Morgunblaðið - 10.05.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.05.1989, Blaðsíða 2
ÍAM Or HUOAOUmVGIM GIGAJgVIUOHOM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MÁÍ 1989 Enginn fundur boð- aður í deilu BHMR og stjórnvalda ENGINN fiindur hefur veríð boðaður í kjaradeilu Bandalags háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna og stjórnvalda, en verkfall ellefii félaga BHMR hefiir staðið í fímm vikur á miðnætti í kvöld. Upp úr viðræð- um aðila slitnaði um kvöldmatarleytið í fyrradag. Ríkissáttasemjari kannaði I gær hvort afstaða deiluaðila hefði breyst, eins og hann hafði tilkynnt að hann myndi gera. Að því loknu sá hann ekki ástæðu til þess að boða fúnd og hvorugur aðilja hefúr óskað þess. Deilan kom til umræðu á ríkis- stjómarfundi í gærmorgun. „Við ræddum ástandið og munum halda áfram að gera það. Við ákváðum að fjórir ráðherrar myndu fjalla um málið milli ríkissfjómarfunda og það er verið að athuga með hvaða hætti er hægt að draga úr skaðsemi verkfallsins," sagði Halldór Ás- grímsson, sjávarútvegsráðherra, sem gegnir störfum forsætisráð- herra í fjarveru Steingríms Her- mannssonar. Hann sagði skaðann af völdum verkfallsins orðinn mjög mikinn og alveg ljóst að ekki verði dregið úr honum á fullnægjandi hátt nema með því að kjaradeilan leysist, en því miður liggi ekkert fyrir um með hvaða hætti það geti orðið. Að- spurður um hugsanlega lagasetn- ingu, sagði hann, að það hefði ekki verið til umræðu. „Það hefur verið meginsjónarmið ríkisstjómarinnar að þessar deilur sem aðrar eigi að leysa með samningum og á þessu stigi máls hefur ekki verið fjallað um það.“ Aðspurður hvort hann teldi slíka ráðstöfun hugsanlega, sagði Hall- dór: „Ég vil ekkert um það segja. Það vita allir sem búa í þessu þjóð- félagi að slíkt hefur verið gert, en það er algjör neyðarráðstöfun og leið sem enginn getur treyst á.“ Myndasög- ur Moggans Myndasögur Moggans eru á blaðsíðu 32 í blaðinu í dag, en því miður aðeins ein síða vegna þrengsla. Annað efni, sem þar átti að birtast, verður að bíða næsta miðvikudags. Biður blað- ið unga velunnara sína velvirð- ingar á þessu. Norska skipið Nidros á strandstað í gærmorgun. Höfti: Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson Norskt flutningaskip tók niðri Höfn. NORSKA skipið Nidros, sem hér lestaði saltfisk, tók niðri í lænunni rétt utan hafnarmynn- is i gærmorgun. Sat skipið þar í nokkra stund anda og lagðist skipið utar í læn- áður en það losnaði. För þess unni fyrir ankeri. Ahöfnin er hol- seinkaði það mikið að ráðlegt þótti lenskir yfirmenn og austurlensk að bíða með brottför frani að liggj- að öðm leyti. - JGG Vinnuskóli Reykjavíkurborgar: Stefiiir í metfjölda umsókna Engum verður vísað frá sem sækir um vinnu BYRJAÐ er að innrita unglinga í útivinnu í sumar á vegum Vinnu- skóla Reylqavíkurborgar. Forsvarsmenn Vinnuskólans eiga von á fleiri umsóknum nú en nokkru sinni fyrr. Þrátt fyrir atvinnuleysis- tón víða, hyggst Vinnuskólinn taka á móti öllum þeim, sem leita á náðir hans með sumarvinnu og verður engum vísað í burtu, að sögn Guðrúnar Jónsdóttur, starfsmanns Vinnuskólans. Mótorhjól á ofeahraða LÖGREGLAN í Reylqavík veitti tveimur mótorhjólum eftirför í gærkvöldi. Hún