Morgunblaðið - 03.05.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.05.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1989 Herfluffvöllur efitir Vigfus B. Jónsson Þriðjudaginn 18. apríl sl. birtist á forsíðu Alþýðublaðsins undir feit- letaðri fyrirsögn og tilheyrandi kveinstöfum um illt atvinnuástand á Norður- og Norðausturlandi frétt af undirskriftasöfnun í Þingeyjar- sýslum. Tilgangur undirskriftanna er greinilega sá, að fá NATO-her- flugvöll lagðan austur í Aðaldals- hrauni sem næst því á blábökkum drottningar hinna íslensku fall- vatna, Laxár í Aðaldal. Trúlega er það ekki tilviljun, að Alþýðublaðið leggur mikla áherslu á þessa frétt, því utanríkisráðherra Jón Baldvin Hannibalsson hefur gert sér far um að setja þrýsting á þetta NATO- flugvallarmál. Ekki er mér kunnugt um, hversu staðið hefur verið að téðri undir- skriftasöfnun né árangur af henni og tek lítt mark á sögum þar um. Hitt þykir mér trúiegt, að ýmsir þeir, sem léð hafa nöfn sín á undir- skriftalistana, hafi ekki að fullu gert sér grein fyrir, hvað þeir eru að biðja um. Einmitt það er tilefni þess, að ég set hér nokkrar línur á blað. Nú hefur mál þetta ýmsar hliðar og er ekkert einkamál Húsvíkinga og Þingeyinga. Þetta mál er að sjálfsögðu mál íslensku þjóðarinnar í heild frá öllum sjónar- miðum séð. Það er raunar eðlilegt að peningalykt leggi af framkvæmd upp á milli 10 og 20 milljarða króna og þá ekki hvað síst nú, þegar illa er búið að undirstöðuatvinnugrein- um þjóðarinnar. Gallinn er bara sá, að þegar peningalyktin er sterk, þá er það gjaman þefnæmið sem ræð- ur ferðinni, en ekki sjónin og því hættar við að menn beri af leið. Ef til þessarar framkvæmdar kæmi yrði að sjálfsögðu mikil uppsveifla í atvinnulífínu umhverfís hana um u.þ.b. þriggja ára skeið, en ekki sýnist mér nú, að allir gulllækimir mundu renna ofan í vasa Húsvík- inga og Þingeyinga. Hitt fínnst mér trúlegra að margir mundu yfírgefa undirstöðuatvinnugreinamar til að taka þátt í gullæðinu og síðan meira og minna skolast burt ásamt ýmsu öðru, þegar útfallið kæmi, sem vissulega yrði afdrifaríkt. Að því loknu er næsta óljóst, hver staða þeirra atvinnugreina væri, sem staðið hafa undir góðu mannlífi á Húsavík og í Þingeyjarsýslu. Menn mættu gjaman minnast þess, hver örlög byggðra bóla á Langanesi urðu í sambandi við mannvirkin á Heiðarfjalli o.fl. því hliðstætt. En hvaða augum sem menn líta at- vinnumálin í þessu sambandi og hvernig sem málið þróast, þá munu ár líða áður en sjálfur gullkálfurinn kemur og því of snemmt fyrir menn að stinga höndum í vasa og hefja biðstöðuna. Margir eru haldnir þeirri bamalegu skoðun, að NATO muni byggja slíkt mannvirki ári þess að nota það nema á ófriðartím- um. í því sambandi er vert að vekja athygli á því, að æfíngarflug hljóð- frárra hervéla er mjög óvinsælt á þéttbýlissvæðum Vestur-Evrópu og herþotuflugmenn þaðan að hluta til þjálfaðir yfír stijálbýlu svæði á Nýfundnalandi. Það skyldi nú bara aldrei vera, að þeim hjá NATO hefði dottið í hug, að nýta stijálbýlið í Þingeyjarsýslu til æfingaflugs og láta umhverfi vallarins njóta þeirra unaðsóma og slysahættu, sem hljóðfráum herþotum fylgir? í leið- inni væri svo kominn stuðpúði fyrir vissa aðila, ef til styijaldarátaka kæmi. Það er vafalaust betra að hafa ekki öll skotmörkin heima hjá sér. Þá er það illskiljanleg hemað- arkúnst að byggja fullkominn her- flugvöll og láta hann liggja óvarinn svo gott sem við fætuma á hugsan- legum óvini, sem tæpast mundi nú boða komu sína fyrirfram, ef í það færi. Það mætti alveg segja mér, að teygt yrði duglega á orðinu „frið- artimar", ef þurfa þætti og vissu- lega sýnist einu og öðru mega koma fyrir á því athafnasvæði, sem vellin- um er ætlað. íslendingar hafa löng- um viljað leggja sinn skerf til friðar í heiminum og séð hef ég fólk við þá fögru iðju, að ganga friðargöngu með friðarljós í annarri hendinni. Það er því heldur en ekki þversagn- arlegt nú, að sjá sumt af þessu fólki svo gott sem að taka sér kröfu- spjald í hina höndina og krefjast lagningar herflugvallar í næsta nágrenni sínu. Meginþorri íslend- inga vill hafa varið land og hafa vissulega haft ástæður til þess, en þeir hinir sömu verða að gera sér grein fyrir því, að heimsmyndin er breytt frá því, sem var árið 1949, þegar við gengum í NATO. Austur í Moskvu er maður að nafni Gorb- atsjov, sem sannanlega hefur reynt að höggva klakaböndin af þjóð sinni, leiða hana til betra mannlífs og draga úr hemaðarstefnu. Þessi maður á án efa gnótt óvildarmanna í heimalandi sínu, sem feig vilja störf hans og stefnu. Lagning her- flugvallar hérlendis nú yrði ömgg- lega ekki hjálp til handa Gorbatsjov og félaga hans, heldur trúlega mik- ið vatn á myllu andstæðinganna og vel fallið til að auka spennuna við norðaustanvert Atlantshaf, - sem nóg er þó fyrir. Það væri því ekk- ert smáræðis friðartillegg hjá okkur íslendingum að bæta við okkur herflugvelli, eða hvað sýnist mönn- um? Við í þessum heimshluta höfum lifað við svokallaðan vopnaðan frið frá síðustu heimsstyijöld og fínnst nú mörgum tími til kominn, að frið- urinn hvíli á traustari undirstöðum, en vopnunum einum, t.d. breyttum hugsunarhætti og vinsamlegri sam- skiptum þjóða. Það er líka tími til kominn, að núverandi utanríkisráð- herra geri þjóð sinni trúverðuga grein fyrir því, hvað það er, sem svo mjög knýr á um nýjan herflug- völl hérlendis nú fremur en áður. En nóg um það. Enginn getur svo minnst á her- flugvöll í Aðaldalshrauni án þess að náttúruvemdarsjónarmið séu rædd sem gildur þáttur og mat lagt á það, hversu mörgum náttúruperl- um við höfum efni á að fóma, eða setja í stórhættu. Laxár- og Mý- vatnssvæðið er sérstaklega lög- vemdað, enda ekki undarlegt þar sem svæðið er ein sérstæðasta nátt- úmperla á gjörvöllu norðurhveli jarðar, bæði hvað lífríki og fegurð snertir. Ef marka má þau riss, sem ég hef séð af hinum umrædda flug- velli, þá teygir hann norðausturhorn öryggisbrautar sinnar út í Laxá. Staðreyndin er sú, að þótt hann sé fyrirhugaður lítið eitt vestar en gamli völlurinn þá kemur hann mun nær ánni af þeim sökum, að hann mun ná 1,6 km norðar og svo því, að blessaðri ánni þóknast ekki að renna í beinni loftlínu. Hún ferðast þama með austuijaðri hraunsins, sem hvergi er nærri beinn. Auðvitað skiptir það ekki sköpum, hvort þessi flugvöllur yrði lagður einhveijum spöl austar eða vestar, því segja má að í öllu falli yrði hann að hluta til byggður ofan á Laxá, því svo marga farvegi á hún bæði undir og í hrauninu, víðsvegar. Af þeim sök- um getur vart svæði, sem er jafn berskjaldað fyrir olíu- og efnameng- un, og er þá Skjálfandaflói að sjálf- sögðu inni í dæminu. Olíuslýs hljóta að vera afdrifarík í slíku umhverfi, en þau em tíð fyrirbæri eins og kunnugt er. Við Islendingar emm nú búnir að hafa búsetu í okkar landi í yfir 1100 ár og lengst af þeim tíma umgengist náttúmna án tillits til afleiðinganna. Slíkt verðum við auðvitað að fyrirgefa formæðr- um okkar og forfeðmm vegna harðrar lífsbaráttu á liðnum öldum, Vigfus B. Jónsson „ Að öllu samanlögðu finnst mér að þeir, sem nú vilja óragir í þágu hernaðarmannvirkis taka þá áhættu, er hér um ræðir, ogþað við lífeeð mikillar náttúru- perlu, þurfi ekki að bregðast ókvæða við, þótt til vamar sé snú- ist.