Morgunblaðið - 03.05.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAI 1989
27
Sviss:
Konur fá kosningarétt
ZUrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
KARLAR í svissnesku kantónunni Appenzell Ausserr-
hoden komu í síðasta sinn einir saman á vellinum í þorpinu Hund-
wil um helgina til að ákveða stjóm kantónunnar. Kosningaréttur
kvenna var borinn undir þá í fimmta sinn síðan 1972 og þeir sam-
þykktu Ioks með naumum meirihluta að veita konum rétt til að
greiða atkvæði um málefhi kantónunnar. Allar svissneskar konur
hafa haft kosningarétt í þjóðarkosningum síðan 1971.
Appenzell Innerrhoden er nú eina hafa ekki kosningarétt í kantónu-
kantónan í Sviss þar sem konur kosningum. Þar eins og í Ausserr-
EB:
Sardínuiðnaður verndaður
Brussel. Reuter.
Framkvæmdastjórn Evrópu-
bandalagsins (EB) kynnti í gær til-
lögur um lágmarks gæðakröfur
vegna innflutnings á sardínum í
dósum til aðildarríkjanna. í yfirlýs-
ingu frá stjórninni segir meðal ann-
ars að í sardínudósunum megi að-
eins vera ein sardínutegund og að
30 af hundraði innihaldsins skuli
vera fiskur. Framleiðendur sardínu-
dósa í aðildarríkjum bandalagsins
hafa varað við því að framleiðsla
þeirra geti lagst niður vegna inn-
flutnings á ódýrari sardínudósum,
aðallega frá Marokkó.
hoden halda borgararnir þing undir
berum himni einu sinni á ári og
greiða atkvæði með því að rétta
upp hendina. Karlmenn hafa haldið
þessi þing einir í aldaraðir. Karlam-
ir í Innerrhoden hafa tvisvar fellt
tillögu um kosningarétt kvenna en
nú líður væntanlega ekki á löngu
þangað til þeir feta í fótspor kyn-
bræðra sinna í Ausserrhoden. Ann-
ars má búast við að kantónan verði
kærð fyrir hæstarétti og þvinguð í
jafnréttisátt.
Fimmtán þúsund karlar höfðu
kosningarétt í Ausserrhoden á
sunnudag. Um íjórðungur þeirra
gerði sér ferð til Hundwil og þótti
þröngt á þingi. 32 þús. manns hafa
nú kosningarétt í kantónunni. Ótt-
ast er að þingstaðirnir séu orðnir
of litlir og bein þátttaka borgaranna
jafnvel orðin úrelt. Þingið mun
ákveða innan fjögurra ára hvort
breyta þarf stjórnarfyrirkomulagi
kantónunnar.
Sergio
Leone
látinn
Rómaborg. Reuter.
SERGIO
Leone, einn
kunnasti kvik-
myndaleik-
stjóri Ítalíu,
lézt á heimili
sínu í Róma-
borg á sunnu- Sergio Leone
dag af völdum hjartaslags, sex-
tugur að aldri. Leone var oft
nefndur faðir spagettívestranna
en svo nefndust ofbeldisfullar
kúrekamyndir, sem teknar voru í
heimalandi hans. Hann vann að
kvikmynd um umsátrið um
Leníngrad er hann dó. Leone var
að horfa á sjónvarp er hann lézt.
Bandaríkin:
Hermálaneftid
ræðir við Rússa
Washington. Reuter.
Hermálanefnd fuiltrúadeildar
Bandaríkjaþings hyggst stefna
Sergej Akhromejev, marskálki,
fyrrum yfirmanni sovézka herr-
áðsins og ráðgjafa Míkhaíls Gor-
batsjovs, Sovétleiðtoga, í varnar-
málum á sinn fund í júní til þess
að heyra sjónarmið Sovétmanna
og afstöðu þeirra til fyrirhugaðra
útgjalda stjórnar George Bush,
forseta, til varnarmála. Nefndin
mun einnig fara í kynnisferð til
Sovétríkjanna nú í maí af sama
tilefni.
