Morgunblaðið - 10.05.1989, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 10.05.1989, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1989 Skólastjórar framhaldsskólanna; Allir kostir slæmir I athugun að útskrifa Verzlunarskólastúdenta án prófa Skólastjórar framhaldsskólanna, sem Morgunblaðið ræddi við eftir fund þeirra með menntamálaráðherra í gær, voru mjög áhyggjufullir yfir áframhaldandi verkfalli framhaldsskólakennara. Flestum kom saman um að það kæmi nánast ekki til greina að útskrifa stúdenta án þess að þeir tækju tilskilin próf, en það væri jaftivondur kostur að láta þá sitja i prófiim í sumar. í Verzlunarskólanum er hins vegar í athugun að útskrifa stúdenta á tilsettum tíma, án prófa. Morgunblaðið/Emilía Guðni Guðmundsson, rektor MR, Hörður Lárusson, deildarstjóri menntamálaráðuneytinu, og Aðalsteinn Eiríksson, rektor Kvenna- skólans, ræðast við fyrir fúnd skólastjóra með ráðherra í Gömlu Rúgbrauðsgerðinni í gær. „Nemendur mínir hafa gert þá kröfu til mín að ég útskrifi stúdenta á réttum tíma, 26. maí,“ sagði Þor- varður Elíasson, skólastjóri Verzlun- arskóla íslands, í samtali við Morg- unblaðið. „Ég hef spurt ráðherra hver hans viðbrögð verði ef skóla- stjóri Verzlunarskólans verði við þessari kröfu. Hann hefur lofað mér svari innan fárra daga.“ Þorvarður sagðist ekki hafa tekið afstöðu í þessu máli sjálfur, en það yrði væntanlega tekið til afgreiðslu í skólanefnd Verzlunarskólans eftir helgina. Einnig þyrfti að athuga það betur lagalega. „Þeir menn, sem ég hef spurt, segjast ekki geta séð ann- að en að skólastjóri og skólastjórn Verzlunarskólans ákveði með hvaða hætti útskrift fer fram. Ég lít engu að síður svo á að við útskrifum ekki ef ráðherra bannar það. Mér er hins vegar ekki ljóst, hvemig hann ætti að banna það, og reyndar ekki held- ur hvemig hann ætti að leyfa það,“ sagði Þorvarður. Hann sagðist ekki fá séð, að það væri verkfallsbrot að skólastjórar útskrifuðu stúdenta, hvorki í Verzlunarskólanum né öðr- um skólum, þótt kennarar væru í verkfalli. „Þetta yrði auðvitað slæmur kost- ur, vegna þess að við þurfum ekki aðeins að leysa þessa deilu, það þarf að leysa hana þannig að skólastarf geti hafizt í haust,“ sagði Þorvarður. „Það kann að torvelda mjög að skóla- starf geti hafizt með eðlilegum hætti ef þetta verður gert, þar sem kennar- ar gætu orðið því mjög andvígir. Á hinn bóginn verðum við líka að líta á það, að ef Háskóli íslands ætlar að taka nemendur inn án útskriftar, til hvers væri þá látið ógert að út- skrifa þá? Það væri aðeins í einum tilgangi; að svipta nemendur ánægju útskriftardagsins, sem er einhver stærsta stundin í lífi margra manna,“ sagði Þorvarður. „Það er búið að kenna þeim allt, sem á að kenna þeim og þeir fá ekki að taka próf af ástæðum sem þeir ráða ekki við. Þeir hafa mikið til síns máls, þegar þeir segja að það eigi að útskrifa þá á réttum tíma.“ Ætla ekki að útskrifa 2. flokks stúdenta Guðni Guðmundsson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, sagði að það væri afar hæpið að útskrifa nem- endur fyrir maílok úr þessu, og í bili stefndi hann á 8. júní sem skóla- slitadag ef hægt yrði að hefja próf að bragði. „Vandinn er hins vegar að nemendur eru orðnir þungir í taumi að sitja svo lengi í prófum," sagði Guðni. Aðspurður hvort hann teldi koma til greina að útskrifa nemendur án þess að þeir tækju próf, sagði Guðni að það kæmi ekki til greina af