varð fyrst vör við hjólin er þau voru á ofsa- hraða á Vesturlandsvegi eða 160 km á klukkustund. Eltingarleik- urinn barst upp í Mosfellssveit þar sem ökumennirnir sluppu undan lögreglunni. Númer hjól- anna náðust þó og voru ökumenn þeirra sóttir til yfirheyrslu í nótt. Byijað var að taka á móti um- sóknum síðastliðinn mánudag og bárust þá alls um 200 umsóknir. Álíka fjöldi umsókna barst í gær. Umsóknarfrestur rennur út þann 19. maí nk. Aðeins er um tveggja mánaða vinnu að ræða, vinna hefst þann 1. júní og lýkur 31. júlí. Eingöngu tveir aldurshópar, 14 og 15 ára, eiga rétt á vinnu hjá Vinnuskóla Reylqavíkurborgar, það eru krakkar fæddir á árunum 1974 og 1975. Unglingar úr árgangi 1975 fá Qögurra tíma vinnu á dag og þeir unglingar, sem fæddir eru á árinu 1974, fá átta tíma vinnu á dag. „Við erum með vinnuhópa í nær öllum hverfum Reykjavíkurborgar, í almenningsgörðum og á öðrum opnum svæðum borgarinnar svo og við alla skóla Reykjavíkurborgar. Þá eru hópar í Heiðmörk og enn fremur veitum við ellilífeyrisþegum þjónustu við hirðingu garða,“ sagði Guðrún. Krökkunum er skipt upp í vinnuhópa og hefur hver hópur yfír sér leiðbeinanda. Á vegum Vinnu- skólans verða starfandi í sumar um 80 leiðbeinendur og verður bætt við tölu þeirra, ef tilefni gefst. Um tutt- ugu unglingar skipa hvem vinnu- flokk. Guðrún sagði að krakkar á þessu aldursskeiði hefðu oft áður fengið atvinnu á hinum almenna markaði, til dæmis í stórmörkuðunum, yfír sumartímann. Ljóst væri að mjög hefði dregið úr slíkum atvinnutæki- færum að sinni. Vinnuskólinn ráð- gerði því að taka á móti öllum þeim unglingum, sem þess óska. í fyrra störfuðu um það bil 1.300 ungling- ar á vegum Vinnuskóla Reykjavík- urborgar. Guðrún sagði að ógerlegt væri að ímynda sér hver ásóknin yrði í sumar. Þó væri ljóst að starfs- mönnum Vinnuskólans myndi fjölga verulega frá því í fyrra. Tímakaup hefur ekki verið ákveðið. í fyrra fengu eldri krakk- amir 144 krónur á tímann og yngri krakkamir fengu 127 krónur á tímann. Auk tímakaupsins hefur svokallaður hópbónus verið í gangi á meðal vinnuflokkanna og eru það leiðbeinendumir, sem taka ákvörð- un um hvort hann skal greiða eða ekki. Hópbónus getur hæst numið allt að 10% af kaupi hvers og eins. Kvöldfiindur um kjarasamning við Hjúkrunarfélagið ÚTLIT var fyrir að nokkur skriður væri á viðræðum Iflúkrunarfélags íslands og Samninganefndar ríkisins um nýjan kjarasamning í gær- kveldi, en aðilar sátu þá á samningafundi í húsnæði Hjúkrunarfélags- ins við Suðurlandsbraut. Fundurinn hófet klukkan 16 og eftir matar- hlé var honum framhaldið. Sigþrúður Ingimundardóttir, formaður Hjúkrunarfélagsins, sagðist aðspurð á ellefta timanum í gærkveldi ekki geta annað sagt en hún væri bjartsýn á að samningar tækjust, þó of snemmt væri að fúllyrða nokkuð. Hjúkrunarfélag íslands og Samn- fræðinga, en ríkisstarfsmenn í hinu Forsætisráðherra í Ungveijalandi: Telur förina ekki óráðlega miðað við stöðu samninga STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra er nú staddur í heimsókn i Ungverjalandi. Hann er einn fjölda fúlltrúa frjáls- lyndra stjómmálasamtaka og Demókrataflokksins í Bandaríkjun- um sem boðið var til landsins til að kynna sér ástand