Morgunblaðið - 03.05.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.05.1989, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAI 1989 Guðríður Þórhalls- dóttir — Minning Fædd 17. júlí 1925 Dáin 25. apríl 1989 Tengdamóðir okkar, Guðríður Þórhallsdóttir, er látin, hún lést í Borgarspítalanum þann 25. apríl. Hún verður jarðsungin í dag 3. maí frá Fossvogskirkju. Guðríður hafði átt við alvarleg veikindi að stríða um skeið. Hún bar sig þó ávallt mjög vel, svo vel að okkur grunaði ekki hversu alvarleg veikindi henn- ar voru. Okkur varð þó seinna ljóst að hún var veikari en hún lét uppi og fengum við staðfestingu á því fyrir stuttu þegar hún lagðist inn á Borgarspítalann, þaðan sem hún átti ekki afturkvæmt. Guðríður var mjög góðhjörtuð kona og ávallt til- búin að rétta hjálparhönd þeim er þess þarfnaðist. Gestrisni var henni í blóð borin og voru allir velkomnir á heimili þeirra hjóna hvenær sem var. Ávallt var þar margt um mann- inn og eru okkur sérstaklega minn- isstæðir föstudagarnir og laugar- dagamir að loknum innkaupum er leiðin lá oftast inn í Akurgerði að heilsa upp á mömmu og pabba. Þar vom þá yfirleitt fyrir systkinin öll og var oft glatt á gjalla. Böm skip- uðu veglegan sess í lífi Guðríðar, þau löðuðustu mjög að henni og vom bamabörnin sem sólargeisli í lífi hennar. Hún öðlaðist mikla ham- ingju yfir þvi að sjá þau vaxa úr grasi. Dugnaðurinn og krafturinn sem Guðríður bjó yfir var alveg ótrúlegur og reyndar með ólíkind- um. Þar sem Guðríður fór var hún ávallt potturinn og pannan í öllu. Hun var stjómsöm og ákveðin kona og duldist það engum að þar fór mikill kvenskömngur. Þau hjónin Guðríður og Haukur ólu upp níu börn og geta þau verið stolt af því. Þau hjónin stóðu ávallt saman um allt það er þau tóku sér fyrir hendur og gerðu það með miklum sóma. Hjónaband þeirra var mjög gjöfult og hamingjuríkt. Miss- ir Hauks og hans bama er mikill. Við þökkum fyrir að hafa notið samvista Guðríðar sem tengdamóð- ur og vinar. Við vottum Hauki og bömum þeirra hjóna, okkar dýpstu samúð. Við munum styðja þau í sorg þeirra sem og okkar. Við kveðjum góða konu og vin. Hvíli hún í friði. Tengdaböm í dag kveðjum við ömmu okkar, Guðríði Þórhallsdóttur. Ömmu sem alltaf var svo trygg og hjálpsöm. Það var fátt sem ömmu var óvið- komandi þegar við barnabörnin átt- um í hlut. I leik og starfi fylgdist hún með af miklum áhuga og í henni áttum við tryggan vin. Hún var alltaf svo góð við alla og tók upp hanskann fyrir þá sem minna máttu sín. Amma okkar og afi Haukur Páls- son eignuðust níu böm sem öll eru uppkomin og bamabörnin era orðin tuttugu og tvö, og tvö barnabarna- börn. Við getum svo sannarlega verið stolt af því að vera í svo stórri og samiýmdri fjölskyldu sem amma og afí hafa stofnað. í Akurgerði 33, sem amma og afí hafa búið flest sín hjúskaparár, var oft glatt á hjalla þegar fólkið allt var saman komið, systkinin níu og þeirra fjölskyldur. Henni ömmu þótti nú ekki mikið mál að matreiða handa öllum þessum fjölda og stjana við okkur á allan hátt. I Akurgerði vom allir velkomnir og nóg hjartarými fyrir alla hjá henni ömmu. Já, hún var svo sannarlega vel af guði gerð hún amma okkar í Akó, og það er huggun harmi gegn að vita að hún er á góðum stað og fylgist með okkur öllum sem þótti svo