Líbanon:
Skotið á að-
stoðarmann
Arafats
Sídon. Reuter.
ISSAM Salem, aðstoðarmaður
Yassers Arafats, leiðtoga Frelsi-
samtaka Palesstínumanna (PLO),
særðist alvarlega er grímuklædd-
ur maður skaut tveimur skotum
í höfuð hans af stuttu færi í Sídon
í gær. Talið er að morðtilræðið
tengist valdabaráttu innan PLO-
manna í Sídon.
Norðurlönd:
Skiptast á bæjar-
starfsmönnum
FRÁ og með september næstkom-
andi munu bæjar- og sveitarfélög
á Norðurlöndunum geta skipst á
starfsmönnum, samkvæmt sam-
norrænni áætlun. Fyrirkomulagið
verður með sama sniði og viðhaft
hefur verið við skipti á ríkisstarfs-
mönnum, en 500 embættismenn
hafa tekið þátt í þeim frá 1979.
Flestir þeirra telja að skipti á
embættismönnum hafi verið af
hinu góða og hvetja til þess að
þeim verði haldið áfram og sam-
starf af þessu tagi aukið milli
Norðurlandanna. Miðað er við að
menn dvelji í nágrannalandinu í
allt að 3-4 mánuði. Þeir, sem taka
þátt taka í starfsmannaskiptum,
munu halda launum sínum og
réttindum og fá að auki dvalar-
styrk sem svarar 5.500 dönskum
krónum á mánuði. Hækkar hún í
6.500 d.kr. um næstu áramót.
Vopnahlé
í Súdan
Khartoum. Reuter.
SADEQ al-Mahdi, forsætisráð-
herra Súdans, fagnaði í gær
vopnahlésyfirlýsingu skæruliða
og sagði stjórnina myndu reyna
stuðla að því að það yrði upphafið
að varanlegum friði í landinu, þar
sem skæruliðar og stjórnarher-
menn hafa tekizt á frá 1983.
Skæruliðar hafa náð 12 mikilvæg-
um borgum á sitt vald frá áramót-
um og kom vopnahlésyfirlýsing
þeirra mjög á óvart.
Aðalf undur FR-deildar 4
verður haldinn sunnudaginn 7. maí á Hótel Loftleiðum
kl. 14.00.
Stjórnin.
Aóalfundur
iþróttafélagsins Leiknis
verður haldinn mánudaginn 10. maí nk. kl. 20.30 í Austurbergi 1.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Lagabreytingar.
3. Önnur mál. stjórnin.
I
SKEMMTILEGT
OG
FJÖLBREYTT
HEILSUÁTAK
í Heilsugarðinum í Garðabœ er lögð
áhersla á margbreytilega líkamsþjálfun
semsiyrkirogeykurþol,
Pú mœtir hvenœr sem þér hentar og
[51
mú
einsoftívikuogþúvilt.
• •
w.
i
Inni-ogútiþjálfun
Allir finna eititivað við sitt hœfi í Heilsugarðinum því
þjálfunin er bœði fjölbreyttog skemmtileg,
Þartvinnastsaman:
• Markvisstœkjaþjálfun
^ •Hressileg leikfimi
• Skokkeftirskipulögðum skokkleiðum
undir leiðsögn kennara.
Þú fullkomnar svo daginn með því að skella þér í
gufuna og nuddpottinn á eftir.
Nuddarar geta séð um að ná úr þér slreitunni og
góðir Ijósabekkir eru alttaf við höndina,
í Heilsugarðinum í Garðabœ er öll aðstaða til
fyrirmyndar. Fagfólk er á staðnum sem þú geiur
ráðfœrtþig við: Lœknir, íþróttafrœðingur,
nœringarfrœðingur og sjúkraþjálfari.
Láttu heilsuna hafa forgang
og skelltu þér í Ijöruga heilsurcekt.
• Ókeypis reynslutími •
Skráning og upplýsingar
í síma 656970 eða 656971.
X-2
HEILSUGARÐURINN
GARÐATORGI1, GARÐABÆ.
Ta
*
I,
I
%