Morgunblaðið - 03.05.1989, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 03.05.1989, Blaðsíða 59
Kjarasamningur ASÍ við VSÍ, VMS og Reykjavíkurborg KJARASAMNINGUR var undirritaður um helgina á milli A1 þýðusambands Islands annars vegar og Vinnuveitendasambands Islands, Vinnumálasambands samvinnufélaganna og Revkiavíki.r borgar hins vegar Af hálfu ASI eiga aðild að samningnum Verka- mannasamband Islands, Landssamband iðnverkafólks, Landssam- band islenskra verslunarmanna, Málm- og skipasmiðasamband Islands, Felag sterfsfolks i husgagnaiðnaði, Iðnnemasamband Islands og felog með beina aðild að ASI. Hér á eftir fer samninir- urinn í heild. 6 bilinu í þeim samningum sem gilda fram yfir 1. maí 1989 og framlengjast þeir til 31. desember 1989, en falla þá úr gildi án sérs- takrar uppsagnar. 3. grein Reiknitölur hreins akkorðs, ákvæðisvinnu og uppmælingar, svo sem við ræstingu, við sfldar- söltun, löndun, losun og lestun hækki sem hér segir: Við gildistöku samnings um 3,8%. , Hinn 1. september um 2,8%. Hinn 1. nóvember um 1,9%. 4. grein Fæðisgjald, fatapeningar, nám- skeiðsálag, launatillegg og verk- færagjald og hliðstæðar greiðslur hækka ekki. Fastlaunauppbót og önnur afkastahvetjandi launakerfi 1. grein Allir lq'arasamningar ofan- greindra aðila framlengjast til 31. desember 1989 með þeim breyt- ingum, sem í samningi þessum felast og falla þá úr gildi án sérs- takra uppsagna. 2. grein Heildarlaun á mánuði með föst- um álögum, þ.e.a.s. stofn yfír- vinnu og vaktaálags, miðað við fullt starf hækki sem hér segir á samningstímabilinu: Við gildistöku samnings um kr. 2.000. Hinn 1. september um kr. 1.500. Hinn 1. nóvemberum kr. 1.000. Framangriendar launahækkan- ir koma í stað áður umsaminna áfangahækkana á samningstíma- Kirkjudag- ur aldraðra á uppstign- ingardag Á ÁRI aldraðra 1982 var upp- stigningardagur valinn kirkju- dagur eldra fólks í landinu í samráði við ellimálanefiid Þjóð- kirlgunnar, en hún vinnur að málefnum aldraðra á vegum Þjóðkirkjunnar. Upp frá því hefur kirkja íslands yfírleitt helgað eldra fólkinu þenn- an dag. Hefur það sums staðar tekið þátt í guðsþjónustunni með því að lesa texta dagsins og jafn- vel stigið í stólinn. Einnig hefur það, sem farið er að æfa kóra ann- ast kirkjusönginn og færist það í vöxt. Góð samvinna hefur víða tekist með safnaðarfólki öllu ásamt presti við að stuðla að því, að sem flestir af þeim eldri geti átt góðan dag í kirkju sinni. Meðal annars með því að aka fólki til og frá og bjóða því í kirlcjukaffi eftir messu. „Kirkjudagur aldraðra“ nýtur sífellt meiri vinsælda, bæði eldri og yngri og skipar orðið virðulegan sess í þeim söfnuðum þar sem svona starfsemi verður við komið. í bréfí, sem nefndin hefur í ár sent öllum starfandi prestum í landinu svo og söfnuðum þar sem minnt er á Kirkjudag aldraðra seg- ir m.a. „Nefndin hvetur til almennrar þátttöku safnaðarfólks og mælist til þess að það aðstoði þá öldruðu eftir föngum við að sækja guðs- þjónustur og taka þátt í því kirkju- lega starfi, sem fram fer á þessum degi.“ Dagur aldr- aðra í Seltjarn- arneskirkju Uppstígningardagur verður í fyrsta skiptí haldinn hátiðlegur í hinni nývígðu kirkju á Seltjam- amesi. Þessi dagur hefur nú í nokkur ár verið helgaður hinum öldruðu í kirkjunni. Af þessu tilefni býður kirkjan aldraða úr söfnuðinum sér- staklega velkomna. HaÍTiarfjarðarkirkja: Öldruðum boð- ið til kirkju o g kaffisamsætis LÍKT OG undanfarin ár býður safnaðarstjóra HafnarQarðar- kirkju öldmðum sérstaklega til kirkju á uppstigningardag, 4. maf, og til kaffisamsætis í Alfa- felli, íþróttahúsinu við Strand- götu, að henni lokinni. Guðsþjónustan hefst klukkan 14. Prestar verða séra Þórhildur Ólafs og séra Gunnþór Ingason. Esther Helga Guðmundsdóttir sópransöngkona syngur einsöng við guðsþjónustuna