vænt um hana. Megi góður guð styrkja elsku afa. Tár þau trúlega, er tryggð vakti, sðfnuð sjóði í góðverki yðar fyrir Guð flytur sem elskar einlægt bijóst. (Jónas Hallgrímsson) Begga og Valdi Endurminningin merlar æ í mána silfri hvað, sem var, yfir hið liðna bregður blæ blikandi fjarlægðar, gleðina jafnar, sefar sorg. Svipþyrping sækir þing í sinnis hljóðri borg. (G. Th.) í dag kveðjum við ömmu í „Akó“, Guríði Þórhallsdóttur, sem lést 25. apríl eftir erfiða sjúkdómslegu. Minningarnar em margar og góð- ar, og einkennast af ást og hlýju. Amma var sístarfandi og unni sér sjaldan hvíldar, því gestagangur var mikill og heimilið stórt. Amma og afi eignuðust níu böm, tuttugu og tvö bamaböm og barnabarna- bömin era tvö. Þau vildu ná öllum hópnum sam- an a.m.k. einu sinni á ári og varð jóladagur fyrir valinu, þá var fjöl- Espatrillur Verð 195.- 35 - 46. Litir: Tískulitir. 5% staðgreiðsluafsiáttur Póstsendum samdægurs. KRINGWN KBIHeNM S. 689212 21212 mennt í Akurgerði 33. Ég sendi afa og öllum hópnum hans mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Elsku ömmu minni þakka ég fýr- ir alla þá ástúð og hlýju, sem hún gaf mér. Söknuðurinn er mikill. Elsa Dögg Gunnarsdóttir Maðurinn með ljáinn er aldrei langt undan. Það vitum við sem kveðjum Guðríði Þórhallsdóttur. Eftir erfið veikindi hefur sjúk- dómurinn náð yfirhöndinni. Gauja, en það var hún alltaf kölluð meðal ættingja og vina, var á besta aldri þegar ævi hennar var öll. Gauju og Hauki varð margra barna auðið. Þeirra börn urðu níu, tuttugu og þrjú barnabörn og tvö bamabarna- böm. Ávallt þegar leið mín lá á heimili þeirra var mikið um ætt- ingja og vini þar. Nú hefur verið höggvið stórt skarð í fjölskylduna í Akurgerðinu. Ég minnist þess vel hversu hjálpleg og yndisleg hún reyndist föður mínum þegar móðir mín veiktist. En þær vora systur. Það vora erfíð skref hjá mér er ég þurfti að tilkynna móður minni að hún Gauja væri dáin. Hún var allt- af tilbúin til að aðstoða ef einhver var hjálpar þurfi. Minningarnar hrannast upp í huga minn. Ég mun seint gleyma því þegar mamma og Gauja vora að ljúka við brúðarkjólinn minn, hversu spennt Gauja var. Það var eíns og ein af dætram hennar væri að fara að gifta sig. Því urðu það mikil vonbrigði fyrir mig er hún varð fyrir því óhappi að slasa sig á fæti daginn fyrir brúðkaupið og gat því ekki komið. Minningarnar era margar. Mun ég ávallt minnast Gauju með þakklæti fyrir allar þær stundir sem ég fékk að njóta með henni. Elsku Haukur og fjölskylda. Við sendum ykkur okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Megi Guð vera með ykk- ur og veita ykkur huggun í ykkar miklu sorg. Guð blessi minningu um góða konu. Já, sefíst sorg og tregi, þér saknendur við gröf, því týnd er yður eigi hin yndislega gjöf: Hún hvarf frá synd og heimi til himins - fagnið því - svo hana Guð þar geymi og gefí fegri á ný. (Bjöm Halldórsson frá Laufási) Hallveig og Magnús Kannt Þ símanur ú nýia nerið? /3 ( 57 Steindór Sendibdar Þriðjudaginn 25. apríl lést á Borgarspítalanum mágkona mín, Guðríður Þórhallsdóttir, kona bróð- ur míns, Hauks Pálssonar. Ég kynntist Gauju, en það var hún alltaf kölluð meðal vina, fyrir nær fimmtíu áram. Það er langur tími af ævi manns, en aldrei bar skugga á vináttu okkar. Eg man hana fyrst