Morgunblaðið - 03.05.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.05.1989, Blaðsíða 16
16 i...... MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1989 Nú stendur yfir dreifing á sumarstarfs- bæklingi íþrótta- og tómstundaráös Reykjavíkur. Að vanda er í bækiingnum að finna upplýsingar um nánast alla þá starfsemi sem félög, samtök og stofnanir í Reykjavík gangast fyrir nú í sumar. Bæklingnum er dreift til allra nemenda grunnskólanna í borginni og eru foreldrar hvattir til að kynna sér vel ásamt börnum sínum þá möguleika sem þar er að finna. Innritun í starf á vegum íþrótta- og tómstundaráðs hefst á sérstakri innritunarhátíð í Laugardalshöll laugardaginn 20. maí kl. 13.00-17.00. BNIW FIMMAN VEKUR ÞIG UPP AF DRAUMI. MYNDVERK UM GAGNRÝNI Myndlist Bragi Ásgeirsson í anddyri Norræna hússins getur þessa dagana að líta nokkur mynd- verk, er gerð voru í tilefni mál- þings um listir og listgagnrýni, sem nú er nýlokið. Myndverkin áttu víst að fjalla um viðhorf viðkom- andi listamanna til listrýni og lis- trýnenda og eru aðallega eftir myndlistarmenn er teljast af yngri kynslóð. Er slík framkvæmd ákaflega norrænt fyrirbæri því að sjálfsögðu er slíkt þing haldið fyrir alla aldurs- hópa og því ættu einnig allir ald- urshópar að vera virkjaðir í slíka framkvæmd — annað er mismun- un. Og að auki er ungur listamað- ur ákaflega teygjanlegt hugtak. Upplýsingar um myndverkin liggja hvergi frammi, og ekki var einu sinni ljósritaður blöðungur sjáanlegur með einföldustu upplýs- ingum fyrir gest og gangandi þau tvö skipti er mig bar að garði. Lakara er svo að illa er staðið að upphengingunni og það klúðurs- lega, að ég minnist ekki að hafa séð annað eins á þessum ágæta stað. Þvert á móti minnist ég margra mjög vel upp settra sýn- inga. Er það von mín að sjálft mál- þingið hafi hlotið betri umbúðir og að þetta sé ekki lýsing á því og framkvæmdunum í kringum það í hnotskurn. Sjálf myndverkin eru svo allt annar handleggur því að það er broddur í þeim sumum en þó ber á því að einstakir hafi ekki skilið tilganginn til fulls. Dæmi um einfalda lausn, sem bæði gæti tal- ist kímin og beinskeitt, er t.d. mynd Tuma Magnússonar og sannfærðist ég enn frekar um það við seinni skoðun. Tók ég eftir, að fleiri voru mér sammála, og mætti því ætla að hún vinni á, og vissu- lega hefði hún verið upplögð á veggspjald og þá jafnvel enn frem- ur en sú stásslega mynd Helga Þorgils sem valin var, þótt fullboð- leg væri. Það er alveg rétt sem segir, „að listrýni eigi alltaf rétt á sér ef hún er vel unnin og af fólki, sem vissi um hvað það væri að ijalla“, og sama er hægt að segja um fram- kvæmd sem slíka, að hún eigi full- komlega rétt á sér ef kunnáttu- Morgunblaðið/Sverrir Þrjú úr framkvæmdaneftid Málþingsins með veggspjald þingsins, eftir Helga Þorgils Friðjónsson, frá vinstri: Einar Jóhannesson klar- inettleikari, Lisa von Schmalensee lektor og Lars Áke Engblom for- stjóri Norræna hússins. menn standa að baki framkvæmd- unum. Hér hefði vel upp sett sýning skilað mun eftirminnilegri árangri. V atnslitamyndir Ekki er langt síðan haldin var stór og mikil sýning á málverkum og vatnslitamyndum Eiríks Smith í menningarmiðstöð þeirra Hafn- firðinga, Hafnarborg. Og nú hefur Gallerí Borg nýlok- 'fe? ið við að kynna 22 nýjar vatnslita- myndir eftir listamanninn. Sýning- unni lauk 2. maí. Á sýningunni í Hafnarborg voru það vatnslitamyndirnar, sem vöktu langmesta athygli mína fýrir fersk- leika sinn og upplifaðar stemmn- ingar frá náttúrunni. Málverkin voru meiri skáldskapur, sem á glæsilegan hátt var færður í stílinn. Hvað þessa sýningu áhrærir, þá er bæði um landslagsstemmningar og skáldskap að ræða, og hin glæsilegu pensilstrik eru ræktuð til fulls, ásamt snöggum sveiflum og áhrifamiklum ljósbrigðum, er skera iðulega myndflötinn. Skipta má sýningunni í tvennt, sem eru hinar stóru myndir í neðri sal og hinar smærri á palli, eða efri sal. Og ólíkt þykja mér hinar stóru myndir hrifmeiri hinum smærri. Þykist ég kenna þar skyld vinnubrögð og í abstrakt-expressj- óníska tímabilinu hjá Eiríki, hvað fersk og lifandi vinnubrögð snertir. Á stundum trufla mig andlitin og verurnar í myndum Eiríks, sem mér finnst hann hafa leitað full mikið til á undanförnum árum og gjarnan glata töfrum sínum, með þessum stöðugu endurtekningum. Og þannig hreifst ég einna mest af þeim myndum, þar sem þeirra sér ekki stað. Sýningin ber nokkurn keim af því, að allar myndimar eru unnar á þessu ári og þannig virka þær mest sannfærandi, sem hann hefur lagt mesta alúð við og nær að bregða upp mjög sannfærandi lit- brigðum úr náttúrunni. Og eins og fleiri sýningar Eiríks Smith þá er þessi engin undantekn- ing, hvað þrótt og frískleika snert- ir, er svo marga hrífur upp úr skón- um... Nú er vandi að velja! Eiríkur Smith listmálari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.