. 15. nóv. 1855, d. 16. maí 1901, bóndi á Stómborg og k.h. Ólöf Þórðardóttir f. 20. jan. 1863, d. 1935. Finnur, er fímmti maður í beinan karllegg frá Högna Sigurðssyni presti f. 11. ágúst 1693, d. 7. júlí 1770, þekktur fyrir að eiga átta syni, er allir urðu prestar. Finnur fórst í sjóslysinu mikla á uppstigningardag 1901, er Eyjafjallabátnum Björgólfí hvolfdi f innsiglingunnni til Vestmanna- eyja, með 28 manns úr sömu sveit innanborðs og aðeins einn maður komst lífs af. Helga var aðeins fímm ára, þeg- ar faðir hennar dmkknaði og móðir hennar gekk þá með 13. barnið, sem fæddist sjö mánuðum síðar. Af systkinahópnum dóu 5 í fmm- bemsku, en 8 komust til fullorðins- ára, þau vom: Jónína, Jóhann, Kristinn, Þórfinna, Sigrún, Helga, Ingibjörg, Finnbogi og Friðfinnur. Jóhann, Ingibjörg og Finnbogi náðu ekki þrítugsaldri og nú er Frið- finnur einn eftir á lífi. Eftir lát Finns reyndi Ólöf að búa áfram á Stóm- borg, en gafst upp eftir eitt ár og varð að láta flest bömin frá sér, Helga ólst upp hjá vandalausum, fyrst á Hlíð undir Eyjafjöllum, síðar í Vestmannaeyjum. Skömmu eftir fermingu réðst hún í vist til læknis- hjónanna þar, Halldórs Gunnlaugs- sonar og Önnu Sigrid (fædd Therp) og hefur vinátta og tryggð haldist með fjölskyldu Helgu og þeirri fyöl- skyldu æ síðan. Á þeirra vegum fór Helga til Kaupmannahafnar árið 1915 til náms í kjólasaum og dvaldi þar við nám og störf í tvö ár hjá Magasin du Nord. Helga giftist í Vestmannaeyjum 20. maí 1920, Siguijóni Pálssyni f. 12. ágúst 1896 í Hjörtsbæ í Keflavík. Foreldrar hans vom Páll Magnússon f. 12. apríl 1851 í Hjörtsbæ, d. í mai 1934 og seinni k.h. Þuríður Nikulásdóttir f. 18. sept. 1855 í Beijaneskoti, A-Eyja- fjallahr., d. 30. sept. 1940 í Keflavík. Fyrsta árið bjuggu Helga og Siguijón í Vestmannaeyjum, en fluttu þá til Keflavíkur og bjuggu þar í tæp þijú ár, fluttu síðan til Keflavíkur og bjuggu þar í tæp þijú ár, fluttu síðan aftur til Vest- mannaeyja og bjuggu þar til ársins 1930, er þau fluttu til Reykjavíkur. Siguijón var sjómaður framan af ævi, en vann einnig öll almenn störf er til féllu í landi, síðustu 25 árin var hann vélgæzlumaður hjá Gijót- námi Reykjavíkurborgar. Siguijón lézt 15. ágúst 1975 á Borgarspítal- anum Reykjavík. Helga og Siguijón vom komin yfír sjötugt þegar þau eignuðust eigin íbúð, að Feijubakka 10 í Reykjavík, fram að því bjuggu þau í ýmsum leiguíbúðum. Þótt húsa- kynni væm ekki alltaf mikil vom Helga og Siguijón mjög samhent í því að gera heimili sitt hlýtt og notalegt, meðal annars kom Helga sér upp blómagarði þar sem því var viðkomið, þau vom mjög gestrisin og góð heim að sækja og sannaðist á þeim hið fomkveðna, að nóg er húsrými þar sem hjartarými er. Þó var oft þröng á þingi, þegar bömin vom öll heima og Helga með saumastofu inn á heimilinu, þvi á kreppuámnum upp úr 1930 var oft litla vinnu að fá og kom því sauma- kunnátta Helgu að góðum notum við að afla heimilinu lífsviðurværis. Auk þess að starfrækja saumastofu hafði Helga sníða- og saumanám- skeið fyrir