átján ára, glaða, fallega og bjarta. Þannig var hún í mínum huga alla sína lífsgöngu. Haukur og Gauja eignuðust níu börn sem nú era öll uppkomin og lifa móður sína. Þau era góðir þegn- ar þessa þjóðfélags og er stór hópur barna frá þeim kominn. Það má nærri geta að stundum hafi verið þröngt í búi og erfitt að sjá um allan hópinn. En Gauja og Haukur vora samhent og nægjusöm og allt- af var pláss fyrir alla, bæði börn og gamalmenni. Margir komu til Gauju með vandamál sín og fengu góð ráð. Vinir barnanna, systkini og frændfólk leituðu til hennar. Hún gaf sér tíma til að hlusta og það leið öllum vel í návist hennar. Hún mat manngildið umfram veraldar- kapphlaupið. Gauja var alltaf heilsuhraust, en þegar veikindin börðu að dyram urðu viðbrögð hennar þau, að hún sagði eitthvað á þá leið að ekki fýndist henni það réttlátt að hún slyppi alveg við veik- indi. Hún var þakklát forsjóninni fyrir að henni auðnaðist heilsa til að ala upp allan barnahópinn sinn. Börnin hafa endurgoldið móður sinni umhyggjusemi hennar og ynd- islegt hefur verið að fylgjast með hversu samhent þau era og hvernig þau og Haukur studdu hana og styrktu í veikindum hennar. Nú er miklum starfdegi lokið og tómlegt þykir mörgum í Akurgerði 33. Þar sg.knar margur vinar í stað. Langur og erfiður vetur er að baki en sumarið framundan. Látum sum- arsólina þerra tárin. Blessuð sé minning hennar. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Hulda Pálsdóttir Afí! Hvar er amma í Akó núna? Er hún núna komin til Guðs? Það var lítil dótturdóttur mín sem spurði. Það er enginn efi í huga barns, um hvert amma fer þegar hún er dáin. Hún fer til Guðs, hver á betur heima þar en hún, og hann afi Guðmundur í Skaftó sem er nýfar- inn og var gróðursettur í Fossvogi fýrir stuttu síðan, eins og frænka hennar sem er ári yngri, orðaði það. Svo fer sálin upp til Guðs. Hvað er eðlilegra en dauðinn? Eins eðlilegur og fæðing, það er oft eins og við þeir fullorðnu áttum okkur síður á þeirri staðreynd. Ein- mitt nú er fjölskylda mín að upplifa þessar staðreyndir. Þegar ég hugsa til baka streyma fram minningar samofnar minningunni um tengda- móður mína. Guðríði og Hauki, tengdaforeldr- um mínum, og reyndar fjölskyld- unni í Akurgerði 33 kynntist ég fyrst fyrir um það bil 27 áram, en þá var ég að draga mig eftir elstu dótturinni, sem þá var á átjánda árinu, sjálfur um tvítugt, á Ford ’55, sem fengin var að láni hjá frænda mínum, til að gera sig mannalegri gagnvart stúlkunni og kannski foreldranum. Komst ég að því síðar að húsmóð- irin á því heimili gerði engan grein- armun á fínum eða ófínum bílum, frekar en fólki. Þær voru orðnar nokkuð margar heimsóknirnar á bílastæðið fyrir utan Akurgerði 33, án þess að kynnast öðram úr fjölskyldunni, en elstu dótturinni og þeirri yngstu sem gjarnan stóð utan við bílinn, gretti sig og spurði óþægilegra spuminga, svo sem: „Ert þú kær- astinn hennar Helgu?