mála. Steingrímur segir að mjög athyglisverðir hlutir séu nú að gerast í Ungverjalandi og hafi boðsgestimir getað kynnt sér sjónarmið þeirra sem í stjóraarandstöðu era og vifja færa landið í lýðræðis- átt. „Heimsókn okkar til landsins hefúr fram að þessu verið mjög fróðleg," sagði Steingrímur Her- mannsson í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. „Ég hef hitt marga af stjómarandstæðingum og stjómarsinnum. Menn eru al- mennt mjög spenntir fyrir þeirri þróun sem á sér stað héma og hvort þeir fái að vera í friði með að gera landið lýðræðislegra." Steingrímur sagði að þróunin í lýðræðisátt hefði verið ör að und- anfömu í Ungveijalandi og menn þar spyrðu sig nú þeirrar spurn- ingar hvort þeir fengju að halda þessum hraða áfram. Flestir telja að Sovétmenn myndu láta landið í friði en spuming væri til hvaða ráða hinn harði kjami kommún- ista gripi. Aðspurður um hvort ráðlegt hefði verið fyrir hann að fara í þessa heimsókn meðan óvissan í verkfallsmálum væri jafnmikil hér heima og raun ber vitni sagðist Steingrímur telja svo vera. Að vísu væri áframhaldandi verkfall BHMR og HÍK alvarlegt mál en ríkisstjómin hefði rætt það ítar- lega áður en hann fór út og hann væri stöðugt í sambandi við stjómina og fylgdist með fram- gangi mála. Steingrímur mun í dag eiga viðræður við forsætisráðherra Ungvetjalands, þar sem m.a. verður rætt um sameiginlegt verkefni landanna á sviði jarð- hitavinnslu. Hann er væntanlegur heim, á morgun, fímmtudaginn 11. maf. inganefnd ríkisins hafa fundað nokkrum sinnum á undanfömum vik- um um nýjan kjarasamning, en félag- ið ásamt Fóstrufélagi Islands og Meinatæknafélagi íslands, stóð utan samflots aðildarfélaga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, þar sem þau eiga aðild, þegar það gerði samn- inga á dögunum. Fóstrufélagið hefur þegar undirritað kjarasamning á svipuðum nótum og BSRB. Hjúkrunarfræðingar eru í tveimur félögum, Hjúkrunarfélagi íslands og Félagi háskólamenntaðra hjúkrunar- síðamefnda hafa verið í verkfalli frá 6. apríl með mörgum öðrum aðildar- félögum Bandalags háskólamennt- aðra ríkisstarfsmanna. Þá hafa há- skólamenntaðir hjúkrunarfræðingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg boð- að verkfall frá og með 17. maí. Munurinn á félögunum er sá að félagar í Hjúkrunarfélagi íslands eru útskrifaðir úr Hjúkrunarskóla ís- lands, en háskólamenntaðir hjúk- runarfræðingar eru útskrifaðir af hjúkrunarfræðibraut Háskóla ís- lands. Ábyrgðir Útvegsbankans fyrir Olís: Landsbankastj óri vísar á bankamálaráðuneytið „ÉG ÞEKKI þetta mál ekki vel. Mér skilst helst að best sé að leita upplýsinga um þetta ( sjálfú bankamálaráðuneytinu og er þá ekki í kot vísað,“ sagði Sverrir Hermannsson bankastjóri Landsbanka íslands þegar leitað var álits hans á því að Útvegsbankinn er nú farinn að ábyrgjast olíuinnflutning Olís frá Sovétríkjunum fyrir hönd Alþýðu- bankans. Sverrir sagði að það væri að vísu rétt að Olís væri enn í bankaviðskipt- um í Landsbankanum en sagðist ekkert geta um þau mál talað um- fram það sem fram hefði komið opin- berlega. Vísaði hann á bankamála- ráðuneytið þar sem þessi mál virtust vera í traustum höndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.