Húsmæðrafélag Reykjavíkur í íjölda mörg ár. Helga var saumakona af Guðs náð, hún var smekkvís og lagin og svo nýtin á efni að undran sætti, nóg var að koma með til hennar mynd í blaði af einhverri flík, hún mældi út mest með augunum keypti efni og flíkin var tilbúin á skömmum tíma og það merkilegast var afgangur af efninu var enginn, ég gleymi þvi aldrei er hún einu sinni sem oftar saumaði kjól á dótturdóttur sína að efnið var I knappara lagi, engin sáust þess þó merki á kjólnum full- gerðum, en ef kraganum var snúið við mátti sjá að neðra byrði hans var samansett úr sjö pjötlum. Helga og Siguijón eignuðust sex böm og em fimm þeirra á lífí: Finn- urf. 14. nóv. 1919 í Vestmannaeyj- um, bókavörður á Seltjarnarnesi, ókvæntur og bamlaus, hann lét sér mjög annt um móður sína og reynd- ist henni hlýr og góður sonur þar til yfír lauk. Siguijón Helgi f. 14. nóv. 1919 í Vestmannaeyjum, d. 24. des. 1936 í Reykjavík, aðeins 17 ára mikill efnispiltur og hvers manns hugljúfi, varð hann foreldr- um sínum og ástvinum hinn mesti harmdauði. Henný f. 29. apríl 1922 í Keflavík, maður hennar var Einar Þorsteinsson rakárameistari f. 19. ágúst 1921, d. 14. apríl 1978, þau eiga tvö börn og eitt bamabarn. Ólöf f. 4. okt. 1923 í Keflavík, maður hennar er Helgi Eiríksson aðalbókari f. 13. febr. 1922 í Sand- felli A-Skaft., þau eiga sex börn, níu bamaböm og fimm bamabarna- böm. Pálína f. 17. júní 1931 í Reykjavík, hjúkmnarfræðingur, maður hennar Sigmundur Ragnar Helgason f. 7. des. 1927 í Reykjavík, skrifstofustjóri, þau eiga þijú böm og fjögur bamaböm. Jó- hanna Kristín f. 31. maí 1935 í Reykjavík, húsmóðir í New York, maður hennar Fróði Ellemp f. 17. febr. á Seyðisfirði, vélfræðingur, þau eiga tvö börn. Heima hjá Helgu og Siguijóni fæddist einnig dóttur- dóttir þeirra, Sigrún Dúfa 25. okt. 1942 og átti þar heima fímm fyrstu æviár sín og var ætíð tekin sem ein af dætmnum og bám þau alla tíð mikla umhyggju fyrir henni. Af- komendur Helgu em í dag 38. Fjómm ámm eftir lát Siguijóns flutti Helga til Pálínu dóttur sinnar í Mosfellsbæ og bjó þar við um- hyggju og hlýju, þar til hún flutti í þjónustuíbúðir aldraðra við Dal- braut í Reykjavík. Helga var þrek- mikil og heilsuhraust fram á síðasta ár, sístarfandi og þurfti alltaf að láta eitthvað vera að gerast í kring- um sig, hún hafði yndi af ferðalög- um og lét ekki aldurinn aftra sér, komin á tíræðisaldur fór hún ein í stó rferðalög jafnvel til útlanda. Helga tók mikinn þátt í félags- starfí aldraðra, einkum spila- mennsku sem hún hafði sérstakt yndi af, allbroslegt þótti manni að heyra þegar hún var að býsnast yfír sljóleika og athafnaleysi gamla fólksins, sem í mörgum tilfellum var allt að tuttugu ámm yngri en hún sjálf. Þannig fannst mér, allt frá því að ég kom inn í fjölskyldu hennar fyrir þijátíu ámm, að Helga væri tuttugu ámm yngri, bæði í útliti og anda, en árin segðu til um. Hún fékk litla skólagöngu í bernsku eins og títt var á þeim ámm, en minnisstætt var henni, að hún örv- hent var lamin til þess að skrifa með