“ Guðríður tók af skarið, á sinn hátt, sem ég átti eftir að kynnast svo oft síðar. Spurði hvort drengur- inn ætlaði ekki einhvern tíma að koma inn. Hefur séð framá að von- biðill dótturinnar yrði mosavaxinn í lánsbíl á hlaðinu. Strax við fyrstu kynni hreifst ég af þessari konu. Þar var ekki sú tengdamóðurímynd sem maður les svo oft um og hefur fælt margan góðan dreng frá því að kvænast. Guðríður tók mér, eins og reynd- ar öllum öðrum án undantekninga, af hlýju og þeirri einurð sem ein- kenndi hana framar öðra. Guðríður tók öllum jafnt, gerði aldrei manna- mun og sá alltaf það góða í fari hvers og eins. Þegar ég kynntist fjölskyldunni í Akurgerði, fannst mér fólksfjöld- inn þar með ólíkindum, sjö börn á heimilinu, og áttu eftir að verða níu alls systkinin. Það hefur verið erfítt verkefni að ala upp þennan hóp og reyndar að brauðfæða Iíka. Haukur vann alla tíð myrkranna á milli og oftast fjarri heimilinu, kom kannski aðeins heim um helgar langtímum saman. Svo þau vora ærin verkefnin hjá þeirri heima- vinnandi húsmóður. Áldrei varð ég var við að leitað væri út á við eftir neinskonar aðstoð, nema kannski ef gera þurfti við þvottavélina. Aft- ur á móti vora margir sem Ieituðu aðstoðar í Akurgerði hvort heldur var vegna baksturs, saumaskapar eða smíða. Þegar ég hugsa um það, fínnst mér að það hafi alltaf verið gestir hjá Guðríði. Silla, Beta og Ólöf, eða systkini hennar og mágkonurnar, með kaffibolla í eldhúskróknum. Það er með ólíkindum hvað lítil eld- hús geta rúmað marga. Það er eins með hjartarými. Síðan ég kynntist þessari fjöl- skyldu hefur hún stækkað mikið. Börnin vora sjö, síðan bættust tvær dætur í hópinn, eða reyndar fjórar því elsta dóttirin eignaðist tvær dætur á sama tíma og era þær nær jafnaldrar, tvær og tvær. Börn Guðríðar og Hauks eru sem fyrr segir níu alls, barnabörn era nú orðin tuttugu og tvö og bamabarna- börn tvö. Tvö barnabörnin bættust í hópinn nú nýverið, stúlka fyrir rúmum tveimur mánuðum og drengur, tveim dögum eftir að amma fór til Guðs. Þriðja barnabarnið drengur á öðra ári hefur fengið að njóta sam- vista við ömmu eins og öll hin. Það er skylda okkar hinna full- orðnu að viðhalda minningu þeirra sem farnir era, í hugum barna okk- ar og bamabama og ekki hvað síst fyrir okkur sjálf. Ég þakka þau ár sem ég og börn mín og barnaböm fengum að verða kærri tengdamóður og vini sam- ferða. Guð styrki Hauk og systkinin. Amma er hjá Guði. Jóhann Örn Þó löngu væri vitað, að hveiju dró, þá var fráfall mágkonu minnar, Guðríðar Þórhallsdóttur, eitt þeirra áfalla sem erfitt er að sætta sig við. Guðríður var ekki einungis nákomnasta mágkona mín, heldur líka langbesta vinkona, sem leita mátti til hvernig sem á stóð. Létt skaplyndi hennar var annálað, og hún hafði sérstakt lag á að taka þátt í kjörum annarra þannig að léttara var að bera mótlæti og erfið- leika. Æðraleysi, glaðværð og hisp- ursleysi vora þeir eiginleikar sem ríkastir vora í fari hennar og gerðu það að verkum, að manni leið ævin- lega vel í návist hennar og fór betri maður af hveijum fundi við hana. Að eiga slíka vini er gulli betra, enda er óhætt að segja, að við lát Guðríðar séum við vinir hennar miklu fátækari en áður. Satt að segja fannst mér sem eitthvað dæi innra með mér, þegar mér bárust tíðindin af fráfalli hennar. Við hjónin og börn okkar vottum eftirlifandi eiginmanni, Hauki Páls- syni, og börnum þeirra, níu talsins, ásamt barnabörnum og bama- bamabörnum okkar innilegustu hluttekingu og biðjum góðan Guð að styrkja þau og hughreysta í þess- ari erfiðu raun. Lára J. Magnúsdóttir 4 4 < 4 4 4 4 4 4 4 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.