og syngur svo einnig í kaffisamsætinu í Alfafelli. Þeir sem óska eftir bílferð til og frá kirkju hafí samband við Eggert Isaksson aðalsafnaðarfulltrúa eða prestana. Sveinn Guðbjartsson formaður sóknamefiidar Rokktónleikar á Hótel Borg I KVÖLD miðvikudagskvöld 3. maí gengst „Next Stop hreyfing- in“ fyrir tónleikum á Hótel Borg. Þar koma fram hljómsveitimar: Risaeðlan, Kátir piltar og Snigla- bandið. Tónleikarnir hefíast klukk- ^n 22. en hreint akkorð, svo sem bónus og premía hækki sem hér segir: Við gildistöku um 2,0%. Hinn 1. september um 1,0%. Hinn 1, nóvember um 1,0%. 5. grein Við mat á starfsaldri til launa telst 21 árs aldur jafngilda 1 árs starfi í starfsgrein, en 24 ára ald- ur gefur rétt til launa skv. næsta starfsaldursþrepi þar ofan við. ö.grein Fastráðið starfsfólk, sem hefur áunnið sér fullan orlofsrétt, með starfí hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár og er í starfí í maíbyijun, skal við upphaf orlof- stöku eða eigi síðar en 15. ágúst fá greidda sérstaka eingreiðslu, orlofsuppbót, kr. 6.500, miðað við fullt starf, en hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Full vinna samkvæmt framan- sögðu er 1.700 klst. i dagvinnu. Hafi launþegi færri dagvinnu- stundir að baki skal fara með það uppgjör með sama hætti og des- emberuppbót. Það telst vinnutími samkvæmt þessari grein, þótt maður sé frá vinnu vegna veikinda eða slysa, meðan hann fær greitt kaup eðá hann er í orlofí. Á orlofsuppbót greiðist ekki orlof, né heldur myndar hún stofn fynr yfirvinnu. 7. grein Desemberuppbót í samningum aðila hækki í kr. 9.000. 8. grein Samningur þessi öðlast gildi við staðfestingu einstakra aðildarfé- laga Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambands íslands og Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna og gildir þá frá og með 1. maí 1989, enda hafí Vmnuveitendasambandi íslands eða Vinnumálasambandi sam- vinnufélaganna borist tilkynning um samþykki viðkomandi verka- lýðsfélags fyrir kl. 12.00 á hádegi föstudaginn 19. maí 1989. Berist tilkynning um samþykki ekki inn- an ofangreinds frests öðlast samningnrinn fyrst gildi frá og með þeim tíma, er tilkynning berst.“ Samningurinn er dagsettur 1 maí og undirritaður af samninga- iicuiuum vioræouaona með fýrir- vara um samþykki aðildarfélaga ASI, borgarráðs og stjóma VSÍ og VMS. Sérstakar bókanir fylgja samn- ingnum um réttarstöðu starfs- manna við eigendaskipti að fyrir- tækjum, skilgreiningu á hveijir teljist foreldri og um störf kvenna á vinnumarkaði. í fyrstu bókuninni er kveðið á um að að eigendaskipti breyti ekki ráðningarkjörum nema und- an hafi farið uppsögn ráðningar- samnings og að ef eigendaskipt- um fylgir að nýr eigandi sé óskuldbundinn samningum fyrri eiganda, þá sé sá síðamefndi skuldbundinn til að greiða starfs- fólki uppsagnarfrest samkvæmt ráðningarsamningi. Bókun II segir til um að með foreldri sé einnig átt við fósturfor- eldri eða forráðamann sem er framfærandi bams og komi þá í stað foreldris. í bókun III era aðilar sammála um að auka hlut kvenna í stjóm- unarstörfum í fyrirtælqum og stefna að því að konur takist á hendur ábyrgðarmeiri og hærra launuð störf. Ennfremur varð samkomulag um að skipa við- ræðuhóp sem skoði hver þróun launamunar karla og kvenna hef- ur verið, hvað skýri hann og kanni leiðir til að draga úr honum. Þá var bókað að samið skuli við iðnnema um launakjör þeirra í dag, miðvikudaginn 3. maí. Guðsþjónustan hefstklukkan 14, en að henni lokinni verður boðið upp á veislukaffi í kjallara kirkj- unnar. Þar mun Sighvatur Jónas- son, organisti, spila létt sumarlög á harmóniku og stjóma fíöldasöng. Kveldúlfskór- inn syngurí Víðistaða- kirkju Kveldúlfekórinn frá Borgar- nesi heldur tónleika í Víðistaða- Idrkju í Hafiiarfirði á uppstign- ingardag, fimmtudaginn 