hægri hendinni og taldi hún það koma niður á því að rithönd sín væri ekki í samræmi við aðra handlagni hennar. Helga var þvílík uppspretta af fróðleik að undmn sætir, má því þakka mikilli eðlis- greind, miklum bókalestri og stál- minni. Þessum eiginleikum hélt hún fram á síðasta ár og er mér sagt að þjóðháttadeild Þjóminjasafnsins hafi notið aðstoðar hennar við að skrásetja ýmislegt, sem óðum er að falla í gleymsku. Helga var róttæk í skoðunum og þrátt fyrir trú á eilífan sósíalisma og alræði öreiganna var guðstrúin sterk og einlæg, hún gat verið dóm- hörð og sagt eitt og annað, sem ekki féll öllum jafnvel í geð. Góð kona er gengin, kona sem öllum þótti vænt um, er henni kynntust. Megi minning hennar lifa. Loftur Baldvinsson Brandur af brandi brenn uns brunninn er, funi kveikist af funa. Maður af manni verður af máli kunnur en til dælskur af dul. Þessi spakmæli Hávamála eiga við, er ég minnist tengdamóður minnar, Helgu Finnsdóttur, en útför hennar verður gerð frá Fossvogs- kapellu f dag 3. maí. Helga fæddist að Stóm-Borg undir Eyjafjöllum. Hún var dóttir hjónanna Olafar Þórðardóttur og Finns Sigurfinnssonar, er þar bjuggu. Föður sinn missti hún árið 1901. Hann var ásamt fleira fólki, flestu uhdan Fjöllunum, í kaupstaðarferð þegar bátur þeirra fórst við innsigl- t Maðurinn minn, ÓLAFUR HAUKUR ÓLAFSSON læknir, lést á Grensásdeild Borgarspítalans aðfaranótt laugardagsins 29. apríl. Fyrir hönd ættingja og vina, Ásdís Kristjánsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og sonur, JÓHANNES ÁRNASON, L sýslumaður, Stykkishólmi, lést að kvöldi 30. apríl sl. Sigrún Sigurjónsdóttir, Ólafur Þór Jóhannesson, Anna Berglind Jóhannesdóttir, Sigurjón Jóhannesson, Guðný Þórunn Kristmannsd., Elín Jóhannesdóttir, Sigríður Jóhannesdóttir. t Móðir okkar, HELGA FINNSDÓTTIR, er andaðist 25. apríl, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, miðvikudaginn 3. maí kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Finnur Sigurjónsson, Henný D. Sigurjónsdóttir, Ólöf Sigurjónsdóttir, Pálfna Sigurjónsdóttir, Jóhanna S. Ellerup. t KRISTRÚN VILHJÁLMSDÓTTIR, Gnoðarvogi 76, áður húsfreyja í Vallanesi, Skilmannahreppi, lést í Borgarspítalanum að morgni 28. april sl. Fyrir hönd ættingja og vina, Þorsteinn Valdimarsson. t Eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, HERMANN JÓNSSON frá Sæbóli, Aðalvik, til heimilis f Bleikargróf 5, lést 30. apríl. Þórunn Finnbjarnardóttir, Jón Sigfús Hermannsson, Helga I. Hermannsdóttir, Jón S. Hermannsson, Sigrfður B. Hermannsdóttir, Finnbjörn A. Hermannsson, Hermann Þ. Hermannsson, Oddur Þ. Hermannsson, Jakob H. H. Guðmundsson, Sigrún Siggeirsdóttir, Kristján Einarsson, Oddný A. Óskarsdóttir, Elín H. Gústafsdóttir, Þóra Þórarinsdóttir og barnabörn. t Hugheilar þakkir til þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ÁSMUNDAR S. ÞORSTEINSSONAR fyrrv. vélstjóra. Guðmundur I. Ásmundsson, Sigrún Ólafsdóttir, Þorsteinn S. Ásmundsson, Elsa B. Ásmundsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.