“ þegar teflt var við hungurvofuna um líf eða dauða. En nú á tímum þekkingar, tækni og mikilla tæki- færa hlýtur mönnum að vera skylt að fara með allri gát. Þess skal og getið, að fólk, sem alla ævi hefur lifað við bijóst náttúmnnar og leit- ast við að bæta hana og veija áföll- um, hefur vanalega ei litlar tilfinn- ingar til hennar. Því líkt finnst auð- vitað sumum allt að því óleyfilegt, enda þótt ókannað sé, hversu hinir sömu brygðust við, ef byggja ætti herþyrlupall í blómagarðinum þeirra. Að öllu samanlögðu finnst mér að þeir, sem nú vilja óragir í þágu hemaðarmannvirkis taka þá áhættu, er hér um ræðir, og það við lífæð mikillar náttúmperlu, þurfi ekki að bregðast ókvæða við, þótt til vamar sé snúist. Sannarlega vona ég það, að aldrei reyni á þær vamir til hins ýtrasta, heldur nái menn hinni réttu leið með augun opin. Því bið ég fólk að fara frið- samlega í þessu máli og með allri kurteisi, en kveikja ekki ófriðarbál að óþörfu. Einnig bið ég fólk að hugleiða málið frá sem flestum hlið- um með það í huga, að komi þessi flugvöllur í Aðaldalshraun, þá er hann kominn til að vera en ekki til að fara og örugglega ekki alfarið á okkar valdi, hvern veg málin þró- ast umhverfis hann. Þá finnst mér rétt að vekja at- hygli á því, að sá flugvöllur, sem fyrir er hér í Aðaldalshrauni, hefur ágætlega þjónað samgöngum við héraðið og ekkert voða verkefni að auka hann og bæta til stærri hlut- verka. Það teldi ég verðugra verk- efnj en lagningu herflugvallar. Ég vil svo að lokum geta þess, að grein þessi er ekki skrifuð til að æpa að skoðunum annarra né til að munnhöggvast við menn. Hún er miklu fremur skrifuð í þeim til- gangi að vekja athygli á því, að hér er um meiriháttar mál að ræða, sem snertir hvern einn og einasta íslend- ing allt frá innstu dölum til ystu annesja þessa lands. Slík mál eru þess verð, að þau séu tekin til rólegrar yfirvegunar. Það gæti e.t.v. komið í veg fyrir að upphlaupsmenn og offarar réðu ferðinni. Höfundur er bóndi að Laxamýri. Vetrarlegt um að litast í Miklaholtshreppi Borg í Miklaholtshreppi. SÍÐASTA vetrardag var hér allan daginn hríðarkóf og hvöss norð- austanátt. Tveggja stiga frost var um morguninn, en seinni part dagsins komst hitinn í irostmark. Það er enginn sumarsvipur hér á umhverfínu, miklar fannir og hús sums staðar byrgð af snjó og mikið af túnum á kafi í snjó. Illa hefur gengið að opna leiðir um Kerlingar- skarð vegna veðurofsa. Það átti að moka leiðina síðasta vetrardag og það tókst að opna rétt um hádegið, en þá versnaði svo skyndilega veðr- ið, að allt var orðið ófært aftur. Bfllinn með snjóplóginum fór út af og valt, en ekki urðu meiðsli á mönnum, sem í honum voru. Þá var orðið mjög þungfært um Heydal, en Fróðárheiði er fær. Við sem hér búum erum orðin leið á þessari sífelldu norðanátt og illviðrum, sem henni fylgja. Von- andi er að sumarið sé ekki langt undan, því það_ er farið að heyrast í vorfuglum. Óska ég svo lands- mönnum farsældar á komandi sumri. -Páll Dagur aldraðra Uppstigningardagur ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Eldra fólki safnaðarins sér- staklega boðiðtil guðsþjónustunn- ar. Kaffiveitingar í boði Kvenfélags Árbæjarsóknar í safnaðarheimilinu eftir messu. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Sigurbjörn Einarsson biskup préd- ikar. Eftir guðsþjónustu býður safnaðarfélag Ásprestakalls eldri sóknarbörnum til samveru í safn- aðarheimili Áskirkju. Kaffiveitingar og almennur söngur. Munið kirkju- bílinn. Sr. Árni Bergur Sigurbjörns- son. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Sýning á handavinnu aldraðra í safnaðarheimilinu eftir messu. Kaffiveitingar. Hátíðartón- leikar kl. 17. Sr. Ólafur Skúlason. Digranesprestakall: Sameiginleg guðsþjónusta Kópavogssafnaða í Kópavogskirkju, uppstigningardag kl. 14. Dagur aldraðra. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson og sr. Þor- bergur Kristjánsson þjóna fyrir alt- ari. Sr. Árni Pálsson prédikar. Samvera í safnaðarheimilinu Borg- um að lokinni guðsþjónustu. Sókn- arnefndin. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 14. Dag- ur aldraðra. Sr. Ólöf Ólafsdóttir prédikar. Sr. Hjalti Guðmundsson þjónar fyrir altari. Kaffidrykkja á Hótel Borg eftir messu. Eldri borg- urum í söfnuðinum boðið. Sóknar- nefndin. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Guðmundur Óskar Olafsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson prédikar. Sr. Hreinn Hjartarson þjónar fyrir alt- ari. Kór aldraðra í Gerðurbergi syngur undir stjórn Sigurbjargar Hólmgrímsdóttur. Sóknarprestur. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Öldruðum sérstaklega boð- ið til kaffidrykkju eftir messu. Sam- koma hjá UFMH kl. 20.30. Prestarnir. HJALLAPRESTAKALL í Kópavogi: Sameiginleg guðsþjónusta safnað- anna í Kópavogi á uppstigningar- dag kl. 14. Kirkjudagur aldraðra. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson og sr. Þorbergur Kristjánsson þjóna fyrir altari. Sr. Árni Pálsson prédik- ar. Samvera í safnaðarheimilinu Borgum að lokinni guðsþjónustu. Sóknarnefndin. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 14. Kaffisala Kvenfél. Háteigssóknar í Sóknarhúsinu Skipholti 50A kl. 15—17. Sr. Tómas Sveinsson. KÁRSNESPRESTAKALL: Sameig- inleg guðsþjónusta allra safnaða í Kópavogi í Kópavogskirkju kl. 14. Dagur aldraðra. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson og sr. Þorbergur Kristjánsson þjóna fyrir altari. Sr. Árni Pálsson prédikar. Samvera í safnaðarheimilinu að lokinni guðs- þjónustu. Sóknarnefndin. LANGHOLTSKIRKJA: Dagur aldr- aðra í Langholtskirkju, kirkju Guð- brands biskups. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Kór Langholtskirkju. Organisti Jón Stefánsson. Öldruð- um og ástvinum þeirra er boðið ásamt vinum okkar, bifreiðarstjór- um Bæjarleiða og fjölskyldum þeirra, í veislukaffi eftir athöfnina í kirkjunni og þá hefst sýning á munum sem hinir öldruðu hafa unnið að í vetur. Sýnum þakklæti okkar til þeirra er réttu okkur hag- sæld dagsins og fjölmennum. Sóknarnefnd. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14 á degi aldraðra. Þor- steinn Ólafsson fyrrv. yfirkennari prédikar. Kyrkjukórinn syngur. Kaffi í safnaðarheimilinu eftir messu í boði sóknarnefndar. Kirkjukvöld kl. 20.30. Kirkjukórinn flytur negrasálma o.fl. Þröstur Eiríksson organisti stjórnar kórn- um og leikur á orgel. Sr. Bern- harður Guðmundsson, fræðslu- stjóri kirkjunnar, ræðir ýmsar hlið- ar mannlífsins milli tónlistaratriða. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónas- son. Sr. Ólafur Jóhannsson. SELJASÓKN: Guðsþjónusta kl. 14. Dr. Jakob Jónsson prédikar. Kór Ölduselsskóia syngur í guðsþjón- ustunni undir stórn Margrétar Dannheim. Kvenfélag Seljasóknar býður eldri borgurum til kaffi- drykkju að lokinni guðsþjónustu. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Kjartans Sigurjónssonar. Sóknar- prestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Veislukaffi verður borið fram í safnaðarsal kirkjunnar að lokinni messu. Sighvatur Jónas- i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.