sinni hálfu nema hann fengi um það harð- ar fyrirskipanir. „Ég hef sagt það við krakkana að ég ætli ekki að fara að útskrifa neina annars flokks stúd- enta,“ sagði Guðni. „Þau eru ekkert betur sett méð það en að draga próf- in fram í júní. Það verður ekki spurt um það í framtíðinni við hvaða að- stæður menn hafi útskrifast. Menn muna það í haust, og hugsanlega næsta haust, en svo er það horfið úr minningunni hvað olli því að þetta fólk fékk ekki próf eins og allir aðr- ir. Ég er voðalega hræddur við að það fari síðan til útlanda á slóðir annarra stúdenta og með skírteini, þar sem eru allt aðrar forsendur en hjá öllum öðrum.“ Eins og hverjar aðrar náttúruhamfarir Jón Hjartarson, skólameistari Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki, sagði að ekkert lægi enn fyrir um það, hvernig nemendur yrðu útskrif- aðir. „Það er rætt um að hafa skóla fram í júní, en skólar eru misvel í stakk búnir til slíks. Á Sauðárkróki er skólinn til að mynda hótel á sumr- in. Ef það verður ofan á að kennsla dragist á langinn, verður að taka því sem hverjum öðrum náttúruham- förum og réttur hótelanna verður að víkja fyrir rétti skólanna.“ Allir kostir slæmir „Mér lízt ekki vel á neitt af þeim leiðum, sem koma til greina, og það er í raun engin eðlileg lausn til,“ sagði Örnólfur Thorlacius, rektor Menntaskólans í Hamrahlíð. „Það verður mjög erfitt að fá nemendur til þess að mæta í próf eins seint og rætt er um, en ef einhveijir fást til þess er sjálfsagt að gefa þeim kost á því ef um sernst." Örnólfur sagði að það væri ljóst að margir nemend- ur væru búnir að ráðstafa tlma sínum, jafnvel erlendis, og því yrði að sýna skilning. Ömólfur sagði að skólastjórar gætu ekki sjálfir tekið ákvörðun um að fella próf niður og gefa nemendum námseinkunn. „Það hlýtur að vera í höndum yfirvalda að gera slíkt, við vinnum eftir reglu- gerðum í því efni.“ Höldum ekki nemendum umfram ákveðinn tíma „Það verður að ljúka skólaárinu, það er ljóst að við getum ekki haldið nemendum fram yfir það, sem talað var um í upphafi," sagði Jóhann Sig- uijónsson, skólameistari Mennta- skólans á Akureyri. MA útskrifar reyndar stúdenta síðar en flestir aðr- ir skólar, eða 17. júní. Jóhann sagði að það hefði aðeins einu sinni gerzt í sögu skólans að nemendur væru útskrifaðir án prófa; það hefði verið árið 1902 er skólahúsið á Möðruvöll- um brann um vorið. „Það er hvorki í samræmi við hefðir þessa skóla né annarra að senda nemendur frá sér nema þeir geti sannað það að þeir standist kröfur skólans." Jóhann sagði að á næsta vetri stefndi í einhver mestu þrengsli, sem verið hefðu í framhaldsskólum. Bæði hefðu inntökuskilyrði í framhalds- skóla breytzt, frekar stór árgangur væri á leiðinni inn í skólana og loks væri atvinnuástand slakt, sem gæti þýtt að fleiri settust á skólabekk. „Við svona aðstæður þýðir ekki að sitja uppi með stúdentsefnin frá í vor. Það verður að útskrifa þetta fólk með einhveijum hætti,“ sagði Jóhann. Veitingahús dagsins Nýr og ferskur staður Skiptinemasamtök, máíaskólar, au-pair ISLENSKAR FJ ALL AFERÐIR SINFONIUHLJOMSVEIT ÍSLANDS Njótiö okkar rómuðuQ veitinga og þjónustu í notalegu umhverfi. RESTAURANT Fretta- oeFrædsIu pjonustan FJÖLMIOLUN ÚTGÁFA AUGLÝSINGAR #peinn*;ílafeari Opið alia daga. Ull og gjafavörur Minjavernd gjggl s m y f ! - j ; [ O ’-U-Liurnmz-jiTr; n jujxlllíIii V 1 wm a™| m ■ 1!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.