Morgunblaðið - 03.05.1989, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAI 1989
23
mai
cSo HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 696900'
Bamaskemmt-
un á Suðureyri
Barnaskemmtun Grunnskól-
ans var haldin sunnudaginn 23.
apríl. Allir nemendur skólans
komu fram á tveimur sýningum
sem tókust mjög vel í alla staði.
Fluttir voru stuttir leikþættir,
sungið og lesin upp kvæði. Þórður
Guðmundsson, skólastjóri Tón-'
skólans, lék undir á píanó ásamt
Vigni Bergmann sem lék á gítar.
Vel var mætt á sýningarnar og
voru þær haldnar í félagsheimili
Súgfirðinga.
Allur ágóði rennur í ferðasjóð
skólans. Farið er á tveggja ára
fresti í slíkar ferðir og að sögn
Magnúsar Jónssonar skólastjóra
er farið víða um landið og fyrir-
tæki og ýmiss konar söfn heim-
sótt þannig að ferðirnar eru mjög
svo fræðandi fyrir börnin.
— R. Schmidt
son, organisti kirkjunnar, ætlar að
spila á harmonikkuna sína. Sókn-
arprestur.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Engin
messa á uppstigningardag. Dagur
aldraðra í söfnuðinum verður nk.
sunnudag.
DÓMKIRKJA Krists konungs,
Landakoti: Lágmessa kl. 8.30.
Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl.
14.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 14. Öldruðum boðið
sérstaklega til kirkju. Ester Helga
Guðmundsdóttir, sópran, syngur
einsöng. Kaffisamsæti í Álfafelli
eftir guðsþjónustuna. Prestur sr.
Þórhildur Ólafs. Organisti Helgi
Bragason. Safnaðarstjórn.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA:
Messa kl. 14. Kór Innri-Njarðvíkur-
kirkju syngur. Organisti Steinar
Guðmundsson. Kaffi í safnaðarsal
eftir messu. Sr. Þorvaldur Karl
Helgason.
HVALSNESKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 15. Eldri borgarar úr
Hallgrímssókn í Reykjavík koma í
heimsókn á þessum degi aldraðra.
Barn verður borið til skírnar. í
Garðvangi verður helgistund kl.
13.30. Kirkjukór Hvalsneskirkju
leiðir söng. Organisti Frank
Herlufsen. Sr. HjörturJóhannsson.
Þegar kemur að
afborgunum lána er það
í þínum höndum
að borga á réttum tíma.
Þar með sparar þú óþarfa
útgjöld vegna dráttar-
vaxta, svo ekki sé minnst
á innheimtukostnað.
Sparaðu þér óþarfa útgjöld af dráttarvöxtum.
Gjalddagar húsnæðislána eru: 1. febrúar - 1. maí — 1. ágúst - 1. nóvember.
Sum lán hafa Qóra gjalddaga á ári, önnur aðeins einn.
Greiðsluseðlar fyrir 1. maí hafa verið sendir gjaldendum og greiðslur
má ínna af hendi í öllum bönkum og sparisjóðum landsins.
16. maí leggjast dráttarvextir á Ián með lánskjaravísitölu.
1. júní Ieggjast dráttarvextir á lán með byggingarvísitölu.
Útlit fyrir stórfelldan niðnrskurð
á fjármagni til félagslegra íbúða
- segja fulltrúar átta samtaka
ÚTLIT er fyrir stórfelldan niðurskurð á fjármagni til félags-
lega húsnæðiskerfisins á þessu ári. Aætlun um fjármögnun hef-
ur ekki enn verið gerð opinber þótt þriðjungur árs sé liðinn
og engar umsóknir vegna félagslegra íbúða hafa verið afgreidd-
ar. Engin framkvæmdalán verða að óbreyttu veitt fyrr en í
haust sem þýðir að framkvæmdir heQast ekki fyrr en á árinu
1990 að einhverju marki. Ibúðabyggingar á landsbyggðinni eru
nánast lagðar af þrátt fyrir að núverandi ríkisstjórn hafi boðað
í stjórnarsáttmála að stórefla félagslegar íbúðabyggingar utan
Reykjavíkursvæðisins.
Þetta kom meðal annars fram
á blaðamannafundi, sem átta sam-
tök stóðu fyrir. Samtökin eru:
Öryrkjabandalag íslands, Sjálfs-
björg - Landssamband fatlaðra,
Landssamtökin Þroskahjálp, Sam-
tök aldraðra, Stúdentaráð HÍ,
Bandalag íslenskra sérskólanema^
Leigjendasamtökin og Búseti. I
yfirlýsingu félaganna segir, að
gera þurfi áætlun til a.m.k. þriggja
næstu ára um tryggt fjármagn svo
hægt verði að ljúka byggingu á
900-1.000 íbúðum á ári í félags-
lega húsnæðiskerfinu og bæta um
leið fyrir áratuga vanrækslu.
Skapa þurfi víðtæka samstöðu um
þetta átak. Endurskoðun félags-
lega húsnæðiskerfisins verði hrað-
að, lög samræmd og kerfið verði
gert mun skilvirkara en nú er.
Haft verði sem nánast samráð við
Húsnæðishópinn um þessa endur-
skoðun og tillögur liggi fyrir í
haust. Þá sé þess vandlega gætt
að allar breytingar, sem ganga
yfir í almenna húsnæðislánakerf-
inu bitni ekki á félagslega kerfinu,
segir í yfirlýsingunni.
Forsvarsmenn samtakanna vilja
að lán til byggingar leiguíbúða og
hlutareignaríbúða á félagslegum
grundvelli verði til 50-60 ára.
Oeðlilegt sé að lán til félagslegra
íbúða sé 30 ár, eins og nú er, eft-
ir að lánstími almenna kerfisins
telur 40 ár. Hlutfall lána til leigu-
íbúða verði 90-100% og til hlutar-
eignaríbúða a.m.k. 85% eins og til
verkamannabústaða.
í máli Reynis Ingibjartssonar,
fulltrúa Búseta, kom fram að önn-
ur hver króna, sem lánuð væri út
úr húsnæðislánakerfinu, færi til
einstaklinga, sem ættu fullnægj-
andi húsnæði fyrir. „Á hátíðlegum
stundum er gjaman talað um for-
gangshópa svo sem öryrkja, aldr-
aða, leigjendur og námsmenn, en
kjarni málsins er einfaldlega sá
að þessir hópar eru afgangshóp-
ar,“ sagði Reynir.
ttMU
ÞU SKIPULEGGUR
reksturinn á þínu heimili