4. maí. kl. 16.00. Kórinn var stofnaður fyrir 6 árum og hefur síðan verið áberandi í menningarlífí Borgarfíarðarhér- aðs. Hann hefur haldið tónleika heima og heiman og hyggst að þessu sinni enda vetrarstarfíð með söngferð til Noregs. Þar verða tengsl við vinabæ treyst og kórfé- lagi, sem nú er við nám í Gjövik, sóttur heim. Stjómandi kórsins er Ingibjörg Þorsteinsdóttir og píanóleikari Guðný Erla Guðmundsdóttir. Dagskrá tónleikanna er fíöl- breytt, íslensk kórtónlist gömul og ný, þjóðlög frá ýmsum löndum og verk gömlu meistaranna. A tónleikunum koma einnig fram Theodóra Þorsteinsdóttir sópran og Bjöm Leifsson klari- nettuleikari. Húsavík; Hátíðarhöldin 1. maí Húsavfk. Hátíðahöldin á Húsavík hófiist í félagsheimilinu klukkan 14 með ávarpi Helga Bjarnasonar, formanns Verkalýðsfélags Húsavíkur og hfíóðfæraleik létt- sveitar Húsavíkur undir stjóra Sandy Miles. Hátíðarræðuna flutti Eyvindur Erlendsson og Sharon Thomson söng einsöng við undirleik David B. Thomson, sem jafnframt lék einleik á píanó. Sigurður Hallmars- son las upp. - Fréttaritari. Vinafélag'ið Island-ísrael; Aðalfimdur og myndasýning AÐALFUNDUR vinafélagsins Islands — Israels verður haldinn að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, í dag, miðvikudaginn 3. mai, og hefst klukkan 20. Á dagskrá er kosning stjóraar og önnur aðalfundarstörf. Aðalfundur er aðeins opinn fé- lagsmönnum, en klukkan 21 hefst almennur fundur, þar sem sýndar verða tvær ísraelskar myndir. Önn- ur fíallar um hið viðkvæma ástand í Miðausturlöndum og hin um nátt- úruvemd í ísrael. Sá fundur er öll- umopinn. Á fundinum verða kaffíveitingar og ný dagblöð frá ísrael liggja frammi. Atnði úr myndinni „Varanleg s^r‘‘ s.em ^&nboginn hefur tekið til sýninga. Regnboginn sýnir „ Varan- leg sár“ REGNBOGINN hefur tekið til sýninga myndina „Varanleg sár“. Með aðalhlutverk fara Al- an Boyce og Keanu Reeves. Leikstjóri er Marisa Silver. David er einn af gáfuðustu nem- endum i menntaskóla og skarar meðal annars fram úr á tónlistar- sviðinu. Það er því áfall fyrir Jake vin hans og aðra skólafélaga sem honum voru handgengnir, þegar hann fyrirfer sér án þess að nokk- ur viti um ástæðurnar fyrir því. Grásleppuhrognasala: Leiðrétting Af frétt í sunnudagsblaði Morg- unblaðsins mátti ráða að Landsam- band smábátaeigenda sæi um sölu á grásleppuhrognum. Þetta er ekki alls kostar rétt. Þrir aðilar era milliliðir íslenskra grásleppusjó- manna og erlendra hrognakaup- manna, það era Samband íslenskra samvinnufélaga, Jón Ásbjömsson og Kjartan Friðbjamason. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Myndlistarsýn- (F réttatilkynning) mg í Eden KATRÍN H. Ásgeirsdóttir hefiir opnað myndlistarsýningu í Eden í Hveragerði. Katrín hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Sýningin í Eden er opin á venju- legum opnunartíma Eden og stend- ur til 15. maí nk. (Fréttatilkynning) Leiðrétting Mistök urðu við myndbirtingu með hagfræðidálki í síðasta sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins. Með greininni um Ólafslög átti að birt- ast mynd af ríkisstjórn Ólafs Jó- hannessonar 1978—79. Morgun- blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Vínveitingar fram til eitt um helgar BORGARRÁÐ hefur samþykkt að mæla ekki gegn því að vínveitingastaðir, sem mega hafa opið til kl. 23:30, fái fram- vegis að hafa opið til kl. 01 efl- ir miðnætti á föstudögum og laugardögum. Borgarráð ákveður hversu lengi veitingastaðir mega hafa opið og er jafnframt umsagnaraðili þegar um vínveitingaleyfí er að ræða. Endanlegt leyfi veitir dómsmála- ráðuneytið. Leiðrétting Á blaðsíðu 6B í Morgunblaðinu 28. apríl síðastliðinn var farið rangt með símanúmer Landssambands áhugafólks um flogaveiki, LAUF. Númerið er 8 28 33. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.